Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985
27
_ • •
Björg Orvar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það er mikill fjöldi ungra
listamanna er heldur utan til
framhaldsnáms og nemur við
hina ýmsu iistaháskóla austan
hafs og vestan. Til skamms
tíma var næstum því einstefna
á Holland en hin síðari ár hef-
ur stefnan í sívaxandi mæli
verið tekin á Ameríku. Þar
munu skólarnir vera mjög vel
búnir tækjakosti og skilyrði til
náms hin fullkomnustu en hins
vegar eru skólagjöld í flestum
tilvikum mjög há. En unga
fólkið virðist ekki láta það
aftra sér og sýnir það stórhug
og trú á sjálft sig og framtíð-
ina.
Björg Örvar, sem þessa dagana
og til 19. maí sýnir í Nýlista-
safninu lauk við Myndlista- og
handíðaskólann árið 1980 og
hélt árið eftir til Kaliforníu
þar sem hún var við fram-
haldsnám við Listadeild Kali-
forníu-háskóla í Davis næstu
tvö árin.
Björg hefur haldið tvær sýn-
ingar í Basement Gallery, Dav-
is og sýndi einþrykk (mónó-
typur) í Gallerí Borg sl. haust.
Það var mikill ferskleiki, sem
einkenndi sýningu hennar í
Gallerí Borg, ásamt úmbúð-
lausri tjáningu og krafti enda
er þessi sýning mér í ljósu
minni.
Gerandinn beitir hins vegar
annarri tækni og klassískari
við gerð verka sinna í Nýlista-
safniu, en þau eru öll olíumál-
verk á striga. Víst er, að hér
vantar ekki málaragleðina en
einhvern veginn eru þessi mál-
verk gerð af minni funa og
sannfæringarkrafti en ein-
þrykkin. Hér skortir einhvern
kraft og neista er heldur skoð-
andanum föstum og vekur for-
vitni hans.
Útfærsla myndanna minnir í
senn á málara nýbylgjunnar og
Cobra-hópinn að því leyti, að
hér er ekkert fum á vinnu-
brögðum né löng yfirlega yfir
verkunum og hér ræður til-
finningalegt innsæi ferðinni.
Einna best þykir mér sem
Björg komist frá myndunum
„Morgunn" (I) og „Úr albúmi
heimskonu-eftirsjá fram á
okkar dag“ (7).
Einkum virðist mér mikið að
gerast í síðasttaldri myndinni
en í henni er fjölskrúðugt lit-
og formrænt ferli. Máski er
listakonan hér að segja frá eig-
in lífsreynslu og ef svo er, þá
mætti hún gera meira af því. í
þessari mynd finnst mér sem
Björg Örvar komist næst því
að hreyfa við innri lífæðum
myndflatarins.
SKRIFSTOFUTÆKNI
A OKKAR VALDl
Viö erum í stöðugu sambandi viö öflugustu fvrirtæki heims á sviöi
skrifstofutækni. Við kappkostum aö bjóöa aðeins þaö besta og leggjum áherslu
á að þjónusta okkar við viðskiptavini sé fyrsta flokks. Við aðstoðum við val á
réttum búnaði, leiðbeinum um notkun og bjóðum örugga
tækni- og viðhaldsþjónustu.
Við byggjum á áratuga reynslu í þjónustu við íslensk fyrirtæki,
og fylgjum þér farsællega inn í framtíðína.
U-BIX Ijósritunarvélar, Omron afgreiðslu-
kassar, Silver-Reed og Message ritvélar,
Stromberg,stimpilklukkur og klukkukerfi,
Omic og Monroe reiknivélar.
%
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 — Sími 20560
Pósthólf 377