Morgunblaðið - 28.06.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.06.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985 Viðtöl ríkisfjölmiðla við Arne Treholt gagnrýnd Treholt leitar til Nordhus um vörn fyrir hæstarétti Osló, 27. júni. Frá Jan Erik Laure fréttaritara Morgunbladsina. ARNE Treholt, sem dæmdur var á dögunum í 20 ára Tangelsi fyrir stór- felldar njósnir, mun að líkindum fá sér nýjan lögfræóing til að vera aðal- verjandi sinn er hæstiréttur tekur mál hans fyrir. Treholt hefur fengið fjölskyldu G ENGI (iJALDMIÐLA: Dollarinn hækkar London, 27. júní AP. GENGI Bandaríkjadollars hækkaði í dag í Evrópu gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims nema kanadíska dollarnum. Verð á gulli lækkaði. sína og vini til að leggja að hinum þekkta lögfræðingi Alf Nordhus að taka mál hans að sér. Aðalverjandi Treholts fyrir undirrétti, Ulf Und- erland, hefur ekki flutt mál fyrir hæstarétti. Nordhus er sagður viljugur til að taka að sér vörn Treholts í sam- vinnu við verjendur hans fyrir und- irrétti. Treholt kveðst á engan hátt óánægður með frammistöðu Und- erland, þvert á móti, hann hafi unnið stórvirki og verið sér stoð og stytta. Bæði sjónvarpið og útvarpið í Noregi áttu viðtal við Treholt í fangelsi í gær, og hefur risið mikil mótmælaalda vegna þeirrar ráð- stöfunar. Þykir það mjög óeðlilegt að ríkisfjölmiðlar landsins skuli ríða á vaðið og eiga viðtal við dæmdan sakamann, sem sekur er um alvarlegasta glæp, sem hugsast getur, gegn landi sínu og þjóð. Jimmy Dell Palmer. Mynd þessi var tekin við komu hans til London á miðvikudagskvöld. Hann var látinn laus úr gíslingu í Beirút, þar sem hann er veill fyrir hjarta og er með of háan blóðþrýsting. Börðu farþegana með byssum og hirtu af þeim eigur þeirra Jimmy Dell Palmer lýsir atferli flugræningjanna sem rændu TWA-þotunni London, 27. júni. AP. JIMMY Dell Palmer, bandaríski gíslinn, sem látinn var laus í Beirút, sagði í dag, að hann myndi aldrei „fyrirgefa né gleyma“ flugræningjunum tveimur, sem rændu TWA-þotunni, þar sem hann var farþegi. Þeir hefðu myrt Banda- ríkjamann, barið farþegana, hirt af þeim allar eigur þeirra og vakið ótta þeirra við, að dauðinn biði þeirra á hverju augnablíki. Sjálfur hefði hann í London hækkaði dollarinn að- eins gagnvart sterlingspundinu og kostaði pundið þar 1,2925 doll- ara (1,2945). Gengi dollarans var að öðru leyti þannig, að fyrir hvern dollara fengust 3,0560 vestur-þýzk mörk (3,0460), 2,5660 svissneskir frankar (2,5497), 9,3350 franskir frankar (9,3075), 3,4540 hollenzk gyllini (3,4380), 1.953,00 ítalskar lírur (1.949,25), 1,3636 kanadískir dollarar (1,3643) og 248,95 jen (249,15). SAS-lönd slíta loft- ferðasamn- ingi við S-Afríku Kattpmannahörn. 27. júní. AP. STJÓRNIR Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa tilkynnt, að þær hafi slitiö loftferða- samningi landanna við Suður- Afríku, og munu áætlunarferð- ir SAS-flugfélagsins þangað falla niður innan sex mánaða, að því er danska utanríkis- ráðuneytið tilkynnti í dag, fimmtudag. Danski utanríkisráðherrann, Uffe Ellemann-Jensen, sagði, að ríkisstjórnirnar hefðu talið, að það væri ekki lengur „æskilegt", að haldið yrði uppi farþegaflugi á þessari Ieið. „Ákvörðunin um slit á loft- ferðasamningnum er þáttur í þeirri viðleitni að einangra Suður-Afríku og auka alþjóðleg- an þrýsting á stjórnvöld þar,“ sagði EUemann-Jensen og lét í ljós ánægju með, að „andúð á aðskilnaðarstefnunni fer vax- andi í mörgum löndum". Sænska utanríkisráðuneytið gaf út svipaða tilkynningu og utanríkisviðskiptaráðherrann sagði, að ákvörðunin gæti orðið „öðrum til eftirbreytni". Norska fréttastofan NTB sagði, að SAS-flugfélagið hefði þegar ákveðið fyrr í vikunni að leggja niður S-Afríku-flugið af hagkvæmnisástæðum. Fréttastofan sagði ennfrem- ur, að slit loftferðasamningsins kæmu í veg fyrir, að suður- afríska flugfélagið gæti hafið áætlunarflug til Skandinavíu, þó að það óskaði þess. verið sleginn í hnakkann með byssu. Palmer gerði hins vegar skýran greinarmun á flugræningjunum tveimur og shítunum, sem síðar tóku gíslana á sitt vald í Beirút. „Ég mun aldrei gleyma þeim, en þeir gerðu engum manni líkamlegt mein eins og hinir gerðu. Þeir áttu sér málstað, sem þeir reyndu að koma á framfæri án þess að meiða nokkurn. Að mínu áliti er mikill munur á framkomu upphaflegu flugræningjanna og þeirra manna, sem höfðu okkur síðan í haldi." Palmer var látinn laus af heilsufarsástæðum. Hann skýrði rækilega frá atburðum á fundi með fréttamönnum í London í dag, þar sem hann hvíldi sig eftir prís- undina í Beirút. Palmer virtist þreyttur en var þó í bezta skapi og reiðubúinn til þess að svara spurningum fréttamanna, sem spurðu hann án afláts í næstum heila klukkustund. Er hann var beðinn um að lýsa vistinni, á meðan hann var fangi, svaraði hann þannig; „Það er nán- ast alls ekkert hægt að gera. Mað- ur sefur mikið, borðar, drekkur kaffi, biðst fyrir og talar við hina gíslana. í fyrstu fannst fólkinu, sem réttast væri að undirbúa sig undir langa dvöl. jafnvel enn lengri dvöl en þá 444 daga, sem gislarnir dvöldust í bandaríska sendiráðinu í íran. En Palmer kvaðst nú hafa „hugboð" um, að þetta mál kynni að leysast innan skamms. „Ég tel, að þeir séu búnir að vekja athygli á því málefni, sem þeir voru að berjast fyrir. Ég fæ ekki séð, að þeir hafi neitt að vinna með því að halda gíslunum miklu lengur.“ Palmer hrósaði fjölmiðlum fyrir að blása kjarki í brjóst gíslunum, en lét í ljós vanþóknun á nokkrum atriðum, sem fram höfðu komið og honum fannst að ekki hefði verið sagt rétt frá. Samkomulag íþróttaráðherra Evrópuráðsins í Strasborg: „Til að ofbeldið verði ekki fylgifiskur íþróttakappleikja“ — segir Ragnhildur Helgadóttir menntamála- ráðherra sem sat fundinn fyrir íslands hönd „Á fundinum varð samkomulag um þau drög sem fyrir lágu og eiga vonandi eftir að koma í veg fyrir að ofbeldið verði fylgifiskur íþróttakapp- leikja, einkum þó knattspyrnuleikja,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið, en hún sat í gær í Strassborg í Prakklandi fund íþróttaráðherra þeirra ríkja, sem aðild eiga að Evrópuráðinu. Var frá þessum drögum skýrt f Morgunblaðinu í gær. Með Ragnhildi í for voru þeir Reynir Karlsson íþróttafulltrúi og Ellert Schram, formaður Knattspyrnusambands íslands og stjórnarmaður í UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Ragnhildur sagði, að sam- brot, t.d. að leikmönnum verði komulagið snerist fyrst og fremst um að koma í veg fyrir ofbeldi meðal áhorfenda og áhangenda íþróttafélaganna, einkum knattspyrnufélaganna, en það þyrfti þó að staðfesta í hverju landi fyrir sig. Á því gæti hins vegar orðið nokkur bið og því hefði framkvæmdastjóri Evrópuráðsins strax tekið upp viðræður við UEFA um keppn- ishald á þess vegum, t.d. um ör- yggiseftirlit, löggæslu og ekki síst um að viðurlögum við brot- um verði beitt skilyrðislaust og án tafar. „Það kom fram f máli manna að með þessari samþykkt ætti að vera girt fyrir að sak'tausir menn verði látnir gjalda fyrir annarra bannað að stunda íþróttina að einhverju leyti vegna ofbeldis á áhorfendabekkjum eins og gerð- ist með bresku knattspyrnufé- lögin,“ sagði Ragnhildur Helga- dóttir. Hún sagði ennfremur að menn hefðu verið sammála um að mestu skipti þó að hafa áhrif á almenningsáiitið þannig að menn sæju sóma sinn, þjóðar sinnar og liðsins í því að koma prúðmannlega fram. „Raunar finnst mér undarleg- ast sem íslendingi,“ sagði Ragnhildur að lokum, „að ekki skyldi samþykkt að banna sölu áfengis á íþróttaleikvöngum. Ég studdi þá tillögu sem fulltrúi Möltu bar fram, en með henni voru aðeins fimm en tólf á móti. Harmleikurinn í Bríissel þar sem 38 manns létust og á fimmta hundrað slösuóust, er undirrótin að samkomulagi íþróttaráðherra Evrópuráðsins og að öðrum ráðstöfunum, sem síðan hefur verið gripið til. Nú er það vitað að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar sam- an fer áfengi og fjöldastemmn- ing og því betra að bíða með áfengisneysluna þar til leik er lokið. Það varð hins vegar úr að lokum að ákveðið var að draga úr og helst banna áfengissölu á íþróttavöllum og sjá til þess að umbúðirnar séu hættulausar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.