Morgunblaðið - 20.06.1985, Page 42

Morgunblaðið - 20.06.1985, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 t Eiginmaöur mínn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN R. ÞÓRÐARSON, bifreiöastjóri, Tunguvegi 92, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 15. júni sl. Jaröarförin fer fram fimmtudaginn 20. júní, kl. 13:30, frá Bústaöa- kirkju. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabbameins- félag fslands. Arnfinnur Jónsson, Herdís Jónsdóttir, Jón Ragnar Jónsson, Ingólfur Þ. Jónsson, Friörik Jónsson, Kathinka Klausen, Jón Hallgrímsson, Birna Þorvaldsdóttir, Dagný Guömundsdóttir, Gróta Guömundsdóttir, og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móöir, amma og langamma, JENNÝ BJARNADÓTTIR, Kleppsvegi 36, lést 6. júní. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir sendast öldrunardeildinni Hátúni 10, 3ju hæö. Þökkum auösýnda samúö. Leo Ólafsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaöur minn og faðir okkar, MARINÓ KRISTINN JÓNSSON, Dragavegi 6, lést í Borgarspítalanum 17. júní. Jaröarförin veröur auglýst síöar. F.h. annarra vandamanna, Katrín Kristín Hallgrímsdóttir, Sigurlaug Marinósdóttir, Hallgrímur Marinósson. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR ANGANTÝSSON, Hrafnistu, Reykjavík, andaöist 17. júni i sjúkradeild Hrafnistu. Fyrir hönd vina og vandamanna. Jóhann Angantýsson, Guöjón Angantýsson. Minning: Sveinbjörn Egils- son bankamaður „Er hel í fangi minn hollvin ber, sakna ég einhvers af sjálfum mér“. Sveinbjörn mágur minn er all- ur. Hann andaðist að kvöldi 10. júní, aðeins 63 ára. Hann fæddist á ísafirði 14. apríl 1922, sonur hjónanna Guðnýjar Guðfinns- dóttur og Egils Jóhannessonar skipstjóra og ólst upp hjá þeim í Reykjavík og Akureyri. Kynni mín við Sveinbjörn hóf- ust á Siglufirði er hann og Anna systir mín fóru að vera saman og giftust siðan. Okkar kynni voru strax góð. Þegar ég svo giftist seinna bróður hans Þorsteini urð- um við sem ein fjölskylda og hefur hann reynst mér besti vinur og félagi alla tíð. Sveinbjörn var um margt sérstakur og stórbrotinn persónuleiki. Hann var dulur í skapi og ekki orðmargur um hlut- ina, en hafði lúmskt gaman af glettni og var oft hnyttinn í til- svörum. Ráðhollur var hann og órofatryggur vinur. Heimili Önnu og Sveinbjarnar var lifandi hús sem einkenndist alla tíð af dæmafárri gestrisni, glaðværð og góðvilja og þar ólust upp dæturnar þrjár, Guðný, Sig- urlaug og Anna Dís, sem allar bera vitni góðu uppeldi. Mikill fjöldi fólks tók hús á þeim hjónum um lengri eða skemmri tíma og var þá hvorki sparað fé né fyrir- höfn í þeirra þágu. Minni fjöl- skyldu var þetta sem okkar annað heimili. Árið 1979 deyr Anna, að- eins 52 ára, öllum harmdauði er til þekktu og nú, aðeins sex árum seinna, er Sveinbjörn allur. í veikindum sínum sýndi hann mikinn kjark og æðruleysi, dyggi- lega studdur af dætrum sínum. Ég, sem skrifa þessi fáu og fá- tæklegu orð, veit enga lausn á gátu lífs og dauða, en í hjarta mér er ég viss um að hann á góða heimvon. Með þökk fyrir allar ánægju- stundirnar. Alda Sveinbjörn Egilsson bankamað- ur, Otrateigi 10, er látinn. Fáorð frétt, lesin í dagblaði á leið heim frá útlöndum, en þó svo áhrifarík. Þannig barst mér vitn- eskjan um andlát vinar míns og svila, Sveinbjarnar Tryggva Eg- ilssonar. Þessi fregn kom mér þó ekki á óvart. Ég hafði frá upphafi fylgst með veikindum hans síð- ustu mánuði og grunað að hverju stefndi. Þó að karlmannleg við- brögð Sveinbjarnar við veikindun- um vektu stundum vonir um að hann myndi sigra í þeirri baráttu, blundaði samt undir niðri óttinn við hin óumflýjanlegu endalok. Sjálfur gekk Sveinbjörn á vit þeirra örlaga, sem eru oss öllum sköpuð frá fæðingu, óttalaus og af því æðruleysi sem einkenndi allt hans líf og þeirri karlmennsku, sem byggir á vitneskjunni um að eigi má sköpum renna. Sveinbjörn var fæddur á ísa- firði 14. apríl 1922, sonur hjón- anna Egils Jóhannssonar skip- stjóra frá Akureyri og konu hans, Guðnýjar Guðfinnsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf síðan nám í lögfræði við Háskólann, en hvarf frá námi án þess að ljúka embætt- isprófi. Á námsárum sínum í Há- skólanum giftist Sveinbjörn ungri stúlku frá Siglufirði, Önnu, dóttur Jóns Þorkelssonar frá Landamót- um og Sigurlaugar Davíðsdóttur, konu hans. Þau Anna og Svein- björn eignuðust þrjár dætur, sem allar eru uppkomnar. Elst er Guð- ný, flugfreyja gift Mekkino Björnssyni flugmanni og eiga þau einn son. Sigurlaug er starfandi læknir við Landspítalann, gift Dr. Þórði Jónssyni, sem starfar við Raunvísindadeild Háskólans og eiga þau einn son, sem heitinn er eftir Sveinbirni afa sínum. Yngst er svo Anna Dís, sem einnig er flugfreyja, en hún bjó ásamt sam- býlismanni sínum Grétari ívars- syni jarðfræðingi, heima hjá Sveinbirni að Otrateigi 10. Ég kynntist Sveinbirni fyrst fyrir tæpum 35 árum, er ég tengd- ist fjölskylduböndum við önnu konu hans. En þó vík væri milli vina, lærðum við fljótt að meta mannkosti Sveinbjarnar og drenglund alla. Á heimili hans og Önnu mágkonu minnar átti fjöl- skylda mín annan samastað i til- verunni. Þar fannst okkur við allt- af vera jafnvelkomin, hvort heldur t Móöir mín, GUDRÚN B. DANÍELSDÓTTIR Irá Hvammstanga, Dalbraut 27, lést í Landspítalanum mánudaginn 17. |úní sl. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna. Hlíf Svava Hjólmtýsdóttir. t Ástkær sonur okkar, EINAR ARON, lést af slysförum 16. júní. Inga Einarsdóttir, Páll Aronsson. Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR MAGNÚS VILHJÁLMSSON, Sunnubraut 4, Akranesi, lést i sjúkrahúsi Akraness 16. júní. Útför hans fer fram frá Akranes- kirkju, föstudaginn 21. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjúkrahús Akraness. Þóra Þóróardóttir, Emilía Ólafsdóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Þóra Jónsdóttir, Krisf jana Jónsdóttir, Finnur Gísli Garðarsson, Maren Finnsdóttir, Ólafur Magnús Finnsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, HALLGRÍMUR BOGASON, Dalbraut 25, Raykjavík, veröur jarösunginn frá Áskirkju föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Kristrún Jónasdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Bjarni Pátursson, Bogi G. Hallgrímsson, Helga Helgadóttir, Dagbjört Hallgrímsdóttir, Garðar Arnkelsson, Jónas Hallgrímsson, Hulda Erlingsdóttir, Sigurjón Hallgrímsson, Þórkatla Albertsdóttir. t Móöir mín, systir og mágkona, ANNA GRÖNFELDT, Borgarnesi, veröur jarösungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 22. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeöin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Borgarneskirkju eöa líknarstofnanir. Steinþór Grönfeldt, Þórleifur Grönfeldt, Erla Danielsdóttir. t Jaröarför fööur okkar, RAGNARS STEFÁNSSONAR frá Brimnesi, Boöagranda 7, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Börnin. var í litlu íbúðinni á Bárugötu 5, eða í hinum rúmbetri húsakynn- um að Otrateigi 10. Hjartahlýja Önnu og gæflyndi Sveinbjarnar, sköpuðu í sameiningu þann heim- ilisbrag, sem laðaði að sér vini og vandamenn til lengri eða skemmri dvalar, því þar var að finna þær viðtökur og þau lífsviðhorf, sem nú gerast æ fátíðari í lífsgæða- kapphlaupi nútímans. Seint fáum við hjónin fullþakkað þann vel- gjörning allan er við nutum á heimili þeirra og þá umhyggju er þau sýndu sonum okkar er þeir stunduðu nám í Reykjavík. Árið 1953 var Sveinbjörn ráðinn starfsmaður hjá Landsbanka ís- lands og vann síðan hjá þeirri stofnun til æviloka. Hann hóf störf við endurskoðunardeild bankans, en síðar var honum falin umsjón með uppsetningu á tölvu- deild Landsbankans, en hann varð fyrstur íslenskra banka til að tölvuvæða reikningshald sitt. Má fullyrða að Sveinbjörn og félagar hans í tölvudeild unnu þar mikið brautryðjendastarf og komu þá að góðum notum rökföst hugsun og skipulagshæfileikar, en þeim eig- inleikum var Sveinbjörn gæddur í ríkum mæli. Hann var ákaflega vel látinn, sem yfirmaður, af starfsfólki í tölvudeildinni og þar hygg ég að hann hafi fundið til mestrar ánægju í starfi sínu hjá bankanum. En þegar Landsbank- inn gerðist aðili að Reiknistofnun bankanna hætti Sveinbjörn störf- um í tölvudeild og vann eftir það sem aðstoðarmaður bankastjóra, aðallega að verkefnum tengdum útgerð og fiskvinnslu, en á þeim málum hafði hann grundvallar- þekkingu og yfirsýn. Sveinbjörn hafði jafnframt með höndum eft- irlit með ýmsum útibúum bankans á landsbyggðinni og stjórnaði meðal annars yfirtöku og skipu- lagningu bankans á útibúunum á Seyðisfirði og Skagaströnd. Hann gegndi einnig um tíma störfum útibússtjóra Landsbankans á Eskifirði, Seyðisfirði og Skaga- strönd. Ekki sóttist Sveinbjörn eftir völdum eða titlatogi, en vann sig til metorða innan bankans með hæfileikum og samviskusemi. Sveinbjörn var að eðlisfari hlé- drægur maður og óframhleypinn og fyrir ókunnuga gat verið erfitt að sjá hvort honum líkaði betur eða verr. En vinir hans og sam- starfsmenn lærðu fljótt að meta húmaníska lífsskoðun hans, trygg- lyndi og góðar gáfur. Hann var umhyggjusamur heimilisfaðir og hafði dálæti á börnum og nutu litlu dóttursynir hans þessa eig- inleika hin síðustu ár. Fráfall Önnu konu hans fyrir aldur fram, var honum mikil þolraun þó eigi bæri hann tilfinningar sinar á torg í þeim efnum fremur en öðr- um. En engum sem til þekkti duld- ist söknuður hans. Dætur Svein- bjarnar, sem erft hafa ýmsa af bestu kostum foreldra sinna, önn- uðust föður sinn af mikilli um- hyggju í veikindum hans og gerðu honum mögulegt að dvelja heima eins lengi og nokkur kostur var, enda var það í samræmi við óskir hans. Sveinbjörn andaðist eftir stutta legu á Landspítalanum þann 10. júní sl. Að systrunum og fjölskyldum þeirra sækir nú sár tregi eftir föð- urmissinn, við úr fjölskyldunni á Siglufirði sendum þeim einlægar samúðarkveðjur. Einnig sendum við Þorsteini, einkabróður Svein- bjarnar og fjölskyldu hans, inni- legar kveðjur og vonum og vitum að minningin um góðan dreng hjálpar til að sefa sárasta treg- ann- Hannes Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.