Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985
INNLENT
SVS og Varðberg:
Fundur um varna-
kerfi í geimnum
og afvopnunarmál
Glerdreki Leifs í kaffistofu Kjarvalsstaða
Reykjavíkurborg hefur fest
kaup á hinu mikla gierverki
Leifs Breiðfjörð sem nú er á sýn-
ingunni „Norrænt gler“ á Kjar-
valsstöðum. Verkið heitir „Gler-
dreki" og hefur því verið komið
fyrir í fundarsal hússins meðal á
sýningunni stendur til þess að
gefa sýningargestum kost á því
að skoða það í návigi, að sögn
Þóru Kristjánsdóttur listráðu-
nautar Kjarvalsstaða. Að sýn-
ingunni lokinni verður drekan-
um komið fyrir í kaffistofu húss-
ins þar sem hátt er til lofts og
líkur á að verk sem er svo stórt í
sniðum njóti sín mjög vel.
Þóra sagði að fyrir nokkrum
árum hefði Leifur Breiðfjörð
verið einn þeirra listamanna
sem mynduðu svonefndan
kjarna í sýningu á vegum Félags
íslenzkra myndlistarmanna. Þar
hafi hann sýnt verk sem Reykja-
víkurborg hefði falast eftir en
þegar til átti að taka var það
verk selt. Var þá brugðið á það
ráð að óska eftir því við lista-
manninn að hann gerði verk sér-
staklega fyrir Kjarvalsstaði og
nú er „Glerdrekinn" full-
skapaður og mun eftirleiðis
gleðja augu gesta hússins.
Dagur ljóðsins á laugardag
LAUGARDAGINN 18. maí nk. gengst Rithöfundasamband íslands fyrir
Degi Ijóðsins til að vekja sérstaka athygli í Ijóðinu sem listformi. Á Degi
ljóðsins verða haldnir opinberir upplestrar I Reykjavík og i Akureyri.
Ennfremur munu nokkur skáid fara á stúfana og heimsækja Landspítal-
ann, Hrafnistu og Kleppsspítalann með Ijóðalestri. í tilefni af Degi
Ijóðsins hefur verið haft samband við bókaverslanir og bókasöfn og
óskað eftir því að þeir aðilar kynni
undan og eftir Degi Ijóðsins.
I Reykjavík verður upplestur í
Iðnó og hefst hann kl. 14. Eftir-
talin skáld munu lesa þar. Einar
Bragi, Einar ólafsson, Jóhann
Hjálmarsson, Ingibjörg Har-
aldsdóttir, Matthías Johannes-
sen, Nína Björk Ámadóttir, Sig-
fús Bjartmarsson, Sigurður
Pálsson, Steinunn Sigurðardótt-
ir, Vilborg Dagbjartsdóttir,
Þorsteinn frá Hamri, Þór Eldon
og Þórarinn Eldjárn.
Ijóðabækur sérstaklega vikurnar á
Á Akureyri verður upplestur í
kjallara Sjallans og hefst hann
kl. 17. Þar munu eftirtalin skáld
lesa ljóð sin: Bragi Sigurjónsson,
Brynjólfur Ingvason, Einar
Kristjánsson, Eiríkur Stefáns-
son, Guðlaugur Arason, Guð-
mundur Frímann, Kristján frá
Djúpalæk, Kristján Pétur Sig-
urðsson, Kristján Arngrímsson,
Jón Laxdal, Martin Næs, Nick
Cariglía, ólöf Sigríður Valsdótt-
ir, Sigurður Ingólfsson, Skafti
Helgason og Sigurður Pálsson.
Eftirtalin skáld munu skipta
sér niður á Landspítala, Hrafn-
istu og Kleppsspitala: Dagur, El-
ísabet Þorgeirsdóttir, Gylfi
Gröndal, Jón frá Pálmholti,
Kristín Bjarnadóttir, Sigmund-
ur Ernir Rúnarsson, Þorri J6-
hannsson, Þóra Jónsdóttir og
Þórarinn Eldjárn.
Þriggja manna nefnd skipuð
af stjóra Rithöfundasambands-
ins sá um undirbúning og valdi
þau skáld sem að þessu sinni
munu lesa upp á Degi ljóðsins.
Stefnt er að því að gera Dag
ljóðsins að árvissum atburði.
(Frétt frá Kithöfunduafflbandi InUnda.)
29 kvikmyndir á
Kvikmyndahátíð
Hátíðin opnuð með barnamynd eftir sögu
Astrid Lindgren, sem verður viðstödd opnunina
KVIKMYNDAHÁTIÐ í Reykjavík,
sú 7. í röðinni, verður opnuð á laug-
ardag kl. 14.00 f Austurbæjarbíói,
þar sem hún verður haldin fram til
28. maí. Borgarstjóri, Davíð
Oddsson, setur hátíðina, en sú ný-
breytni verður að þessu sinni, að
Kvikmyndahátíð mun veita viður-
kenningu til aðila sem þykir skara
framúr í kvikmyndagerð. Opnun-
armyndin verður síðan barnamyndin
„Ronja ræningjadóttir" sem Tage
Danielsson leikstýrði eftir sam-
nefndri sögu Astrid Lindgren, en
hún kemur hingað til lands í dag og
verður viðstödd opnunina.
Lindgren mun einnig, ásamt
leikstjóranum, verða í Norræna
húsinu á sunnudag kl. 16.30, þar
sem þau lesa upp úr verkum henn-
ar. Einnig les Guðmundur Ólafs-
son leikari upp úr „Bróðir minn
Ljónshjarta", Heimir Pálsson úr
„Elsku Míó minn“ og fleira verður
gert til skemmtunar og ekki síst
til heiðurs hinum ástsæla barna-
bókahöfundi.
Ronja ræningjadóttir er ein
þriggja barnakvikmynda á Kvik-
myndahátíð nú, en alls eru mynd-
irnar 29 talsins. Verða þær sýndar
ýmist einu sinni eða allt að tíu
sinnum í einhverjum þriggja sala
Austurbæjarbiós, fyrir utan tvær
sem verða sýndar í Norræna hús
inu og í Menning„rstofnun Banda
ríkjanna. Tímasett dagskrá hátíð
arinnar hefur verið gefin út of
liggur hún frammi í kvikmynda
húsum, ýmsum verslunum og víð
ar. Þá eru sýningarnar auglýstar :
blöðum.
Auk Astrid Lindgren og Tag*
Danielsson verða gestir Kvik
myndahátíðar að þessu sinni þýsk
leikstjórinn Hart Bohm, fransk
leikstjórinn J.L. Godard og Geralc
Pearly, bandarískur doktor í fjöl-
miðla- og kvikmyndafræðum
Hann mun flytja fyrirlestur
Menningarstofnun Bandaríkjanna
20. maí kl. 20.30.
Formaður undirbúningsnefndar
Kvikmyndahátíðar er Hrafr
Gunnlaugsson kvikmyndagerðar-
maður sem jafnframt er formaðui
framkvæmdastjórnar Listahá-
tíðar. Auk hans eru i undirbún-
ingsnefndinni kvikmyndagerðar-
mennirnir Kristín Jóhannesdóttr,
Sigurður Sverrir Pálsson og Frið-
rik Þór Friðriksson og Birgir Sig-
urðsson rithöfundur. í Fram-
kvæmdastjórn Listahátíðar eiga
síðan sæti, auk Hrafns, Kristínar
og Birgis, þeir Kristinn Hallsson
óperusöngvari og Stefán Baldurs-
son leikhússtjóri. Framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar er Salvör
Nordal.
Morgunblaöið/ölafur K. Magnússon
Aðstandendur kvikmyndahátíðar og Listahátíðar. F.v.: Friðrik Þór Frið-
riksson, Birgir Sigurðsson, Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir,
Salvör Nordal, Stefán Baldursson og Kristinn Hallsson. 1 þeirra hópi er
ennfremur Sigurður Sverrir Pálsson.
Ljóðskáld fyrir fnunan Iðnó, hhiti þeirra sem lesa upp 18. maí, talin frá vinstri: Nína Björk Arnadóttir, Ingibjörg
Haraldsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Þorsteinn frá Hamrí, Einar Olafsson, Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Matthías Johannessen, Sigurður Pálsson, Þér Eldon, Sigfús Bjartmarsson, Þorri Jóhannsson,
Einar Bragi, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jóhamar og Dagur Sigurðarson.
DR. CHRISTOPH Bertram, stjórnmálaritstjóri vikublaðsins „Die Zeit“ i Ham-
borg, er staddur hér á landi um þessar mundir á vegum Samtaka um vestræna
samvinnu (SVS).
Laugardaginn 18. maí flytur hann
erindi og svarar fyrirspurnum á
fundi, sem SVS og Varðberg gang-
ast fyrir í hádeginu í Átthagasal
Hótel Sögu. Erindið, sem flutt verð-
ur á ensku, nefnist Varnakerfi í
geimnum, afvopnun og samstarf
Vesturlanda. Fundarsalur verður
opnaður kl. tólf og er fundurinn
Eftirspurn
eftir lóðum
er nú dræm
„Eftirspurn eftir lóðum er dræm um
þessar mundir, en lóðir eru til reiðu í
Grafarvogi og Selási," sagði Ágúst
Jónsson, skrifstofustjóri borgarverk-
fræðings í samtali við Mbl. A síðast-
liðnu ári var 356 einbýlishúsalóðum út-
hlutað í Reykjavík, 173 raðhúsalóðum
og fram í miðjan ágúst hafði 215 íbúð-
um í fjölbýlishúsum verið úthlutað.
Árið 1983 var 133 einbýlishúsalóð-
um og 63 raðhúsalóðum úthlutað,
auk 481 íbúð í fjölbýlishúsum. Árið
1982 var 170 einbýlishúsalóðum, 78
raðhúsalóðum og 70 íbúðum í fjöl-
býlishúsum úthlutað og 1981 var 41
einbýlishúsalóð, 126 raðhúsalóðum
og 420 íbúðum í fjölbýlishúsum út-
hlutað.
opinn félagsmönnum i SVS og
Varðbergi.
Dr. Christoph Bertram er fæddur
í Kiel árið 1937. Eftir nám (lögfræði
og stjórnmálafræðum við háskólana
í Berlín, París og Bonn, stundaði
hann lögfræðistörf og var síðan
starfsmaður Áætlanadeildar vest-
ur-þýzka varnarmálaráðuneytisins.
Á árunum 1967 til 1982 vann hann
við Alþjóðlegu herfræðistofnunina
(International Institute for Strateg-
ic Studies) í Lundúnum, aðstoðar-
framkvæmdastjóri frá 1969 og aðal-
framkvæmdastjóri frá 1974. Árið
1982 varð hann stjórnmálaritstjóri
við „Die Zeit“.
Meðal rita sem hann hefur samið
eða ritstýrt má nefna Mutual Bal-
anced Force Reductions in Europe,
London 1972; Arms Control and
Technological Change — Elements
of a New Approach, London 1978;
Prospects of Soviet Power, London
1980; The Future of Strategic De-
terrence, London 1981; Thrid World
Conflict and International Security,
London 1982; America’s Security in
the 1980’s, London 1982.
(FrétUtlIkyimiiig.)
Christoph Bertram