Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
SÁ STÓRI má ekki sleppa þó hann geri það ædi oft. Þessi hrausti
Norðmaður gat ekki hugsað sér að sjá af laxinum sem hann hafði þreytt
langa lengi í ánni Gaulu, laxinn losnaði af, en sá norski stakk sér til
sunds og náði laxinum eftir harðan leik. Myndin er úr blaðinu Vi Men.
Laxá á Ásum: Miklar
göngur, góð veiði
„Það fóru að koma miklar
göngur upp úr mánaðamótun-
um og síðan hafa veiðst þetta
15—20 laxar á dag, við vorum i
ánni í gær og fengum 15 laxa
upp í 14 pund en þó var sól og
blíða, ekki besta veiðiveðrið,"
sagði Hjalti Þórarinsson lækn-
ir og landeigandi við Laxá á Ás-
um í samtali við Morgunblaðið
í gær. Sagði hann 104 laxa hafa
verið komna á land um mán-
aðamótin, en nú mætti ætla að
komnir væru um 180—190 lax-
ar úr ánni miðað við veiðina
síðustu daga.
„Þetta var alls ekki svo smár
fiskur, mest 6—10 punda laxar,
og margir lúsugir. Við fengum
lax alveg upp i Mánafoss og þar
er fullt af laxi, annars hefur
veiðst neðst neðar, í Dulsum,
Klapparfljóti og þar í kring,"
bætti Hjalti við. Aðeins er veitt
á tvær stangir í Laxá á Ásum.
Líflegt í Veiöivötnum
og stór fiskur
„Veiðin í Veiðivötnum hefur
gengið yfirleitt nokkuð vel þó
alltaf sé mismur.andi frá manni
til manns hvað aflast vel. En í
heild hefur veiðin verið í góðu
meðallagi og sérstaklega ber að
geta hvernig gengið hefur í
Hraunsvötnum. Þar er farið að
veiöast sérstaklega vel og ekki
síst fyrir þær sakir, að sá fiskur
sem þar veiðist er gríðarlega
vænn, það veiðist vart urriði
þar undir 6 pundum og þeir
hafa fengist allt upp í 11 pund,*4
sagði Guðni Kristinsson hrepp-
stjóri að Skarði á Landi í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Guðni sagði allt svæðið opið
nú og stangir væru 40 talsins á
dag. Veiðin er hér og þar þó
Hraunsvötnin njóti mestu vin-
sældanna, „það veiddist alltaf
mesta magnið í Stóra Foss-
vatni, en fiskurinn var líka
smæstur þar. Menn fengu
stundum 30—50 stykki á
klukkustund. Nú er þetta
breytt, það er minna af fiski í
vatninu og það sem veiðist er
miklu stærri fiskur. Þá er einn-
ig stórfiskavon í Litla Sjó. Það
er ekki farið að veiða mikið þar
enn sem komið er, ísinn fer yf-
irleitt, seint af því, en nú bregð-
ur svo við að það er fyrir
nokkru orðið autt og miklir hit-
ar hafa verið þarna á hálend-
inu. Það er gífurlega stór fiskur
í Litla Sjó, meðalþunginn eins
og í góðri laxveiðiá. Við drógum
á þar fyrir klak í fyrrahaust og
fengum mikið af rígvænum
fiski, þar á meðal tvo 16 punda
urriða," bætti Guðni við.
Veiðiréttareigendur í Veiði-
vötnum hafa komið upp 7 veiði-
mannabústöðum síðustu árin
og hýsa þau hvert um sig frá 6
og upp í 12 manns. Hús þessi
njóta gífurlegra vinsælda og
þarf að panta þau með góðum
fyrirvara. Flestar helgar í sum-
ar eru þéttsetnar, en stundum
er hægt að fá veiðileyfi í miðri
viku. Eru leyfin seld í Skarði og
þar er húsunum einnig úthlut-
að. Þá eru einnig seld í Skarði
veiðileyfi í Frostastaðavatn,
Eskihlíðarvatn, Ljótapoll og
Herbjarnarfellsvatn. Guðni í
Skarði sagði að ýmsir hefðu
veitt prýðilega í þessum vötn-
um að undanförnu, en það er
frekar stutt síðan að fært varð
til þeirra. Urriði, góður fiskur,
er í tveimur síðastnefndu vötn-
unum, en bæði urriöi og bleikja
í hinum tveim. Veiðimenn við
þessi fjögur vötn geta gist í
veiöimannahúsi við Land-
mannahelli.
Um 80 úr Blöndu
Veiðin hefur verið heldur
dauf í Blöndu, en veiðin þar
hófst í byrjun síðasta mánaðar.
Nú eru komnir eitthvað rétt
rúmlega 80 laxar á land úr ánni
og eru það heldur dauf afla-
brögð miðað við það besta sem
menn þekkja í þeirri á. Þess má
geta, að veiði hófst í Svartá á
mánudaginn, 1. júlí, en í gær
hafði aðeins frést af einum laxi
sem hafði veiðst þar.
Tjarnarskóli:
Tillaga um að skól-
inn fengi ekki inni í
Miðbæjarskóla felld
ALLSNARI'AR umræður urðu á síðasta fundi borgarstjórnar fyrir sumarleyfi
um nýstofnaðan einkaskóla, Tjarnarskóla. Það var Þorbjörn Broddason,
varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, sem hóf umræðuna, en allir fulltrúar
minnihlutans sem til máls tóku lögðust gegn því að skólinn fengi húsnæði
hjá Reykjavíkurborg. Tillaga þessa efnis var hins vegar felld.
Minnihluti borgarstjórnar
gagnrýndi harðlega vinnubrögð
formanns fræðsluráðs, Ragnars
Júlíússonar, og Davíðs Oddssonar,
borgarstjóra. Bentu þeir á að
fræðsluráð hefði ekki fengið að
fylgjast með og sökuðu tvo áður-
nefnda borgarfulltrúa um læðu-
pokahátt og vélabrögð. Ragnar
Júlíusson svaraði því til að það
væri ekki í verkahring fræðslu-
ráðs að veita leyfi til skólarekst-
urs, heldur væri það menntamála-
ráðuneytið. Það kemur fyrst til
kasta fræðsluráðs þegar skólinn
hefur verið stofnaður.
Þorbjörn Broddason sagði að
með því að halda málinu út af
fyrir sig svo vikum skipti hefði
Ragnar gengið ansi nálægt því að
brjóta trúnað þeirra sem í
fræðsluráði sitja. Davíð Oddsson
benti á að hér væri einungis verið
að ráðstafa nokkrum fermetrum
sem borgin gæti vel verið án. Slíkt
gerist í hverri viku.
Varafulltrúi Alþýðubandalags-
ins, Þorbjörn Broddason, sem sæti
á í fræðsluráði, taldi það firru að
halda því fram að allir gætu, óháð
efnahag sent börn sín í Tjarnar-
skóla og greitt fyrir þau uppsett
skólagjöld, eins og t.d. forsvars-
menn skólans hefðu haldið fram.
Fólki með slíka dómgreind er ekki
treystandi fyrir því að reka eða
sjá um skóla. Þorbjörn tók það
fram að hann vildi ekki banna
fólki að setja upp skóla. En þá
ættu þeir sem að honum standa að
greiða sjálfir rekstur hans, en ekki
ríkissjóður.
Ingibjörg Rafnar, fulltrúi Síálf-
stæðisflokksins, svaraði Þorbirni.
Skólagjöld í Tjarnarskóla verða
um 3.200 krónur á mánuði, en til
samanburðar má nefna að þeir
foreldrar sem hafa börn sín á
dagheimilum borgarinnar þurfa
að greiða 3.400 krónur mánaðar-
lega. Fyrir börn sem eru hjá dag-
mæðrum eru rúmlega 6.000 krón-
ur greiddar.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði að ótrúlegar meinlokur
kæmu fram í málflutningi minni-
hlutans, enda hengdu þeir sig f
snöru fordóma. Benti hann á að
auðvitað ættu þau börn sem koma
til með að sækja Tjarnarskóla rétt
á að fá greitt úr sameiginlegum
sjóði landsmanna, sem ætlaður
væri fyrir menntun. Eða á
kannski að refsa þeim fyrir að
vilja prófa eitthvað nýtt, spurði
borgarstjóri.
1 máli talsmanna minnihlutans
kom fram að með stofnun um-
rædds skóla væri verið að ganga í
berhögg við það jafnrétti sem ríkt
hefur í skólamálum tslendinga. Þá
vildu þeir ekki leggja að jöfnu
starfandi einkaskóla og þann sem
nú tekur að öllu óbreyttu til starfa
á hausti komanda.
Eins og áður segir var tillaga
frá minnihlutanum um að ekki
verði látið af hendi húsnæði til
Tjarnarskóla felld. Áður hafði
Ragnar Júlíusson, formaður
fræðsluráðs, bent á, að skólinn
fengi til afnota fjórar kennslustof-
ur í Miðbæjarskóla og myndi ekki
þrengja á nokkurn hátt svigrúm
annarra skóla, fjárhagslega eða
húsnæðislesra.
Opið í dag 1—4
Hefur þig ekki alltaf langaö
aö eignast torfærubíl ...
en ekki lagt í þaö vegna verðsins?
hefur okkur tekist aö
verðið úr 420.
Standardútgáfa
af Lödu Sport
meö ryðvörn
255.000
með tollaeftirgjöf
P.S.:
Viö bjóðum
aö auki
okkar rómuðu
greiöslukjör.