Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 72
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Bjórinn í neðri deild: Samþykktur með 25:14 atkvæðum MEGINGREIN svokallaós bjórfnim- varps, sem heimilar bruggun, inn- flutning og sölu medalsterks öls, 4—5% aó rúmmáli, var samþykkt ( neöri deild Alþingis í gær, eftir aðra umraeðu ( þingdeildinni og að við- höfðu nafnakalli, með 25 gegn 14 at- kvæðum. Breytingartillaga þess efnis, að frumvarpsgreinin komi ekki til framkvæmda fyrr en hún hafi verið staðfest ( þjóðaratkvæði, var felld, einnig að viðböfðu nafnakalli, með 22 atkvæðum gegn 9 en 9 sátu hjá. Frumvarpið gengur nú til þriðju umræðu í þingdeildinni og síðan til efri deildar þar sem það verður rætt við þrjár umræður, auk um- fjöllunar í þingnefnd. Sjá nánar á þingsíðu Morgun- blaðsins í dag, bls. 40. Húsnæðislánakerfíð: 750 millj. vantar svo lán- veitingar gangi eðlilega UM 750 milljónir króna vantar í hú.snæðislánakerfið á þessu ári svo lánveitingar í ár geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti, að mati sérfræðinga Húsnæðisstofnunar ríkisins, skv. upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Áfengi í 84 ávaxtadósum VIÐ LEIT um borð í Álafossi, sem kom til landsins á þriðjudag, fundu tollverðir áfengi í 84 dósum, sem merktar voru sem ávaxtadósir. Hver dós innihélt 0,9 lítra af vodka. Tveir skipverjar hafa viðurkennt að eiga góssið. Dósirnar voru í íbúðum skip- verja, enda heimilt að flytja inn niður- soðna ávexti. Skipverjarnir höfðu sett áfengi í dósirnar og lokað með þartilgerðum tækjum, þannig að ekki sást að við dósirnar hefði verið átt. Síðan voru dósirnar merktar hinum ýmsu ávaxtategundum, svo sem ananas, jarðarberjum eða blönduðum ávöxtum, svo eitthvað sé nefnt. Smygl á áfengi með þessum hætti hefur ekki orðið uppvíst áður hér á landi. Morgunblaðið/Júlfus Hluti góssins. Alls var áfengi sett á 84 dósir sem síðan voru merktar hinum ýmsu ávaxtategundum. Enn er ekki ljóst hversu mikið fé stofnunin fær til húsnæðislána í ár, en ólíklegt er talið að það verði nema um 300 milljónir króna, skv. upplýsingum Mbl. Ákvörðun um það verður væntan- lega tekin í næstu viku, þegar fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis afgreiðir frá sér lánsfjárlög. Talan 750 milljónir er miðuð við að um eitt þúsund íbúðir verði fokheldar á þessu ári, að því er Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra sagði i samtali við blaða- mann Mbl. í gær. JLánsfjáráætlun gerir ráð fyrir að 1.790 milljónir fari til húsnæðislána á þessu ári,“ sagði hann. „Til viðbótar vantar um 300 milljónir til að mæta væntanlegri skerðingu á tekjum byggingasjóðs vegna greiðslujöfn- unarinnar, sem verið er að ganga frá í þinginu." Ráðherrann sagði það ljóst, að hafnar hefðu verið framkvæmdir í mun stærri stíl en húsnæðismála- stjórn hefði gert ráð fyrir. Fok- heldar íbúðir á síðasta ári hefðu verið allt að 100% fleiri en ráð hafði verið fyrir gert. Hann sagði að á tímabilinu mars til maí á þessu ári hafa verið að koma fram fokheldisvottorð, sem ekki var vit- að um á síðasta ári, enda væru hús nú gerð fokheld á mun skemmri tíma en áður. Alexander Stefánsson kvaðst gera ráð fyrir að fengjust þær 300 milljónir til viðbótar, sem hann nefndi, þannig að heildarfjármagn til húsnæðismála á þessu ári yrði um 2,1 milljarður króna, „þá verð- ur það fullnægjandi, þótt aukning- in verði mikil,“ sagði hann. „I rík- isstjórninni og milli stjórnar- flokkanna er fullt samkomulag um að húsnæðismálin skuli vera númer eitt og hafa fullan for- gang.“ 'Banaslys í Borgarfirði í blíóviðrinu í gær þótti þessum hóp í Æfingastöðinni ( Engihjalla í Kópavogi ástæðulaust að æfa leikflmi innanhúss. Hópurinn brá sér því út í sólskinið með Jónínu Benediktsdóttur í broddi fylkingar og gerði þar æflngar sínar undir berum himni. Sumarskap í sumarveðri Blíðskaparveður var um allt land í gær, og tóku margir fram sumar- fötin og skapið. Á hádegi var léttskýjað í Reykjavík, og 10 stiga hiti. Á Akureyri var hitinn 13 stig, 9 stig á Egilsstöðum, og á Galtarvita var 14 stiga hiti. Hæst fór hitinn í 18,7 stig á Staðarhóli ( gær. I dag er búist við björtu og hlýju veðri um mest allt land. Við suðurströndina verður austanátt og stinningskaldi, og þykknað gæti upp suðaustan til þegar líða fer á daginn. Annars staðar verður hægari vindur og hitinn getur farið upp í 18 stig inn til landsins, að sögn veðurstofunnar. Spáin fyrir föstudag og laugardag gerir ráð fyrir austan og suðaustan golu, skýjað verður á Suðaustur- og Austurlandi, en víða léttskýjað. Hitinn verður í kringum 12—14 stig. Það er því lítil ástæða fyrir landsmenn að skipta um föt eða skap á næstunni. AKUREYRINGUR á fertugs- aldri lést í bílslysi í Norður- árdal í Borgarfirði síðdegis í gær er bfll, sem hann var í ásamt fjórum öðrum, fór út af veginum við brú skammt ofan við bæinn Hvamm. Tveir aðrir í bílnum slösuð- ust talsvert og voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Slysið varð laust fyrir kl. 18 í gær. Bíllinn frá Akureyri var á leið til Reykjavíkur þegar hann fór út af við brúna yfir Litluá. Lenti bíllinn á hvolfi neðan við brúna. Ekki er hægt að skýra frá nafni hins látna að svo stöddu. MorgunblaðiS/Július Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang í Norðurárdal og er myndin tekin við komu þyrlunnar að Borgarsjúkrahúsinu. Birting afmælisgreina í FORYSTUGREIN Morgunblaðsins í dag er frá því skýrt, að blaðið muni frá næstu mánaðamótum ekki birta afmælisgreinar um flmmtugt og sextugt fólk í því formi sem tíðkast hefur hingað til. Frá og með næstu mánaðamótum er Morgunblaðið tilbúið til að birta mynd af afmælisbarni, sem á 50 eða 60 ára afmæli ásamt stuttum texta, sem birta má undir nafni eða upphafsstöfum. Hins vegar er Morgunblaðið eftir sem áður reiðubúið að birta afmælisgreinar um sjötugt fólk og eldra. í forystugrein Morgunblaðsins í dag segir m.a. um þetta: „... skoðanir hafa alltaf verið skiptar um það, hvort eðlilegt sé að birta afmælisgreinar um til- tölulega ungt fólk ... Með þeim þjóðlífsbreytingum, sem hafa orðið og hér hafa verið raktar er það skoðun Morgunblaðsins, að það sé í raun jafn fráleitt að skrifa afmælisgreinar um fimm- tugt fólk og jafnvel sextugt, eins og ef menn tækju upp á því að skrifa afmælisgreinar í tilefni af þrítugs- og fertugsafmælum." Sjá forystugrein á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.