Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Græna stóriðjan — eftir Val Þor- valdsson Frá öndverðu hefur heyfóður- öflun verið eitt af meginviðfangs- efnum bænda, og hefur gengi landbúnaðarins og þjóðarinnar jafnan verið mjög háð því hvernig til hefur tekist á þessu sviði. Þrátt fyrir stórstígar breyt- ingar á skilyrðum til heyfóðuröfl- unar á síðustu áratugum, einkum við tilkomu véltækni og tilbúins áburðar, hafa bændur almennt aldrei náð því marki, að geta með öryggi fullnægt fóðurþörfum grasbíta sinna til viðhalds og af- urðamyndunar, með innlendu heyfóðri, sem þó verður að teljast eðiilegt keppikefli. Lengst af hefur aðalmarkmið heyöflunar verið að tryggja næg- an fóðurforða að magni til, og hef- ur það jafnan gengið misjafnlega og fóðurskortur, þ.e. vöntun á fyllifóðri, verið algengur. Við þessar aðstæður hefur myndast sú venja að meta árangur fóðuröflun- arinnar einkum í heymagni, rúmmáli eða þyngd, þar á meðal bæði við forðagæslu og í jarðrækt- artilraunum. Nú á síðari árum, hefur athygli manna í vaxandi mæli beinst að því hve gæði heyfóðurs skipta miklu, og að það að meta einungis heymagn, þunga eða rúmtak, er ekki viðunandi mælikvarði á árangur heyfóðurframleiðslunnar. Þar sem hið eiginlega markmið er I raun að framleiða búsafurðir, verður að gera þær kröfur til fóð- ursins, að það sé í senn nógu lost- ætt og næringarríkt, til að hver gripur geti innbyrt í dagsskammti sfnum svo mikla næringu, umfram þarfir til viðhalds eigin líkama, að nægi til myndunar þeirra afurða sem krafist er. Meðfylgjandi mynd sýnir hver áhrif mismunandi heygæða ann- ars vegar og mismunandi upp- skerumagns hins vegar, geta verið á möguleika til mjólkurfram- leiðslu á einum hektara túns, af heyfóðri einu saman, miðað við al- mennt viðteknar forsendur. Þar kemur glöggt í Ijós, að breyting í átt til aukinna fóðurgæða, sem fljótt á litið synist tiltðlulega lítil, t.d. úr 0,55 Fe/kg í 0,65 Fe/kg, eða um 18% aukning, getur verið jafn mikils eða meira virði en verulega mikil aukning á uppskerumagni, t.d. úr 30 hkg/ha í 50 hkg/ha, eða um 67% aukning. Skýringarnar eru einkum tvær, annars vegar sú, að það er aðeins sá hluti dagfóð- urs, sem er umfram viðhaldsþarfir gripanna, sem nýtist til afurða- myndunar, og hins vegar að átgeta gripanna, i kg þurrefnis talið, eykst með auknum fóðurgæðum, þannig að heildarmagn næringar i daggjöf eykst meira en nemur beinni aukningu fóðurgæða, og öll sú aukning á að geta nýst til af- urðamyndunar. Af myndinni má einnig sjá, að því minni sem gæði heyjann eru, þeim mun minna máli skiptir það hvort uppskeru- magnið er meira eða minna, ef markmiðið er að framleiða afurð- ir. Þegar ekki tekst að ná heyjum sem nægja til að mæta fóðurþörf- um gripanna, verður afurðamynd- unin að meira eða minna leyti að byggjast á kjarnfóðri. Þetta hefur því miður verið reyndin hjá okkur í allt of miklum mæli, og svo virð- ist sem almenn afurðaaukning búfjársins á síðari áratugum hafi að verulegu leyti byggt á aukinni notkun innflutts kjarnfóðurs. Veðráttan er sá af umhverfis- þáttunum, sem einna mestu ræður um árangur heyfóðuröflunar á hverjum tíma, bæði að því er tek- ur til uppskerumagns og fóður- gæða. Þvi er þekking á sviði veður- fræði einn af hinum mikilvægari hlekkjum í fóðurlöflunarkeðjunni. Reynslan hefur sýnt, að það má ná ótrúlega langt í að draga úr nei- kvæðum áhrifum duttlungafullrar veðráttu á árangur heyfóðuröflun- arinnar, bæði hvað varðar magn um réttmæti a.m.k. sumra þeirra ályktana sem hann dregur á grundvelli athugana sinna. Fóður- öflun er margþætt viðfangsefni, og því þarf að huga að fjölmörgum atriðum samtímis, þegar lagt er á ráðin um hvernig að henni skuli staðið. Það er oft freistandi og stundum nauðsynlegt að einfalda flókið samhengi, en það leiðir ekki alltaf til viðunandi árangurs. Páll Bergþórsson beitir þeirri rannsóknaraðferð að rekja saman einn meintan áhrifaþátt, vetrar- hitann í Stykkishólmi, og rúmfang heyforða á haustnóttum. Þessa að- ferð velur hann, að því er ég best veit, vegna þess að þetta er sú að- ferð sem gefur honum kost á að fara lengst aftur í tímann. Þótt viðfangsefnið væri so einfalt, að Áhrif heygæða og uppskerumagns á möguleika til mjólkurframleiöslu á heyi af 1 hektara túns. MJÓLK kg/ha túns 7.000 H6. Fe/kg o,ao 0A5 0,50 0,55 0,60 0,65 0,70 0,75 Kg/fo 2,5 23 2,0 13 1.7 13 13 13 %MMtanl. 55 58 61 65 69 75 7« 81 Átm. kg «,7 10,1 113 123 143 15,6 1«3 183 og gæði, með því að beita nútíma tækni af nútíma kunnáttu. Þetta gengur því betur, sem veðurspár eru traustari og ýtarlegri fyrir viðkomandi svæði, og því lengra sem veðurfræðingarnir sjá fram í tímann. Margir bændur hafa öðl- ast mikla kunnáttu á þessu sviði, og náð undraverðum tökum á fóð- uröflun sinni, enda þótt enn skorti mikið á að svo sé almennt. Tilefni þessarar upprifjunar er umræða i fjölmiðlum að undan- förnu, um athuganir Páls Berg- þórssonar veðurfræðings á sam- hengi vetrarhita í Stykkishólmi og rúmmáls heyforða haustið næsta á eftir, og þær ábendingar um áburðarnotkun, sem Páll hefur gefið bændum á þessum grund- velli. Mér finnst rík ástæða til að þakka Páli áhuga hans og elju við rannsóknir á áhrifum veðurfars- þátta á fóðuröflun, og það að hafa haft frá Veðurstofu íslands, for- ystu um jarðræktarumræðu á al- mennum vettvangi i landinu um langt skeið. Jafnframt finn ég mig knúinn til þess að leggja orð í belg, og láta i Ijósi nokkrar efasemdir nægilegt væri að spyrja aðeins um uppskerumagn mælt i rúmmáli, þá má ekki horfa framhjá því að fleiri þættir en veðurfarið eitt, hafa mikil áhrif á uppskerumagn- ið, og búskaparlag og aðstaða ráða nokkru um það, hve heyöflun á einstökum býlum er háð veðri. Eins og fyrr er að vikið hafa mikl- ar breytingar orðið á búskapar- háttum á síðari áratugum, og þvi er ekki líklegt að reynsla, sem fengin var við annað og ólíkt bú- skaparlag i fyrndinni, komi að fullu gagni við nútima aðstæður. í þessa átt benda einnig mismun- andi áhrif veðurfarssveiflna á uppskeru, annars vegar á túnum bænda, og hins vegar á tilrauna- reitum tilraunastöðvanna, sem ekki verða fyrir samskonar álagi af búskaparumsvifum eins og t.d. vélaumferð og beit. Margt bendir til að vænleg að- ferð til að ná skjótum framförum í heyfóðurframleiðslu, sé að stór- auka mat á endanlegum árangri, með því að meta raunverulegt fóðrunarvirði í miklum fjölda hey- sýna frá bændum, og rekja siðan HEILDSÖLUBIRGÐIR: AGNAR LUDVIGSSON HF. Nýlendugata 21. Sími 12134. Valur I»orvaldsson „Nú þegar umræða um hefðbundinn landbúnað hefur um alllangt skeið einkennst mest af hugmyndum um sam- drátt og niðurskurð, er kannski ekki úr vegi að benda á það mikla svigrúm til uppbygg- ingar og framleiðslu- aukningar, sem bændur eiga enn ónotað á sviði heyfóðurframleiðslu.“ kerfisbundið samhengi þessa árangurs við helstu áhrifaþætt- ina, s.s. veðurfar, jarðveg, áburð, grastegund, þroskastig og verkun- araðferð, svo fáeinir áhrifaþættir séu nefndir. Mikilvægast í slíku starfi er að markmiðssetning sé hnitmiðuð og að árangur sé met- inn í viðeigandi mælieiningum, sem að mínu mati þyrftu að vera fóðrunarviröi uppskerunnar af til- tekinni flatareiningu, fremur en einhliða mat á rúmfangi hennar eða þyngd. Niðurstöður fóðurmats má svo að sjálfsögðu einnig hag- nýta við gerð fóðrunaráætlana, og líklega eru engar mælingar í land- búnaði mikilvægari en raunhæft fóðurmat, séu úrvinnslu- möguleikar nýttir til fulls, ef bók- unarúrvinnsla ein er undanskilin. Ein af forsendum Páls Berg- þórssonar, þegar hann ályktar að bændum muni óhætt að draga nokkuð úr áburðarnotkun á þessu vori, því til viðbótar að sl. vetur var mildur, er að heyfengur á sl. sumri varð með allra mesta moti, og að heyfyrningar eru nú af þeim sökum óvenjumiklar að vöxtum. Sannleikurinn er sá, a.m.k. hér sunnanlands, að eftir hið óvenju erfiða heyskaparsumar 1984, voru gæði heyja með allra lakasta móti. Efnagreiningar á heysýnum frá sl. sumri, sem þó voru allt of fá, bentu til að meðaltaðan nægði mjólkurkúm aðeins til viðhalds, og að mjólkurframleiðslan á sl. vetri þyrfti því í óvenju ríkum mæli að byggjast á kjarnfóðurgjöf. Reynsl- an hefur síðan staðfest þetta. Sá hiuti af þessum heyforða, sem nu er eftir sem fyrningar, er lakasti hlutinn, og í mörgum tilfellum svo næringarsnautt fóður að í raun er ekki annað við það að gera en fleygja því til þess að rýma hlöður fyrir kjarnmeiri forða, sem bænd- ur ætla sér að afla á komandi sumri. Þetta dæmi skýrir vel hve rúmtak heyforða er ófullkominn, og í raun ónothæfur mælikvarði á fóðuröflunarstarf bænda, og hve varlega þarf að fara við að draga ályktanir einhliða á þeim grunni. Þótt ég hafi hér gert grein fyrir þeim annmörkum, sem mér sýnast helstir á ábendingum Páls Berg- þórssonar, vil ég taka fram að fyrst og fremst met ég mikils framlag hans í baráttunni fyrir framþróun heyfóðuröflunar á ís- landi. Mér sýnist að a.m.k. sunnlenskir bændur þurfi að nýta komandi sumar sem allra best til fóðuröfl- unar, eftir tvö undangengin hall- æri. Ýmislegt bendir til að nú muni jafnvel fást meiri eftirtekja eftir hvert kg áburðar og annan tilkostnað heldur en í meðalári, hvað þá þegar grös eru meira og minna óvirk og lömuð eftir harða vetur. Sumarið þarf því að nýta vel til þess að afla sem mestra, en þó umfram allt sem bestra heyja. Ef það á að takast þarf að nýta vaxtagetu grasanna vel, m.a. með því að sjá þeim fyrir nægri nær- ingu. Þá á að vera unnt að slá snemma, meðan grösin eru enn í örri sprettu og fóðurgildi þeirra mest og jafnframt mestar líkur á góðri verkun. Ef menn hafa hug- fast vægi uppskerumagns annars vegar og heygæða hins vegar (sbr. mynd), ættu þeir ekki að draga of lengi að hefja slátt, enda þótt ekki sé „fullsprottið", því ekki verða allar spildur heyjaðar í einu, og í góðum sumrum má reikna með að slá aftur þær spildur sem fyrst er hirt af. Nú þegar umræða um hefðbund- inn landbúnað hefur um alllangt skeið einkennst mest af hugmynd- um um samdrátt og niðurskurð, er kannski ekki úr vegi að benda á það mikla svigrúm til uppbygg- ingar og framleiðsluaukningar, sem bændur eiga enn ónotað á sviði heyfóðurframleiðslu. Þetta verkefni hefur verið nefnt „Græna stóriðjan", enda um miklar fjár- hæðir að tefla. f verðlagsgrund- velli eru kjarnfóðurkaup talin á við helming vinnulauna, og vitað er að á mörgum búum er þessi kostnaðarliður hlutfallslega mun hærri, einkum þegar illa árar. Aukið fóðrunarvirði heyja myndi leiða til þess að hluti þess fjár, sem nú er varið til kaupa á kjarn- fóðri, myndi að öðru óbreyttu verða að tekjuauka fyrir bóndann og fjölskyldu hans, jafnframt þvi sem þjóðarbúið gæti sparað um- talsverðan gjaldeyri. Með þetta í huga þarf að beina kröftum rann- sókna- og leiðbeiningastarfsemi landbúnaðarins enn markvissar að fóðuröflunarsviðinu, og gera innlenda fóðurframleiðslu að for- gangsverkefni um.fram það sem nú er, jafnvel þótt nokkuð þurfti að rifa seglin á öðrum sviðum á meðan. Mikilvægt er að beita sem virkustum starfsaðferðum, og leita óhikað fyrirmynda erlendis, þar sem sums staðar a.m.k. er vit- að til að mikill árangur hefur náðst við hliðstæð viðfangsefni. Um þetta þurfa bændur, búvís- indamenn — og veðurfræðingar að taka höndum saman. Ilöíundur er jarðræktarráðunautur á Suðurlandi. Eyfirðingafélagið: Árlegt kaffiboð fyrir aldraða félaga EYFIRÐINGAFÉLAGIÐ I Reykja- vík heldur árlegt kaffiboó sitt fyrir aldraða félaga I Súlnasal Hótels Sögu næstkomandi sunnudag, 19. maí, klukkan 14. Á sama tlma verða félagskonur með bazar í hliðarsal. Kaffiboð með þessu sniði er orð- ið hefðbundinn þáttur f starfsemi Eyfirðingafélagsins auk þorra- blóts, spilakvölda og annarra sam- koma. Síðustu skipti hafa 600 til 700 manns komið og fengið sér kaffi, en félagar 67 ára og eldri fá sopann endurgjaldslaust. Aðrir verða að greiða fyrir hann. (FrétUtilkjmnmg)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.