Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 19
19 aðsókn í Safnahúsi Vestmanna- eyja góð. Úrslit í einstökum um- ferðum urðu þessi: 3. umferð: Ásgeir — Jón L 1—0 Karl — Ingvar 1—0 Björn — Jóhann 0—1 Short — Tisdall 'k — 'á Plaskett — Lombardy 0—1 Bragi — Helgi 0—1 Guðmundur — Lein Vi — Xk Óvæntustu úrslitin urði í skák þeirra bræðra, Ásgeirs og Jóns, enda muna elstu menn ekki eftir því að Ásgeiri hafi tekist að leggja íitla bróður í kappskák. Jón hafði peð yfir og upplagða stöðu eftir byrjtinina, en hið hræðilega áfall daginn áður gegn Karli sat greini- lega í honum. 4. umferð: Jóhann — Short 'k — 'k Tisdall — Plaskett 1—0 Lombardy — Bragi 1—0 Helgi — Guðmundur xk — 'k Ingvar — Lein 0—1 Jón L. — Björn 'k— 'k Karl — Ásgeir 1—0 Jóhann stóð allan tímann betur gegn Short, en leyfði Englend- ingnum að þráskáka rétt áður en skákin átti að fara aftur í bið. Plaskett tapaði nú sinni fjórðu skák í röð. Tisdall fórnaði á hann drottningunni og hugðist ná þráskák. En öllum á óvart afþakk- aði Plaskett hæversklega boðið, lét drottninguna eiga sig og tapaði örugglega. 5. umferð: Short — Jón 0—1 Björn — Karl 0—1 Ásgeir — Ingvar 0—1 Bragi —Tisdall 'k — 'k Guðmundur — Lombardy 'k — 'k Lein — Helgi 'k — 'k Plaskett — Jóhann biðskák Eftir þrjá slæma daga í röð tók Jón loksins á sig rögg og vann enska undrabarnið af miklu öryggi. Short reyndi æ ofan í æ að skapa sér sóknarfæri, en rak sig jafnan á vegg á meðan peðin féllu eitt af öðru. Líkur munu á að MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. JÚNl 1985 Plaskett komist loksins á blað, þó hann standi heldur lakar í bið- stöðunni gegn Jóhanni. Ásgeir Þór lék hrikalegum afleik í gjörunn- inni stöðu. Staðan eftir fimm umferðir: 1.—3. Karl, Lombardy og Lein 4 v. 4. Jóhann Z'k v. og biðskák. 5. -6. Tisdall og Helgi 3xk v. 7. Guðmundur 3 v. 8. Jón L. 2xk v. 9. Short 2 v. 10. —11. Ásgeir og Ingvar 1 'h v. 12. —13. Björn og Bragi 'k v. 14. Plaskett 0 v. og biðskák. Það er ljóst að það verða banda- rísku og íslensku titilhafarnir á mótinu sem koma til með að berj- ast um efsta sætið, en Englend- ingarnir tveir hafa enn ekki unnið skák og hafa samanlagt hlotið tvo vinninga af níu mögulegum. Fyrir nokkru kom út í Englandi mont- bók er bar nafnið „Enska skák- byltingin". Við skulum vona að gagnbyltingin sé ekki skollin á. Það er þó of snemmt að afskrifa Short, hann hefur mætt mjög erf- iðum andstæðingum og ef honum tekst að tefla sig í form er hann til alls líklegur. Hvítt: Nigel Short Svart: Jón L. Árnason Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — czd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. a4 — e6, 7. Be2 — Rc6, 8. 04) — Be7, 9. Be3 — 04» Nú er komin upp þekkt staða úr Scheveningen-afbrigðinu. 10. f4 — Dc7, 11. Khl — He8, 12. Bf3 — Ra5 t fimmtu einvígisskák Karpovs og Kasparovs í vetur lék hinn síð- arnefndi hér 12. — Hb8 og jafnaði taflið eftir 13. Hel - Bd7, 14. Dd3 — Rxd4,15. Bxd4 — e5. 13. Bgl — Bf8, 14. Rde2 Slíkt undanhald veldur svörtum að sjálfsögðu engum erfiðleikum. 14. — Hb8, 15. Del — Rc6, 16. Rd4 — Rxd4, 17. Bxd4 — e5, 18. fxe5 — dxe5, 19. Dg3 — Kh8, 20. Be2 — Dd6, 21. Be3 — Befi Svartur getur litið björtum augum til framtíðarinnar, menn hans eru vel staðsettir á meðan hvíti biskup- inn á f3 er Short meira til trafala en gagns. Short stofnar nú til upp- skipta, en öruggast var líklega að leika 22. Hadl — Db4, 23. Bcl. 22. Bg5 - Be7, 23. Hadl — Dc5, 24. Bxf6 - Bxf6, Bg4 - Hbd8, 26. Bxe6 - fxe6! Valdar d5-reitinn og þar með er Rc3 orðinn áhrifalaus. 28. Hd3 — Hd4, 28. Hdf3?! Hvítur hyggst ná sókn, en hefði fremur átt að leggjast í vörn og leika 28. Df3 - Hed8, 29. Hfdl. 28. — Hd2!, 29. H3f2 — Hed8 30. Hxd2? Vegna yfirráða sinna yfir d-lín- unni stóð svartur betur, en nú tap- ar hvítur peði án þess að fá nokk- ur sóknarfæri fyrir. Skárst var því 30. h3. 30. — Hxd2, 31. Dg4 — Dc4!, 32. Hdl - Hxc2! Það þarf sterkan mann til að gleypa svona peð, en Jón reynist vandanum vaxinn. 33. Dh5 — h6, 34. h4 — Kh7, 35. I)g4 - Hxb2, 36. h5 — Bg5, 37. Df3 — Dc7, 38. Dg4? Síðasta örvæntingarfulla þrá- skákartilraunin. 38. — Dxc3, 39. Dxe6 — Dc6, 40. Df5+ — Kg8 og svartur gafst upp. Vel tefld stöðuskák hjá Jóni. Mazda eigendur Bestu kaupin eru hjá okkur! Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiöandinn mœlir meö — þau passa í bílinn. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. S. 81265 á 6 mána >s Ein gerðin, verðtryggð spariskírteini með vaxtamiðum, er langþráð lausn fyrir þá sem vilja varðveita sparifé sitt örugglega og með hárri ávöxtun, sem greidd er út á hálfs árs fresti og er þannig traustar og öruggar tekjur. Samt stendur höfuðstóllinn fullkomlega verðtryggður og óskertur eftir. Sá sem keypti spariskírteini m/vaxtamiðum fyrir 2 milljónir 10. jan. sl., fær í nafnvexti 10. júlí nk.__________kr. 66.000.- + áætlaðar verðbætur á vexti__________kr. 10.200.- Tekjur til ráðstöfunar eftir 6 mánuði kr. Eftir stendur höfuðstóll 76.200.- sem 10. júlí er þá orðinn kr. 2.310.000.- Sölustadir eru: Sedlabanki íslands, vidskiptabankamir, sparisjóðir, nokkrir verdbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.