Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1985 Nærri 100 krakkar í kapphlaupi Saudárkróki, 13. maí. VORHLAUP Ungmennafélagsins Tindastóls fór fram sl. laugardag. Þátttakendur, nálega 100 talsins, voru á aldrinum 6—14 ára. Hlaupiö var 1—2,5 km og var aldur hlauparanna látinn ráða vegalengdinni. Allt gekk þetta að óskum, þótt síðasti spölurinn reyndist sumum nokkuð þungstígur. Meðfylgjandi mynd sýnir nokkra þátttakendurna við rásmarkið. KÁRI Þátttakendurnir í keppninni í hjólreiðaþrautunum. Sauðárkrókur: Keppt í hjólreiðaþrautum StuAárkróki, 12. nuí. Sl. laugardag tóku 25 krakkar á aldrinum II og 12 ára þátt í hjói- reiðaþraulum, sem grunnskólinn og lögreglan hér stóðu að. Var farið eft- ir reglum, sem umferöarráö ríkisins hefur látið gera og gilda í þrautum af þessu tagi. Tækin, sem notuð voru, lánaði lögreglan á Akureyri. Það duldist engum, að þátttakendur lögðu sig alla fram, þótt ekki væri hér um eiginlega keppni að ræða. Síðan fór fram reiðhjólaskoðun. Árlega eru haldin mót í hjól- reiðaþrautum á Akureyri og í Reykjavík og eru þátttakendur víðs vegar að af landinu. Fjórir hlutskörpustu í hvoru móti keppa til úrslita, og hljóta tveir þeirra þátttökurétt í mótum erlendis. Unglingar hér á Sauðárkróki hafa náð góðum árangri í bóklegum fræðum umferðarmenningarinn- ar, en þeir hafa ekki haft tækifæri til að æfa sig í hjólreiðaþrautum fyrr en nú. Þratt fyrir það náði þátttakandi héðan, Snæbjörn Jónsson, þeim góða árangri að verða fjórði á mótinu á Akureyri 4. maí sl. sem gefur honum rétt til þátttöku í úrslitakeppninni í Reykjavík síðar á þessu ári. Umferðarkennsla er í grunn- skólanum hér í samvinnu við lög- regluna. Stefnt er að markvissari fræðslu á þessu sviði, og var hjól- reiðamótið liður í þeirri viðleitni, en það voru Björn Sigurbjörnsson skólastjóri og Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn, sem höfðu veg og vanda af því. Kári w. T'r~rr~m ■/. •• • Keppendurnir í rásholunum. - Krökkunum á Sauðárkróki gafst nú í fyrsta sinn kostur á að spreyta sig í hjólreiðaþrautum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.