Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 "1 Nýtt tæki til sjúkdómsgreiningar 16. ársþing norrænna ónæmisfræðinga var haldið fyrir nokkru í Menntaskólanum við Hamrahlíö í Reykjavík, en þetta var í fyrsta sinn, sem slík fundahöld fóru fram hér á landi. í tengslum við þingið var haldiö þriggja daga námskeið um sameindaerfðafræði og ónæmis- fræði og hvernig þessar greinar skarast, en í sameiningu mynda þær burðarás svonefndrar nýlíftækni. Margir telja, að nýlíftækni sé í þann veginn aö valda byltingu á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega í baráttunni við krabbamein, hjarta- og æðasjúkdór ofnæmi og liðagigt. Má nefna, að skyldleiki AIDS-veirunnar og visnuveiru í sauðfé uppjjotv- aðist með aðferðum nýlíftækninnar, sem efldi skilning á báðum sjúkdómunum. Þátttakendur á þinginu voru alls um 300, þar af um 70 íslend- ingar. Fjöldi fyrirlesara var á námskeiðinu, þar á meðal ýmsir af fremstu vísindamönnum heims á sviði nýlíftækni. BECTON DICKINSON Á meðan á 16. ársþingi nor- rænna ónæmisfræðinga stóð, voru ýmis fyrirtæki með sýningu á lækningatækjum í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Eitt þeirra var fyrirtækið Becton-Dickinson, en það var stofnað 1897 í Bandaríkj- unum af H.W. Becton og F.S. Dickinson. Upphaf þess má rekja til framleiðslu hitamæla fyrir heilbrigðisþjónustuna. Dótturfyr- irtæki Becton-Dickinson eru nú yfir 30 og verksmiðjur á sjöunda tug. Fyrirtækið starfar að rann- sóknum og framleiðslu tækja fyrir læknavísindin. Becton-Dickinson hefur m.a. haslað sér völl á sviði ónæmisfræði. Dr. Noel L. Werner er tæknilegur framkvæmdastjóri þessa hluta fyrirtækisins, en hann var staddur á ársþingi norrænu ónæmisfræðinganna. Aðrir full- trúar Becton-Dickinson á þinginu voru Peter Áberg markaðsstjóri Norðurlanda og Carmen Rousso markaðsstjóri annarra landa Evr- ópu, en umboðsmaður þeirra á ís- landi um 20 ára skeið er íslensk- Ameríska verslunarfélagið hf. Um miðjan október 1984 til- kynnti sænska Nóbelsverðlauna- nefndin, að verðlaun á sviði lækn- isfræði yrðu veitt þremur vísinda- mönnum, sem væru brautryðj- endur á sviði ónæmisfræði. Nefnd- in veitti Dananum Niels K. Jerne verðlaun fyrir kenningar sínar um sérhæfni ónæmissvörunar og stjórnun ónæmiskerfis mannslík- amans. Þá veitti nefndin Þjóðverj- anum George Köhler og Argen- tínumanninum César Milstein saman verðlaun fyrir aðferð þeirra til framleiðslu á einstofna mótefnum (monoclonal antibodi- es). Það er einmitt aðferð Köhler og Milstein sem Becton-Dickinson nýtir til framleiðslu einstofna mótefna, sem fyrirtækið selur til rannsókna um víða veröld. ÓNÆMISKERFIÐ ónæmiskerfi mannslikamans er margslungið og verða aðeins allra grófustu drættir þess dregnir upp hér auk þess sem aðferð Köhler og Milstein verður lítillega lýst. Er slíkt nauðsynlegt til þess að gefa betri mynd af Becton-Dickinson, en fyrirtækið er alþekkt fyrir framleiðslu sína á sviði ónæmis- fræði. ónæmiskerfið ver líkamann gegn utanaðkomandi efnum, sem tekst að brjótast í gegnum aðrar víggirðingar hans s.s. húð. Niður- staðan er ónæmissvar. Mótefnis- vaki (antigen — mætti einnig nefna áreiti) eru þau fyrirbrigði nefnd, sem vekja ónæmissvar kerfisins. Hluti mótefnisvaka binst sérstökum viðtökum svonefndra eitilfrumna (lymphoc- ytes) líkamans. Afleiðing teng- ingarinnar er tvenns konar. Ef tenging verður milli mótefnisvaka og T eitilfrumu eyðir eitilfruman efninu. Hér er því um staðbundið Morgunblaöið/ Árni Sæberg „Vacutainer“ er nú notaður i Borg- arspítalanum í Reykjavfk, en spítal- inn er fyrstur íslenskra sjúkrahúsa til að taka í þjónustu sína þessa tækni. Myndin er tekin i 16. irsþingi norrænna ónæmisfræðinga i Hamrahlíðarskóla fyrir stuttu. Á myndinni er Egill Ágústsson framkvæmdastjóri Islensk-Ameríska verslunarfélagsins hf. (til vinstri) isamt Peter Áberg markaðsstjóra Norðurlanda. Á milli þeirra er mynd af FACS-vélinni auk tölvu. Morgunblaðíð/ Ói.K.M. ónæmissvar að ræða. Hins vegar ef tenging verður milli mótefnis- vaka og B-eitilfrumu verður ónæm- issvarið annað. B-eitilfruman um- breytist i svonefnda plasma- frumu. Hinar siðarnefndu geta framleitt mótefni (antibody, eða immunoglobulin — skammstafað Ig). Mótefnin eru sérhæfð gegn þeim mótefnisvaka, er vakti fram- leiðslu þeirra. Þau bindast honum. Mótefni hafa ýmis áhrif, sem byggjast á hæfni þeirra til að tengjast mótefnisvaka, en þau geta einnig virkjað aðra þætti og frumur ónæmiskerfisins. í flest- um tilfellum eru áreitin samsett, sem ónæmiskerfið fæst við. Það er því ákveðinn hópur eitilfrumna, sem verður virkur í baráttunni gegn áreitinu. FIMM MEGINGERÐIR MÓTEFNA í mannslíkamanum eru fimm megingerðir mótefna. Þær eru táknaðar með stöfunum G, A, M, E og D. IgG er algengast og er eina mótefnið, sem kemst gegnum legköku yfir i blóðrás fósturs og ver það. IgA er m.a. í tárum, munnvatni og öndunar- og melt- ingarvegum. IgM virkjar m.a. hvata (ensím), sem geta eytt frumum í blóði (s.s. bakteríum). IgE veldur ofnæmissvari er ofnæmisvakar tengjast því. IgD er enn að mestu hulin ráðgáta. Ef veira er mótefnisvakinn, þá tengist mótefni veirunni og kemur í veg fyrir það, að hún setjist á frumur líkamans og sýki þær. Mótefni tengjast einnig bakteríum og gera þær að auðveldri bráð fyrir átfrumur líkamans. Áður en Köhler og Milstein gátu framleitt einstofna mótefni var unnt að framleiða fjölstofna mót- efni (polyclonal antibodies). Fjöl- stofna mótefni voru vakin í til- raunadýrum. Þar myndast blanda mótefna, sem hvert um sig beinist gegn aðeins einu efnamynstri. Mótefnin myndast í mörgum mis- munandi B-eitilfrumum og því nefnd fjölstofna. Má nefna sem dæmi, að við það að sprauta rauð- um blóðkornum kindar í kanínu myndar kanínan ýmis mótefni, sem hvert um sig beinist gegn einu efnamynstri á rauða blóð- korninu. Með þessari aðferð er unnt að fá mótefni, sem greina rauð blóðkorn kindar. Hins vegar er ekki unnt að greina einstaka þætti á hverju þeirra. Það var ekki fyrr en Milstein og Köhler tókst að rækta hóp eitilfrumna út frá einni stofnfrumu, að hægt var að fá hreint mótefni gegn einungis einu ákveðnu áreiti, þ.e. einstofna mótefni. E1N!Í1WI>A MUlKf lNl Með því að splæsa saman skammlífum eitilfrumum úr milta tilraunamúsar, sem hafði verið sprautuð með rauðum blóðkornum kindar, og langlífum illkynja eit- ilfrumum úr beinmergsæxli (my- eloma, illkynja eitilfrumur) fást blendingsfrumur (hybridoma). Hybridoma-frumurnar framleiða hver um sig eitt ákveðið mótefni, en blandan öll framleiðir sæg mótefna. Myelomafrumurnar eiga upphaf sitt i æxlum i dýrum eða mönnum, en æxlin rekja ættir sin- ar til einnar móðurfrumu. Þau eru þvi einstofna og framleiða mót- efni, en mótefnamyndun er oft á tíðum gölluð. Þær hafa hins vegar einn kost fram yfir eðlilegar eit- ilfrumur músamiltans: langlífi. Köhler og Milstein sameinuðu þvi þá eiginleika beggja aðila blend- ingsfrumunnar sem eru langlífi og framleiðsla nothæfra mótefna. Aðferð þeirra er ekki svo flókin: mótefnasvörun er vakin i milta músar með þvi að sprauta í hana mótefnisvaka. Þá er frumum milta hennar blandað við myelomafrumur, sem framleiða ekki mótefni. í ræktun verður samruni eitil- og myelomafrumna, en það eru einungis blendings- frumurnar, sem lifa við þau skil- yrði. Að lokum eru einstakar blendingsfrumúr tíndar út til framhaldsræktunar og fengin áhugaverð mótefni. TELUR ALLT AÐ 10 ÞÚS. FRUMUR Á SEKÚNDU Becton-Dickinson er eitt af mörgum fyrirtækjum heims, sem nýtir aðferð Nóbelsverðlaunahaf- anna til framleiðslu einstofna mótefna. Þau eru mikilvæg í líf- fræði og læknisfræði. Þau geta greint mjög nákvæmlega einstaka mótefnisvaka og hafa eflt skilning manna á byggingu frumna og sýkla, en oft er ekki um aðra að- ferð að velja til greiningar frumna. Þau eru nýtt til einangr- unar og hreinsunar ákveðinna mótefnisvaka. Má nefna, að unnið er að tilraunum til þess að hreinsa ákveðna mótefnisvaka, er síðan mætti nota sem bóluefni. Þá eru einstofna mótefni notuð við grein- ingu eitilfrumna í undirflokka. Becton-Dickinson framleiðir ercroN 1111017' DICKINSCN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.