Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
„Hérna Kö-fum vi£ þa&, Zebrct-Virus"
... aö fara saman
í megrun.
TM Rea. U.S. Pat. OfT.—all rights reserved
»1985 los Angeles Times Synrticate
muni. Við höfum alveg nóg að
gera með peningana!
heimsenda, en hann segist
endilega vilja flytja til Tré-
kyllisvíkur!
HÖGNI HREKKVÍSI
FULL AF<S6LTANPI 06 GMáAMANDI HUNPUVt/"
Lítið skólagjald
í einkaskólanum
Kona í Vesturbænum skrifar:
í tilefni af stofnun einkaskólans
í Miðbæjarskólanum hefur það
komið mjög berlega fram í fjöl-
miðlum að aðstandendum skólans
þykir skólagjaldið lftið sem tilvon-
andi nemendur þurfa að borga —
3.200 á mánuði.
Vegna þessa minnist ég þess að
fyrir nokkrum árum kom til mín
ung kona, sem var að bjóða mér
pláss fyrir börnin mín í sveit hjá
foreldrum sínum. Það var allhátt
gjaldið hjá þeim í sveitinni og
sögðumst við ekki vilja láta okkar
börn í sveit þá. En, þá byrjaði kon-
an að tala við okkur frjálslega um
það hversu börnin hefðu gott af
því að kynnast sveitalífinu og búa
þar um tíma og vorum við alls
ekki að efa það. Síðan bætti hún
því við að ef hún sjálf þyrfti að
koma sínum börnum í sveit, myndi
hún frekar svelta sjálfa sig svo að
börn hennar kæmust í sveitasæl-
una. En staðreyndin var sú að
þessi kona átti eina telpu og hafði
hún aldrei þurft að sjá fyrir henni
sjálf. Foreldrar hennar sáu um
telpuna og ólu hana upp.
Svo mér hefur dottið í hug að
fólk eins og þessi umtalaða kona
og aðstandendur tilvonandi einka-
skóla hafi ekki næga þekkingu á
gildi peninga yfirleitt vegna
þeirra skoðana sem komið hafa
fram hjá þeim. Ég held að þeim
þætti meira en nóg um ef þeir
þyrftu sjálfir að greiða þessa upp-
hæð af sínum eigin launum og í
framhaldi af því að þeir foreldrar,
sem láta börnin sín í þennan
skóla, gæti farið svo að margt for-
eldrið þyrfti að svelta.
Ég vil að þetta sjónarmið komi
fram vegna þess hversu mikið hef-
ur gengið á hjá kennurum undan-
farið varðandi launamál. Það sem
koma myndi í hlut hjá aðstand-
endum skólans ef þeir hefðu 100
nemendur yfir veturinn væri
krónur 2.880.000. Þær fá greidd
laun fimm kennara frá ríkinu.
Þær fá allar bækur fyrir nemend-
urna frá ríkinu eins og aðrir fá.
Þær fá gefna eftir húsaleigu frá
borginni eftir því sem ég best veit.
Manni virðist því að þarna standi
eftir ansi drjúg fjárhæð.
rsni
PíhB 81811
Þakkir fyrir
fagran söng
Árni Gunnlaugsson skrifar:
Það var sannarlega úrvalskór,
„Celebrant Singers", sem sýndi
landi og þjóð þann sóma, og það á
ári æskunnar, að koma hingað í
heimsókn á dögunum og halda
ókeypis tónleika átta sinnum við
mikla hrifningu áheyrenda. Ung-
mennin, 22 talsins, eru frá 24
fylkjum og 13 kirkjudeildum í
Bandaríkjunum og hafa þegar
heimsótt um 25 þjóðlönd. Sagt er,
að um tvær milljónir manna hafi
þegar sótt tónleika kórsins víða
um heim. Stjórnandinn er pólskur
og áhrifamikill prédikari.
Það er ekki aðeins, að þessi
ungmenni flytji óvenju fagra tón-
list, heldur var öll sviðsframkoma
þeirra til fyrirmyndar. Og vitnis-
burður þeirra um „fyllingu gleð-
innar í nærveru guðs“ hlýtur að
hafa vakið aðra til umhugsunar
um fagnaðarboðskapinn.
Hápunktur tónleikahaldsins var
um eitt þúsund manna samkoma í
Broadway sl. mánudagskvöld,
áhrifaríkt kvöld, þegar stóri
skemmtistaðurinn varð að kirkju.
Hlýtur það að hafa verið ógleym-
anleg upplifun fyrir marga, sem
þar voru viðstaddir.
Þakkir eru hér fluttar fyrir söng
og hljóðfæraleik, sem seint mun
úr minni líða, og ekki síður er
þakkað þeim Fíladelfíumönnum,
sem sáu um móttöku hópsins og á
sinn hátt komu því til leiðar að
þessir óvenjulegu tónleikar áttu
sér stað hér á landi.
Það vill svo oft gleymast að
þakka það, sem vel er gert. Því eru
þessar línur skrifaðar með þeirri
von, að uppskeran af kristilegu
starfi þessara góðu gesta verði
sem rikust og vísi öðrum á þá leið
hamingjunnar, sem þau hafa
fundið.
Góð
þjónusta
Hagkaups
Kona úr Kópavogi, skrifar:
Ég get ekki stillt mig um að
vekja athygli á góðri þjónustu
Hagkaups í Skeifunni. Ég keypti
þar lifur í Sambandspakkningu og
utan á stóð lambalifur. Þegar ég
hins vegar opnaði öskjuna kom í
ljós að í henni voru nýru. Nú voru
góð ráð dýr, ég búin að bjóða
Óréttlæti hjá
sjón-
varpinu
Sóley skrifar:
Kæri Velvakandi:
Ég hef mikinn áhuga á skíðum.
Ég hef því miður rekið mig á mik-
tveimur í mat og klukkan orðin
sex, svo ég ákvað að hringja í Hag-
kaup og segja frá þessu.
Ég fékk samband við karlmann
og segi honum farir mínar ekki
sléttar. Hann segist nú lítið geta
gert fyrir mig, því hann eigi bara
frosna lifur og ekki noti ég hana í
kvöldmatinn, en spyr jafnframt
hvort ég vilji eitthvað annað í
staðinn. Ég segist þá gjarnan vilja
hakk eða eitthvað fljótlegt og seg-
ist hann þá skuli senda mér
nautahakk og 15 mín. síðar kom
piltur með tæpt kíló af nauta-
hakki. Þetta tel ég frábæra þjón-
ustu af hálfu fyrirtækisins og
ítreka þakkir, enda hefur mér allt-
af líkað vel að versla í Hagkaup.
ið óréttlæti milli barna og fullorð-
inna og kemur það vel fram í
íþróttaþætti sjónvarpsins.
Svo ég æði nú úr einu í annað,
þá langar mig til að þakka Morg-
unblaðinu fyrir frábæra grein um
Andrésar Andar-leikana núna
þann 24.-27. apríl sl. En, ég held
bara að ég sleppi því að þakka
sjónvarpinu fyrir þessar tvær
mínútur í fréttunum. Mig langaði
bara að koma þessu á framfæri.
Endur-
sýnið
þáttinn
Kin úr Árbænum skrifar:
Kæri Velvakandi:
Ég er hér einn Duran Duran-að-
dáandi og vil biðja ykkur að
endursýna þáttinn með þeim því
margir myndu þiggja að sjá hann
aftur.
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspumir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.