Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1985 > verðmæta sem standa undir þörfum einstaklinga og fjölskyldna. Eru þér ljós þau áhrif sem skyndilegt fráfall þitt myndi hafa á stöðu þinna nánustu? Verðtryggð líftrygging veitir fjölskyldu þinni vernd gegn fjár- hagslegum áföllum við óvænt fráfall þitt. Við bjóðum verðtryggingu allt tryggingartímabilið svo líftrygging- in heldur ætíð verðgildi sínu. Verðtryggða líftryggingu er hægt að taka annaðhvort sem einstaklingstryggingu, eða fyrir tvo eða fleiri aðila sem bera fjárhagsiega ábyrgð sameiginlega. Hafðu samband við tryggingaráðgjafa okkar - þeir veita allar frekari upplýsingar. M'líftrygging GACNKVtMT TKVCGINGA/ÍIAG BRUNABÓTAFÉLAG iSLANDS Skrifstofur. Laugavcgur 103 105 Reykjavík Sími 91 26055 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND » Þeir James Garner og John Lithgow í hlutverkum sínum í myndinni Skuggahliðar Hollywood. Bak við stjörnuglitrið Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Skuggahliðar Holly- wood. Leikstjóri, framleiðandi og höf- undur tónlistar: Stuart Margolin. Handrit: Stanley Kallis, byggt á samnefndri skáldsögu Joseph Wambaugh. Kvikmyndataka: Michael Watkins, Eastman-litir, Widescreen. Aðalhlutverk: James Garner, John I.ithgow, Margot Kidder, Coleen Dewhurst, Paul Koslo, John Marley, Stuart Marg- olin. Joseph Wambaugh hefur fyrir löngu hlotið heimsfrægð fyrir metsölubækur sínar um endal- ausa baráttu lögreglu og glæpal- ýðs Los Angeles-borgar. Hann er öllum hnútum kunnugur, þar sem maðurinn starfaði sjálfur yfir áratug sem liðsforingi við morðdeild lögreglu borgarinnar. Því hafa sögur hans yfir sér beinskeytt raunsæi sem heldur athygli lesandans í fjötrum. Wambaugh á jafn auðvelt með að lýsa hinum skoplegu, og þá gjarnan grátbroslegu hliðum starfsins og hinum harðneskju- legri og átakanlegri. Það fer aldrei á milli mála að hér heldur maður á penna sem sjálfur hefur þrætt þessar götur lasta og glæpa, staðið sjálfur í eldlín- unni, með eyru og augu opin. Bækur hans hafa svo fengið misjafna útreið í kvikmyndab- úningnum, sjálfur er Wambaugh aðeins ánægður með myndina The Onion Field. The Glitter Dome — Skugga- hliðar Hollywood, nær sér aldrei uppúr meðalmennskunni, enda er hún ekki gerð af sjáanlegri metnaðargirni, að auki er hér um að ræða mynd gerða fyrir sjónvarpið vestra. En eins og svo oft hefur gerst áður þegar slíkar myndir slá í gegn á skjánum, hafa framleiðendurnir gert sýn- ingareintök fyrir kvikmyndahús á utanlandsmarkaði. Lögreglumennirnir Garner og Lithgow eru fengnir til að kom- ast til botns í morðmáli eins kvikmyndajöfursins í Holly- wood. Þeim gengur illa að finna nokkra þræði til að rekja en þeg- ar þeir loks eru orðnir heitir, kemur margt miður geðslegt í ljós bak við stjörnuskinið. Inn í Skuggahliðar Hollywood fléttast margvíslegar aukaper- sónur og hliðarsögur. Af gamal- kunnu raunsæi lýsir Wambaugh hinum miskunnarlausu niður- rifsöflum sem tæta í sig íbúa borgarinnar, ekki síst þá lög- reglumenn sem til hafa að bera mannlegar tilfinningar og með- höndla samborgara sem slíkir. Þetta kemst þokkalega í gegn í myndinni. Lithgow, sem virðist ekki þurfa að kvarta yfir at- vinnuleysi um þessar mundir, nær hinum þunglynda og trúaða Marty Welborn með svipuðum ágætum og hann hefur skilað öðrum hlutverkum á stuttum og afkastamiklum ferli. Garner er frambærilegur í hinu aðalhlut- verkinu. Kidder fær einfaldlega ekki úr nógu að moða. Höfuðpaur Skuggahliðanna er Stuart Margolin, allkunnur sjón- varpsmyndaframleiðandi, sem hér lætur ekki deigan síga; leikstýrir, semur tónlistina og fer með eitt stærri hlutverk- anna, auk þess að sjá um fjár- málin. En allt kemur fyrir ekki. Myndin geldur uppruna síns, út- koman er svipuð og Hill Street Blues á góðum degi. niö sumri með sumartískunni frá dagana 17.-25. maí stenduryfir vikukynning á fatnaði frá Marks & Spencer í kaupfélögum víða um land. I Reykjavík býður Mikligarður, Torgið, Herraríkið og Domus Marks & Spencer getraun verður í gangi á kynningarvikunni. fatnað frá Marks & Spencer Vinningur: Vikuferð til London fyrir tvo. **£ AUGLVStNOADEILD SAMBANOSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.