Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
17
I msjón (luómundur (lUÓjónsson
Tilviljanir til-
viljanakenndar
FYRIR nokkrum árum var Laxá í Aðaldal hreinlega vaðandi í laxi og eitt af
betri sumrunum bar þar að garði veiðimann sem þekkti vel til Laxár, en var
þó ekki að sama skapi vanur veiðimaður. Eitthvað hafði hann fengist við
stangaveiði og ávallt í Laxá.
Það var mikill lax í ánni, sér-
staklega fyrir neðan Æðarfossa og
í Kistukvísl. Menn veiddu mikið og
stóra laxa oftast nær. Vini vorum
gekk hins vegar illa, það var ekki
svo mikið sem kroppað í beituna
hjá honum. Síðasta morguninn
átti hann að veiða á besta svæð-
inu, þannig að hann hugsaði eðli-
lega gott til glóðarinnar. Hann
þekkti líka hvað best Kistukvísl-
ina. Hann átti þó ekki Kvíslina
fyrr en síðari hluta morgunsins,
og varð ekki var í Strengnum og á
Breiðunni, þó var vaðandi lax um
allt og er hann skipti við félaga
sína, höfðu þeir ekkert dregið úr
Kvíslinni. Það fór því heldur um
okkar mann, en hann reyndi að
banda frá sér vonleysinu og pauf-
aðist upp með Kvíslinni. Svo var
hún þrædd niður eftir og rennt
hér og hvar og alls staðar. Það var
nóg af laxi þarna og hann lagði
maðka sína hreinlega á nasirnar á
þeim, en ekkert gekk.
Hann nálgaðist nú Kistuhyl óð-
fluga og var orðinn áhugalaus og
argur, kæruleysið sýndi sig i að
maðkurinn var nú slitra ein og
hann hirti ekki lengur um að
krækja önglinum í lykkju er hann
færði sig milli staða, heldur leyfði
beitunni að vingsa hættulega til
og frá á drjúgum línuspotta. Allt í
einu rak hann tána í stein og datt
heldur en ekki fram fyrir sig og á
höfuðið, þetta gerðist svo skjótt að
hann gat á engan hátt borið hend-
ur fyrir sig og þarna hruflaði
hann sig töluvert og reif. Stöngin
kastaðist aðeins fram fyrir hann.
Ekki varð þetta til að bæta skapið
og ragnandi brölti hann á fætur
og sveið í rispurnar og marblett-
ina, vestið var rifið, polaroid-
gleraugun brotin. Stöngin var þó
ósködduð og nú seildist hann eftir
henni. En hún hrökk undan og
stefndi á ána. Hvar var nú að ske?
Hann náði stönginni á síðustu
stundu með því að kasta sér flöt-
um og grípa hana áður en hún
hvarf út í ána. Það var lax á, á því
var enginn vafi og eftir að hafa
áttað sig á öllu saman, glímdi
hann við fiskinn um hríð og land-
aði svo 13 punda hæng, grálúsug-
um. Maðkaslitran hafði dottið í
ána, fast við land er hann datt og
missti stöngina. Aðdýpi var mikið
og þar beið einn með opinn munn-
inn...
Vinur vor fór því ekki heim með
öngulinn í endanum eins og á
horfðist og allir voru sammála um
að tilviljanir geta sannarlega ver-
ið tilviljanakenndar...
ist út af hjólinu, lax stökk með
fluguna í kjaftvikinu. Eftir á
mundi sá bandaríski ekkert hvað
gerst hafði, slík var geðshræring-
in. Nema hvað tíu mínútum síðar
landaði hann sínum fyrsta laxi, 5
punda hrygnu, hinum fallegasta
fiski.
Bandaríkjamaðurinn hélt glað-
ur til síns heima, en vegna ein-
hvers tímaskorts varð ekki úr að
hann tæki laxinn með sér, honum
var komið fyrir í íshúsi og vinur-
inn íslenski tók að sér að koma
honum vestur um haf við fyrsta
tækifæri. En íslendingurinn hafði
einhvern veginn ekki gripið al-
mennilega hvað laxinn hafði verið
stór, þ.e.a.s. ekki nákvæmlega. Að
vísu hafði honum skilist á vini sín-
um að laxinn hefði verið „rosa-
legur“ og þó hann vissi að það
væri óhætt að deila í lýsingarorð-
in með tveimur þá varð hann samt
undrandi er hann fékk afhentan í
íshúsinu 18 punda lax (í misgrip-
um að sjálfsögðu). Hann sendi
iaxinn vestur um haf og svo liöu
nokkrar vikur.
Svo hringdi síminn einn daginn.
Það var sá bandaríski. „Heyrðu
vinur,” sagði hann, „það hljóta að
hafa orðið einhver mistök með
laxinn, minn var ekki svona stór.“
Eitthvað hummaði vinurinn og
stakk svo upp á því að hann gengi
í málið og reyndi að fá leiðrétt-
ingu þó hann vissi að slíkt hlyti að
vera erfitt viðfangs. „Nei, nei vin-
ur, vertu ekkert að því. Það kom
sér í raun og veru vel að þú sendir
mér svona stóran fisk. Hann pass-
aði ágætlega við sögurnar sem ég
var búinn að segja vinum mín-
um...“
Vinabæjafundiir
á Sauðárkróki
SauAárkróki, 4. Júlf.
FIJNDUR bæjarfulltrúa frá vinabæjum Sauðárkróks á Norðurlöndum hefst
hér á morgun. Sitja hann 40 fulltrúar frá Kongsberg í Noregi, Koge í
Danmörku, Esboo í Finnlandi og Kristianstad í Svíþjóð auk bæjarfulltrúa
Sauðárkróks. Slíkir fundir eru haldnir árlega til skiptis í vinabæjunum og er
þetta í annað sinn, sem fundur er haldinn hér.
Aðalefni fundarins að þessu
sinni verður þáttur sveitarfélaga í
atvinnulífi. Þórður Þórðarson
bæjarstjóri mun flytja erindi á
fundinum, sem hann nefnir
„Þátttaka Sauðárkróks í uppbygg-
ingu atvinnulífsins" og Árni
Ragnarsson arkitekt fjallar um
þróun Sauðárkróks.
Gestunum verður kynnt starf-
semi fyrirtækja á staðnum, eink-
um i fiskiðnaði, en einnig munu
þeir skoða Steinullarverksmiðj-
una, sem tekur til starfa innan
skamms.
Fundinum, sem haldinn er í
Safnahúsi Skagfirðinga, lýkur á
sunnudag.
—Kári.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Suðufíttinss
Stálgæði: St. 35 - DIN 50049 - 2.2 - DIN 2615
Beygjur
2zzz:
Té
Stærðir: 1” - 10”
SINDRA
STÁLHF
Ðorgartúni 31 sími 27222
ftAÐERENaNSPURNING,
HJÓLIN FFÁ ERNINUM
STANDA
UPPUR
. . Reiðhjólaverslunin _
ORNINNt*
Spítalastíg 8 og við Óóinstorg símar: 14661,26888
©/GORI 88 VIÐARVÖRN
GORI 88, er
þekjandi fúavörn
sem slettist hvorki
né drýpur
GO«