Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 Handavinnupokinn Vegna fjölda óska sem borizt hafa í bréfum til Dyngjunnar um meiri handavinnu býð ég ykkur í dag eina létta uppskrift. Nú er í tízku að vefja snúnu bandi um höfuð eða háls, eða jafnvel nota það sem belti. Oftast er þetta búið til úr efni, sem er í stíl við dragtina, kjólinn o.s.frv. En því ekki að prjóna sér band, röndótt meira að segja, og hver velur sína liti? Uppskriftin er svona: Garn: fínt perlugarn (f. prjóna nr. 2'A) um það bil 50 g af hverjum lit 2 prjónar nr. 2'k Breidd um 21 sm Lengd um 2 m Prjónaþéttleiki um 30 lykkjur á breiddina = 10 sm Prjónaþéttleiki um 40 lykkjur á lengd (hæð) = 10 sm Litir í þessu bandi eru fagurblátt, gult, ljósblátt og hvítt, en þið veljið liti sem ykkur hentar. Fitjið upp með bláu 80 1. og prjónið slétt prjón (1. umferð slétt, til baka brugðið). í byrjun á hverri sléttri umferð er einni lykkju aukið við, og ein felld af í lok umferðar. Aukning og affelling eru gerðar 1 1. frá kantinum. Prjónið til skiptis 16 umferðir af hverjum lit þar til stykkið er 60—70 sm (síðasta umf. í hvítu). Svo er prjónað aftur jafnlangt stykki, 10 umf. með hverjum lit og endað með hvítu. Og að lokum þriðja stykkið jafnlangt, 2 umf. með hverjum lit. Fellið laust af. Gangið frá öllum endum Pressið lauslega með röku stykki Þvottameðferð: Þvoið í höndunum Svo fáið þið ykkur eyrnalokka við, og þið eruð alveg í nýjustu tízku, hvort sem þið notið þetta sem höfuðband, hálsklút eða um mittið (sbr. myndirnar). Leikhópurinn „Lyst-auki“ i einu atriði Björnsins. Ljósmynd Þorkell - • Nýjung í rekstri Gauks á Stöng: Tjekov á Stöng í JÚLÍMÁNUÐI mun Gauk- ur á Stöng lyfta upp stemmn- ingunni á kránni og er á ferð- inni nýjung í veitingahúsa- rekstri hérlendis. Hér er um að ræða leik- þátt sem sýndur er matar- gestum meöan snætt er og sagði Árni Vilhjálmsson stjórnarformaöur Gauks aö leiksýningar sem þessar hefðu rutt sér mjög til rúms erlendis undanfarin ár. Hér er á ferðinni leikhópurinn „Lyst-auki“, en í honum eru Barði Guðmundsson, Rósa Guð- ný Þórsdóttir og Þór Tulinius. ÖIl burtskráðust þau frá Leik- listarskóla íslands á þessu vori. Sýndur er einþáttungurinn „Björninn-brandari", sem er í léttum dúr, saminn árið 1888 af rússneska skáldinu Anton Tjek- ov. Þýðingu verksins annaðist Kári Halldór Þórsson. Björninn fjallar um unga, vel efnaða ekkju, aldinn þjón hennar og landeiganda, sem ryðst inn í sorg þeirra og krefst greiðslu á skuldum hins látna. Bæði hafa ekkjan og landeigandinn afneit- að hinu kyninu vegna slæmrar reynslu beggja en náttúran segir til sin. Að sögn Árna verður boðið upp á sýninguna sem ábót með mat í neðri sal að kvöldi mánu- dags, þriðjudags og miðviku- dags. „Við opnum salinn fyrir sýningargesti kl. 18.00. Hægt er að velja úr fjórum réttum á mat- seðlinum, sem eru bornir fram kl. 19.00, en sjálf sýningin hefst kl.20.00. Ég vil þó benda á að Hárgreiöslusýning verður haldin í Broadway á morgun, sunnudag. Gestir sýningarinnar verða þrír þýskir hárgreiðslumenn sem eru að koma úr sýningar- ferð um Bandaríkin, segir í fréttatilkynningu frá Sam- bandi hárgreiðslu- og hár- skerameistara. boðið verður upp á matseðil hússins í efri sal frá kl. 18.00—21.00 eða meðan neðri salurinn er lokaður öðrum en sýningargestum." Sýningar verða frá 8.-24. júlí en enn er óráðið hvort framhald verður á sýningunum eftir þann tíma. „Ef vel gengur verður ef til vill einnig hægt að fá mat með leikþætti í hádeginu um helgar í ágústmánuði en þó er of snemmt að spá um það á þessari stundu.“ Sýning þessi er haldin til styrktar landsliðinu í hár- greiðslu og hárskurði sem nú undirbýr sig fyrir Norður- landakeppni sem haldin verður í Noregi í ágúst. Herbert Guðmundsson söngvari mun kynna lög af væntanlegri plötu sinni á sýn- ingunni. Hárgreiðslusýn- ing í Broadway Happdrætti Sjálfstæðisflokksins I Dregið í kvöld I Vinsamlega geriö skil á heimsendum miöum. Afgreiöslan er í Valhöll, I Háaleitisbraut 1. Opin kl. 9—22. Sími 82900. I Sækjum Sendum I Sjálfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.