Morgunblaðið - 28.06.1985, Page 35

Morgunblaðið - 28.06.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1985 35 obsson. Þar var farið í verkfall gegn verkfalli. Það er ætlan þeirra sem gerst þekkja, að til Bolunga- víkurdeilunnar megi rekja upphaf Aflatryggingarsjóðs. Vonandi verður þessum hetjudáðum og framsýni er þarna komu fram ein- hvern tímann gerð skil svo við get- um dregið lærdóm af í okkar nú- tímalegu þröngsýni sérsinnaðrar hagsmunagæslu. Þarna var tekið tillit til beggja hagsmuna og þess gætt, að hagsmunir undirstöðu- atvinnuvegs þjóðarinnar yrðu ekki fyrir borð bornir í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Slík var ábyrgðin og samkenndin í hita þessarar orrahríðar. Guðmundur var nú formaður á bátum er gerðir voru út þar vestra og víðar m.a. á Siglufirði, en jafnframt hóf hann verslunarrekstur í Bolungavík og í framhaldi af því aukinn útgerð- arrekstur. Jafnframt tók hann við rekstri Vélsmiðjunnar í Bolunga- vík og í félagi við Guðmund Magn- ússon, bónda á Hóli, stofnaði hann rörlagningarfyrirtæki og lögðu í hús þar vestra bæði miðstöðvar og vatn. 1946 tók Guðmundur að sér verkstjórn við stærstu fram- kvæmd í hafnargerðinni í Bol- ungavík, er ráðist var í byggingu hins geysiöfluga brimbrjóts, en það leiddi af sjálfu sér að á meðan ekki var höfn eða brimbrjótur í Bolungavík var engin leið að hafa þar aðra báta en þá sem hægt var að setja. Það var ekkert skjól í Víkinni og ekki fært að hafa þar bát nema í einmuna blíðu. Bolvík- ingar urðu að setja alla báta á bökum sér þangað til Brimbrjót- urinn var orðinn það öflugur að það fékkst var við hann. Þetta var stórvirki framkvæmt við hinar erfiðustu aðstæður og með ótrú- lega litlum tækjum til verksins. Svo mikið var kapp ofurhugans að hann unni sér engrar hvíldar og náði vart að fara úr fötum þau sumur er hann var verkstjóri við Brjótinn. Þá var unnið á vöktum allan sólarhringinn. Þessum kappa nægði aldrei sinn fínlegi og spengilegi líkami og í ofurkappinu og ósérhlífninni ofbauð hann þess- ari umgjörð, strax á unglingsárum krepptist afltaug í hægri handlegg vegna ofreynslu. Við Brjótinn of- gerði hann sér í baki, en lét það ekki aftra sér, heldur kom sér upp hjóli, hann gat ekki gengið upp- réttur en á hjólið kominn komst hann allra sinna ferða. Tæplega þrítugur að aldri undirgekkst hann alvarlegan magaskurð, er hann varð tvisvar síðar á ævinni að endurtaka. Hann var kjörinn formaður Ungmennafélags Bol- ungavíkur 1943, á fyrsta fundi sín- úm þar eftir margra ára fjarveru. Var nú hinn ungi faðir tekinn við uppfræðslu æskunnar. Hann stóð f forystu fyrir byggingu hins mynd- arlega félagsheimilis f Bolungavfk og varð heiðursfélagi Ungmenna- félagsins á 50 ára afmæli þess. Þrátt fyrir aðskilnað við æsku- stöðvarnar hætti hann ekki að hugsa um ungmennin þar og við lát konu sinnar stofnaði hann sjóð í hennar nafni. Skal þessi sjóður standa straum af kostnaði mennt- unar listelskandi ungmenna frá Bolungavik. Guðmundur hafði allvíðtæk af- skipti af stjórnmálum og var kos- inn í hreppsnefnd fyrir sósíalista. Hann taldi sig félagshyggjumann, en var aldrei flokksbundinn. Gegndi hann ýmsum embættum fyrir sveitarfélagið. Árið 1945 stóð hann fyrir stofnun hlutafélagsins Víkings hf. Hagur útgerðarinnar var erfiður og einkafyrirtæki Guð- mundar, sem var verslunin Vísir í Bolungavík, hafði þar miklu til kostað og lánað til hlutafélagsins. Við skuldaskil á útgerðinni, sem var hlutafélag, þurfti verslunin að gefa eftir útistandandi eignir sín- ar og Guðmundur að axla per- sónulegar ábyrgðarskuldbind- ingar og gekk það svo nærri rekstrinum, að Guðmundur þurfti að afsetja eigur sínar í Bolungavík til skuldheimtumanna vegna út- gerðarinnar. Um vorið 1951 keypti Guðmundur vélbátinn Faxa og gerðist þar á ný formaður og um sumarið á reknetum var Valgerð- ur Bára, dóttir hans, 15 ára gömul kokkur og elsta barnið, Arnar, vél- stjóri. Sjálfur hafði Guðmundur aflað sér skipstjórnarréttinda á ísafirði. Um þetta leyti fluttu tengdaforeldrar mínir til Reykja- víkur og hóf Guðmundur þar rekstur verslunar, keypti Eyjabúð á Bergstaðastræti, sem þær mæðgur önnuðust og sjálfur gerð- ist hann togarasjómaður. En þá hrundi veröldin eins og hann sjálfur orðaði það. Hann hafði hafið útgerð frá Reykjavík en fékk þá berkla á háu stigi og varð mikið veikur. Eftir lífshættulega og erf- iða höggningaraðgerð var það fyrsta er hann spurði konu sína er hann kom til ráðsins á sjúkrahús- inu eftir aðgerðina: „Ligg ég beinn kona?“ Hér kom fram slungið samspil ofurhugans og fagurker- ans. Eftir þetta vann hann mikil sjálfboðaliðastörf fyrir hið merka framtak SÍBS og var í stjórn þess um árabil. Nú hóf Guðmundur afskipti sín af útgáfustarfsemi og tók við tímaritinu „Best og Vinsælast", er þáverandi tengdasonur hans, Baldur Hólmgeirsson, hafði hafið útgáfu á 1954. Á Vífilsstöðum fékkst Guðmundur við ritstörf og þýðingar, þar þýddi hann m.a. „Söng hafsins" eftir norska höf- undinn A.H. Rasmusen. Gaf hann út ein 8 tímarit á þessum árum m.a. Úrval og Nýtt Úrval. Uppúr þessu hóf hann rekstur prent- smiðju, m.a. með Arnari, syni sín- um. Fyrst Ásrún og síðan Prent- rún og rak hann prentsmiðju í rúman áratug. 1957 hóf Guðmund- ur jafnframt bókaútgáfu og stofn- aði hið þekkta bókaforlag sitt Æg- isútgáfuna. Stóð hann að útgáfu á þriðja hundrað bókatitla auk bókakilja og tímarita. Það sem einkennir útgáfuna, eins og nafn hennar gefur til kynna, eru sjó- Fædd 9. júlí 1901 Dáin 23. júní 1985 Frú Sigurlaug Einarsdóttir frá Ölduslóð 46 í Hafnarfirði, burt- kallaðist þ. 23. júní síðastliðinn. Með henni er merk og mikilhæf kona horfin af sjónarsviðinu. Sigurlaug Einarsdóttir fæddist 9. júlí 1901 í Brimnesi í Víkursveit, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, hreppstjóri og kona hans Margrét Símonardóttir. Voru þau hjón viðurkennd af sam- tíð sinni, heimili þeirra rómað fyrir rausn og myndarskap. Dætur þeirra hjóna voru tvær, Sigurlaug og Hólmfríður. Þær voru þekktar hannyrðakonur á sinni tíð. Sigurlaug gekk í gagnfræða- skólann á Akureyri og síðar í hús- mæðraskóla i Danmörku. Sigur- laug giftist 1. október 1927 Olafi Einarssyni, læknastúdent, síðar héraðslækni. Þau hjónin hófu búskap í Flatey á Breiðafirði, þar sem Olafur var héraðslæknir frá 1930—32. Þar næst fluttust þau hjónin í Grímsneshérað, þar sem Ólafur var héraðslæknir til 1947, en þá fékk hann veitingu sem hér- aðslæknir í Hafnarfirði. Áttu þau hjónin þar heimili síðar. BÍörn þeirra hjóna eru 6. Fimm synir og ein dóttir. Barnabörnin eru 14 og þeirra börn 4. Stórri og merkri ævibraut er lokið með burtför Sigurlaugar. Það ber margt til þess. Hún var fyrst og fremst vel til lífsins búin úr föðurgarði, hvað ætt snerti og uppeldi. Hún giftist athafnasöm- um manni, sem lengst af ævinnar var í stórum og erfiðum embætt- um, ágætur læknir og duglegur með afbrigðum 1 ferðalögum, viðbragðsfljótur og afkastamikill, hvenær sem til hans kasta kom. Það hvíldi því mikið á frú Sigur- laugu, hlutskipti hennar var stórt alla tíð. Stórt heimili, mörg börn, alls konar aukastörf, beiðnir, skilaboð til ólafs, símavarzla o.fl. Allt þetta hvíldi á hennar hönd- um, ekki stutt, heldur árum sam- fleytt. Hún var kona, sem var al- mannabækur, sem urðu yfir 70. Auk þess gerðist Guðmundur mik- ilvirkur rithöfundur og liggur eft- ir hann heilt „legio" frábærra verka á því sviði. Jafnframt ein- kenndust bækur Ægisútgáfunnar af fagurri bókagerðarlist, þar sem réð næmur smekkur Guðmundar. Af merkum bókum og bóka- flokkum Ægisútgáfunnar frá þessum tíma má nefna auk „Skip- stjóra- og stýrimannatals" rit- verkið „Mennirnir í brúnni", „Af- burðamenn og örlagavaldar" og tímamótaverkið „ísland í dag“. Meðal höfunda, auk Guðmundar, má nefna „strákana hans“ eins og hann kallaði þá merku rithöfunda og síðan landsfeður vora, þá Jónas Árnason og Stefán Jónsson, bræð- ur Guðmundar, Ásgeir og Bárð, Jóhann Kúld, Gunnar M. Magn- úss, Þorstein Matthíasson, Ágúst Vigfússon, Martein frá Vogatungu svo nokkrir séu nefndir og Guð- mund Jónsson, frá Hvanneyri, er ritstýrði bókaflokknum „Bóndi er bústólpi". Á sjötugs afmæli sínu var Guðmundur gerður að heið- ursfélaga í Félagi ísl. bókaútgef- enda. I þeim félagsskap gerðist þar sem fyrr að Guðmundur skar sig úr. I hálfkæringi orðaði hann það svo, að sér væri sáluhjálpar- atriði að sigla með löndum. Hann þoldi illa barlóminn í bókaútgef- endum og sagði við visst tækifæri og vakti það miklar umræður: „Hvað hafa margir útgefendur farið á hausinn. Enginn á síðustu árum. Bókaútgáfa er góð, sem best sést á því, að ég hef nú verið í tuttugu ár að reyna að komast á hausinn í þessu og mér hefur ekki tekist það enn.“ Fyrir nokkrum árum seldi hinn aldni höfðingi Eyjólfi Sigurðssyni, formanni fé- veg sköpuð í hlutverk sitt. Hún var í fyrsta lagi falleg kona og glæsileg í sjón, hún var viljasterk, skýr og ákveðin í allri hugsun, snillingur í allri heimilisstjórn, bæði hvað snerti öll heimilisstörf, þokka og híbýlaprýði. Þau hjónin buðu okkur Ingibjörgu oft eftir jólamessurnar að koma að Laug- arási. Það var ákaflega skemmti- legt. Sigurlaug var kona, sem virtist hafa tíma til alls, á hverju sem gekk. Aldrei virtist hún vera í tímahraki eða óróleg í önnum, þrátt fyrir gestrisni og annríki og margs konar skyldur. Af öllum góðum gjöfum til sálar og líkama er sálaröryggið bezt, þessi andlega kjölfesta, sem gefur manninum hina réttu yfirsýn, frið og öryggi í sambandi við daglegar skyldur lífsins. Þennan dýrmæta hæfileika átti Sigurlaug. Ævi- þráður hennar varð að skínandi silfurþræði, bæði hvað snerti kærleika til manns hennar og barna og daglega stóra verka- hringsins. Þess vegna varð ævibraut henn- ar falleg og farsæl og mikið þakk- arefni til Guðs fyrir það, hve vel hann bjó hana út og hve vel hún leysti það hlutverk, sem herra lífs- ins fól henni að rækja. Innilegar samúðarkveðjur til manns hennar og ástvina allra eldri og yngri. Ingibjörg og Jón Thorarensen. Frú Sigurlaug Einarsdóttir varð bráðkvödd á heimili sínu í Hafn- arfirði þann 23. júní sl. Með henni er gengin góð kona og mikilhæf. Hún var fædd hinn 9. júlí 1901, dóttir hjónanna Margrétar Sím- onardóttur og Einars Jónssonar bónda og hreppstjóra að Brimnesi í Viðvíkursveit í Skagafirði. Heim- ili Margrétar og Einars var gott og þjóðlegt menningarheimili og hlutu dætur þeirra tvær, Sigur- laug og Hólmfríður, hið besta upp- eldi sem gerðist á þeim tíma. Á unglingsárum stundaði Sigurlaug lags bókaútgefenda, Ægisútgáf- una. Guðmundur snéri sér nú að ritstörfum og á síðasta ári stofn- aði hann með „strákunum sínum“ ásamt prentsmiðjunni Prentrún í Reykjavík nýtt bókaforlag, er nefnt var Reykjaforlagið. Seinni hluta síðastliðins árs komu út fjórar bækur á vegum Reykjafor- lagsins, eftir Guðmund og þá Jón- as og Stefán. Er Guðmundur féll frá vann hann að ritstörfum og hafði áformað glæsilega og menningariega bókaútgáfu á þessu ári. Guðmundur hafði mjög næman málsmekk og talaði fallegt mál. Hann var vel hagmæltur, þó ekki hefði hann hátt um það og eftir hann liggja mikil ritverk er hafa bókmenntalegt og sagnfræði- legt gildi. Var það að furða þó hann stundum í hita umræðnanna kæmi með þá hnyttilegu athuga- semd, að við háskólaborgararnir værum „sellófan úr Vesturbæn- um“ og skyldum ekki steinbíta að vestan. Eitt sinn er við hjónin dvöldum í hinni fögru borg San Sebastian á Norður-Spáni meðal hinna reisn- arlegu og stoltu Baska varð mér að orði, að það væri eins og við værum komin á ættarmót Han- hólsættarinnar. Ófriður hafði brotist út meðal Baskanna og í stríðnistón lét ég orð falla í þá átt, að það væri ekki einvörðungu svipmótið og útlitið eins og hjá Hanhólsættinni heldur og geðs- lagið. Konan mín var þá fljót í föðurættina og svaraði mér að spori: „Eigum við þá ekki heldur að njóta sumarleyfisins í kyrrð- inni hjá frændum þínum við botn Miðjarðarhafsins, það var eitt- hvað um þá í fréttunum áðan.“ Guðmundur Jakobsson var nám í Gagnfræðaskóla Akureyr- ara um skeið en hélt síðan til Dan- merkur, þar sem hún um 3ja ára bil aflaði sér frekari menntunar, fyrst í lýðskóla þá í hússtjórn- arskóla en síðast og lengst í hann- yrðum og útsaumi. Eftir heim- komuna frá Danmörku kenndi hún um skeið hannyrðir hér í Reykjavík ásamt systur sinni Hólmfríði. Árið 1927 urðu þáttaskil í lífi Sigurlaugar. Þá gengur hún í hjónaband með eftirlifandi eig- inmanni sínum, ólafi Einarssyni fyrrv. héraðslækni, og þar með var rennt nýjum stoðum undir langa og mikla lífshamingju hennar og þeirra hjóna. Á fyrstu hjúskapar- árunum gegndi ólafur Einarsson héraðslæknisstörfum í Flatey á Breiðafirði og víðar. Þá dvöldu þau hjónin erlendis um hríð, en árið 1932 var ólafi veitt Gríms- neslæknishérað með aðsetri í Laugarási. Því héraði þjónaði hann til ársins 1947 við góðan orðstír sem mikilhæfur og fær læknir. Það má með sanni segja að Laugarás var vel setinn af þeim hjónum, sem gerðu garðinn fræg- an á eftirminnilegan hátt. Árin upp úr 1930 var Grímsneslæknis- hérað erfitt yfirferðar, fljót óbrúuð og hesturinn eini farkost- urinn, en héraðið viðáttumikið. Læknisbústaðurinn var lélegur og enginn trjásproti var þá í sjón- máli, en hveragufurnar hlýjuðu umhverfið og gáfu góð fyrirheit. drengur góður, framúrskarandi skemmtilegur og heillandi persónuleiki. Hann var þekktur fyrir snilli sína hvort heldur var við „bridge“-borðið eða að tafli. Rökræður hans einkenndust af skarpskyggni og almennri greind. Þar gætti ómfalls mikils alvöru- þunga, en oft brá hann glettninni fyrir sig af miklum næmleika. Hann var unnandi sígildrar tón- listar og naut fegurðar í mannlíf- inu. Sjálfsagt höfum við Guð- mundur báðir talist til efahyggju- manna. En við náðum samkomu- lagi um orð hins mikla Ciceró, er sagði: „Ég get ekki lýst því, en það er eins og einhver fyrirboði í hugs- un manna um aðra tilvist í fram- tíðinni. Og þetta er rótgrónast og augljósast hjá þeim, sem eiga mesta snilli og sálargöfgi til að bera.“ Með leiftri skýrra augna sinna, er lýstu af lífi og eldskírri hugsun fram til síðasta augna- bliks sannfærði Guðmundur mig um sannleiksgildi þessara spak- mæla um dýpstu rök tilverunnar. Honum var ljósara en öðrum að hverju dró í erfiðum veikindum sínum, en var orðvar það varðandi á sinn nærfærna hátt. Er dóttir hans kom að skrifborði hans að honum látnum var þar meðal skjala og ritverka bréfmiði, þar sem hann hafði skráð: „Næsta er víst að nálgast tekur nú mín hinsta stund. Engan samt það ugg mér vekur allir vita að slíku rekur. Þreyttum gott að þiggja blund.“ Með virðingu og einlægu þakk- læti kveðjum við Guðmund Jak- obsson í dag. Blessuð sé minning hans. Jón Oddsson Ekki höfðu þau læknishjónin lengi setið staðinn er bylting varð þar í mörgum efnum. Nýr bústaður reis af grunni, hverahitinn var beislað- ur í þágu vermireita og gróður- húsa, trjáplöntum stungið niður í móa og mýri og allt umhverfið fékk nýjan blæ samkvæman hug- arfari og þrotlausri elju hinna góðu náttúruunnenda, sem þau læknishjón voru. í Laugarási fæddumst þeim hjónum þrjú börn. Áður voru þrír synir fæddir. Þau Sigurlaug og Ólafur áttu því miklu barnaláni að fagna. Öll börnin eru þekktir þjóð- félagsþegnar og elskulegt fólk, en þau eru: Einar, fimleikakennari, kvæntur Guðfinnu Kristjánsdótt- ur kennara, Jósef, læknir, kvænt- ur Sólveigu Ásgeirsdóttur hús- mæðrakennara, Grétar, yfirlækn- ir, kvæntur Hólmfríði Magnús- dóttur lækni, Sigríður, lækna- ritari, ekkja Jóhanns Ragnarsson- ar hrl., Hilmar arkitekt, kvæntur Rannveigu Kristinsdóttur BA, Sigurður, viðskiptafræðingur, kvæntur Auði Óskarsdóttur hús- frú. Árið 1947 flytja læknishjónin til Hafnarfjarðar og tók ólafur Ein- arsson við embætti héraðslæknis þar. Ekki sögðu þau þó skilið við Laugarás og hverjum, sem leið á gegn um þorpið í Laugarási nú, mun verða starsýnt á mikinn og fagran skógarlund með fjórum myndarlegum sumarhúsum fjöl- skyldunnar, sem breytti óræktar- landi í unaðsreit. Sigurlaug Einarsdóttir var mik- il gæfukona. Hún var afar vel gerð frá náttúrunnar hendi, átti góða greind, hafði fágaða framkomu, var glöð og einkar hlý í viðmóti, þannig að öllum leið vel í nærveru hennar. Hún var trygg í lund og vinur góður. Hún var ákaflega gestrisin og lét vel að standa fyrir rausnarheimili. Og mikið hátíða- efni og tilhlökkun voru heimsókn- ir í Laugarás hér áður fyrr, þang- að sem vinir og vandamenn voru boðnir og velkomnir til lengri eða skemmri dvalar að sumrinu. Minningarnar margar og góðar stíga nú fram í þakklátum huga. Eg kveð elskulega frænku og þakka fyrir allt, sem hún hefir verið mér og minni fjölskyldu og bið henni Guðs blessunar. Ólafi Einarssyni og allri fjöl- skyldunni sendum við hjónin inni- legustu samúðarkveðjur. Margrét Jóhannesdóttir Minning: Sigurlaug Einars- dóttir læknisfrú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.