Morgunblaðið - 28.06.1985, Qupperneq 10
iö
MORGUNBLAÐID, POSTUDAGUR 28. JÚNÍ 19g5
Ólympíuleikarnir
í eðlisfræði:
Eingöngu
júgóslavnesk
tæki í verk-
lega hlutanum
Júgóslavía, Portoroz, 26. júní. Frá fréttaritara
Morgunblaósins, Vidari Ágústssyni.
Eftir fimm klukkutíma í til-
raunastofu menntaskólans í Kobra
komu íslensku keppendurnir fjórir
hressir út aftur. „Það er miklu auö-
veldara að framkvæma tilraun og
skrifa skýrslu en sitja við prófborð-
ið. Tilraunirnar voru skemmtilegri
en heima því hér þurftum við að
framkvæma án verkseðils og feng-
um óhindraö að nota tæki. Fegn-
astir erum við þó að keppninni
skuli vera lokið.“
Sumir drengirnir voru þó
óánægðir með hve íslenskir
menntaskólar kenna lítið af at-
riðaskrá ólympiuleikanna. „Við
vorum að læra í fyrsta skipti á
ævinni um hverfitaugar á þjálfun-
artímanum, sem hefði mátt vera
miklu lengri. Margir samkepp-
enda okkar hafa fengið þjálfun
fyrir ólympíuleikana mánuðum
saman og rússneska námsskráin
er beinlínis sniðin að atriðaskrá
Ólympíuleikanna."
Pator Joze, eðlisfræðingur og
kennari í rafeindatækni við há-
skólann í Ljeéljana, kynnti farar-
stjórum verkefnin tvö í verklega
hlutanum í gærkvöld. Fjallaði hið
fyrra um falda segla í svörtum
kassa, stefnur þeirra og styrk. í
hinu síðara var leitað eftir kraft-
vægi mótors, með hjálp hornhröð-
unar og hverfitregðu. Voru Júgó-
slavar stoltir af því að hafa smíð-
að öll tilraunatækin, aflgjafa,
mæla og borðtölvu í rafeindafyr-
irtækinu Iskra. Verkefnin kostuðu
hins vegar fararstjórana aðra
andvökunótt við þýðingar og vél-
ritun.
Keppendur á Ólympíuleikunum
hafa ekki undan neinu að kvarta í
aðbúnaði. Allir búa þeir á hótelum
og lifa kóngalífi í fæði. Þeir eru í
engum vandræðum með að eyða
frístundum sínum á ströndinni og
í sjónum. Islensku keppendurnir
hafa einnig lært mikið í slóvensku
af stúlkunum tveimur sem þeir
fengu sem leiðsögumenn. Fram-
kvæmdanefnd Ólympíuleikanna í
Portoroz bauð þátttakendum til
skoðunarferðar til Postojna-hell-
ana í Slóveníu, 24 kílómetra langa
dropasteinshella og á föstudaginn
er ferðinni heitið til Lipica. Sam-
komusalur Portoroz er hinn glæsi-
legasti og í fyrrakvöld hlýddu þeir
þar á einn fremsta píanóleikara
Slóveníu, Dubravka Pomcic
Sreeötnjak.
í dag munu fararstjórarnir fara
yfir lausnir keppendanna með
dómnefndinni. Fararstjórarnir
munu þá leita eftir þeim réttu at-
riðum í lausnum keppendanna
sem dómnefndinni hefur sést yfir.
Hér kemur einnig til þýðing á
texta þeirra keppenda sem skrifa
á torskildum málum eins og ís-
lensku. Allt hefur þetta áhrif á
röð keppenda við verðlaunaaf-
hendinguna á laugardag sem þeir
bíða spenntir eftir.
Utanríkisráðuneytið:
Hafréttar-
samningur
fullgildur
HINN 21. þ.m. afhenti Hörður
Helgason, fastafulltrúi íslands
hjá Sameinuðu þjóðunum, yfir-
manni samningadeildar Samein-
uðu þjóðanna fuligildingarskjal
íslands vegna hafréttarsamnings-
ins.
(FrétUtilkynning)
Fri aðalfundi Arnarflugs hf. í gær. Haukur Björnsson stjérnarfonnaður Arnarflugs í ræðustóli. HorgunbiaðiA/ói.K.M.
Eigið fé neikvætt
um tæpar 80 m.kr.
Aðalfundur Arnarflugs:
AðALFUNDUR Arnarflugs hf. var haldinn í gær á Hótel Sögu. Rúmlega 64
milljóna króna halli var á rekstri félagsins 1984 og er eigið fé um síðustu
áramót neikvætt um 79,9 milljónir króna, en hlutafé var aukið um 40
milljónir á liðnu ári. Engar arðgreiðslur verða á þessu ári.
Heildartekjur 1984 voru 397,9
milljónir króna og drógust saman
frá fyrra ári um 46,7 milljónir
króna. Þar munaði mestu um
leiguflug, en tekjur af því lækkuðu
um 30%. Á síðasta ári voru tekjur
af leiguflugi erlendis 42,2% af
tekjum félagsins á móti 60,8%
1983. Meðfylgjandi tafla sýnir
samanburð milli ára á hlutfalls-
skiptingu einstakra tekna- og
gjaldaliða í tekjum og gjöldum.
Arnarflug flutti 1984 í milli-
landaflugi 27.063 farþega og fjölg-
aði þeim um 23%. \ leiguflugi
fyrir íslenskar ferðaskrifstofur
voru farþegar 12.694. Innanlands
ferðuðust tæplega 19 þúsund far-
þegar og var það örlítil fækkun frá
árinu 1983. Mest var aukning í
vöruflutningum félagsins milli
landa eða 100%, og á síðasta ári
voru 568 fluttar lestir.
Að meðaltali störfuðu 105
starfsmenn hjá Arnarflugi og
voru launagreiðslur um 47,3 millj-
ónir króna.
Á aðalfundinum kom fram til-
laga frá Páli Andréssyni, er hann
sendi stjórn félagsins 21. júní sl.,
um að hætt verði öllu áætlunar-
flugi, en þess í stað einungis
stundað leiguflug. Samkvæmt lög-
um félagsins var tillagan of seint
fram komin til að bera mætti
hana undir atkvæði, en fundar-
stjóri, Magnús Óskarsson, opnaði
mælendaskrá ef fundarmenn vildu
ræða hana. Einn tók til máls og
lagðist eindregið gegn henni. Eftir
að formaður stjórnar, Haukur
Björnsson, hafði þakkað fundar-
mönnum setuna var fundi slitið.
Samanburður milli ára:
TEKJUR: 1984 1983
Leiguflug erlendis 42,2% 60,8%
Áætlunar- og leiguflug til og frá isiandi 48,7% 32,4%
Innanlandsflug 9,1% 6,8%
Samanburður milli ára:
GJÖLD: 1984 1983
Flugrekstrargjöld: Eldsneyti 13% 36%
Viðhald 15% 9%
Laun 8% 5%
Afgreiðslu og þjónustu- gjöld flugvéla 11% 8%
Flugvélaleiga 18% 17%
Tryggingar 2% 1%
Afskriftir 4% 4%
Önnur reksfrargjöld: Skrifstofu- og stjórnunar- kostnaður 6% 3%
Markaðs- og auglýsinga- kostnaður 7% 4%
Fjármagnskostnaður 6% 3%
Farþegaþiónusta 6% 3%
Annað 4% 6%
PASTCicnnimA'
VITflSTIG 13,
J. 26020.26065.
Hátún
Einstakl ib. 35 fm á 5. haeö í
lyftublokk. Verð 1200 þús. Laus.
Eyjabakki
3ja herb. íb. 90 fm á 1. hæö.
Sérþvottah. á hæðinni. Verö
1900-1950 þús.
Furugeröi
3ja herb. ib. 75 fm á 1. hæö.
Sérgaröur. Verö 2,1 millj.
Laugarnesvegur
3ja herb. íb. á 2. hæö. 90 fm.
Suðursv. Verö 1850 þús.
Rauðalækur
3ja herb. íb. ca. 100 fm. Falleg
íb. Verð 2250 þús.
Furugrund
3ja herb. íb. á 5. hæð í lyftublokk.
Vinkilsvalir. Sérþvottah. á hæö-
inni. Verö 2,2 millj. Laus.
Njálsgata
3ja herb. íb. á 1. hæö 80 fm í
steinhúsi. Verð 1650 þús. Laus.
Einarsnes Skerjafirði
Raðhús á tveim hæöum 160 fm
+ teikn. að ca. 20 fm garöstofu.
Frábært útsýni. Verö 4950 þús.
Orrahólar
Glæsileg 70 fm 2ja herb. ib. á
1. hæð. Suöursv. Verö
1650-1700 þús.
Álfaskeiö Hf.
5 herb. íb. á 2. hæö 125 fm +
bílsk. Falieg íb. Verð 2,6-2,7
millj.
Suöurgata Hf.
160 fm sérhæö í tvíbýlishúsi.
Bílsk. Hornlóð. Nýbygging. Verö
4,5 millj.
Flyörugrandi
4ra-5 herb. íb. m. sérinng. 140
fm. Suöursv. Verö 3,9 millj.
Bergur Oliversson hdl.,
Gunnar Gunnarsson hs: 77410.
Höfóar til
. fólks í öllum
starfsgreinum!
Miss Universe-
keppnin:
Halla Bryndís
Jónsdóttir
í Miami
Frá Þóri S. Gröndal, fréttaritara Morgun
blaösins í Miami.
Áttatíu og fjórar fegurðardísir
víðs vegar að úr heiminum eru
koranar til Miami til þess að taka
þátt í Miss Universe-keppninni.
Fegurðardrottning íslands, Halla
Bryndís Jónsdóttir, sem er í her-
bergi með ungfrú Belgíu, sagði að
þær ynnu við æfingar, myndatökur,
viðtöl og annan undirbúning frá
morgni til kvölds. Hún sagði að-
búnað ailan á Hyatt-hótelinu vera
mjög góðan og að sér líkaði vel að
öllu leyti.
Á mánudagskvöldið verður
fegurðardísum Norðurlanda
leyft að eyða kvöldstund með
löndum sínum í hófi, sem haldið
verður í norska sjómannaheimil-
inu í Miami.
Halla Bryndís hefur verið val-
in ein af 20 stúlkum til að taka
þátt í tískusýningu, sem haldin
verður í Miami 2. júli. Hún er
hress og kát og biður kærlega að
heilsa heim til Islands.
— REYNIMELUR —
Utlit
Efri hæö
Jaröhæö
Höfum til sölu í byggingu einstakt hús sem skiptist í tvær sérhæöir + bílskúr og tvær 3ja
herb. íbúöir, allt sér.
3ja herb. íbúöirnar henta sérstaklega vel öldruöu fólki og hreyfihömluöum.
Ibúðirnar afhendast tilbúnar undir tréverk og fullfrágengnar aö utan. Einstakt tækifæri
til aö eignast glæsilega íbúö á besta staö í Vesturbænum.
VERÐ:
Efri hæö: 4.300 þús.
Neðri hæö: 4.000 þús.
íbúöirájaröhæö: 2.150þús.
Teíkningar og allar nánari
upplýsingar á skrifstofunni.
Arkitekt: KNÚTUR JEPPESEN.
FASTEK3NASALA Langholtsvegi 115 AÖalsteínn Pétursson
I (Bæjarieióahúsinu) simi: 810 66 BergurGuónason hdl