Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
150. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
OPEC-fundurinn f Vínarborg:
Þref um dagskrá
á fyrri fundardegi
Vínarborg, 5. júlí. AP.
OLÍURÁÐHGRRUM OPEC-ríkjanna mistókst að ná samkomulagi um leiðir
til að stöðva verðfall á olíu, að sögn Subrotos, olíuráðherra Indónesíu, sem er
forseti OPEC. Skoðanir eru það skiptar, að samkomulag hefur ekki einu
sinni náðst um dagskrá fundarins.
Ráðherrarnir sátu fimm stundir
á árangurslausum fundum í dag
og halda tilraunum sínum áfram á
morgun, laugardag. Litlar líkur
eru taldar á samkomulagi.
Ahmed Zaki Yamani, olíuráð-
herra Saudi-Arabíu, sagði ráð-
herrana staðráðna í því að koma í
veg fyrir áframhaldandi verð-
lækkun. Olíuráðherra Sameinuðu
arabísku furstadæmanna, Mana
Saeed Oteiba, sagði skoðanir
skiptar og aðeins hefði verið um
þreifingar að ræða, ekki efnislegar
viðræður. Hann sagði að eina at-
riðið, sem samkomulag gæti náðst
um, væri að halda viðmiðunar-
verði olíufatsins óbreyttu, en það
er 28 dollarar.
Fundarmenn komust ekki það
langt að ræða tillögur um leiðir til
að stöðva verðfall á olíu. Saudi-
Arabar hóta að auka olíufram-
leiðslu ef enginn árangur næst í
Vín og ef ýmis OPEC-ríki hætti
ekki að svindla á framleiðslukvót-
um. Hefði framleiðsluaukning í
för með sér enn frekari verðlækk-
un á olíu.
AP/Símamynd
Olíuráðherrar OPEC-ríkjanna komust hvergi í tilraunum sínum í gær til að ná
samkomulagi um leiðir til að afstýra verðlækkun á olíu. Á meðfylgjandi mynd
yfirgefur einn ráðherranna, Arturo Hernandez Grisanti frá Venezuela (2. f.v.),
Intercontinental hótelið í Vínarborg, fundarstað ráðherranna, ásamt ráðgjöfum
AP/Slmamynd
Þrjár milljónir
eggja í súginn
ísraelskir eggjabændur eyðilögðu í
gær þrjár milljónir glænýrra eggja í
Jerúsalem til að koma í veg fyrir verð-
hrun í eggjum vegna gífurlegrar
offramleiðslu. f eggfjalli fsraela eru
nú um 180 milljónir eggja og verða
þau flest mölvuð þvf útflutningur
borgar sig ekki.
Aukakosningarnar í Brecon og Radnor í Wales:
SDP vann en íhalds-
flokkurinn galt afhroð
Brecon, Wales, 5. júli. AP.
íhaldsflokkurinn, fiokkur Marg-
aret Thatcher forsætisráðherra, beið
mikinn ósigur í aukakosningunum í
kjördæminu Brecon og Radnor.
Frambjóðandi Bandalags frjáls-
lyndra og jafnaðarmanna, SDP,
vann naumlega í kjördæminu, en
frambjóðandi íhaldsflokksins hafn-
aði í þriðja sæti.
Richard Livsey, frambjóðandi
SDP, hlaut 13.753 atkvæði, eða 559
atkvæðum fleira en Richard Will-
ey, frambjóðandi Verkamanna-
flokksins. Christopher Butler,
frambjóðandi íhaldsflokksins,
hlaut 10.631 atkvæði. Við þing-
kosningarnar vann thaldsflokkur-
inn í kjördæminu með 8.784 at-
kvæða mun.
Litið er á kosningarnar í Brecon
og Radnor sem prófstein á styrk
stjórnar Thatcher. íhaldsflokkur-
inn hlýtur nú 28% atkvæða miðað
við 48% í kosningunum í júní
1983. SDP bætir við sig 16 pró-
sentustigum frá þingkosningunum
og Verkamannaflokkurinn 15.
„Nú hefur Thatcher runnið sitt
Byltingarmenn
veita mótspyrnu
('onakry, (luinea, 5. júlf. AP.
Stuðningsmenn Diara Traore, sem gerði misheppnaða byltingartilraun í
Guinea í morgun, vörðust í kjallara útvarpshússins í höfuðborg landsins,
Conakry, í kvöld, en talið er aðeins tímaspursmál hvenær síðasta mót-
spyrna byltingarmanna verður brotin á bak aftur.
Traore komst undan er stjórn-
arherinn braut tilraun hans á
bak aftur og er talið að hann fel-
ist í einhverju sendiráðanna í
Conakry. Gífurleg leit er gerð að
honum, borgin er umkringd og
allar undankomuleiðir lokaðar.
Krafizt hefur verið af erlendum
sendiráðum að þau afhendi „alla
svikara, sem kunna að felast" í
húsakynnum þeirra og vistarver-
um sendimanna.
Sjá nánar „Valdaránstilraun
rann út í sandinn" á bls. 20.
skeið og thatcherisminn er búinn
að vera,“ sagði Livsey er hann
hrósaði sigri í morgun. John
Gummer, leiðtogi íhaldsflokksins
í kjördæminu, játaði ósigur og
lýsti vonbrigðum sínum, en sagði
Butler, sem er fyrrum ráðgjafi
Thatcher, hafa hlotið slæma kosn-
ingu vegna þess sem hann kallaði
dæmigerðar óvinsældir ríkis-
stjórnar á miðju kjörtímabili.
Brecon og Radnor hefur lengi
verið „öruggt“ íhaldssæti en þrátt
fyrir ósigurinn hefur Thatcher 140
sæta meirihluta á þingi. SDP hef-
ur 25 þingmenn, Verkamanna-
flokkurinn 209 og íhaldsflokkur-
inn 395.
A-Þjóðverjar fá auk-
inn aðgang að lánsfé
Austur Berlín, 5. júli. AP.
I*ýzku ríkin undirrituðu í dag
viðskiptasamning í dag, sem hefur
í for með sér að Austur-Pjóðverjar
geta tekið allt að 850 milljón
marka lán í Vestur-I'ýzkalandi á
ári hverju árin 1986 til 1990.
Samningurinn er liður í tilraunum
yfirvalda í Bonn til að bæta sam-
búð þýzku ríkjanna.
Samningnum er ætlað að
hvetja til aukinna viðskipta
ríkjanna. Samkvæmt eldra sam-
komulagi höfðu Austur-Þjóð-
verjar aðgang að 650 milljónum
marka á ári. Talsmaður austur-
þýzkra yfirvalda segir Austur-
Þjóðverja aldrei hafa notað sér
heimildina til fulls og spáði því
að svo mundi áfram verða.
Samkvæmt samningnum lofa
Vestur-Þjóðverjar að selja ná-
grönnum sínum meiri kol og olíu
en verið hefur, en tölur þar að
lútandi liggja ekki á lausu. í
fyrra námu viðskipti ríkjanna
15,5 milljörðum marka og á
fyrsta ársfjórðungi 1985 var um
aukningu viðskipta að ræða,
miðað við sama tíma í fyrra.
Samband þýzku ríkjanna hef-
ur farið batnandi frá því undir-
ritað var samkomulag í júlí 1983
um eins milljarðs viðskiptalán
til handa Austur-Þjóðverjum.
Skömmu áður hófu Austur-
Þjóðverjar að fjarlægja jarð-
sprengjur og taka niður sjálf-
virkar byssur, sem skutu flísa-
sprengjum, á landamærum ríkj-
anna.
Indverska þotan:
Svarti kassinn
talinn fundinn
London, 5. júlí. AP.
Fjarstýrður kafbátur frá frönsku símaskipi fann í kvöld þann
hluta úr braki indversku þotunnar, sem fórst undan írlandi, er
geymir flugrita þotunnar, svarta kassann.
í flugritanum er að finna
upplýsingar um flug þotunnar,
og náist hann upp, ætti að vera
hægt að leiða í ljós hvað olli
því að þotan fórst.
Eigendur símaskipsins segja
að hægt verði að bjarga brak-
bjarga öllu því braki, sem
kafbáturinn hefur fundið, en
það er stærstur hluti flugvélar-
innar, því það liggi á sléttum
og hörðum botni, á tveggja
kílómetra dýpi.
Kafbáturinn er búinn sjón-
inu um leið og indversk og varpsvélum og hafa skipverjar
kanadísk yfirvöld gefa til þess getað skoðað allt það brak, sem
leyfi. Auðvelt eigi að vera að fundizt hefur.