Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985
61
klær. Þetta er einnig nauðsyn í t.d.
þeim tilvikuum er hundar sofa i
rúmi hjá fólki að þeir séu hreinir
og vel snyrtir.
Við bjóðum svo upp á mismun-
andi klippingar fyrir poodle-
hundana, Ijónaklippingu, buxna-
klippingu, lambaklippingu,
hvolpaklippingu og svokallaða
„modern“-klippingu.
Kigið þið báðar hunda núna?
Já, já, önnur okkar á tvo og hin
þrjá. Manni líður ekki vel ef hund-
arnir eru ekki nálægt, segja þær
báðar og brosa og það er miklu
auðveldara að hafa fleiri en einn
hund því þeir hafa þá félagsskap
og maður getur farið út án þess að
hafa samviskubit yfir því að skilja
þá eftir eina.
í veislu til heið-
urs „Bobbysocks“
Norsku jenturnar í Bobbysocks, þær Hanne Krogh og
Elisabeth Andreassen, sem sigruðu með glæsibrag í
söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu á dögunum, vita
vart í hvorn fótinn þær eiga að stíga heima fyrir þessa
dagana, slíkar eru vinsældir þeirra. Já, það má svo sem
kalla þær þjóðhetjur í Noregi, sérstaklega í ljósi þess að
Norðmenn hafa einkum verið rómaðir fyrir slaka
frammistöðu í keppninni til þessa, oft verið neðstir eða í
hópi þeirra neðstu. Til að undirstrika það dálæti sem
þjóðin hefur á þessum nýju óskabörnum sínum bauð
Kare Willoch forsætisráðherra þeim til mikillar og veg-
legrar veislu fyrir nokkrum dögum og þar var saman
komið mikið fjölmenni, stjórnmálamenn, skemmtikraft-
pr og fleira frægt fólk. Hrókar alls fagnaðar voru jent-
urnar Hanne og Elisabeth og á meðfylgjandi myndum
má sjá þær skarta sínu fínasta pússi 1 félagsskap forsæt-
isráðherra. Innskotsmynd er einnig af þeim kyrjandi
sigurlagið í Stokkhólmi á dögunum, „La det swinge" ...
COSPER
— Fáum við launahækkun eða ekki?
Vesturbær — leiga
— íbúö óskast —
Ung kona meö 9 ára dóttur óskar eftir aö taka á leigu
snyrtilega og góöa 3ja-4ra herbergja íbúö helst í vestur-
bænum/Högum eöa í nágrenni Morgunblaðsins.
Reglusemi og mjög góö umgengni. Meömæli ef óskaö er.
Vinsamlegast hringiö í síma 39713, 671873 eöa 83593
helst eftir skrifstofutíma.
Aöalatroti 4. BankastrMti 7.
Jakkaföt og stakir jakkar í miklu úrvali
HÓTEL LOFTLEIÐIR
HEILLAIMDI HEIMUR
Starfsfolk Hótels Loftleiða byður þig velkominn.
Takmark okkar er að gera þér dvólina ogleymanlega.
Vlð bjóðum þér flest það sem hvíllr, hresslr og léttlr lund.
Þægileg herbergi, sundlaug, gufubað, IJúffengan mat,
góða skemmtun og iðandi mannlíf.
Síðast en ekkl síst tnunum við leltast vlð að greiða
götu þina i höfuðborgfnni. Við getum tll að mynda bókað
fyrir þig miða i leikhúsið eða operuna og vitaskuld
sjáum við til þess að bilaleigubillinn biði þin
við hóteldyrnar sé þess óskað.
Strætisvagnaferðir eru frá hóteldyrum á 30 mín. fresti.
HÓTEL p
LOFTLEKNR
FLUGLEIDA fS> HOTEL