Morgunblaðið - 28.06.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 28. JÚNt 1985
5
Ný vinnsluaðferö í Straumsvík:
Erum í fararbroddi
Alusuisse-verksmiðja
— segir Giorgio Brighenti hjá ÍSAL
ÁLVERKSMIÐJAN í Straumsvík gerði í g«r prófanir á nýrri aðferð við
álsteypuvinnu, sem hefur í för með sér sjálfvirkni og aukin gæði. Tækin sem
sett hafa verið upp til þess að stjórna steypuvinnunni og aðferðin sem notuð
er hafa verið þróuð af Alusuisse en ÍSAL er fyrsta verksmiðjan í heiminum
sem setur upp kerfi af þessari gerð.
Álverksmiðjan í Straumsvík
rafgreinir ál, og steypir úr því ým-
iskonar stangir og sívalninga sem
seldir eru út um allan heim. Álið
er flutt bráðið í steypuskálann,
þar sem steypuvinnan fer fram í
sérstökum mótum. Með gömlu að-
ferðinni var steypuvinnunni hand-
stýrt. Steypustjórinn fylgdist með
flæði bráðins áls í mótin, rennsli
kælivatns og smurolíu, og hraða
steypuvinnunnar. Með nýju að-
ferðinni er það tölva sem stjórnar
steypuvinnunni að öllu leyti eftir
forskrift steypustjórans, og sér
jafnframt um það þolinmæðisverk
að fylgjast með því að allt gangi
skv. áætlun. „Þetta flýtir ekki
steypuvinnunni, eða breytir í
grundvallaratriðum. Kosturinn
við þessa tækni er hinsvegar sá að
við fáum alltaf það sem óskað er
eftir og getum ábyrgst að gæðin
séu jöfn og í hámarki,“ sagði Bragi
Erlendsson forstjóri stjórnunar-
deildar ÍSAL.
Um leið og tölvustýringin var
tekin upp var mótunum breytt
þannig að notuð verður s.k. „hot-
top“-aðferð. Þessi gerð móta hefur
verið þróuð af Alusuisse, en hún
Starfsmenn ÍSAL vió álsteypumótin. Þannig lítur hin nýja „hot-top“ aðferð út í augura leikmannsins, en í gegnum
götin á mótunum má sjá beint ofan í bráðið álið. Með þessari aðferð má steypa 30 álsívalninga í einu, í stað 10 áður.
Bragi Erlendsson, Erlingur Leifsson og Giorgio Brighenti við nýja álsteypu-
kerfið. í baksýn er verið að draga 5 álsívalninga, 6,5 m langa, uppúr
mótunum.
byggir á japanskri uppfinningu
sem samsteypan keypti. Með þess-
ari aðferð er hægt að steypa mun
fleiri stangir eða sívalninga í einu,
og einnig fæst betra ál. „Það er
enginn vafi á því að ÍSAL er nú
orðið í fararbroddi Alusuisse-
verksmiðja, hvað varðar álsteyp-
una. Ég vil hinsvegar leyfa mér að
fullyrða að með þessu séum við
orðnir fremstir í heiminum," sagði
Giorgio Brighenti, tæknilegur
framkvæmdastjóri ÍSAL. Við-
staddir þessa prófun á nýja
steypukerfinu voru, auk ISAL-
manna, tæknilegir ráðgjafar frá
Alusuisse, hönnuðir kerfisins, og
tæknimenn frá álveri í Noregi sem
íhugar að setja upp slíkt kerfi.
„Það má heldur ekki gleyma því að
starfsmenn í álsteypunni hafa
sýnt þessu mikin áhuga, og lýst
velþóknun sinni á nýja kerfinu.
Það er gleðilegt, því að sjálfsögðu
hafa allar breytingar í för með sér
aukið áiag á starfsmenn á meðan
á þeim stendur," sagði Bragi Er-
lendsson að lokum.
Garóptöntu
utsala
Nú um helgina bjóðum við allar garðplöntur
á stórlækkuðu verði.
20-50% afsláttur.
Áður Nú
Sumarblóm 18 kr. 14 kr.
Sumarblóm i pottum 90 kr. 72 kr.
(Petunia)
Fjölærar plöntur 90 kr. 45 kr.
Gott tækifaeri fyrir þá sem eiga eftir
að planta í garðinn sinn eða vilja
bæta við.