Morgunblaðið - 16.05.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1985
29
Elísa og
Guðmundur
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
I Ásmundarsal við Freyjugötu
stendur nú yfir sýning á vatnslita-
myndum og leirmunum er gert
hafa þau Elísa Jónsdóttir og Guó-
mundur Björnsson.
Það er Elísa, sem stendur fyrir
leirmunum, en hún hefur stundað
nám við listaskóla í Bretlandi og
Bandaríkjunum, síðast í Oakland i
Kaliforníu.
Það virðist mikil óhamin sköp-
unargleði búa með gerandanum og
honum nægir ekki að móta og
forma leirinn á sígildan hátt held-
ur skreytir einneigin munina lík-
ast því, sem hann hafi tvívíðan
flöt fyrir framan sig. Á vösum og
plöttum getur að líta blómleg
konuform og þegar að skreyt-
ingarnar tengjast sjaldan vasa-
formunum svo að vel fari þá njóta
þær sín öllu betur á hinum tvívíða
flöt plattanna. Það er líka eðli
slíkrar myndgerðar, svo sem ger-
andinn meðhöndlar hana.
Lakara er, að þegar jafn stór-
gerðri skreytingu er beitt á vasa-
form vill hún kæfa sjálft rúmtak-
ið, þannig að það nýtur sín engan
veginn.
Eðlilega njóta þessi vinnubrögð
sín öllu betur á tvívíðum formum
og skal hér vísað til plattanna
„Fransiska“ (36), „Tveggja kvenna
tal“ (52), Kona með hatt“ (53) og
„Kona í stól“ (53). í þessum verk-
um er allt í góðu samræmi ...
Guðmundur Bjarnason mun
lengi hafa fengist við að mála
vatnslitamyndir enda bera myndir
hans því vitni að hann hefur hér
nokkra þjálfun. Gerandinn er
mjög einlægur í vinnubrögðum
sínum og er auðsæ samsemd hans
með viðfpngsefnum sínum úr riki
íslenzkrar náttúru. Hrifmestum
árangri nær hann tvímælalaust er
hann lætur einfaldleikann ráða
ferðinni, svo sem í myndunum
„El“ (3), „Melgresi“ (4), „Girðing”
(6), „HIið“ I og II (10 og 15), „Á
Þingvöllum" (11) og „Jökullinn"
(17).
Sitthvað í þessum myndum get-
ur minnt á Hring Jóhannesson og
Sverri Haraldsson en það er þó
óverulegt því að gerandinn á sína
eigin tilfinningu fyrir myndefnun-
um og tjámiðlinum.
Þessar myndir er ég taldi upp
komu mér um margt á óvart fyrir
ferskleika og næma útfærslu og
víst er, að með Guðmundi Björns-
syni býr listræn æð.
Bragi Ásgeirsson
JltorgiiitÞlUtbife
ióaf
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er2 24 80
VIÐ HÖFUM TKYSGT OKKUR
SIMANUMERIÐ
621110
HEFUR ÞULAGTÞAÐA MINNIÐ 7
TRYGGING HTæs™
TERCEL
Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi
stationvagn sem sannar að fjórhjóladrifnir
bílar geta verið þægilegir.
Hvort heldur á hann er litið eða í honum
T.^.... mrn
{ TERŒL j
eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir
sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör-
uggur svo sem við er að búastfráToyota.
Þægindi fólksbifreiðarinnar,
seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum
sameinast í Tercel station. Harðger
1,5 lítra bensínvél sinnirafsamaöryggi 2 og4 hjóla drifunum.
TOYOTA
041 c/-
Nýbýlavegi 8 200Kópavogi S 91-44144
essemm