Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 48
MARTIN
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1985
48 >
. \
ILAWN-BOYI
Hún slær allt út
og rakar líka
Þú slærð betur með LAWN BOY
Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu
3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél.
Hún er hljóðlát.
Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg.
Auðveldar hæðarstillingar
Fyrirferðalítil, létt og meðfærileg.
Robert W. Becker í bópi nemenda sinna. Fri vinstri: Vilhelmína Ólafsdóttir
píanóleikari, Sigríður Elliðadóttir, Björn Björnsson, Oddur Sigurðsson, Guð-
björn Guðbjörnsson, Robert W. Becker og Gunnar Guðbjörnsson.
Óperusmiðja:
/5» v.
BiAAVoxrun
70.000,— krona vaxtamunur
með því að kaupa SKODA
í bílakaup um vegur peningahliðin auðvitað ekki hvað minnst.
Miðað við verð á miðlungsbílum af öðrum tegundum sparar þú þér um 200.000,-
krónur með því að kaupa SKODA. Það má nú gera sitthvað
fyrir tvö hundruð þúsund, t.d. kaupa annan SKODA handa konunni.
En bara vextirniraf þeirri upphæð eru hvorki meira né minna en 70.000,—krónur
á ári og kannski enn meira á einhverjum hávaxta-tromp-bónusreikningum.
VEXTIRNIR EINIR DUGA SENNILEGA TIL ÞESS AÐ STANDA UNDIR ÖLLUM
REKSTRl Á BÍLPIUM, BENSÍNI, TRYGGINGUM, OLÍU OG ÖLLU SAMAN.
Auk þess að jafnast á við bestu bankareikninga í hagkvæmni eru margar ástæður
til þess að þetta er rétti bíllinn fyrir þig:
Þessi bíll er mjóg góður I akstri,
kraftmikill, með aflhemla, sjálfstæða
fjöðrun á öllum hjólum, margfaldaður
sigurvegari í ralli og ísakstri.
Þessi bill er ódýr í rekstri,
vegna sparneytni, vegna lágs
kaupverðs og ekki síst vegna ódýrra
varahluta.
Þessi bíll nýtur þjónustu,
öruggrar og góðrar varahluta- og
viðgerðarþjónustu þar sem nóg er til
af varahlutum á góðu verði.
Þessi bíll er sterkur,
vel smíðaður úr góðu efni með
firnasterku lakki.
I 426U0
NÝBYLAVEG
Ahersla lögð á
leikræna tján-
ingu söngvara
NÝTT Ópenistúdíó mun standa fyrír óperusmióju í júnímánuði, þar sem
söngvurum og lengra komnum söngnemendum er boðið upp á að kynna sér
og vinna að þáttum úr óperum. Aðaláhersla verður lögð á söngvarann sem
leikara og á óperuna sem leikhús.
„Ég hef á undanförnum þremur
mánuðum unnið hópvinnu með
nemendum mínum við Nýja Tón-
listarskólann að stofnun
Óperustúdíós. Stúdíóið verður
ekki í neinum tengslum við skól-
ann, heldur starfar það sjálfstætt.
Allir sem vilja, hljómlistarmenn
jafnt sem söngvarar, eru velkomn-
ir að taka þátt í þessari tilraun
með okkur,“ sagði Robert W.
Becker, söng- og leiklistarkennari
við Nýja Tónlistarskólann. „Það er
talsverður munur á þeim kröfum,
sem gerðar eru til leikara eða
þeirra sem koma fram á óperu-
sviði. Áhorfendur ætlast til þess
að í óperuflutningi séu glæsilegir
búningar og það þykir kostur ef
söngurinn er góður, en leikurinn,
persónusköpunin hefur hingað til
ekki skipt jafnmiklu máli. Það má
segja að þetta sé alþjóðlegt vanda-
mál og þörf á leikþjálfun óperu-
söngvara um allan heim.
Ég lít svo á að það þurfi að beita
ákveðinni aðferð við að þjálfa
óperusöngvara til að verða nánast
syngjandi leikara. Þjálfunin felst
meðal annars i því að fara með
óperuna sem leikrit og með söngv-
arana sem leikara og þannig reyna
að bæta leik og sviðsframkomu
þeirra.
Árangur af starfi okkar hefur
verið mjög góður olg því finnst
okkur að við verðum að halda
áfram í sumar. Við viljum taka
upp samstarf við aðra söngvara og
hljóðfæraleikara og móta sam-
starf milli þessara listamanna,
sem gæti leitt til tækifæra þátt-
takendanna til þátttöku í óperu-
flutningi í viðurkenndu leikhúsi."
Að sögn nokkurra nemenda úr
hópstarfinu hefur samstarfið við
Robert W. Becker opnað augu
þeirra fyrir mörgum nýjum atrið-
um i óperuflutningi. Þau hefðu
sungið fjöldann allan af aríum en
aldrei litið á þær frá leikrænu
sjónarmiði. „Að þurfa allt í einu
að fara að hugsa um persónuna
hafði aldrei komið í huga minn
áður. En með því að kynna sér
baksvið óperunnar, hvaðan hún er
runnin, hvers vegna þessi aría eða
þetta lag er sungið einmitt þarna,
hefur auðveldað alla persónusköp-
un. Þetta er ekki lengur bara
söngur, heldur lika Ieikur,“ sagði
Guðbjörn Guðbjörnsson, einn
nemendanna í hópnum.
Leikræn þjálfun er að sögn
nemendanna ekki alger nýjung þvi
Sigurður Demenz Fransson söng-
kennari og Sigrún Björnsdóttir
leikkona hafa kennt þeim þessi
sömu atriði en með öðrum áhersl-
um. Með nýjum þjálfunaraðferð-
um kemur fram ýmislegt sem þau
ekki komu auga á áður að væri í
verkunum.
Kynningarfundur á óperustúd-
íóinu verður laugardaginn 18. maí
í húsakynnum Nýja Tónlistarskól-
ans, Ármúla 44, í sal og þangað er
allt áhugafólk velkomið eins og
áður sagði.
Sinfóníutónleik-
ar á Akureyri
Sinfóníuhljómsveit Tónlistar-
skólans leikur á tónleikum í Akur-
eyrarkirkju sunnudaginn 19. maí
og hefjast tónleikarnir kl. 20.30.
Gestir á tónleikunum verða
Karlakór Akureyrar og Karla-
kórinn Geysir, en þeir flytja
ásamt hljómsveitinni hið vin-
sæla verk, Finnlandia, eftir Sib-
elius. Jafnframt leikur sinfóníu-
hljómsveitin sinfóníska dansa
eftir Grieg, Carmensvítuna eftir
Bizet, og frumflytur nýtt tón-
verk eftir Oliver Kentish, en
hann hefur á 7 ára kennsluferli
sínum við tónlistarskólann sam-
ið 18 tónverk, og verður þetta
annar frumflutningur tónsmíðar
eftir hann á einni viku.
Stjórnendur eru Michael J.
Clarke og Oliver Kentish. Að-
gangur að tónleikunum veröur
ókeypis.