Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1985 23 Kammertónleikar á Akureyri KAMMERSVEIT Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 16. maí, uppstingingardag, og hefjast tónleik- arnir kl. 20.30. Kammersveitin er skipuð nem- endum og kennurum við tónlist- arskólann, en stjórnendur hennar eru þeir Michael J. Clarke og óliv- er Kentish. Knútur Birgisson klarinettleikari, sem kennt hefur við skólann í vetur, verður einleik- ari í hinum gullfallega klarinettu- konsert eftir Mozart. Knútur Birgisson lærði á klarinett hjá Gunnari Egilssyni, Sigurði I. Snorrasyni, Einari Jóhannessyni og einnig í London hjá hinum víð- kunna klarinettleikara og kenn- ara, prófessor McCaw við Royal College og Music. Á tónleikunum verða ennfremur flutt: Branden- borgarkonsert nr. 3 eftir Bach, Holbergsvítan eftir Grieg og einn- ig verður frumflutt verk eftir ann- an af stjórnendum kammersveit- arinnar, Oliver Kentish. Aðgangur á þessa tónleika er ókeypis og allir velkomnir. (FrélUtilkynning.) Með 15 tonn af rækju og þorski Sifrlufirdi, 15. mai. RÆKJUSKIPIÐ Þórður Jónasson kom hingaö með 15 tonn af rækju í gær og einnig 15 tonn af þorski. Virðist því nokkur þorskur vera á rækjuslóðinni. Þá kom Siglfirð- ingur með um 100 tonn af frystum fiski, einkum grálúðu og karfa. Hér á Siglufirði blöskrar fólki að Lágheiðin skuli ekki enn hafa verið opnuð. — mj. SUMARIÐ er framundan og garðavinna stendur nú sem hæst, þar sem menn hreinsa fallin lauf frá síðastliðnu hausti og búa gróðurinn undir blómaskrúð sumarmánaðanna. Þá getur verið gaman að sitja í góðu veðri í þægilegum garðstól. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þessi garðhúsgögn, þar sem þeim hafði verið stillt út fyrir framan verzlunina Geysi, að vísu ekki í blómskrúði garðs, heldur á gangstéttina bera. Frekari upplysingar um Dorint- sumarhusaþorpið i Winterberg velta söluskrifstofur Flugleiöa, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar Opið bréf til menntamálaráðherra frá kvikmyndageröarmönnum vegna inntöku nýrra nema í Leiklistarskóla Islands Háttvirtur menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir. Sameiginlegur fundur stjórna Sambands Kvikmyndaframleið- enda og Félags Kvikmyndagerð- armanna bendir á, að í bréfi menntamálaráðherra frá 16. april, sem stílað er á Helgu Hjörvar skólastjóra Leiklistarskóla Is- lands, komi fram eindregin til- mæli til skólans um að haft verði samráð við kvikmyndagerðar- menn við inntöku nýrra nemenda í skólann nú. Orðrétt segir í bréfi menntamálaráðherra: „ ... beinir ráðuneytið þeim tilmælum til inn- tökunefndar Leiklistarskóla ís- lands að hafa samráð við fulltrúa Sambands kvikmyndaframleið- enda við inntöku nýrra nemenda við skólann nú sbr. ákvæði 3. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 190/1978.“ Við þessum eindregnu tilmæl- um var ekki orðið og áttu félög kvikmyndagerðarmanna engan þátt í inntöku nýrra nemenda í skólann. Jafnframt er bent á að kvikmyndagerðarmenn eigi engan fulltrúa í stjórn skólans, né á öðr- um vettvangi hans, og hafa því engin bein áhrif á nám leiklistar- nema. I ljósi þessa er það enn al- varlegra að tilmæli ráðherra hafa verið hundsuð. Þá er rétt að benda sérstaklega á að skólinn hefur aldrei leitað til sjálfstæðra kvikmyndafélaga vegna menntunar nemenda, og borið fyrir sig áhugaleysi sjón- varpsins, þegar kvikmyndagerð- armenn hafa kvartað undan, að kennslu í kvikmyndaleik væri ábótavant og vantaði jafnvel alveg við skólann. Staðreyndin er hins vegar sú, að íslenska kvikmyndin hefur fæðst hjá sjálfstæðum kvikmyndagerðarmönnum og fyr- irtækjum þeirra, en ekki hjá sjón- varpinu. Þessi fyrirsláttur skólans sýnir því enn ljósar áhugaleysi hans á að rétta hlut kvik- myndaleiks við skólann. Nú hafa tilmæli menntamála- ráðherra verið höfð að engu og fé- lög kvikmyndagerðarmanna verið sniðgengin enn einu sinni. Við teljum að hér sé um slíkt alvöru- mál að ræða, að félög okkar áskilja sér allan rétt til að viður- kenna ekki próf frá skólanum í framtíðinni. Við skorum á yður háttvirtur menntamálaráðherra að gera þeg- ar í stað ráðstafanir til að breyta lögum og reglugerðum skólans. Reykjavík, 6. maí 1985, Félag kvikmyndageróarmanna, Samband kvikmyndaframleiAenda. auQ' . > DORINT- ÞORPIDIWSKALAN SUMARHUSA Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni Winterberg í Þyskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu umhverfi Mnterbergereinnigævintýri likast. i grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi borgir: Marburg, Kassel, Dusseldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar- húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. Á svæðinu eru góð veitingahús, krá, verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far- þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið- umt'ú Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins 160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeirfást einnig afhentir í Winterberg. Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl- breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverðfyrir4mannafjöl- skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608. en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára) kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.- , eða kr. 14.952. á mann. Flugvallar- skattur er ekki innifalinn. FjöLsk>tóustemmning dsögnslóöum Grimmsœvintýra i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.