Morgunblaðið - 28.06.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985
7
Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs:
Olíuviðskipti — olíuverð
— Athugasemd í tilefni af viðtali Morgunblaðsins við Kristján Ragnarsson formann LÍÚ
MORGUNBLAÐINU barst í gær
svohljóóandi athugasemd frá Ind-
riða Pálssyni forstjóra Skeljungs
vegna viðtals við Kristján Ragnars-
son formann LÍÚ í blaðinu í gær:
„Ég vil fyrst og fremst láta koma
skýrt fram að ég er almennt fylgj-
andi frjálsu markaðskerfi á sviði
olíuviðskipta eins og annarra við-
skipta. Á það bæði við um innkaup
og verðmyndun á olíunni, sölu
hennar og dreifingu.
Svo fremi að mikilvægari við-
skiptahagsmunir þjóðarinnar séu
ekki settir í hættu, er það mín skoð-
un að gefa eigi innflutning og inn-
lenda verðmyndun á olíu frjálsa og
þá auðvitað að afnema verðjöfnun á
olíunni, sem nú er bundið í lögum,
þ.e. að hvert olíufélag er nú skyldað
lögum samkvæmt að selja bensín og
olíu á sama verði hvar sem er á
landinu.
Þetta frelsi tel ég að eigi að veita
á öðrum sviðum viðskipta einnig,
Dregið 6. júlí
í happdrætti
Sjálfstæðis-
flokksins
SAMKVÆMT frétt frá Sjálf-
stæðisflokknum er vorhapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins nú
í fullum gangi, en dregið verð-
ur 6. júlí næstkomandi. Vinn-
ingar eru 22, ferðir til sólar-
landa og víðar um heim. Bent
er á að þeir sem enn eigi ógerð
skil séu hvattir til að gera það
sem fyrst. Þá geta þeir sem
þess óska látið sækja andvirði
miðanna heim. Skristofa happ-
drættisins í Valhöll, Háa-
leitisbraut 1, er opin í dag kl. 9
ti 22 og á morgun kl. 13 til 17.
Síminn er 82900.
svo sem við kaup á fiski upp úr sjó,
en ekki ákveða fiskverð svo sem nú
er gert, en í reynd er oft ekki annað
en ákvörðun um gengislækkun ís-
lensku krónunnar.
Með því sem ég hefi nú sagt er ég
ekki aö fullyrða að hagkvæmari
samningar um innflutningsverð
hefðu náðst en samkeppni innan-
lands yrði örugglega raunhæfari.
Öll miðstýring er að minni skoðun
af hinu illa og getur ekki orðið
neytendum til góðs þegar til lengri
tíma er litið. Gallar miðstýringar-
innar í olíusölunni koma kannski
hvað skýrast í ljós þessa dagana. Á
sl. vetri hækkaði innkaupsverð á
olíum, svartolíu og gasolíu, mjög
verulega. Ekki síst fyrir áhrif frá
Landssambandi ísl. útvegsmanna
og forystumanna þess neituöu
stjórnvöld að samþykkja verðhækk-
un á vörunni í samræmi við inn-
kaupsverð og gengi. Vörurnar voru
seldar langt undir eðlilegu verði.
Afleiðingin varð sú að skuld mynd-
aðist á innkaupajöfnunarreikningi
svo hundruðum milljóna skipti.
Þetta fé var dregið út úr viðskipta-
bönkum olíufélaganna og skuldinni
velt á undan f von um að innkaups-
verð myndi lækka þegar kæmi fram
á vorið. Olíuvörurnar voru m.ö.o.
seldar langt undir eðlilegur mark-
aðsverði. Síðan lækkaði markaðs-
verðið. Skuldin stóð á innkaupa-
jöfnunarreikningi af þeim ástæðum
sem fyrr eru greindar. Þennan mis-
mun verður að sjálfsögðu að greiða
og fyrr er ekki hægt að lækka verð-
ið í samræmi við lækkað innkaups-
verð. Reunar hefur verið sett í lög
nú nýverið að innkaupajöfnunar-
reikningur skuli standa sem næst
sléttur um næstu áramót. Það er
því ljóst, að hefði eðlilegt mark-
aðssjónarmið fengið að ráða hefði
útsöluverð á svartolíu og gasolíu
getað lækkað nú.
Það eru hins vegar rangar upp-
lýsingar hjá Kristjáni Ragnarssyni,
sem fram komu í útvarpsviðtali við
hann i gærkvöldi, að svartolíuverð á
erlendum markaði sé nú um 2.200
krónum lægra heldur en á birgðum
olíufélaganna. Hin rétta tala er
1.550 krónur á tonn. Til niður-
greiðslu á innkaupajöfnunarreikn-
ing eru hinsvegar áætlaðar kr. 1.800
pr. tonn í verðinu. Þessar afleið-
ingar áhrifa forystu LÍÚ og ákvarð-
ana misviturra stjórnvalda frá sl.
vetri.
Dreifingarkostnaður eða álagn-
ing olíufélaganna er magnálagning,
ákveðin krónutala pr. tonn. Þessi
álagning hefur um nokkurra ára
skeið hreyfst eftir ákveðnum regl-
um, vísitölu, sem mælir breytingar
á verðlagi í landinu frá einum tíma
til annars. Ýmsir þættir koma þar
til álita sem ástæðulaust er að
nefna hér.
23. nóvember sl. ákvað Verðlags-
ráð að lækka þessa magnálagningu
um tæp 30% að meðaltali. Sagt var
að grundvöllur þessarar lækkunar
væri sá, að hér eftir ættu olíufélög-
in að setja upp slíkt kerfi, að þau
gætu reiknað viðskiptamönnum
sínum vexti frá söludegi til
greiðsludags hverjum og einum. Út
úr vísitölu olíufélaganna var því
tekinn allur gjaldfrestur á viðskipt-
um frá söludegi. Miðað við umfang
þessara viðskipta og fjölda við-
skiptamanna var því hér um að
ræða grundvallarbreytingu á við-
skiptaháttum, sem öllum ætti að
vera ljóst, að útilokað var að koma
til framkvæmda fyrirvaralaust án
mikils og flókins kerfis. íslenska
bankakerfinu tókst ekki að fram-
kvæma svipaða hugmynd um með-
ferð dráttarvaxta sem ætlunin var
að koma í framkvæmd á sl. vetri.
Því var fallið frá henni.
Þessu til skýringar þarf að koma
fram, að útgerðarmenn, sem skulda
olíufélögunum nokkur hundruð
milljónir króna, líklega nær einum
milljarði, hafa um langan tíma haft
vaxtalausan gjaldfrest, sem nemur
að meðaltali 45 dögum frá úttekt.
Olíufélögin mótmæltu þessari
skerðingu kröftuglega, fluttu sín
rök fyrir réttum aðila og nú hefur
að nokkru verið tekið tillit til
þeirra. Magnálagning olíufélag-
anna er samt sem áður um 15%
lægri nú á gasolíu og svartolíu held-
ur en hún hefði verið með óbreytt-
um þeim reglum, er giltu fyrir 23.
nóvember sl. þannig að langur veg-
ur er frá því að full leiðrétting hafi
fengist í þessu efni, svo sem gefið
var í skyn í viðtali við formann
LlÚ. Skerðing álagningar af þess-
um ástæðum er enn meira en 100
milljónir á ári.
Ekki eru það neinar fréttir fyrir
íslendinga að verðbólga er í landi
hér. Kostnaður hækkar, laun
hækka. Magnálagning olíufélag-
anna hefur hins vegar verið miðuð
við kostnað og kaupgjald eins og
það var í septembermánuði 1984
þar til nú að Verðlagsráð sam-
þykkti breytingu þar á fyrir tveim-
ur dögum. Mér segir svo hugur að
formanni LÍÚ þætti ekki vel að
málum staðið ef fiskverð til útgerð-
armanna á íslandi væri það sama
nú og var sumarið 1984. í þessu
sambandi vil ég nefna að fiskverð,
þorskur 1. flokks, hefur hækkað frá
júní 1984 til júní 1985 um 24,8%.
Magnálagning olíufélaganna i gas-
olíu hefur hækkaö á sama tíma um
24,9%. Lánskjaravísitala hefur hins
vegar á sama tíma hækkað um rúm
29%. Miðað við september 1984 hef-
ur magnálagning olíufélaganna
hækkað um 16,5% til þessa dags.
Þrátt fyrir stóru orðin sýnist mér
því að ekki sé mikill munur á því,
sem fiskverð hefur hækkað til fé-
lagsmanna LÍÚ og á hækkun magn-
álagningar olíufélaganna. Sá mikli
munur er þó þar á, að olíufélögin
hafa þurft að vera að vinna á magn-
álagningu miðað við verðlag í sept-
ember 1984 allt fram undir þennan
tíma. Hvoru tveggja er miðstýrt,
fiskveröi og álagningu olíufélag-
anna. Hvorugu fá markaðsaðstæð-
ur að ráða.
Ég vil ítreka það sem ég sagði í
upphafi, að ég er almennt fylgjandi
frjálsu markaðskerfi á sviði versl-
unar og viðskipta, fiskverðs og olíu-
verðs, tel að það komi, þegar til
lengdar lætur, best hagsmunum
neytenda og þjóðarinnar allrar.
Sleggjudómar og rangfærslur, svo
sem fram komu í viðtali formanns
LÍÚ í útvarpi í gærkvöldi og Morg-
unblaði í dag, þjóna hins vegar eng-
um málefnalegum tilgangi."
„Einstæðasta útvarps-
stöð í heiminum"
— segir Indriði G. Þorsteinsson
EKKI VERÐUR úr ad þeir Indriði G. Þorsteinsson og Magnús Bjarnfreðsson
taki þátt í ritstjórn dagblaðsins NT, eins og nánast hafði verið fastmælum
bundið fyrir nokkrum vikum. Magnús Bjarnfreðsson segir að það hafí „ein-
faldlega ekki gengið saman“ með þeim Indriða og stjórn Nútímans hf., að því
er DV hefur haft eftir honum.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er ástæða þess að upp
úr slitnaði sú, að Indriði taldi fjöl-
miðlasamþykkt Sambandsþingsins
fyrir skemmstu ganga í berhögg
við hagsmuni ísfilm hf., sem hann
er stjórnarformaður í. Indriði sagði
í samtali við blm. Morgunblaðsins:
„Á meðan það liggur óbreytt fyrir,
að Sambandið ætlar sér að reka
„faglega útvarpsstöð" fyrir verka-
lýðshreyfinguna, bændur og sam-
vinnumenn — sem hlyti að verða
einhver einstæðasta útvarpsstöð í .
öllum heiminum — þá get ég sem
stjórnarformaður ísfilm ekki tekið
þátt í því máli."
Indriði bætti við að hann vissi
ekki til þess, að stjórnendur Nú-
tímans hf. hefðu í hyggju að gera
NT að höfuðstöðvum fyrir „faglega
fjölmiðlun" í landinu.
óvíst er nú hvort fleiri ritstjórar
en Helgi Pétursson munu starfa við
blaðið á næstunni.
OG AÐRAR REKSIRARVOR
FYRIR FLESTAR TÖLVUR
Við í Tölvudeild Heimilistœkja
eigum fyrirliggjandi mikið úrval af
diskettum og öðrum rekstrarvörum
í flestar tölvur, s.s. Wang, sem við
höfum umboð fyrir, IBM og Digital.
DISKETTUBOX
fyrir 5]/4 tommu diskettur.
Diskettur eru viðkvœmar og
þurfa rétta meðhöndlun eigi
þœr að endast. Diskettuþox
er góður geymslustaður.
Við bjóðum box undir 10, 50 og
100 diskettur, með lœsingu og ön.
DISKEIUIR
Tölvudeildin býður einnig úrval
disketta: 5Va tommu DSDD, 8
tommu DSDD og 8 tommu SSSD.
Þö eigum við prentborða f alla
Wang og C.ltoh prentara.
Athugið að diskettur og aðrar
tölvuvörur eru nú afgreiddar í
versluninni Sœtúni 8.
Hafið samband við sölumenn
í síma 27500.
ö
Heimilistæki hf
TÖLVUDEILD-SÆTÚNI8-SÍMI27500