Morgunblaðið - 20.06.1985, Side 2

Morgunblaðið - 20.06.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1985 Laus staða dagskrárþular: Eitt hundrað umsækjendur Útför Jónasar Guðmundssonar gerð frá Dómkirkjunni ÚTFÖR Jónasar Guðmundssonar, rithöfundar, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gaer að viðstöddu fjölmenni. Séra Þórir Stephensen jarðsöng. Ólöf kolbrún Harðardóttir og Dómkórinn sungu. Organisti var Marteinn H. Friðriksson. Eftirtaldir báru kistuna úr kirkju: Indriði G. Þor- steinsson, Matthías Johannessen, Armann Kr. Einars- son, Helgi Sæmundsson, Sveinn Sæmundsson, Indriði Indriðason, Gunnar Dal og Sverrir I*órðarson. Morgunblaðift/Ól.K.M. Verzlunarskólinn: Fjármagnar byggingu með verðbréfasölu UM 100 karlar og konur hafa sótt um starf dagskrárþular sjónvarpsins sem auglýst var laust til umsóknar um helgina, að sögn Guðbjargar R. Jóns- dóttur, starfsmannastjóra Ríkisút- varpsins. „Það er ekki óvanalegt að svo margir sæki um Þularstarfið og síð- ast þegar auglýst var sóttu rúmlega 90 um. í þetta sinn höfum við þó annan hátt á við val þularins, en áður. Hver umsækjandi pantar tíma þar sem hann les upp stuttan texta. Árni Boðvarsson málfars- ráðunautur ríkisútvarpsins, hlýðir á lesturinn og þeir sem hann telur skara fram úr eru beðnir að mæta í myndatöku. Með þessu móti spörum við mikla vinnu og vonumst eftir að sá hæfasti verði fyrir valinu." „Við val á dagskrárþular er farið eftir ýmsu. Hann verður að kunna vel að lesa, hafa góða rödd og útlitið hefur líka sitt að segja. Einnig verður að vera hægt að treysta hon- um til að leysa úr þeim verkefnum sem upp gætu komið vegna ófyr- irsjáanlegra orsaka." Selfoss í kvöld: Fyrsti kynning- arfundur sam- gönguráðherra MATTHÍAS Bjarnason, samgönguráóherra, efnir til funda um samgöngumál um land allt dagana 20. til 27. júní. Fyrsti fundurinn er í kvöld klukkan 21 í Tryggvaskála á Selfossi. Á fundinum munu sérfræð- ingar og stjórnendur stofnana sem heyra undir samgöngu- ráðuneytið tala auk ráðherrans. Á Selfossi kynnir Jón Rögn- valdsson, yfirverkfræðingur Vegagerðar ríkisins, vegamál, Guðmundur Björnsson, forstjóri fjármáladeildar Póst- og síma- málastofnunar, kynnir málefni hennar og Haukur Hauksson, aðstoðarflugmálastjóri, kynnir flugmál. w w .ý? Enn fremur sagði Guðbjörg að flestir umsækjendanna væri ungt fólk og stúlkur væru miklu fleiri en piltar. „Ég treysti mér ekki til að segja hverjar séu ástæður þess að svo margir sækja um og án efa eru þær margar. Þularstarf er tímans vegna góð aukavinna. Einnig finnst mörgum spennandi að vinna hjá sjónvarpinu og andlitið verður þekkt. Hvalstööin: Vinna hefst á ný í dag HVALVEIÐIBÁTAR Hvals h/lr lágu bundnir við bryggju í gær vegna upp- sagna starfsfólks I vinnslustöðinni í Hvalfirði. Liðlega 60 menn sögðu upp vinnu vegna ágreinings um launakjör. Að sögn Kristjáns Loftssonar verður vinna með eðlilegum hætti í dag, þar sem hluti starfsmanna hefur dregið uppsagnir sínar til baka, en fjallað verður um uppsagnir annara í sér- stakri sáttanefnd. Þegar starfsmennirnir sögðu upp störfum kom upp ágreiningur um uppsagnarfrest. Samkomulag var um að þeir sem hafa starfað minna en 2 vertíðir hjá fyrirtækinu hafi aðeins viku uppsagnarfrest. Fyrir- tækið taldi hinsvegar að eldri starfsmenn hefðu mánaðar upp- sagnarfrest en verkafólkið taldi að hann væri einnig vika. Samkvæmt kjarasamningum á að vísa slíkum málum til sáttanefndar, og var það gert. Þá drógu yngri starfsmenn- irnir uppsagnirnar til baka, en hin- ar standa óhaggaðar. Ákveðið var að allir starfsmenn tækju sér tveggja daga frí samkvæmt lögum um hollustuvernd á vinnustöðum, en að sögn Kristjáns lýkur því á morgun. Hvalveiðibátarnir silgdu í nótt og þegar þeir koma að landi verður afli þeirra unninn eins og eðlilegt er. KAUPþlNG hf. hefur auglýst til sölu bankatryggð skuldabréf fyrir Verzl- unarskóla íslands og er Verzlunar- banki íslands skuldari á bréfunum. Um er að ræða bréf til í'/i—2 ára og er nafnverð þeirra frá kr. 100.000 til 1.000.000 kr. Raunvextir eru 10%. Bréfin eru gefin út til fjármögnunar hyggingar Verzlunarskóla Islands við Ofanleiti í nýja miðbænum í Reykjavík. Sala bréfanna hefst ann- að hvort á lostudag eða mánudag. Að sögn Þorvarðar Elíassonar skólastjóra Verzlunarskólans fær skóiinn þessi bréf lánuð hjá bank- anum til þess að selja þau. Með því flýtir skólinn því að koma pening- um í notkum, sem hann mun fá frá bankanum eftir 1 'Æ ár og get- ur þar af leiðandi flýtt fram- kvæmdum við byggingu nýja skólahússins. Sala bréfanna mun einnig leiða til þess hægt verður að hraða sölu gömlu bygginga V-ÞJÓÐVERJINN Martin Horst Kilian var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og gert að greiða 150 þús- und króna sekt fyrir að ræna fálka- hreiður í Þistilfirði í byrjun mánað- arins. Dómurinn var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur af Jóni Er- lendssyni, sakadómara. Hvorki dómþoli né ákæruvaldið áfrýjuðu dóminum. skólans við Grundarstíg. Þorvarður sagði að margir væru búnir að skoða húsnæði skólans við Grundarstíg, en ekki er von á því að húsin verði seld fyrr en líð- ur á haustið. Um er að ræða þrjár byggingar og verða þær annað hvort seldar sem ein heild eða hver í sínu lagi. Kilian hóf að afplána refsingu sína í gær, situr i Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg. Gæzlu- varðhaldsvist hans frá 3. þessa mánaðar kemur til frádráttar refsingu. Ákæruvaldið krafðist 6 mánaða óskilorðsbundins fangels- is og 300 þúsund króna sektar yfir Kilian. Guðmundur Angantýs- son er látinn Fálkaþjófnaðurinn í Þistilfirði: Kilian dæmdur í 3V& mánaðar fangelsi og 150 þúsund króna sekt Esther Guðmundsdóttir, formaður KRFÍ, afhendir frú Auði Auðuns, heiðursskjal félagsins. Sitjandi eru tveir heiðursfélagar KRFÍ, t.v. Lára Sigurbjörnsdóttir og th. Guðný Helgadóttir, en þær eru báðar fyrrverandi formenn KRFÍ. Morgunblaftift/RAX. Frú Auður Auðuns gerð að heiðursfélaga KRFÍ FRÚ AUÐUR Auðuns var gerð að heiðursfélaga Kvenréttindafélags íslands á hádegisverðarfundi sem félagið hélt á Litlu Brekku í gær, í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að íslenskar konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Esther Guðmundsdóttir, for- maður KRFÍ, flutti æviágrip frú Auðar Auðuns og afhenti henni þvínæst heiðursskjal félagsins. Ávarpaði frú Auður fundargesti og kvað það mikinn heiður fyrir sig að vera gerð að heiðursfélaga hins virðulega félags, KRFÍ. Að borðhaldi loknu flutti Krist- ín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur, erindi þar sem hún rakti aðdrag- andann að því að konur fengu kjörgengi og kosningarétt til Al- þingis. Áð síðustu ávarpaði Elín Bruusgaard, rithöfundur frá Nor- egi, fundargesti, en hún er hingað komin á vegum ’85-nefndarinnar sem KRFÍ á aðild að. Bruusgaard kynnti söfnun til aðstoðar konum í þróunarlöndunum, sem íslenskar konur taka þátt í af tilefni kvennaáratugs Sameinuðu þjóð- anna. GUÐMUNDUR Angantýsson, sem gekk undir nafninu Lási kokkur, er látinn í Reykjavík, 84 ára að aldri. Hann lést á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, að kvöldi 17. júní. Guðmundur Angantýsson fæddist 21. maí 1901 á Gulllaugsá á Snæfjallaströnd við fsafjarðardjúp. Lási kokkur var landskunnur sjómaður, bryti og kokkur. Hann var um áratuga skeið á togurum, lengi á síld og starfaði um árabil hjá Ragnari heitnum Jónssyni í Þórscafé. Lási kokkur var þjóð- saga í lifanda lífi og margar sögur af honum sagðar. „Þegar ég var lengi hjá henni frú Margréti á Hótel Heklu, voru þar þrír Gvendar. Þá fór Margrét að kalla mig Lása eftir að hafa spurt mömmu um leyfi. Svoleiðis var það,“ sagði Lási kokkur í sam- tali við Morgunblaðið fyrir nokkr- um árum aðspurður um ástæðu þess að hann var kallaður Lási.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.