Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1985 53 Sagan af Noor A1 Hussein Hún er ekki konungborin, samt er hún drottning og glæsileg sem slík. Lisa Halaby hét hún einu sinni, en nú heitir hún Noor A1 Hussein, eða „Ijós Husseins" eins og það útleggst á móðurmálinu nýja: jórdðnsku. Bandarísk al- múgastúlka úr millistéttarum- hverfi, þó af arababergi brotin. Saga hennar er ein af þessum sem gætu verið teknar úr nesta ævin- týri. Nú er hin 33 ára gamla Lísa drottning Jórdaníu og hefur fetað í fótspor Alíu drottningu, sem Hussein elskaði afar heitt, en hún lést með voveiflegum hætti í þyrluslysi og Hussein tók það afar nærri sér. Það vakti á sínum tíma feikilega athygli er þau Noor og Hussein gengu í hjónaband. Hún er fjórða konan sem Hussein gengur að eiga, hann skildi við tvær þær fyrstu og sat eftir ekkjumaður eft- ir þriðja hjónabandið. Lísa var hins vegar ævintýragjörn stúlka þegar í æsku sinni og helsta áhugamál hennar, flugið, teymdi hana til Amman í Jórdaníu 1976 þar sem hún aðstoðaði við að koma á fót flugskóla. Þar lágu leiðir þeirra skötuhjúa saman, þvi sjálfur er Hussein með slæma flugdellu. Aðspurð hvernig sam- fundi þeirra bar að segir Noor: árum skiptir, mamma unniö ( þessu meö honum og nú virðist bróðir minn ætla að verða eitt- hvað viðloðandi skó svo raunin verður eflaust sú að ég enda í þeim líka. Foreldrar mínir eru strax farnir að tala um að taka mig með á sýn- ingar, kenna mér að kaupa inn o.s.frv. þannig að það bendir margt í þá átt að ég eigi eftir að ílengjast í skóviðskiptum. Það sakar auðvitað ekki að ég hef mjög gaman af þessu, og uni mér vel í þessu starfi. — Verðurðu ekkert einmana á að rinna einn allan daginn? Nei, nei, ég hef kasettutækið hjá mér og svo kíkir alltaf einhver inn. Maður hefur ekki svo mikinn tíma til rð hugsa um annað en vinnuna. Pað er ekki eins og þú sért á föstu kaupi hvað litiö eða mikið sem er að gera. Ég fæ borg- að fyrir það sem ég framleiði svo það er ekkert verið að tvistíga hér við vinnu. — Hvað er svona sérstakt við þessa skó? — Þetta eru handgerðir skór og engin færibandavinna á þessu. Við köllum þá „Óla skó“ bæði vegna þess að bróðir minn byrjaði með þetta hérna heima og svo vegna þess að það eru ólar á þeim. Þessir sandalar eru mjög heilsusamlegir, þ.e. ef viðkomandi manneskja er með ilsig eða eitthvað viðkvæm í fótum þá hjálpa þeir, einnig fyrir fólk sem stendur tímunum saman við vinnu o.s.frv. — Hefurðu gott upp úr þessu? Ef ég hef nóg að gera eins og hingað til þá get ég haft það alveg bærilegt. „Hann segir að ég hafi haft mikil áhrif á sig, en það skil ég ekki, það var margt um manninn þegar ég hitti hann fyrst og ég stend ekki upp úr fjölda. Fyrstu skiptin var alltaf fjölmenni er við hittumst og það var ævinlega í tengslum við flugskólann sem var til húsa á flugvellinum í Amman. Fyrsta skiptið sem við vorum ein saman, bauð hann mér heim til sin með þeim orðum að hann þyrfti aðstoð við að endurskipuleggja hús- gögnin í höllinni, raða þeim upp á nýtt því hann vildi skipta um um- hverfi ef svo mætti segja. Mér leið eins og bjálfa, hvað átti ég að gera? Það eina sem ég gat lagt af mörkum var að ráðlegja honum að útvega sér færa sérfræðinga. Það voru öll notin sem hann gat haft af mér á þessu sviði.“ En þegar bónorðið kom? „Ég hugsaði mig vel og lengi um, því ég vildi vera viss um að ég væri hin eina rétta fyrir hann. Ég hafði þá sterkar tilfinningar til hans og vildi ekki gera nein mistök," segir Noor. Framhaldið á þessu ævin- týri stendur enn yfir og er sannast sagna að þau Noor og Hussein eru eins samrýnd og hugsast getur. COSPER — Sagði leknirinn að þú þyrftir að breyta um loftslag? Ef svo er skal ég hætta við vindlana og reykja pípu í staðinn. Kíktu inn á morgun ef þér leidist. iii Uéáú'JÚ, 111 w / /<a tx. ■ ■iiUliia Opiö til kl. 9 öll kvöld. Gróðrarstöð við Hagkaup, Skeifunni, sími 82895. Steypuhrærivélar á traktora. Eigum fyrirliggjandi 2 stærðir af þessum handhægu steypuhrærivélum 250 og 350 lítra. Leytið nánari upplýsinga. UMBOÐS- OG HE/LDVERSLUN LÁGMÚLI 5, 105 REYKJA VÍK SÍMI: 91 68 52 22 Metsölnbloó á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.