Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
43
Gætum þessarar myndar
Séra Hcimir Steinsson skrifar:
Þingvellir við Öxará virðast
meiri sjóður myndefnis en flestir
staðir hérlendis aðrir. Snillingar
hafa tekið hver öðrum fram við að
mæra grenndina þar í málverkum
og ljósmyndalist. Engin þurrð er á
gersemum þeim.
Allt að einu er svo að sjá sem
eitt efni verði öðrum ofar á baugi,
þegar kannaður er hugur almenn-
ings til þess „helgistaðar allra ís-
lendinga," sem Þingvellir nefnast í
lögum. Það er Þingvallastaður
sjálfur, kirkja og bær. Engin
mynd birtist oftar, hvort heldur
litið er til dagblaða, póstkorta eða
annarrar þeirrar alþýðlegrar
myndasmíði, er víðast seilist.
Margt bendir til, að Þingvalla-
staður sé eins konar samnefnari
þjóðarhelgidómsins í vitund
landsmanna.
Þingvellir eru einingartákn.
Brýnt er, að enginn skuggi falli á
það merki. Þeir, sem vilja taka
þátt í varðveizlu þess auðs, er þar
liggur falinn, kappkosta jafnan að
sýna Þingvöllum virðingu.
Þetta á einnig við um myndina
af Þingvallastað. Best hentar að
dreifa henni í jákvæðu augnamiði
einvörðungu, til gleði og uppbygg-
ingar. Fáir munu telja við hæfi, að
dagblöð tengi þessa mynd um-
kvörtun vegna einkareksturs, sem
alls ekki varðar Þingvallastað.
Hitt mun betur til fallið að slá
skjaldborg um hina fábrotnu
mynd og leyfa henni óáreittri að
njóta þeirrar einstöðu, sem hún
bersýnilega hefur áunnið sér und-
angengna hálfa öld.
Með vinsamlegri kveðju.
Heldur öfgafullir
aðdáendahópar
2840—0101 skrifar:
Ég get ekki lengur orða bundist
yfir rifrildi aðdáanda hljómsveit-
anna Duran Duran og Wham.
Þetta er nú farið að ganga út í
öfgar. Wham-aðdáendur hafa tví-
vegis fengið það framan í sig í
fjölmiðlum að George Michael sé
með hárkollu eða hártopp. Þar að
auki segja þeir sem slá þessu fram
að þeir hafi fréttir sínar eftir
áreiðanlegum heimildum. Mér og
eflaust fleirum þætti gaman áð
sjá þessar heimildir.
Jæja, þá er víst best að láta
meðlimi Duran Duran fá sinn
skerf af árásum á útlitið. Ég tek
sem dæmi John Taylor. Maðurinn
hefur ferkantaða höku. Það mælir
enginn á móti því.
Þá er komið að tónlistinni. Það
er alltaf verið að fullyrða að
Wham spili sykurpopp sem ekkert
er varið í. Ég vil benda þeim sem
fullyrða það að á fyrri plötu þeirra
félaga, „Fantastic", er að finna
lög, stórgóð lög, sem eru alls ekki í
líkingu við sykurpopp. Því hefur
verið slegið fram að Duran Duran
spili bara lög sem fjalli um ofbeldi
og annað slíkt. Það getur vel verið
að sum lögin fjalli um það, en alls
ekki öll.
Þessar báðar hljómsveitir spila
góð lög. Yrkisefnið er bara í fæst-
um tilfellum það sama og því
verður ekki breytt.
Enn og aftur byrja ég á því að
skamma Duranista. Þeir og reynd-
ar fleiri halda því fram að margir
haldi einungis upp á Wham vegna
þess að þeim finnist George
Michael sætur. Allt í lagi. Það get-
ur vel verið. En, hafið þið sumir
Duranistar litið í eigin barm? Það
tel ég mjög hæpið vegna þess að
margir halda upp á Duran Duran
bara vegna náunga í hljómsveit-
inni, sem ber nafnið John Taylor.
Jæja, nú vil ég biðja aðdáendur
þessara beggja hljómsveita að
hætta að rífast. Það þjónar engum
tilgangi.
Að lokum styð ég þá tillögu að
fá „Frankie goes to Hollywood"
eða „U2“ á Listahátið.
Þessir hringdu . .
Tíu sæludag-
ar að Ási
í Hveragerði
Elísabet, Friðrikka og Hólmfríð-
ur hringdu:
Það verður aldrei fullþakkað
það sem Gísli Sigurbjörnsson að
Ási í Hveragerði hefur gert fyrir
fullorðna folkið. Þarna eru öll
þægindi í vistlegum húsakynn-
um, góð rúm, gott viðmót hjá öll-
um þeim sem þjóna gestunum.
Heima í húsinu er matur og
kaffi til morgunverðar og eftir-
miðdags, en heitur matur í
matsal að Ási í hádegi og á
kvöldin. Sjónvarp og útvarp er á
hverjum stað og við, sem þessar
línur rita, þökkum Gísla frá-
bæra sælu- og hvíldardaga i
Hveragerði, dagana 11. til 20.
júní sl.
Með kveðju til alls vistfólks og
starfsfólks.
Eigin fáni
Vestfjarða
ísfirðingur hringdi:
Yfirleitt eru Vestfirðirnir
skildir eftir þegar talað er um að
hinir ýmsu hópar, leikhópar og
aðrir góðir hópar, ætli nú að
fara hringinn í kringum landið
með sýningar sínar. Farin var
hringganga í kringum landið, en
Vestfirðirnir skyldir eftir. Nú
hringvegurinn er utan Vest-
fjarða. Þegar spáð er til veðurs
er talað um Vesturland, Norður-
land, Austurland, en Vestfirðir
eru útundan.
Nú langar mig til að spyrja
ábyrga aðila hvort nokkuð sé til
í því sem hann Reynir Pétur
sagði er hann fór hringveginn,
að Vestfirðirnir væru nú hálf-
partinn að klofna frá og þyrftu
þeir því að fara að huga að eigin
fána. Við, Vestfjarðafólk, virð-
umst vera að týnast frá lands-
byggðinni.
Sjónvarp
næstu viku
Olafur Þorsteinsson hringdi:
Til er þáttur í sjónvarpinu
sem kallast „Sjónvarp næstu
viku“ og er þar kynnt dagskrá
sjónvarps þá viku. Hvað á að
kalla vikuna þá sem kemur á eft-
ir vikunni, sem er að líða?
Lax-veiði-leyfi
í Sogi
í landi
Þrastalundar
Konungurinn er mættur
en þig vantar á svæöiö til
þess aö hægt sé aö flauta
leikinn á.
Allar upplýsingar í Veit-
ingastofunni Þrastalundi
v/Sog. Spyrjiö um Hörö í
síma 99-1074.
P.s. hringdu strax í dag.
. o
Nýgalvi HS 300
Unnt er að spara ómældar upphæðir
með því að fyrirbyggja eða stööva tær-
ingu. NÝGALVI HS 300 frá KEMITURA í
Danmörku er nýtt ryðvarnarefni á ís-
lenskum markaði.
• Ekki þarf að sandblása eöa gljáslipa undirlaglð. Vatnsskolun undlr háþrystingi
eða virburstun er tullnœgjandi.
• Fjarlaaglð aðeins gamla málnlngu, laust ryð og skánir, þerrið flötinn og málið
meö nýgalva.
• Þótt nokkurt ryð og raki sé á undirlaginu veikir þaö ekki ryðvömtna sé nægilega á
boriö.
• Nýgalvf tyrirbyggir tæringu og stöövar frekarl ryömyndun. fyrirbyggir bakteriu-
gróöur og þörungagróöur. Skelfisk festir ekki vlö flðtinn.
• Nýgalvi er tilbúinn til notkunar i dosum eöa tötum. hetur ótakmarkaö geymsluþol
á lager, boriö á meö pensli eöa úöasprautu.
• Hverl kg þekur 5—6 m' só boriö á meö pensli og 6—7 m’ ef sprautaö er.
• Venjulega er fuilnægjandi aö bera á tvö lög af nýgalva. Þegar málaö er á rakt
ytirborö eöa í mjög röku lofti, t.d. úti á sjó, er ráólagt aö mála 3 yfirteröir. Látiö
liöa Ivær stundir milli yflrferöa.
• Hltasvlö nýgalva er .40 °C til 120°C.
• Nýgalvi er ekki eitraöur og er skrasettur at framleiöslueftiriitinu og vinnueftlrtltinu
i Danmörku.
• Galvanhúö meö nýgalva er jafnvel ennþá betri og þolnari heldur en venjuleg
heltgalvanhúöun.
• Henlar alls staöar þar sem ryð er vandamál: turnar. geymar, stálvirki, skip, bátar,
bílar. pipur, möstur. giröingar, málmþök, loftnet, verktakavéiar, landbunaöarvélar
og vegagrindur
Smásala
Liturinn,
Síöumúla 15,
105 Reykjavík.
Sími84533.
STÁLTAK
Borgartúni 25,
105 Reykjavík.
Verktaki Umboð á íslandi
Selverk sf., og heildsala
Súöarvogi 14, SKANIS HF.,
104 Reykjavík. Norræn viöskipti,
Sími 687566. Laugavegi 11,
101 Reykjavík.
Sími 21800.
Sími 28933.