Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 32
32 MORGtTNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1985 FLEX-O'LET Tekiö upp í dag Dömu-, herra- og barnatréklossar ALDREI MEIRA ÚRVAL Póstsendum Philadelphia: Átta lík fundin í rúst- um Move-hússins PhiUdelphiu, 15. maí. AP. FUNDIST hafa átta lík í -úst- um fjölbýlisraðhússins í Phila- delphiu, sem lögreglan varpaði sprengju á í gær til að svæla út öfgasinnaða féiaga „Move- samtakanna“, sem gert höfðu GENGI GJALDMIÐLA, Gull féll í verði Lundúnum, 15. maí. AP. DOLLARINN hækkaöi í dag gagnvart nokknim gjaldmiðlum, en lækkaði gagnvart öðrum. Gull féll í verði. Við lok viðskipta í Tókýó fengust 250,17 yen fyrir dollar, en á sama tíma í gær fengust fyrir hann 250,75 yen. Við lok viðskipta í Lundúnum fengust hins vegar 250,65 yen fyrir hvern dollar. Sterlingspund lækkaði í verði gagnvart dollar og fékkst 1,2647 dollar fyrir hvert pund í dag, en í gær 1,2737. Staða annarra helstu gjald- miðla gagnvart dollar var sem hér segir: 3,0715 vestur-þýsk mörk (í gær 3,0515); 2,5775 svissneskir frankar (2,5785); 9,3700 franskir frankar (9,3475); 3,4655 hollensk gyllini (3,4550); 1.959,00 ítalskar lírur (1.959,50); 1,3750 kanadadollar (1,3775). Fyrir gullúnsu fengust í lok viðskipta 322,80 dollarar, en í gær 327,10. mikinn usla í hverfinu. Tvö lík- anna eru af börnum. Eldur kviknaði 1 fjölbýlis- húsinu eftir að sprengjan féll og breiddist út til nærliggj- andi húsa. Urðu ein sextíu þeirra eldhafinu að bráð, eins og fram kom í fréttum í gær. Það var W. Wilson Goode, borgarstjóri Philadelphiu, sem tók ákvörðunina um að láta til skarar skríða gegn „Move“ og liggur hann nú undir ámæli fyrir hvernig til tókst. Hann hefur hins vegar varið aðgerðina. „Þetta fólk hafði breytt friðsamlegu íbúðarhúsi í stríðsbyrgi," sagði hann í gærkvöldi. AP/Símamyndir Vilja að Gandhi hætti við vesturför Leiðtogar síkha í Nýju Delhí gengu í gær á fund Rajivs Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, og hvöttu hann til að falla frá fyrirætlunum um að heimsækja Bandaríkin í sumar vegna frétta um að komist hafí upp um samsæri herskárra trúbræðra þeirra um að ráða hann af dögum. Gandhi hefur hins vegar ekki breytt ferðaáætlun sinni. Verkföllin í Færeyjum: Lítið um bensín Mjólkurvinnsla og póstþjónusta stöðvast _ Mraböfn, 15. maf. Fra frétUriUra Mbl. í Færeyjum. ÁSTAND í verkfallsmálunum í Færeyjum er margshingið eins og stendur. í dag samþykktu verkamenn í Þórshöfn og Klakksvík nýja kjarasamninga, en verka- konur á sömu stöðum felldu samningana, er þeir voru bornir undir atkvæði. Þessi fjögur félög höfðu staðið saman að samningsgerðinni og mæltu samninganefndir þeirra með, að samningarnir yrðu samþykktir. Notaðir (sérf lokki Langar þjg í alvöru station-bíl með öllum aukahlutum keyröan aöeins 63.000 km. Eigum þennan Crysler Le Baron T/C 1979 og viö tökum jafnvel ódýrari þíl uppí. Mazda 323 1,4 1979 silfurgrár 5 gíra fallegur bíll á ágætis kjörum. Skoda 120 GLSE 1980 ekinn aö- eins 32.000 km af elnum eiganda sem geröi lítiö annaö en dekra viö hann — Gullfallegur bíll. 1600 1981 ekinn aöeins 35.000 km. Vel meö farinn bíll. Afborgun aöeins kr. 40.000. Wartburg station 1983 svo aö segja nýr bíll á góöu veröi og frábærum kjörum. JOFUR NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI42600 HF MMHAO*. 4BYRGO (MKVSI.KK SK®DA ú&lvSícmer Afleiðingarnar af þessu eru þær, að verkamenn í Þórshöfn og Klakksvík hafa þegar tekið til starfa á nýjan leik, en verkakonurn- ar, sem m.a. vinna í fiskvinnslu- stöðvunum, eru áfram í verkfalli. Þriðji verkfallsaðilinn, Verka- lýðssamband Færeyja, sem ekki hafði samflot með hinum félögun- um, er enn í verkfalli. Sáttasemjarinn hefur boðað fund með verkalýðssambandinu og vinnuveitendum í kvöld í því skyni að freista þess að ná fram samning- um milli þessara aðila. í verkalýðssambandinu eru verka- menn og verkakonur utan stærstu bæjanna, Þórshafnar og Klakksvík- ur. Verkfallið, sem skall á um helg- ina, hefur m.a. leitt til þess, að lftið er orðið um bensín um mestallt landiö, auk þess sem mjólkurvinnsla og póstþjónusta liggja niðri. Pakistan: 446 pólitískir fangar í haldi hlanubid, PakúUn, 15. nui. AP. HERFORINGJASTJÓRNIN í Pakistan hefur 446 pólitíska fanga í haldi í fangels- um landsins og eru margir þeirra þurfandi fyrir læknishjálp, að því er einn af helstu stjórnarandstöðuleiðtogunum þar, Iqbal Hyder, sagði í dag. Sagði Hyder, sem er aðalritari hreyfingar þeirrar er berst fyrir endurreisn lýðræðis f landinu, á blaðamannafundi, að um væri að ræða fólk, sem sakað hefði verið um samsæri gegn stjórn Zia Ul-Haq, flokksmenn stjórnmálaflokka, sem bannað hefði verið að starfa í land- inu, o.fl. Kvað hann marga þessara fanga roskna að aldri og heilsuveila og hefði stjórnin neitað þeim um um- beðna læknishjálp. Hyder sagði, að margir fanganna væru hlekkjaðir niður og hafðir í einangrun. Fengju þeir ekki ekki einu sinni fæðu, sem mönnum væri bjóðandi. Efnahagssamvinnustofnun Rómönsku Amerfku: Skorar á Bandaríkin að aflétta viðskipta- banninu á Nicaragua (aracaa, Veiaezuela, 15. maf. AP. í GÆR skoruðu fulltrúar 25 ríkja Róm- önsku Ameríku á Bandaríkin að aflétta viöskiptabanninu á Nicaragua. Áskorunin var samþykkt eftir 12 klukkustunda umræður á fundi, sem haldinn var hjá Efnahagssamvinnu- stofnun Rómönsku Ameríku að beiðni Nicaragua. Var ályktunin gef- in út í nafni framkvæmdaráðs efna- hagssamvinnustofnunarinnar og eru aðildarríkin þar hvött til að vinna gegn áhrifum viðskiptabannsins, bæði á sviði fjármála og viöskipta. Ekki var nánar tiltekið I ályktun- inni, hvernig aðildarríkjunum bæri að bregöast við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.