Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985
7
Pólýfónkórinn á æfingu.
Pólýfónkórinn og 33 manna kammer-
sveit á ár tónlistarinnar á Ítalíu
Morgunblaðinu hefur borizt eftir-
farandi fréttatilkynning frá Pólý-
fónkórnum:
Eins og kunnugt er var 300 ára
afmælis tónjöfursins Jóhanns Seb.
Bachs minnst hér á afmælisdegi
hans 21. marz sl. með flutningi
Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands á Messu í H-moll,
undir stjórn Ingólfs Guðbrands-
sonar. ítalskir einsöngvarar, sem
einnig tóku þátt í flutningnum,
luku miklu lofsorði á frammistöðu
kórs og hljómsveitar. Hljóðritun
frá endurtekningu tónleikanna
hinn 23. marz var send til tónlist-
ar- og menntastofnana á Ítalíu,
sem áður höfðu sýnt áhuga á að fá
Pólýfónkórinn til tónleikahalds.
Láta þeir i ljós mikla hrifningu af
flutningnum, og nú er ein mesta
hljómleikaferð Tslendinga til þessa
ráðin.
Pólýfónkórinn hefur nú tekið
upp æfingar að nýju eftir nokkurt
hlé, enda er H-moll messan eitt
kröfuharðasta verk, sem samið hef-
ur verið fyrir kór. Lagt verður upp
í ferðina hinn 3. júli.
Hljómleikar á Ítalíu
Fyrstu hljómleikar kórs og
hljómsveitar í þessari för verða í
Rómaborg hinn 5. júlí nk. í kirkju
San Ignacio, sem þykir hafa feg-
urstan hljómburð af kirkjum Róm-
ar. Flytjendur dveljast 3 daga i
Róm, en síðan liggur leiðin til borg-
ar heilags Franz, Assisi, þar sem
alþjóðleg tónlistarhátíð i tilefni
tónlistarárs Evrópu opnar með ís-
lenzkum flutningi H-moll mess-
unnar i kirkju heilags Franz að
kvöldi 6. júli. Er þetta ein mesta
viðurkenning sem Pólýfónkórnum
hefur hlotnazt til þessa, þvi að há-
tið þessi er kynnt um allan heim.
Næstu hljómleikar verða í Flórens
hinn 8. júlí og fara fram i hinni
stóru og glæsilegu kirkju Santa
Croce, sem er einn af þjóðarhelgi-
dómum Ítalíu. Siðustu tónleikarnir
verða svo í sjálfri Markúsarkirkj-
unni í Feneyjum að.kvöldi 9. júli.
Fullvíst er talið að húsfyllir verði á
öllum hljómleikunum, en þessar
heimsfrægu byggingar, þar sem
þeir eru haldnir, rúma á bilinu
1.500—4.000 manns hver. Ástæða
er því til að vona, að af ferð þessari
verði hin bezta landkynning.
Þrátt fyrir umsjá ítalskra aðila,
borgaryfirvalda og menntastofn-
anna með tónleikahaldinu, útvegun
aðstöðu, auglýsingar o.þ.h. ber
Pólýfónkórinn mestan hluta kostn-
aðar við þessa ferð. 1 nærri þrjá
áratugi hefur Pólýfónkórinn haldið
uppi merku menningarstarfi á ís-
landi án þess að til hafi komið fjár-
hagslegur stuðningur opinberra að-
ila að nokkru marki. Hróður kórs-
ins hefur borizt víða á vel heppnuð-
um tónleikaferðum hans til margra
Evrópulanda, síðast til Spánar
1982, en áður fór kórinn f hljóm-
leikaferð til Ítalíu 1977. Með tilliti
til þess, að hér hefur fjöldi fólks
lagt á sig mikið og ólaunað starf
árum saman í þágu þess menning-
arsamfélags, sem við nú njótum, er
þess vænzt, að undirtektir einstakl-
inga, fyrirtækja og stofnana um
fjárhagslegan stuðning til ferða-
TÓNLEIKAR Tónfræðideildar
Tónlistarskólans í Reykjavík
verða haldnir föstudaginn 17. maí
kl. 18.00 í húsakynnum skólans á
Laugavegi 178. Á efnisskrá eru
frumsamin verk eftir tvo nemend-
ur deildarinnar og eru þessi verk
lokaverkefni þeirra frá skólanum.
lagsins verði góðar. Allmörg vel-
metin fyrirtæki hafa lofað stuðn-
ingi að upphæð 20—100 þúsund
krónur. Kórfélagar vinna nú að
fjársöfnun til ferðalagsins með
ýmsu móti.
Fjölbreytt skemmtun, hluta
velta og kaffisala í Súlnasal
Hótel Sögu á fimmtudag
Pólýfónkórinn efnir til kaffisölu
fyrir almenning á Hótel Sögu á
uppstigningardag, fimmtudaginn
16. maí, til fjáröflunar fyrir söng-
ferðalagið. Munu kórfélagar bæði
baka, ganga um beina og skemmta
gestum með kórsöng, einsöng, tví-
söngvum og hljóðfæraleik. Efnis-
skráin, sem öll er af léttara taginu,
verður endurtekin á klukkustundar
fresti frá kl. 2—5 síðdegis á
fimmtudaginn kemur. Mörgum
kynni að þykja gaman að kynnast
þessari hlið á starfi kórsins og fé-
lagsstarfi innan hans, þar sem leik-
ið er á léttari nótunum, meðan set-
ið er að glæsilegum kaffiveitingum.
Þátttakendur í flutningi H-moll
messunnar í tónleikaferðinni til ít-
alíu verða samtals 115 að tölu. Er
það von Pólýfónkórsins, að vel
verði tekið undir beiðni um fjár-
hagslega aðstoð við ferðalagið, og
mun kórinn ekki láta sitt eftir
liggja að verða þjóðinni til sóma á
ári tónlistarinnar i landi söngsins.
Stjórn Pólýfónkórsins
Fyrsta verið á efnisskránni er eft-
ir Hilmar Þórðarson og heitir
Sónata op. 1 fyrir 6 selló og slag-
verk. Síðara verkið er eftir Rík-
harð Friðriksson og heitir Music
for an Imaginary Film. Flytjendur
eru nemendur skólans ásamt fleir-
um. Höfundar stjórna flutningi.
(Fréttatilkynning.)
Tónleikar tón-
fræðideildar
Bemkastel - Mosel - Eifel
Bernkastel
I ALLRI MIÐ-EVROPU
FINNURÐU VART
ANNAN
EINS
STAÐ
Hér hefur ÚTSÝN náð samningum við splunkunýjan, glæsilegan gisti-
stað í sjálfri BERNKASTEL-KUES, höfuðprýöi Moseldals. Úr nýtízku-
legum og glæsilega búnum vistarverum MOSEL HOTEL-PARK, sem
opnað var 1983, geturöu ekið eða gengið beint á vit ævintýranna. Þú
trúir því ekki fyrr en þú sérð það, sagan og ævintýrin fléttast saman eins
og þú flettir fagurri myndabók. Hér er kjörinn staður fyrir alla fjölskyld-
una að njóta lífsins og hinna óteljandi ferðamöguleika um fögur þorp og
borgir.
Þetta er samdóma álit þeirra sem til þekkja og hafa samanburð.
Athugiö aö okkur tókst aö lækka samningsveröiö og bjóöum nú
lægstu fargjöld og gistiverö og/eöa bílaleigu,
ef leiö þín liggur um Luxemburg.
Verö frá kr.
14.105
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN
pr. mann meö 1. flokks gistingu,
hjón + 2 börn í 2 vikur. Brottför alla
laugardaga frá 1. júní.
Reykjavík:
Austurstræti 17, sími 26611.
Akureyri:
Ráðhústorg 3, sími 25000.