Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 Gengið á söfn í Glasgow Fyrri hluti — eftir Valtý Pétursson Við fáum okkur leigubíl og ök- um um fimm mílna veg suðvestur frá miðborginni. Þá verður fyrir okkur stór og fagur garður, sem heitir PoIIok Park og er hluti af stórri landareign, sem tilheyrði ættarsetri Maxwell Macdonald- fjölskyldunnar, en það heiðursfólk gaf Glasgow-borg landareignina ásamt sveitasetrinu Pollok House (Manor). I Pollok House hefur öllu verið haldið í sama horfi og þegar Maxwell-fjölskyldan átti þar heima, og þar er miklar gersemar að finna. Málverk eru þar á öllum veggjum, og þau ekki af verri end- anum. Einkum og sér í lagi má rþar nefna verk eftir hina frægu spænsku málara E1 Greco, Goya og Murillo. Tvær sérlega fallegar litlar myndir eru þarna eftir Goya, og var það unun að kynnast þeim verkum, að öðrum ólöstuð- um. Þá er og einkar fróðlegt að sjá, hvernig aðalsfólk gat leyft sér að búa á seinustu öld og fram á þessa. Meðan þarna var búið, var enginn skortur á vinnufólki, lista- menn hugsuðu um gróður og garða, hestar voru vel tamdir og kembdir og whisky á annarri hverri arinhillu. En sú tíð er liðin, og nú er hið mikla eldhús staðar- ins innréttað sem veitingahús, og þar fær maður te og skonsur á þann eina rétta máta. Úti fyrir má sjá á beit hið feiknalega nautakyn frá Hálöndunum, sem ég kann ekki að nafngreina, en þótti hold- mikið og rólegt í tíðinni. Nokkur hundruð metra frá Poll- ok House hefur verið byggt eitt merkilegasta hús, sem ég hef séð. Það er Burrel-safnið, og er verk nokkurra prófessora í húsbygging- um í sjálfri Oxford. Þar er meist- aralega farið með umhverfi og byggingarefni, og það sem meira er, húsið er snilldarlega sniðið að þeirri merku list, sem það hefur að geyma, svo snilldarlega, að safnhúsið sjálft er líklegast eitt það fremsta sinnar tegundar I Evrópu. Burrel-safnið var opnað al- menningi árið 1983 og er ótrúlega fjölbreytt listasafn. Þess má geta til gamans að í því tilefni gerði BBC sérstakan sjónvarpsþátt um safnaði, og þulur í þeim þætti var enginn annar en Magnús Magn- ússon. í Burrel-safninu má finna allar hugsanlegar tegundir listar, og engin ein grein er þar yfirgnæf- andi. Þar getur að líta málverk, steindar glerrúður, vefnað, aust- urlenzk teppi, grískar styttur, grafík úr austri og vestri, útsaum, húsgögn, brynklæði, silfurmuni og svo mætti lengi telja. Gróðurinn úti fyrir er hluti af safninu, ef svo mætti segja. Dyra- búnaður og gluggar úr hrundum kirkjum og horfnum köstulum er greypt inn I veggi á meistaralegan hátt og njóta þeir hlutir sín einkar vel í samfélaginu við byggingar- efni nútímans, svo sem gler, lím- tré og annað það, sem til bygg- ingarinnar hefur farið. Burrel-safnið hefur upp á margt að bjóða, eins og ráða má af upp- talningunni hér á undan. Maður varð að hálfgerðu viðundri innan um allar þær gersemar, sem þar er að finna, og vissi vart, í hvorn fótinn skyldi stíga. Sannleikurinn er sá, að ég hafði enga menntun til y) sJ 'fy v s )) r (\ 7-C snúinn í viðskiptum og þótti halda vel um aurinn. Sagt er að einkunn- arorð hans hafi verið: „If you look after the pennies, the pounds will take care of themselves." Hvað um það. Sir William var gætinn mað- ur og vandur í vali. Hann var afar fráhverfur því að kaupa til safns síns þá hluti, sem höfðu verið gerðir upp eða lagfærðir, og þegar nákvæm athugun fór fram á safni hans eftir að hann var allur, kom í ljós, að aðeins hafði verið snert við örfáum gripum af seinni tíma mönnum, flestir voru þeir ósviknir og í upprunalegri mynd. Lengi vel bjó sir William með fjölskyldu sinni í kastala nokkrum innan um öll listaverkin, sem nú prýða Burrel-safnið. í safnhúsinu voru endurbyggð nokkur herbergi kastalans og þar komið fyrir sam- an húsbúnaði, arinhillum og vegg- klæðnaði og var að finna í tilsvar- /' B i'<. i - V að gera mér fyllilega grein fyrir gildi þeirra hluta, sem þarna eru, en augun sögðu mér þó, að þarna væru einstæðir gripir. Ekki treysti ég mér til að þekkja aldur á kínversku postulíni eða segja til um frá hvaða héraði það er komið. En fallegt er það, svo mikið er víst, og það er aðalatriðið! Burrel-safnið er ekkert smá- safn. Um eða yfir 8000 hlutir munu vera í safninu, sem talið er eitt allra merkilegasta einkasafn í víðri veröld. Ég vil ekki þreyta neinn með löngum upptalningum, en langar hins vegar til að koma því að hér, að það er ævintýri lík- ast að kynnast þessu safni, sem í raun er auðsóttara heim en söfn af svipuðum gæðaflokki annars stað- ar. Sá, sem skóp þetta safn á langri lífsleið, var útgerðarmaðurinn og milljónamæringurinn sir William Burrel. Hann byrjaði að safna listaverkum 16 ára gamall og hélt því ótrauður áfram, þar til hann lézt 96 ára að aldri. Það má því halda því fram, að það hafi tekið 80 ár að ná saman þeim gripum, sem í safni hans eru. Sir William þótti sérvitur með afbrigðum. Hann hafði enga list- sögulega menntun, en lét tilfinn- ingar og smekk ráða um val þeirra verka, sem hann keypti, og fór þar algerlega eigin götur. Hann er sagður hafa selt eitt og eitt skip úr flota sínum til að ná saman fjár- magni til að kaupa fyrir listaverk(2, ef með þurfti, en ýmsu náði hann á hóflegu verði. Hann var harð- „Ég, sem þetta rita, hef þvælzt víða og verið snuðrandi á listasöfnum hér og þar, en ég held að fullyrða megi að mér hafi ekki liðið jafn vel á nokkru listasafni sem þessu.“ andi húsakynnum Hutton-kastala, en það eykur enn á gildi safnsins. Þeir eru nefnilega orðnir fátíðir kastalarnir, sem enn eru íbúðar- hæfir. Breyttar aðstæður og aðrir tímar. Sir William Burrel var ástríðu- fullur safnari alla ævi, og árið 1944 gáfu hann og kona hans Glasgow-borg safnið og lögðu á ráðin um, hvar það skyldi standa. Og Burrel-safnið eignaðist loks samastað við sitt hæfi. í stuttu máli má fullyrða að Burrel-safnið er eitt merkilegasta safn sinnar tegundar í veröldinni, enda sagði einn frægasti listfræð- ingur samtíðar sir Williams um hann látinn: „Að vísu hafði hann enga listræna menntun, en hins vegar eitt öruggasta nef, sem þekkist í listasögunni." Þannig talaði Lord Clark. Ég, sem þetta rita, hef þvælzt víða og verið snuðrandi á lista- söfnum hér og þar, en ég held að fullyrða megi, að mér hafi ekki liðið jafn vel á nokkru listasafni sem þessu. Þar gætir bæði áhrifa gripanna sjálfra og fagurrar um- gerðar, sem þeim hefur verið sköpuð. Oft hef ég dregið í efa, að arkítektúr nútímans ætti nokkuð skylt við list, en þarna fór ekkert milli mála. Það er hreint ótrúlegt, hvernig tekizt hefur að samræma náttúru (gróður), byggingarefni, ljós og línur í þessari látlausu byggingu. Umhverfið er yndislegt og ég á vart orð til að koma til- finningum mínum á framfæri, enda er það nú einu sinni svo að komist maður í nána snertingu við listaverk, verða orð óþörf og jafn- vel fáránleg. Ég skora því á þá landa mína, sem leið eiga um Glasgow, að verja svolitlum tíma í að skoða þetta merkilega safn og njóta þeirra gersema, sem það býður upp á. Ég trúi ekki, að nokkrum finnist þeim tíma illa varið. Ég hef stiklað hér á stóru, enda enginn vegur að tiunda dýrgripi Burrel-safnsins, en ég vil leggja áherzlu á, að Glasgow er annað og meira en iðnaðar- og verzlunar- borg. Einhverjir spaugarar hafa gert tilraun til að meta Burrel-safnið til fjár og köstuðu fram tölunni 40 millj. pund, en safnið verður ekki metið til fjár, þótt hægt sé ef til vill að komast að því, hvað greitt var fyrir hvern hlut á sínum tíma. Veldur þvi reglusemi sir Williams. Að honum látnum fundust í fórum hans innkaupabækur, sem höfðu að geyma nákvæmar lýsingar á, hvar og hvenær hlutirnir voru fengnir og hvert verð var greitt fyrir hvern og einn þeirra. Það gefur auga leið að í bókum þessum er mikinn fróðleik að finna og hann af ýmsu tagi, en þar kemur líka ýmislegt einkennilegt og skoplegt í ljós. Það kom fyrir, að sir William seldi úr safni sínu og keypti aðra gripi í staðinn. Þá kom það fyrir, að hann eignaðist sama gripinn tvívegis, en alltaf var hann þó ánægður, ef kaupin gengu honum í vil. Margir munir fóru á milli þeirra sir Williams og bandariska blaðakóngsins Willi- am Randolph Hearst. Yfirleitt fóru þau viðskipti vinsamlega fram þótt stundum eltu þeir félag- ar grátt silfur saman. Það gengur oft mikið á í heimi listanna, hvað kaup og sölu varðar, en það er gamla sagan, að þangað fara ger- semarnar, sem peningarnir eru fyrir. Hinn frægi listaverkakaup- maður í London, Joseph Duveen, sagði: „Við tókum eftir því að í Evrópu var gnægð listaverka og í Glasgow gnótt peninga." Vorið lá í loftinu þessa apríl- daga, sem ég staldraði við í Glas- gow. Krákurnar tíndu orma í garðinum fyrir utan dyrnar á Burrel-safninu, og gróður allur var að taka við sér. Veðrið minnti á íslenzkt sumar, og það var hátíð- leg kyrrð í lofti. Engu líkara en að dulmagn safngripanna næði út úr byggingunni og magnaði tilveruna á sinn hátt. Við gengum gegnum Pollok Park og komum að veit- ingastað á leið okkar í bílamenn- ingu nútímans. Þar var hægt að fá tevatn og lummur og auðvitað ljósan og dökkan bjór, að ógleymdum þjóðardrykk þeirra Skota. Ég pantaði mér lummur og tevatn og hafði orð á því við kon- una, að ég hefði enga lyst á bjór. Það mætti þó heita einkennilegt, þar sem ég hefði jafnan verið gef- inn fyrir þann drukk. Nú væri ég hins vegar orðinn leiður á honum eftir nokkur glös. Konan mín leit á mig tvíræðum augum og sagði ofur meinleysislega: Ætli þú hefð- ir ekki lyst á bjórnum, ef þú værir í réttum félagsskap — til dæmis með Haraldi Bessasyni? Höíundur er þjóðkunnur listmálari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.