Morgunblaðið - 16.05.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1985
23
Kammertónleikar á Akureyri
KAMMERSVEIT Tónlistarskólans
á Akureyri heldur tónleika í Akur-
eyrarkirkju fimmtudaginn 16. maí,
uppstingingardag, og hefjast tónleik-
arnir kl. 20.30.
Kammersveitin er skipuð nem-
endum og kennurum við tónlist-
arskólann, en stjórnendur hennar
eru þeir Michael J. Clarke og óliv-
er Kentish. Knútur Birgisson
klarinettleikari, sem kennt hefur
við skólann í vetur, verður einleik-
ari í hinum gullfallega klarinettu-
konsert eftir Mozart. Knútur
Birgisson lærði á klarinett hjá
Gunnari Egilssyni, Sigurði I.
Snorrasyni, Einari Jóhannessyni
og einnig í London hjá hinum víð-
kunna klarinettleikara og kenn-
ara, prófessor McCaw við Royal
College og Music. Á tónleikunum
verða ennfremur flutt: Branden-
borgarkonsert nr. 3 eftir Bach,
Holbergsvítan eftir Grieg og einn-
ig verður frumflutt verk eftir ann-
an af stjórnendum kammersveit-
arinnar, Oliver Kentish. Aðgangur
á þessa tónleika er ókeypis og allir
velkomnir.
(FrélUtilkynning.)
Með 15 tonn af
rækju og þorski
Sifrlufirdi, 15. mai.
RÆKJUSKIPIÐ Þórður Jónasson
kom hingaö með 15 tonn af rækju
í gær og einnig 15 tonn af þorski.
Virðist því nokkur þorskur vera á
rækjuslóðinni. Þá kom Siglfirð-
ingur með um 100 tonn af frystum
fiski, einkum grálúðu og karfa.
Hér á Siglufirði blöskrar fólki
að Lágheiðin skuli ekki enn hafa
verið opnuð. — mj.
SUMARIÐ er framundan og garðavinna stendur nú sem hæst, þar sem menn hreinsa fallin lauf frá síðastliðnu
hausti og búa gróðurinn undir blómaskrúð sumarmánaðanna. Þá getur verið gaman að sitja í góðu veðri í
þægilegum garðstól. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þessi garðhúsgögn, þar sem þeim hafði verið stillt út
fyrir framan verzlunina Geysi, að vísu ekki í blómskrúði garðs, heldur á gangstéttina bera.
Frekari
upplysingar
um Dorint-
sumarhusaþorpið
i Winterberg velta
söluskrifstofur
Flugleiöa,
umboðsmenn og
ferðaskrifstofurnar
Opið bréf
til menntamálaráðherra frá kvikmyndageröarmönnum
vegna inntöku nýrra nema í Leiklistarskóla Islands
Háttvirtur menntamálaráðherra,
Ragnhildur Helgadóttir.
Sameiginlegur fundur stjórna
Sambands Kvikmyndaframleið-
enda og Félags Kvikmyndagerð-
armanna bendir á, að í bréfi
menntamálaráðherra frá 16. april,
sem stílað er á Helgu Hjörvar
skólastjóra Leiklistarskóla Is-
lands, komi fram eindregin til-
mæli til skólans um að haft verði
samráð við kvikmyndagerðar-
menn við inntöku nýrra nemenda í
skólann nú. Orðrétt segir í bréfi
menntamálaráðherra: „ ... beinir
ráðuneytið þeim tilmælum til inn-
tökunefndar Leiklistarskóla ís-
lands að hafa samráð við fulltrúa
Sambands kvikmyndaframleið-
enda við inntöku nýrra nemenda
við skólann nú sbr. ákvæði 3. mgr.
8. gr. reglugerðar nr. 190/1978.“
Við þessum eindregnu tilmæl-
um var ekki orðið og áttu félög
kvikmyndagerðarmanna engan
þátt í inntöku nýrra nemenda í
skólann. Jafnframt er bent á að
kvikmyndagerðarmenn eigi engan
fulltrúa í stjórn skólans, né á öðr-
um vettvangi hans, og hafa því
engin bein áhrif á nám leiklistar-
nema. I ljósi þessa er það enn al-
varlegra að tilmæli ráðherra hafa
verið hundsuð.
Þá er rétt að benda sérstaklega
á að skólinn hefur aldrei leitað til
sjálfstæðra kvikmyndafélaga
vegna menntunar nemenda, og
borið fyrir sig áhugaleysi sjón-
varpsins, þegar kvikmyndagerð-
armenn hafa kvartað undan, að
kennslu í kvikmyndaleik væri
ábótavant og vantaði jafnvel alveg
við skólann. Staðreyndin er hins
vegar sú, að íslenska kvikmyndin
hefur fæðst hjá sjálfstæðum
kvikmyndagerðarmönnum og fyr-
irtækjum þeirra, en ekki hjá sjón-
varpinu. Þessi fyrirsláttur skólans
sýnir því enn ljósar áhugaleysi
hans á að rétta hlut kvik-
myndaleiks við skólann.
Nú hafa tilmæli menntamála-
ráðherra verið höfð að engu og fé-
lög kvikmyndagerðarmanna verið
sniðgengin enn einu sinni. Við
teljum að hér sé um slíkt alvöru-
mál að ræða, að félög okkar
áskilja sér allan rétt til að viður-
kenna ekki próf frá skólanum í
framtíðinni.
Við skorum á yður háttvirtur
menntamálaráðherra að gera þeg-
ar í stað ráðstafanir til að breyta
lögum og reglugerðum skólans.
Reykjavík, 6. maí 1985,
Félag kvikmyndageróarmanna,
Samband kvikmyndaframleiAenda.
auQ' .
> DORINT-
ÞORPIDIWSKALAN
SUMARHUSA
Nýjasti áfangastaður Flugleiða og fjölskyldufólks á leið í sumarfrí er Dorint-sumarhúsaþorpið í nágrenni
Winterberg í Þyskalandi. Þetta eru söguslóðir Grimmsævintýranna. Sumarfrí í skógivöxnu og hæðóttu
umhverfi Mnterbergereinnigævintýri likast. i grenndinni er Rínardalurinn og fjölmargar spennandi
borgir: Marburg, Kassel, Dusseldorf, Köln, Bonn, Koblenz, Mainz og Frankfurt. I Dorint-sumar-
húsaþorpinu eru í boði 4 stærðir íbúða og sumarhúsa. Á svæðinu eru góð veitingahús, krá,
verslun, barnaheimili, sundlaug, sauna, Ijósaböð, tennisvellir, minigolf og keiluspil. Far-
þegar á leið í Dorint-sumarhúsaþorpið í Winterberg geta valið um að fljúga með Flugleið-
umt'ú Frankfurt eða Luxemborgar. Frankfurt: Rútuferðir til Winterberg. Aðeins
160 km akstursleið. Bílaleigubílar í boði, en þeirfást einnig afhentir í Winterberg.
Luxemborg: Þar eru bílaleigubílar til reiðu. Leiðin til Winterberg er fjöl-
breytt og skemmtileg. Dæmi um verð: Heildarverðfyrir4mannafjöl-
skyldu í 2 vikur (flug, íbúð og rútuferðir frá og til Frankf) er kr. 72.608.
en þá á eftir að draga frá afslátt vegna 2 barna (2-11 ára)
kr. 12.800.- Verðið samtals er kr. 59.808.- , eða kr. 14.952.
á mann. Flugvallar-
skattur er ekki
innifalinn.
FjöLsk>tóustemmning
dsögnslóöum
Grimmsœvintýra
i