Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAf 1985 Björn Bjarnason cand. mag. frá Steinnesi — áttræður Aldur er misjafnastur, segir máltækið. Sumir eru „fæddir gamlir", aðrir yngjast með árun- um, og finnst mér hið síðara geta átt við Björn, vin minn, Bjarnason frá Steinnesi. Hann ber að vísu hvítar hærur, en sinnið er sem í ungum manni. Ævi manns mælist ekki í almanaksárum, það er vist. Margir munu í dag senda hon- um, áttræðum, kveðjur, því fáa menn veit ég vinsælli en hann. Þeir eru óteljandi, nemendur hans, sem hann hefir leitt til skilnings enskrar tungu, þess orðauðuga og flókna tungumáls, sem nú telst heimsmál þjóða í milli. Aðrir, þeirra á meðal undir- ritaður, eiga honum þakkir upp að inna fyrir langa samleið í lifinu og tryggja vináttu. Langar mig þvi til að lauma þessari litlu kveðju inn á milli hinna eiginlegu afmælis- greina i blaðinu. Björn mun hafa verið á sex- tánda árinu, þegar ég fyrst kynnt- ist honum. Hann var þá nýkominn til náms í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, ungur Húnvetningur, fríður sýnum, hávaxinn, með fág- uðu yfirbragði, er bar vott um vandað uppeldi og meðfædda eðl- >iskosti. Enda þótt ég væri nokkru yngri en hann og vanþroskaðri tókst brátt með okkur vinátta, sem hefir haldizt síðan fram á þennan dag. Við sátum saman í skólanum og skaraði Björn þar fram úr i málakunnáttu, enda mun menntabraut hans hafa ráð- izt á þessum árum. Við bjuggum síðan saman i Kaupmannahöfn, er Björn hóf þar nám sitt við háskólann í ensku og enskri bókmenntasögu sem aðal- námsgrein en lagði jafnframt stund á þýzku og þýzkar bók- menntir. Skildi leiðir, þegar hann lauk prófi og hélt til framhalds- náms við háskólann í Öxnafurðu, þá frægu stofnun. Það er trúa mín, að Björn hefði naumast orðið sá heimsborgari og afburða kenn- ari sem hann varð, ef hann hefði ekki farið víða um lönd, kynnzt þjóðum og numið tungur þeirra við uppspretturnar, ef svo má að orði komast. Tungumál skilst mér að séu mótuð af náttúrlegum, sögulegum kringumstæðum, sið- um og lífsvenjum þjóða. Það hlaut því að verða upprunaleg fræðsla, sem Björn miðlaði nemendum úr fjársjóði sínum, er heim kom. Sem kennari naut Björn síns músíkalska eyra, sem nam hin hárfínustu blæbrigði i málfari manna. Músíkin hefir alla tíð ver- ið honum hjartans mál, og áttum við það áhugamál saman á Hafn- arárum okkar beggja. Það var gaman að fara með honum á tón- leika á þeim árum, er við nutum enn þeirrar náðargáfu að geta hrifizt og hafizt í hæðir við áheyrn tónlistar. Björn hefir aldrei slitið sambandi við þá list. Hann hefir átt sitt hljóðfæri, síðan hann eign- aðist það og leikur enn á það sér til yndis. Kennarar með listræna hæfi- leika geta orðið aðfinnslusamir. Þeir eru sjálfir særanlegri fyrir þá sök, hve næmir þeir eru og við- kvæmir. Enginn óvenjulegur mað- ur kemst hjá aðkasti og áreitni annarra, sem minna mega sín. Björn hefir heldur ekki komizt hjá þeirri reynslu, þótt honum sé lagið að bera af sér högg með hárbeittu vopni hæðninnar, er svo ber undir, og koma skömminni á þann, sem að honum vegur. Orðleikni hans var oft frábær, og fara af því margar sögur. Hann gat með sanni sagt: „I knocked him down with a feather!" Soddan elegans var yfir Birni, þegar hann gaf mönnum á baukinn fyrir ósæmi- legt framferði. Hallmælum ekki ellinni. Hún þarf hvorki að vera grá né horfa aftur. Ávextirnir fá þá sitt eigin- lega bragð, er þeir meyrna. Og satt sagði Seneca, er hann fullyrti, að sálin væri þá fyrst í fullu fjöri, þegar hún fyndi fjötra líkamans falla af sér. Með þessum orðum hins vísa manns vil ég óska vini mínum Birni til hamingju með aldurinn og lífsþroskann. Árni Kristjánsson Ekki mun öllum gefið að hafa orðið e.k. þjóðsagnapersóna í lif- enda lífi. Þetta hygg ég að megi þó ýkjulaust segja um aldursforseta enskukennarastéttarinnar, Björn Bjarnason, sem sameinar það að hafa gert ensku að sérfræði sinni í bestu akademískri merkingu þess orðs og helgað ævistarf sitt kennslu- og prófdómarastörfum i þessari grein. Raunar er ekki hlaupið að því að finna þessum orðum stað fyrir augliti þeirra sem ekki þekkja Björn: fyrir hug- skotssjónum vina sinna, fyrr- verandi samstarfsmanna og nem- enda hygg ég þó að hann muni ávallt standa sem einn eftirminni- legasti samferðamaður þeirra á lífsleiðinni. Líkast til verður þetta helst rakið til óvenjulegra per- sónutöfra Björns, leiftrandi gáfna, listelsku, kímni og fágætrar orð- heppni á réttum stundum, og á stundum þrákelknislegrar hneigð- ar hans til að neita að taka sem góða og gilda vöru undirmálsfólk og fyrirbæri. Þó er Björn manna ljúfastur og lítilþægastur ef því er að skipta, en ég hygg að um hann megi ef til vill hafa orð skáldsins Bernard Shaw er hann lét falla um frægasta málvísindamann Breta á síðustu öld, Henry Sweet, sem hann dáði mjög: „he would not suffer fools gladly." Eins og meiri hluti íslenskra enskukennara fyrir síðari heims- styrjöld, svo og annarra sem á fræðasviði sínu höfðu tengst enskri tungu fram til þess tíma. hlaut Björn háskólamenntun sína við Kaupmannahafnarháskóla. Sú merka stofnun hefir vissulega enga aukvisa alið í þessari grein. Ári áður en Björn innritaðist í skólann lauk þar ferli sínum sem prófessor i ensku Otto Jespersen, einn merkasti málfræðingur sið- ari tíma. Mun andi hans mjög hafa svifið yfir vötnunum í stúd- entstið Björns þar, og veganestið sem lærisveinar þessa merka fræðimanns gáfu kynslóð Björns víst ósvikið, enda sér þess stað i öllum störfum Björns eftir að hann kom heim frá háskólanámi 1932. Langur og farsæll starfsfer- ill hans við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, síðar Vesturbæjar, Gagnfræöask. við Vonarstræti, Menntaskólann í Reykjavik, og í Rikisútvarpinu, allt til þess að hann lét af skólakennslu 1964, skjalþýðarastörf hans i ensku og þýsku (þýska hafði verið auka- grein hans til kandidatsprófs) og umsjón og dæming prófa fyrir skjalþýðara og dómtúlka eru kunnari en frá þurfi að segja, enda þakklátir aðdáendur hans meðal fyrrverandi nemenda ótrúlega margir og bera honum allir á einn veg söguna. En líklega á Björn þó landsmet sem prófdómari í ensku, þýsku og dönsku á öllum skóla- stigum frá gagnfræðaskóla til há- skóla, allt frá þvi að hann kom sjálfur heim frá prófborðinu 1932, þar til að hann lauk við að dæma síðustu próf sín við Háskóla ís- lands 1977. Það var einmitt við prófborðið sem leiðir okkar Björns lágu fyrst saman — að vísu ekki sömu megin við það rómaða borð! — á gagn- fræðaprófi í Menntaskólanum á Akureyri vorið 1943. Björn var mér að vísu ekki alveg ókunnur af afspurn: hann hafði verið i hópi nemenda föður mins i söng við * Ágætur afli á Vestfjarðamiðum í aprílmánuði: Bessi hæstur togara með tæpar 600 lestir — helmingi meiri rækjuveiði í aprfl nú en í fyrra MORGUNBLAÐINU befur borizt veftirfarandi yfirlit um afiabrögð og sjósókn í Vestfirðingafjórðungi. Tek- ur það til aprflmánaðar og hefur skrifstofa Fiskifélags íslands á Isa- firði tekið það saman: Ágætur afli var á Vestfjarða- miðum allan mánuðinn og góðar gæftir. Afli togaranna í mánuðin- um var nær eingöngu grálúða, en afli bátanna steinbítur. Þorskafl- inn var innan við 18% heildarafl- ans í mánuðinum. t apríl stunduðu 13 (13) togarar og 30 (26) bátar með botnfiskveið- ar frá Vestfjörðum, réru 20 (23) með línu, 7 (3) með net og 3 með dragnót. Heildaraflinn í mánuðin- um var 6.518 lestir, og er heildar- aflinn á árinu þá orðinn 22.670 lestir. í fyrra var aflinn í apríl 7.262 lestir og heildaraflinn í lok apríl var þá 25.363 lestir. Aflahæsti línubáturinn í apríl var Flosi frá Bolungarvík með 213,6 lestir I 21 róðri, en í fyrra var Þrymur frá Patreksfirði afla- hæstur í apríl með 193,3 lestir í 17 róðrum. Þrymur frá Patreksfirði var aflahæstur netabátanna (réri einnig með línu) með 255,5 lestir í 18 róðrum, en í fyrra var Vestri frá Patreksfirði aflahæstur með 105,8 lestir. Bessi frá Súðavík var aflahæstur togaranna með 597,0 lestir, en í fyrra var Guðbjörg frá ísafirði aflahæst togaranna í aprfl með 611,1 lest. Afiinn í einstökum verstöövum: Patreksfjörður: Þrymur 1/n Vestri 1/n Brimnes > Patrekur n. Björgvin Már Sæbjörg Færabátar Tálknafjörður: Tálknfirðingur tv. Jón Júli dr. Geir dr. Bíldudalur. Sölvi Bjarnason tv. Þingeyri: Framnes I tv. Sléttanes tv. "vGísli Pál’ Dýrfirðingur Guðm. B Þorláksson Tjaldur Máni Flateyri: Gyllir tv. Ásgeir Torfason vSif Byr 255,5 lestir í 18 ferðum 218,0 lestir í 12 ferðum 70,6 lestir f 10 ferðum 25,4 lestir í 2 ferðum 19,8 lestir í 5 ferðum 14,3 lestir í 5 ferðum 62,0 lestir 505,8 lestir í 4 ferðum 26,0 lestir f 5 ferðum 26,0 lestir í 6 ferðum 345,4 lestir í 4 ferðum 379.3 lestir i 3 ferðum 100.4 lestir í 1 ferð 35,9 lestir 32,4 lestir 26,5 lestir 21.4 lestir 20,0 lestir 461.4 lestir í 3 ferðum 187,6 lestir í 20 ferðum 108.4 iestir í 17 ferðum 27,4 lestir í 7 ferðum Suðureyri: Elín Þorbjarnard. tv. Þorlákur helgi Ingimar Magnússon Jón Guðmundsson Færabátar Bolungarvík: Dagrún tv. Heiðrún Flosi Hugrún Páll Helgi n. Völusteinn n. Ljúfur n. Skálafell n. Færabátar Ísafjörður: Guðbjörg tv. Páll Pálsson tv. Framnes I tv. Orri Víkingur III Björgvin Már Brimnes Sæbjörg Færabátar Súðavík: Bessi tv. 409,8 lestir í 3 ferðum 186,6 lestir í 21 ferð 79,8 lestir í 13 ferðum 25,4 lestir í 11 ferðum 19,6 lestir 510.6 lestir í 4 ferðum 209.6 lestir í 3 ferðum 213.6 lestir f 21 ferð 204,5 lestir í 21 ferð 101,8 lestir í 19 ferðum 56,1 lest f 19 ferðum 35.6 lestir í 17 ferðum 16.6 lestir í 12 ferðum 36.6 lestir 139,2 lestir í 1 ferð 107,8 lestir f 1 ferð 79,5 lestir í 1 ferð 70.4 lestir í 8 ferðum 46.5 lestir í 8 ferðum 20.4 lestir í 4 ferðum 16,7 lestir í 4 ferðum 16.4 lestir í 4 ferðum 19,1 lest 597,0 lestir í 5 ferðum Aflinn í einstökum verstöðvum í aprfl: Patreksfjörður Tálknafjörður Bfldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungavfk ísafjörður Súðavík 6.518 lestir Janúar/mars 1985 678 lestir 574 lestir 373 lestir 654 lestir 832 lestir 754 lestir 1.443 lestir 565 lestir 645 lestir ( 7.262 lestir) 16.152 lestir 22.670 lestir 1984 (762 lestir) (455 lestir) (244 lestir) ( 858 lestir) ( 821 lest) ( 583 lestir) ( 1.290 lestir) ( 1.822 lestir) ( 427 lestir) (18.101 lestir) (25.363 lestir) Rækjuveiðar Rækjuveiðar voru stundaðar á öllum þrem veiðisvæðunum við Vest- firði, í Arnarfirði, ísafjarðardjúpi og Húnaflóa, og varð heildaraflinn í mánuðinum 590 lestir, en var 275 Iestir á sama tíma í fyrra. Er heildar- aflinn frá byrjun haustvertíðar þá orðinn 3.251 lest, en var i fyrra 4.065 lestir á sama tíma. Rækjuveiðum í Isafjarðardjúpi og Húnaflóa er nú lokið, þar sem búið er að veiða leyfilegt aflamagn, en í Arnarfirði má ennþá veiða um 200 lestir. Aflinn í apríl skiptist þannig eftir veiðisvæðum: 1985 1984 Lestii Bátar Alb Leyft Lestir Báiar Alls Arnarfjördur 71 8 301 500 89 8 411 ísafj.djúp 242 32 1.541 1.500 115 34 2.496 Húnaflói 277 15 1.409 1.400 71 13 1.158 590 55 3.251 3.400 275 55 4.065 rinun skip xiunduAu raekjuvriðar > djúpulóA: H*f)>ói landaói 106,0 lextum, Sólrún 56,9 lestum, örn 12,6 lesturn, Jón Þóróaraon 54,6 lestum og Arnarnes 15,2 lestum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.