Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1985 47 viðskiptamenn setið þar og glugg- að í bækurnar. Munu ýmsir hafa notað sér það rækilega og jafnvel lesið heilar bækur í leskróknum í búðinni. Þarna gerðist töluverður samkomustaður reykvískra gáfu- manna eins og vænta mátti. En á þessum árum var heimskreppan að leggja hramm sinn yfir ísland og nálæg lönd með tilheyrandi gjaldeyrisskömmtun og innflutn- ingshöftum. Hafði Eggert ekki geð í sér til að standa í því rausi, sem slíku fylgdi, og þóttist sjá fram á, að bóka- og blaðakostur mundi fara sífellt versnandi hjá sér, ef svo héldi áfram. Hann seldi því búðina 1935. Jafnframt því að reka bókabúð- ina fékkst Eggert við bókaútgáfu. Hann gaf t.d. út Fögru veröld eftir Tómas Guðmundsson og Sjálf- stætt fólk eftir Halldór Laxness. í sambandi við seinna verkið hefur sú sögn orðið nokkuð rótföst, að forráðamenn Menningarsjóðs hafi viljað styðja útgáfuna án þess að koma þar beinlínis við sögu út á við. Segir sagan, að þeir hafi sam- ið við Eggert um að gefa út bókina og hafi ríkisforlagið samþykkt að ábyrgjast halla, sem kynna að verða á útgáfunni. Eggert sagði mér sjálfur, að þetta stæðist ekki. Hann hefði gefið verkið út án nokkurrar ábyrgðar Menningar- sjóðs. Um það leyti, sem Eggert seldi bókabúðina, var Ferðaskrifstofa ríkisins stofnuð með lögum. Þar bauðst honum forstjórastarf, og tók hann því, enda hafði hann jafnan mikinn áhuga á ferðamál- um. Var hann t.d. í fyrstu stjórn Ferðafélags íslands, að því er ég bezt veit, og lengi í stjórn Ferða- málafélags Reykjavíkur. Hann ritaði og ýmislegt um þessi mál. Ekki veit ég, hvað olli því, að hann var einungis skamma hríð i þessu embætti. Hann tók þá við for- stjóraembætti í Prentsmiðjunni Eddu, en 1943 gekk hann aftur í þjónustu Eimskipafélagsins og starfaði þar, unz hann komst á eftirlaunaaldur. Eggert kom víðar við en hér hef- ur verið minnzt á. Hann sat t.d. í stjórn Alþýðubókasafns Reykja- víkur (núverandi Borgarbókasafn) 1920—1923. Um skeið sat hann í stjórn Verzlunarmannafélagsins Merkúrs og lengi í stjórn Styrkt- ar- og sjúkrasjóðs verzlunar- manna og samdi rit um störf sjóðsins á aldarafmæli hans. Eggert hafði mikinn áhuga á sálarrannsóknum. Hann sat í stjórn Sálarrannsóknafélags ís- lands 1932—1938 og aftur 1949—1965. Vann hann mjög mik- ið starf fyrir félagið. Eftir að Eggert hafði látið af störfum hjá Eimskipafélaginu, tók hann sér fyrir hendur að semja nýtt niðjatal langafa síns, Gunn- laugs Briem sýslumanns á Grund í Eyjafirði. Hafði sr. Eiríkur Briem föðurbróðir hans samið niðjatal Gunnlaugs og gefið út snemma á öldinni. Var það því orðið nokkuð úrelt eins og að líkum lætur, eftir hálfa öld. Var þetta geysimikið nákvæmnisverk og erfitt viðfangs að mörgu leyti, því að niðjarnir hafa dreifzt töluvert og tengsl rofnað. Var Eggert kominn vel á veg með þetta verk, þegar heilsan brást og hann varð að leggja það frá sér. Hefur það beðið alllanga hríð, en nú er farið að vinna að útgáfu þess að nýju, og standa vonir til, að það geti komið út á næsta ári. Hinn 5. marz 1932 gekk Eggert að eiga Sigríði dóttur þeirra hjóna Skúla Árnasonar læknis í Skál- holti og Sigríðar Sigurðardóttur. Sigríður Skúladóttir er sérlega greind kona og góðviljuð. Hún hafði barnung misst móður sína, en faðir hennar eftir það haldið heimili með Steinunni mágkonu sinni. Á heimili þeirra Sigríðar og Eggerts dvöldust þau Steinunn og Skúli læknir frá 1935, er Steinunn missti heilsuna, til æviloka. Með þeim fluttust einnig Árni, bróðir Sigríðar, og fósturbróðir, Halldór Ó. Jónsson, og bjuggu þeir á heim- ili þeirra Eggerts og Sigríðar um árabil. Þetta var ákaflega sam- hentur hópur, og þarna var lifað ánægjulegu fjölskyldulífi. Hjónaband þeirra Sigríðar og Eggerts var einstaklega farsælt. Mér finnst, svona séð álengdar, að það hafi verið einn samfelldur sól- skinsdagur, unz yfir lauk. Það var þeim hjónum þó mikið áfall, þegar eldri dóttir þeirra, Steinunn píanóleikari og blaða- maður, mjög falleg stúlka og gáf- uð, lézt löngu fyrir aldur fram. Næstelzt barna þeirra er dr. Ragnheiður, lektor við Háskóla ís- lands, einstaklega vel gefin kona og skemmtileg. Hún er gift Guð- mundi Elíassyni lækni, og eiga þau tvo syni. Yngstur er dr. Gunnlaugur let- urfræðingur. Hann er búsettur í London, en annast fyrirlestrahald bæði þar og í Bandaríkjunum við góðan orðstír. Nýlega er komin út eftir hann bókin Teach Yourself Handwriting, og hefur hún hlotið góða dóma. Eggert var maður tæplega í meðallagi hár og samsvaraði sér vel. Hann var yfirleitt kátur í samskiptum við fólk og hafði oftast gamanyrði á vörum, en þó held ég, að hann hafi í raun verið alvörumaður. Han var ákaflega mikill heimilismaður og kunni hvergi betur við sig en á sínu fal- lega heimili innan um allar bæk- urnar í návist fjölskyldu sinnar, þó að stundum þætti honum slegið nokkuð hátt á flygilinn. Þegar þessi góði móðurbróðir minn er nú allur, rifjast upp ótal minningar. Frá því að ég man eft- ir mér, var hann mér þrátt fyrir allan aldursmuninn í senn fræðari og félagi og jafnframt vinur og velgerðarmaður alla tíð. Sama hefur fjölskylda mín getað sagt um kynni af honum, þótt þau yrðu minni en efni stóðu til. Við sendum Sigríði ekkju hans og öðrum ástvinum einlægar sam- úðarkveðjur í tilefni af andláti hans, en sú er bót í máli, að þau munu öll á ókomnum árum geta yljað sér við minninguna um þennan mikla hæfileikamann, sem öllum vildi gott gera. Páll Líndal Þegar vinur fellur frá er sem skugga bregði fyrir sólu. Hugur- inn hvarflar til baka og spurn- ingar um líf og dauða, tilgang og markmið, verðmæti og inntak þess lífs er vér lifum, hrífa hugann frá hinu daglega og takmarkaða. — í óravíddum tímans verður mannsævin sem svipleiftur. Hví erum vér hér? Hví svo skamma og örfleyga stund? Er þetta bundið einhverjum tilgangi? — Maðurinn er sem gras, segir í helgri bók. Hann rennur upp og fölnar eins og blóm, flýr burt eins og skuggi og hefir ekkert viðnám. — Spurn- ingarnar halda áfram. Er upphaf og endir hér? Hvílíkt tilgangsleysi, ef svo er? — Nei, öll rökhyggja, öll tilfinning og réttlætiskennd og öll trú mæla á móti þessu, hvernig sem þessum spurningum er velt fram og aftur á langri lífsgöngu, og upprisu- undur páskanna og allt sem þeim er tengt, veitir þar fullvissuna — og er fagnaðarerindið bjargfasta. — Fyrir honum, sem þessi orð og hugsanir hefir vakið upp og nú er burtkvaddur af þessum heimi, voru svörin ljós. Af þeirri skynsemi, sem djúp- skyggn hugsun leiðir til, vissi hann að hér og nú er enginn endir á því lífsundri, sem blasir við sjónum mannsins. Eggert P. Briem, sem maður og leitandi hafði öðlast þá lífssýn er veitir vissuna um eilífð lífsins. Dauðinn var honum því ekkert ótta- eða kvíðaefni. Hann var þess fullviss að ástvinir hittast aftur á eilífð- arvegi, þótt kvaðst sé um sinn. Ég átti um langt árabil samleið með Eggert P. Briem, sem starfs- félagi í ýmsum efnum. Þau kynni sem þar sköpuðust urðu marg- háttuð og áhrifarík og eftirá séð blasir það ljósar við en áður. — Hann var ekki allra, en traustur og tryggur þeim sem hann tók. — Kímnigáfan var honum í blóð bor- in og kryddaði hún sannarlega til- veruna í ölduróti hversdagslífsins, þegar þörf var að hefja hugann upp úr þeirri þokumóðu, .sem stundum glepur sýn í daglegu amstri. Er þar margs góðs að minnast og létti það oft lífið. Veit ég að þar mæli ég fyrir munn margra samstarfsmanna hjá Eim- skipafélagi íslands, sem eiga því láni að fagna að hafa starfað með honum og þekkt hann. Eggert P. Briem var aldamóta- barn. Hann var fæddur árið 1898. Hann hóf ungur störf hjá Eim- skipafélagi íslands — þá nýstofn- uðu — eða í febrúarmánuði 1915. Hann starfaði síðan á skrifstofum félagsins allt til ársins 1930 er hann gerðist bóksali og bókaútgef- andi. Síðar tók hann við starfi for- stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, er hún var stofnuð, en árið 1937 gerð- ist hann forstjóri Prentsmiðj- unnar Eddu. Árið 1942 stofnaði hann pappaumbúðaverksmiðjuna Öskju, en réðst á ný til Eimskipa- félagsins árið 1943 og starfaði þar til ársins 1965 er hann lét af störf- um sökum aldurs. — Hafði Eggert þá starfað hjá Eimskipafélaginu í samtals 38 ár og gegnt ábyrgð- armiklum trúnaðarstörfum, sem oft voru harla vandasöm úrlausn- ar. Komu þá skarpskyggni hans og gáfur og alveg einstök hugkvæmni að góðu gagni. Er ekki ofsagt, að sérhvert mál er honum var falið hafi fengið happadrjúgan og far- sælan framgang. Hann ávann sér óskorað traust stjórnenda Eim- skipafélagsins er kunnu vel að meta trúmennsku hans og hæfni. — Auk starfa sinna tók Eggert þátt i félagsmálum á mörgum sviðum, og átti hann sæti í stjórn- um ýmissa félaga er störfuðu að mannúðar- og menningarmálum. Var hann víða eftirsóttur og hvarvetna traustur og góður liðs- maður þar sem hann kom við sögu. — Og við samstarfsmenn hans leituðum ósjaldan hollráða og leiðsagnar hjá honum, þegar vanda bar að og mikið reyndi á. Brást það vart, að hjálp hans og aðstoð greiddi fyrir heilladrjúgum úrlausnum, enda var reynsla hans og þekking sú, að um langt árabil eftir starfslok var oft leitað til hans um liðsinni vegna vanda- samra og sérhæfðra verkefna, sem hann vann öll með handbragði, sem ekki verður líkt við annað en vandvirkni sérfræði- og lærdóms- frömuða, slík var nákvæmnin og samvizkusemin, hvar sem hann lagði hönd að. — Liggja þar mörg spor, sem fáir vita um, en bera í sér margskyns þakkarefni bæði fyrir okkur samstarfsmenn hans og eins það fyrirtæki, er hann helgaði meginhluta starfsævi sinnar, og unni af heilum hug. Án þess að fjölyrða um það í smáatriðum vil ég persónulega nota tækifærið til að bera fram alúðarfyllstu þakkir fyrir allt það, sem Eggert P. Briem og kynnin við hann færðu inn í mitt líf, bæði sem einstaklings og í samstarfi, þar sem ég átti honum óteljandi margt gott upp að unna og margs ógleymanlegs að minnast, sökum hins sérstæða persónuleika hans og hæfileika, enda margt hægt af honum að læra. Vil ég hér með votta eftirlifandi eiginkonu hans, minni elskulegu vinkonu, frú Sigríði, og fjölskyld- unni allri, einlægustu samúð. Ég veit að þótt söknuðurinn sé sár er EVRÓPUMÓT í he.staíþróttum verö- ur haldið í borginni Alings&s í Sví- þjóð, dagana 16.—18. ágúst nk. Landssamband hestamanna hefur gert samstarfssamning við feröa- skrifstofuna llrval, m.a. um hópferð á Evrópumótið. Lagt verður af stað 13. ágúst og komið heim 19. agúst. Flogið verður beint til og frá Gauta- borg. Vikuferð af þessu tagi kostar um 17 þúsund krónur. Innifalið er „Sheena“í Stjörnubíói STJÖRNUBló frumsýnir 15. maí ævintýramyndina „Sheena", með Tanya Roberts í aðalhlutverki. Myndin fjallar um hvíta stúlku sem elst upp hjá töfralækni Zam- búlaættflokksins í myrkviðum Afríku. Þegar fréttamaður stórrar bandarískrar sjónvarpsstöðvar kemur til landsins gerast þeir ógnvænlegu atburðir að fósturfað- ir Sheenu er ákærður fyrir morð. Sá myrti, Jabalani konungur, hef- ur lengi staðið í vegi fyrir fyrir- ætlunum bróður síns, Otwani prins, að grafa eftir títaníum i fjallinu helga Gudjara. Otwani og hermenn hans eru staðráðnir í óþarft að mæla fram mörg hugg- unar- og hughreystingarorð til hennar, þar eð einlæg trú og vissa er þar ríkjandi um endurfundi á eilífðarvegum. Ég vil aðeins und- irstrika þau þekktu sannindi, að orðstír góðs manns deyr ekki, þótt hann hverfi af sjónarsviðinu í skuggadal jarðlífsins. Um leið vil ég biðja honum blessunar á braut- um æðri heimkynna Guðs, hins hæsta höfuðsmiðs himins og jarð- ar. — Megi hann einnig blessa að- standendurna og styrkja þá í sýn þeirra til æðri lífssviða og við- horfa. Þessum orðum fylgja alúðar- kveðjur frá samstarfsfélögum og vinum er áttu samleið með Eggert P. Briem hjá Eimskipafélagi Is- lands, með þakklæti fyrir sam- starf og góð kynni um langan veg. Sveinn Ólafsson *r flugferðir, gisting í sex nætur á hót- eli nálægt mótssvæðinu ásamt morg- unverði, allar ferðir að hóteli og á mótsstað keppnisdagana. Ráðgert er að islenska keppn- issveitin og aðrir liðsmenn fari í þessari ferð og væntir LH og íþróttaráð LH þess að hestamenn panti tímanlega sæti hjá ferða- skrifstofunni Urval. (ílr rrétutilkjnningv) fyrirætlun sinni, halda til landa Zambúla og grafa eftir títaníum í • fjallinu helga. Leikarar í myndinni eru meðal annars Ted Wass, Donovan Scott og Elizabeth af Toro, fyrrverandi ráðherra í stjórn Idi Amins, for- seta Uganda. Leikstjóri myndar- innar er John Guillermin. Frá síðasta Evrópumóti sem haldið var í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Hópferð á Evrópumót- ' ið í hestaíþróttum Garðeigendur AGRYL garödúkurinn tryggir öruggari uppskeru garöávaxta hvemig sem viðrar. AGRYL vemdar gróöur gegn: LETTIÐ UPPLÝSMGA PÚRP SlMI BISOO’ARMÚUkTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.