Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1985
+
Systir okkar,
MARQRÉT ÞÓROARDÓTTIR,
Hátaigsvegi 18,
lést í Landspítalanum 2. maí.
Útfðrin hefur farið fram í kyrrþei aö ósk hinnar látnu.
Jónína Þóröardóttir,
Siguröur Þóröaraon,
Sigríöur Þóröardóttir,
Þorvaröur Þóröaraon.
t
Elskuleg eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma,
JÓNA Þ. SÆMUNDSDÓTTIR,
lézt aö heimili sínu, Auöarstræti 11, aö kvöldi 14. maí.
Siguröur Ó. Jónaaon,
Sæmundur Siguröaaon,
Snæfríöur Jenadóttir
og barnabörn.
+
JÓRUNN JÓNSDÓTTIR
frá Smiöjuhóli,
Hverfiagötu 28, Reykjavík,
lést í Landspítalanum aöfaranótt 15. maí.
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna.
Pétrfna Þorateinadóttir.
+
SESSELJA GUDRÚN SVEINSDÓTTIR
fré Patreksfirði,
andaöist aö morgni 11. maí á Hrafnistu. Fyrlr hönd aöstandenda.
Kristjén Davíöason,
Jóhanna G. Davföadóttir,
Sveinn Davfösson.
+
Móöir okkar, tengdamóölr og amma,
HELGA I. HALLDÓRSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu, Borgarnesi,
er lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 9. maí, veröur jarö-
sungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 18. maf kl. 14.00.
Ástrún Valdimarsdóttir,
Guörún Valdimarsdóttir,
Þóröur Valdimarsson,
Valdís Valdimarsdóttir,
Halldór Valdimarsson,
Þorsteinn Valdimarsson,
Guöbjörg Valdimarsdóttir,
Ingibjörg E. Halldórsdóttir,
barnabörn og
Aóalsteinn Sigurósson,
Ámi Jóhannsson,
Marfa Ingólfsdóttir,
Inga Ingólfsdóttir,
Guömundur Rögnvaldsson,
Sigurjón Stefénsson,
barnabarnabörn.
+
Útför
SÓLVEIGAR SIGURBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR
fré Hrútatungu,
Kvöldúlfsgötu 11,
Borgarnesi,
fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 17. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaöir.
Jón B. Ólafsson,
Kristrún Jóna Jónsdóttir,
Sæmundur Jónsson.
+
Systir mín og fósturmóöir okkar,
ÞÓRDÍS VALGERDUR PÉTURSDÓTTIR,
Baröavogi 36,
veröur jarösungin föstudaginn 17. mai. Athöfnin fer fram frá nýju
Fossvogskapellu kl. 15.00.
Sigrföur Pétursdóttir,
Holga Hjélmtýsdóttir,
Bjarni Hjélmtýsson.
+
Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát eiginmanns
míns, fööur og stjúpfööur,
BERNHAROS PÁLSSONAR,
fyrrv. skipstjóra.
Sigríöur Þorléksdóttir,
Edda B. Frlar,
Sverrir P. Jónasson.
Minning:
Eggert P. Briem
Fæddur 6. júní 1898
Dáinn 8. maí 1985
Hinn 8. maí lézt í sjúkrahúsi hér
í borg Eggert P. Briem, er lengst
af starfaði sem fulltrúi hjá Eim-
skipafélagi íslands. Hann hafði
búið við vanheilsu undanfarin ár,
löngum legið rúmfastur í heima-
húsum, en lokaþátturinn var 4
daga sjúkrahúsvist. I veikindum
sínum naut hann slikrar um-
hyggju konu sinnar Sigríðar, að í
minnum verður haft hjá þeim,
sem til þekktu. Hún bókstaflega
hélt í hönd hans, unz yfir lauk.
Eggert ólafur Pálsson Briem,
eins og hann hét fullu nafni, fædd-
ist á Akureyri 6. júní 1898. For-
eldrar hans voru hjónin Páll
Briem, sem þá gegndi amtmanns-
embættinu norðan og austan, og
kona hans Álfheiður Helgadóttir.
Páll Briem var sonur hjónanna
Eggerts Briem, sem lengst var
sýslumaður Skagfirðinga og bjó á
Reynistað, og konu hans, Ingi-
bjargar Eiríksdóttur Sverrissonar
sýslumanns. Börn þeirra hjóna
voru nítján að tölu, en þar af kom-
ust þrettán upp. Af átta sonum
þeirra, sem upp komust, luku sjö
stúdentsprófi og þar af sex há-
skólaprófi. Er hér um þjóðkunna
menn að ræða eins og marga nán-
ustu frændur Páls, en það yrði of
langt mál að rekja hér. Tvíbura-
systir Páls var Elín Briem skóla-
stjóri, alkunn fyrir störf sín að
fræðslumálum kvenna og hvers
konar baráttu fyrir hagsmuna-
málum þeirra.
Eins og kunnugt er voru amt-
mannsembættin lögð niður með
stofnun heimastjórnar 1904. Var
Páll nú skipaður bankastjóri við
hið nýja fjármálaveldi, Islands-
banka hf. Þá var hann einnig kjör-
inn á þing öðru sinni.
Var nú ákveðið, að fjölskyldan
flyttist til Reykjavíkur, og var
Páll tekinn að undirbúa húsbygg-
ingu við Tjörnina í þvi sambandi,
en enginn má sköpum renna. í
árslok 1904 fékk hann hatramm-
lega lungnabólgu og lézt 16. des.
það ár aðeins 48 ára að aldri.
Ekkja hans, Álfheiður, var dótt-
ir hjónanna Helga Hálfdánarson-
ar forstöðumanns Prestaskólans
og konu hans, Þórhildar, sem var
dóttir Tómasar Sæmundssonar,
Fjölnismannsins alkunna.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið, og komust þau öll upp. Þá
dvaldist á heimilinu að nokkru
leyti Kristinn sonur Páls af fyrra
hjónabandi, og löngu síðar ólst
þar upp fósturdóttir, sem Álfheið-
ur tók að sér, eftir að hún hafði
misst móður sína í spönsku veik-
inni 1918.
Það horfði ekki glæsilega hjá
ekkjunni með 5 börn, hið elzta ný-
orðið 8 ára, en með framúrskar-
andi dugnaði og viljafestu tókst
henni að fleyta öllu áfram með
mikilli prýði. Hefur hún sjálfsagt
notið einhvers stuðnings vanda-
manna sinna í þessu erfiða hlut-
verki. Hún kom upp húsinu i
Tjarnargötu 24, og bjó hún þar
með mikilli rausn frá 1907 til
dauðadags 1962, 55 ár samfleytt.
Jafnan bjó eitthvað af börnum
hennar eða öðrum vandamönnum
í þessu húsi með henni.
Börn hennar og Páls voru: Þór-
hildur, ekkja Theodórs B. Líndal
prófessors, Friede Ingibjörg,
ekkja Ásgeirs Guðmundssonar
lögfræðings frá Nesi, Helgi P.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför
EINARS J. GUDMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsmanna Rafveitu Hafnarfjaröar.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Guömundur Kr. Guömundsson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og Jaröarför,
BJÖRNS JÓN8SONAR,
fyrrverandi forseta ASÍ.
Þórgunnur Svainsdóttir,
Rannveíg Björnsdóttir,
Hildur Björnsdóttir,
Björn Björnsson,
Svava Björnsdóttir,
Guömundur Karl Jónsson,
Pélmar Guöjónsson,
Guöný Aöalsteinsdóttir,
Emil Gautur Emilsson.
+
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát óg útför eiginmanns míns, fööur okkar, afa
og sonar,
INGA S. HERMANNSSONAR,
Krók 3, Isafiröi,
Geröur Eliasdóttir,
Jóna Guömunda Ingadóttir,
Ásdís Sigrún Ingadóttir,
Ingi Þórarinn Friöriksson,
Guómunda Vigfúsdóttir,
Hermann Sveinsson.
+
Þökkum öllum þeim sem sýndu samúö og heiöruöu minningu fööur
okkar, tengdafööur, afa og langafa,
PÉTURS EGGERZ STEFÁNSSONAR,
sem jarösunginn var frá Hafnarfjaröarkirkju 13. þessa mánaöar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu i Hafnarf iröi og annarra þeirra
sjúkrastofnana sem veittu hinum látna góöa umönnun í veikindum
hans.
Sólveig Eggerz Pétursdóttir, Ámi Jónsson,
Elín Eggerz Stefénsson, Árni Friöfinnsson,
Bergljót Siguröerdóttir,
barnabörn og barnabarnaböm.
Briem sendiherra, kvæntur Doris,
sem er af ensku bergi brotin.
Hann er nú látinn. Yngst barn-
anna er Þórdis siðast læknaritari.
Fósturdóttirin er Jóna Einars-
dóttir, gift óla Vestmann Einars-
syni yfirkennara. Sonur Páls af
fyrra hjónabandi, sem áður var
getið, var Kristinn, sem lengst af
var kaupmaður á Sauðárkróki.
Kona hans var Kristín Björns-
dóttir frá Hofsstöðum. Þau eru
bæði látin.
í Tjarnargötu 24 ólst Eggert
upp við mikið ástríki móður sinn-
ar og systkina. Ekki þótti annað
hlýða en hann legði stund á
menntaskólanám. Það stundaði
hann 1911—1913, en þá hafði hann
veikzt svo alvarlega af brjóst-
himnubólgu, að ekki þótti ráðlegt,
að hann héldi áfram skólagöngu.
Hafa það sjálfsagt orðið honum
töluverð vonbrigði.
Eigi að síður tókst honum með
sjálfsnámi að afla sér mikillar
þekkingar, svo að hann varð þegar
á unga aldri mjög fjölfróður i
beztu merkingu þess orðs. Hann
var t.d. mikill tungumálamaður. Á
heimili Jóns Helgasonar biskups,
móðurbróður síns í Tjarnargötu
26, sagðist Eggert hafa lært
dönsku sjálfkrafa og þar með
Norðurlandamálin. Ensku og
þýzku lærði hann jafnframt og
var t.d. 14 ára farinn að taka að
sér að vera túlkur fyrir þýzka
ferðamenn, sem voru hér tíðir
gestir fyrir heimsstyrjöldina
fyrri. Þá lærði hann frönsku og
var víst fullfær í því tungumáli;
hann var meira að segja einhvern
tíma farinn að leggja sig eftir
rússnesku.
Eggert var ákaflega fjölhæfur
maður og hafði mörg áhugamál
eins og brátt kemur að. Hann var
mjög bókfróður og átti prýðilegt
bókasafn.
Árið 1915 hóf hann störf hjá
Eimskipafélagi íslands og gegndi
þeim í þetta skipti til ársins 1930.
Þá var Emil Nielsen fram-
kvæmdastjóri félagsins, og annað-
ist Eggert m.a. allar bréfaskriftir
fyrir hann á erlendum tungum,
bæði á Norðurlandamálum, ensku
ogþýzku.
Áður hafði hann starfað nokkuð
hjá Morgunblaðinu og var síðustu
árin Nestor þeirra manna, sem við
blaðið höfðu starfað. Ég geri ráð
fyrir því, að þar hafi hann fyrst
komizt verulega í kynni við prent-
un og útgáfustarfsemi, sem voru
honum jafnan mjög ofarlega í
huga.
Á þessum árum var ný tækni
við ritvinnslu og að ryðja sér til
rúms. Það voru vélritun og fjölrit-
un. Eggert fékk mikinn áhuga á
þessari ungu tækni. Mönnum þótti
það mikið til um þessa tækni, að
tvisvar var haldin íslandsmeist-
arakeppni í vélritun, og varð Egg-
ert í bæði skiptin Islandsmeistari
á þeim vettvangi. Hann rak um
skeið fjölritunarstofu og vélritun-
arþjónustu í Tjarnargötu 24, og
eitthvað mun hann hafa fengizt
við vélritunarkennslu.
Eggert var ágætur teiknari og
var oft beðinn að rita á bækur, þar
sem einhver viðhöfn var á ferðum.
Meðal þess, sem hann teiknaði og
margir þekkja, er frumteikningin
að vatnsmerki því, sem haft er í
löggiltum skjalapappír.
Enn má nefna áhuga Eggerts á
ljósmyndun. Hann tók mikið af
myndum og átti gott safn af ýmiss
konar atburðamyndum, sem birzt
hafa síðar í blöðum og bókum,
enda stundum um að ræða myndir
af atburðum, sem ekki er vitað
um, að aðrir hafi ljósmyndað.
Árið 1930 stofnaði Eggert bóka-
búð í Austurstræti 1, Veltunni,
sem kölluð var. Hér var mjög farið
inn á nýjar brautir við innréttingu
verzlunarhúsnæðis. Þetta var í
raun fyrsta kjörbúðin á íslandi, og
teiknaði Eggert sjálfur innrétt-
ingar. Lögð var áherzla á að hafa
húsnæðið sem mest opið, þannig
að viðskiptamenn hefðu sem bezta
aðstöðu til að kynna sér bækur og
blöð, en hann lagði mikla áherzlu
á að hafa sem fjölbreyttast úrval
erlendra bóka og blaða og ein-
skorðaði sig engan veginn við
Danmörku í þeim efnum eins og
algengt var á þeirri tíð. Þarna
voru þægilegir stólar, og gátu