Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1985
Akranes:
Bátur stórskemmdist
í bruna í höfninni
Altranesi, 15. maí.
ELDUR kom upp í mb. Leyni AK 9 í
Akranesshöfn síðastliðna nótt og
skemmdist báturinn mikið.
Slökkviliðið var kallað að bátn-
um á þriðja tímanum í nótt. Var
þá rnikill eldur laus í Leyni. Tók
um klukkustund að slökkva eld-
inn.
Báturinn skemmdist mikið, eins
og fyrr segir, og er ljóst, að yfir-
bygging hans er ónýt, svo og öll
tæki um borð. Ekki er fullvíst
hvort skrokkurinn hefur skemmst.
Leynir AK er 9 tonna frambyggð-
ur piastbátur, eign Birgis Jóns-
sonar útgerðarmanns, og hefur á
vertíðinni stundað þorskaneta-
veiðar og aflað vel.
Tjón eigandans er mjög tilfinn-
anlegt því jafnframt útgerð rekur
Birgir fiskverkun. Óljóst er um
eldsupptök. — JG.
Heldur gítartónleika í
Njarðvík og Húsavík
UM ÞESSA helgi heldur Þórarinn Sig-
urbergsson gítarleikari tvenna ein-
leikstónleika á tveimur stöðum á land-
inu. Sá fyrri verður í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju fostudaginn 17. maí og hinn síð-
ari verður í Húsavíkurkirkju sunnu-
dagínn 19. maí.
Þórarinn fæddist í Hafnarfirði
1958 og hóf ungur nám í klassískum
gitarleik í Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar undir handleiðslu Eyþórs
Þorlákssonar. Lauk hann einleikara-
prófi frá skólanum vorið 1980 og hélt
það sama ár út til Spánar, þar sem
hann stundaði framhaldsnám hjá
Jose Luis Gonzales í fjögur ár sam-
fleytt. Lauk þaðan „Diploma"
sumarið 1984. Síðastliðinn vetur hef-
ur Þórarinn starfað sem gitarkenn-
ari við tónlistarskólann í Keflavík,
Njarðvík og í Garði.
Á efnisskrá tónleikanna um þessa
Þórarinn Sigurbergsson, gítarleik-
ari.
helgi eru m.a. verk eftir Bach, Scarl-
atti og Albeniz, og hefjast þeir báðir
kl. 20.30.
Hagkaup á heimavelli:
Veruleg aukning
í sölu á íslenzk-
um vörutegundum
SÖLU- og kynningarátaki Hag- aukning í sölu á 13 vörutegund-
kaups í samvinnu við Félag ís- um af íslenzkum neyzluvörum.
lenzkra iðnrekenda lýkur á laug- Reyndist hún vera 63% að með-
ardag. Kynningarherferð þessa altali miðað við sðlu á viku tvo
nefnir fyrirtækið „Hagkaup á mánuði á undan.
heimavelli" og hefur verið mæld
Sontakonur á Akureyri og frá Reykjavík við Nonnahús.
Morgunblaðið/G. Berg
Akureyri:
Nýr Sontaklúbbur stofnaður
Akureyri, 14. maí.
Á Akureyri var stofnaður nýr Sonta-klúbbur síð-
astliðinn laugardag og hlaut hann nafnið „Þórunn
hyrna“. Fyrsta verkefni klúbbsins verður að safna
fé til að endurgera styttuna af Helga magra og
Þórunni hyrnu en hún er mikið skemmd. Þetta er
annar klúbburinn sem starfandi er á Akureyri en
fyrir var Sontaklúbbur Akureyrar. Formaður hins
nýja klúbbs er Guðlaug Hermannsdóttir en varafor-
maður Svava Árnadóttir.
Stofnfundurinn var haldinn í Nonnahúsi, sem
Sontaklúbbur Akureyrar hefur séð um rekstur á
frá upphafi eða frá stofnun sinni 1947. Sérstakur
gestur á stofnfundinum var Senikka Heiskanen,
sem er formaður norrænu deilda Sonta-klúbb-
anna.
Til gamans má geta þess að það þykir nokkuð
sérstakt að í ekki stærra bæjarfélagi en Akureyri
skuli nú vera starfandi tveir Sontaklúbbar. í
Helsinki og Stokkhólmi eru þrír, en í Kaup-
mannahöfn og Osló eru tveir klúbbar.
— G.Berg.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 14.00
á degi aldraöra, uppstigningar-
dag. Pétur Sigurösson alþingis-
maöur predikar. Séra Hjalti
Guömundsson þjónar fyrir altari.
Eftir messu er kaffisamsæti í
Oddfellowhúsinu fyrir eldri borg-
ara, 67 ára og eldri. Séra Hjalti
Guömundsson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös-
þjónusta i safnaóarheimili Ár-
bæjarsóknar kl. 14.00. Steinn
Stefánsson fyrrverandi skófastj.
flytur stólræöuna. Organleikari
Jón Mýrdal. Öllu eldra fólki í
söfnuöinum sérstaklega boöiö tll
guösþjónustunnar. Samvera eftir
messuna með dagskrá og kaffi-
veitingum í boöi Kvenfélags Ár-
bæjarsóknar. Meöal dagskrárat-
riöa: Ingólfur S. Sveinsson flytur
ræöu, Bogi Arnar Finnbogason
syngur einsöng, upplestur og al-
mennur söngur. Sr. Guömundur
Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Dagur aldraöra.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Eftir
messu býöur Safnaöarfélag
Ásprestakalls eldri sóknarbörn-
um upp á veitingar í safnaöar-
heimili Áskirkju. Sólveig Björlíng
syngur viö undirleik Gústafs Jó-
hannessonar. Almennur söngur.
Þeir sem óska eftir akstri til og
frá kirkju geta hring í Áskirkju
milli kl. 10 og 12 aö morgni upp-
stigningardags, sími 84035. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚST AÐAKIRK JA: Messa kl.
14.00. Prestur sr. Jón Bjarman.
Eftir messu verður sýning á vetr-
arstarfi aldraöra og kaffiveit-
ingar. Sóknarnefndin.
DIGR ANESPREST AK ALL:
Guösþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 2.00. Sr. Árni Pálsson þjónar
fyrir altari, sr. Þorbergur Krist-
jánsson predikar. Aldraðir lesa
ritningarorö. Aö lokinni guðs-
þjónustu veröur samverustund í
safnaöarheímilinu Borgum meö
kaffiveitingum og dagskrá.
Sóknarnefndin.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl.
11.00. Organleikari Birgir Ás
Guömundsson. Séra Hjalti Guö-
mundsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa
kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK:
Guösþjónusta kl. 14.00. Bibliu-
lestur föstudagskvöld kl. 20.30.
Bænastundir eru í kirkjunni
þriöjudaga, miövikudaga,
fimmtudaga og föstudaga kl.
18.00 og standa í stundarfjórö-
ung. Sr. Gunnar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Kvöldvaka
meö helgistund fyrir aldraöa kl.
20.00. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Ferö á vegum starfs aldr-
aöra á Kjálarnesi kl. 14.00.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Tómas Sveinsson.
BORGARSPÍTALINN: Guösþjón-
usta kl. 10.00. Sr. Tómas
Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Guös-
þjónusta í Kópavogskirkju kl.
14.00. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son predikar, sr. Árni Pálsson
þjónar fyrir altari. Aldraöir lesa
ritningarorö. Aö lokinni guös-
þjónustu verður samverustund í
safnaöarheimilinu Borgum meö
kaffiveitingum og dagskrá. Sókn-
arnefnd.
LANGHOLTSKIRKJA: Dagur
aldraðra. Guösþjónusta kl. 11.
Ræöa: Gísli Sigurbjörnsson, for-
stjóri. Einsöngur: Harpa Harö-
ardóttir. Prestur Siguröur Hauk-
ur Guöjónsson. Organisti Jón
Stefánsson. Hátíðarsamkoma kl.
14.00. Helgistund. Söngur: Einar
Örn Einarsson. j safnaöarheimil-
inu veröur sýning á hannyröum
þeirra, sem hafa tekiö þátt í sam-
verustundum á miövikudags-
kvöldum í vetur. Aöstandendum
og vinum hinna öldruöu boðið aö
veisluboröi. Kynnum okkur hvað
gert er meö hinum elztu í söfnuö-
inum. Leggjum okkur fram til
þess aö gera daginn aö sönnum
hátíöisdegi. Safnaöarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Messa á
uppstigningardag kl. 14.00. Lára
Siguröardóttir og Guömundur
Bernharösson lesa ritningarorö.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
NESKIRKJA: Guösþjónusta kl.
14.00. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
SELJASÓKN: Fyrirbænasam-
vera kl. 20.30 í Tindaseli 3.
Sóknarprestur.
STARF aldraöra í Kópavogi:
Aldraöir eru minntir á guös-
þjónustu í Kópavogskirkju á upp-
stigningardag kl. 14.00. Söfnuö-
urnir bjóöa uppá kaffidrykkju
meö dagskrá aö guösþjónustu
lokinni í safnaöarheimilinu Borg-
um.
GARÐAPRESTAKALL á Akra-
nesi: Messa veröur kl. 14.00 í
dvalarheimilinu Höföa í tilefni
dags aldraöra. Sr. Björn Jóns-
son.
HJÁLPRÆÐISHERINN
FAGNAÐARSAMKOMA í Nes-
kirkju í kvöld kl. 20.30. Lúöra-
sveit Musterisins í Osló leikur.
Ofurstilt. Bergljót og Einar Mad-
sen og Guöfinna Jóhannesdóttir
stjórna og predika.
NORSKUR þjóöhátíðarfagnaður
í Neskirkju föstudaginn kl. 20.30.
Veitingar. Allir hjartanlega vel-
komnir.
NORSK 17. MAÍ FEST: i tilefni af
þjóöhátíöardegi Norömanna
heldur Hjálpræöisherinn sam-
komu í Neskirkju föstudaginn kl.
20.30. Templet Hornorkester
leikur og syngur og aöalritara-
hjónin frá Noregi flytja ávarp.
Veitingar. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
FÍLADELFÍUKIRKJAN Reykja-
vík: Almenn guösþjónusta kl.
14.00. Ræöumaöur Einar Gísla-
son. Kór kirkjunnar syngur. Sam-
skot til kirkjunnar.
Kynningarfund-
ur á samtök-
unum Lífsvon
LÍFSVON, landssamtök til verndar
ófæddum börnum, efna til kynningar-
fundar í íslensku óperunni nk. laugar-
dag, 18. maí, kl. 13.30.
Á kynningarfundinum munu eftir-
taldir flytja ávörp: Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson alþingismaður, Guð-
jón Guðnason yfirlæknir, Kristin
Kvaran alþingismaður, Katrín
Fjeldsted læknir og séra Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Þá mun
Öldutúnsskólakórinn syngja, sýndir
verða þjóðdansar og Þorvaldur Hall-
dórsson syngur einsöng. Kynnir
verður Hulda Jensdóttir.
(Úr fréttatilkjrniiinzu)