Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 Með aðalhlutverk í næsta atriði fór hinn víðfrægi Gústi. Var hann staddur í baði og kynnti fyrir krökkunum öll nauðsynleg hjálp- artæki hreinlætisins, sápuna, handklæðið, skrúbbinn og þvotta- pokann, sem öll ávörpuðu börnin og gerðu grein fyrir tilgangi til- veru sinnar. Eftir undirtektum áhorfenda að dæma munu þeir vafalaust líta fyrrgreinda félaga öðrum augum hér eftir, og verða fúsari til baðferða. { rauninni sama gamla tuggan, en bara önn- ur framsetning, ólíkt vænlegri til árangurs. Smám saman bættust fleiri í Áhuginn upmálaöur. ferðast sko á milli róluvallanna og sýna leikritin," sagði hún eftir stundarkorn og fann greinilega til með þessari fullorðnu, fávísu konu. „Ég hef einu sinni áður séð sýningu hjá þeim — og mér finnst Lilli litli langskemmtilegastur. Gústi greyið er alveg ágætur líka — þeir tveir eru í mestu uppáhaldi hjá mér,“ bætti hún við, rétt eins og hún væri að ræða um bestu vini sína. Nú var hins vegar bíllinn kominn, og vinkonunni ekki til setunnar boðið. „Við verðum að flýta okkur til að ná í góð sæti,“ sagði hún áköf. Þegar boð hennar um stúkusæti á glerharðri gang- stéttinni var vinsamlegast af- þakkað hristi hún bara hausinn og hljóp af stað. Þó svo enn væri rúmur stund- arfjórðungur þar til sýningin átti að hefjast voru krakkarnir búnir að setja sig í stellingar, auðsjáan- lega staðráðnir í að missa ekki af neinu. Nokkrar fóstrur af nær- liggjandi barnaheimilum voru á staðnum með barnahópa sina og mynduðu þær nokkurs konar hálf- hring í kringum áhorfendurna, ásamt fáeinum mæðrum, sem auga höfðu með afkvæmum sín- um. Skyndilega gægðist fram undan leiktjöldunum skrautlegt andlit Tralla trúðs. Samstundis datt allt í dúnalogn, skvaldrið stöðvaðist, börnin störðu í átt að sviðinu, full aðdáutiar. Tralli hóf upp raust . sípa og stofnaði til fjöldasöngs um fingurna. „Þumalfingur, þumal- fingur, hvar ert þú ... “ — og allir tóku undir. Þeir eru nefnilega bestu vinir okk- ar og ofsalega skemmtilegir," bættu þær við, um leið og þær gengu af stað með halarófunni úr Hálsakoti. „Þetta er 9. árið, sem Brúðuleik- húsið er starfrækt," upplýsti Helga Steffensen. „Það var Jón E. Guðmundsson, sem hóf rekstur- inn, en ég hef verið í þessu sl. 6 ár og hef þetta bæði að atvinnu og sem áhugamál." Ásamt Helgu starfa við ferðaleikhúsið þær Sig- ríður Hannesdóttir, leikkona, sem unnið hefur við það alveg frá upp- hafi, og Rósa Valtýsdóttir, tækni- maður og bílstjóri. „Jú, það er geysilega gaman að fást við þetta, því verður ekki neitað,“ sagði Sig- ríður. „Krakkarnir eru svo áhuga- samir, eiga svo auðvelt með að lifa sig inn í leikritið og setja sig í spor brúðanna. Veðrið virðist heldur ekki hafa nein áhrif á aðsóknina. Þó svo það hellirigni, þá sitja þau bara með sjóhattinn sinn og ein- beita sér að leiknum, meðan drop- arnir leka niður nefbroddinn," bætti hún við. „Annars sér Helga alveg um að búa til brúðurnar og handritið. Mitt hlutverk er að semja söngtexta, syngja og ljá dúkkunum rödd mína.“ „Hún er nú líka með eindæmum hagyrt," skaut Helga inn í, „söngvarnir koma frá henni á færibandi — og, að því er virðist, áreynslulaust.“ Áðspurðar sögðu þær Brúðubíl- inn eiga að höfða til barna á aldr- inum 2—7 ára. „En þó svo við reynum aðallega að höfða til þessa aldurshóps, þá teljum við að fólk á öllum aldri ætti að geta haft gam- an af brúðuleikhúsi,“ bættu þær við. í stykkinu koma fram um 25—30 brúður, svo það liggur heil- mikil vinna að baki einni svona sýningu," benti Helga á. „Venju- lega reynum við að blanda saman skemmtun og hæfilegum fróðleik í verkum okkar,“ sagði Sigríður. „Möguleikar svona leikhúss eru ótal margir og getur það vissulega þjónað mikilvægu hlutverki sem uppeldistæki. T.d. kennt börnun- um að vera góð, bæði við menn og málleysingja," bætti hún við. „Brúðubíllinn hefur smám saman verið að vinna sér hylli almenn- ings og njóta bæði bókin og plat- an, sem við höfum sent frá okkur, mikilla vinsælda." Helga sagði að bíllinn ferðaðist venjulega milli leikvalla, einn mánuð á hverju sumri, og er það Reykjavíkurborg sem heiðurinn á af því framtaki. En er svo einhver brúðan vin- sælli en aðrar? „Já, Lilli hefur tví- mælalaust vinninginn hvað vin- „Baugfíngur, haugfingur hvar ert þú . r ramiaKssamar Konur: Slgrlöur Hannesdottir, Kósa Valtýsdóttir og Helg; Steffensen. hóp leikaranna, óþekktaranginn hún DúIIa, hænan og svo sá, sem greinilega átti bæði hug og hjörtu barnanna — hann Lilli litli. Var hann alveg óttalegur klaufi, gerði hver mistökin á fætur öðrum og virtist seint ætla að læra af reynslunni. Það var fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum barn- anna, þegar þessi vinur þeirra komst í klandur. Hróp og köll, leiðbeiningar og heilræði dundu yfir Lilla,'sem hlýtur að vera held- ur heyrnardaufur, þar sem hann hélt bara ótrauður áfram að klúðra hlutunum. Ábyrgðartil- finningin og samúðin með þeim, sem minna mega sín, eru ríkir þættir í eðli ungviðisins. „Allt er gott, sem endar vel,“ stendur einhvers staðar og mátti heyra börnin andvarpa af létti, þegar flækjur og vandamál Lilla fengu loks farsæla lausn. „Þetta var alveg æðislega skemmtilegt," sögðu þær stöllur Guðný og Þorbjörg Una, er blaða- maður innti þær eftir áliti þeirra á sýningunni. „Sko, hann Lilli er nú svo vitlaus," sagði Þorbjörg, og var mikið niðri fyrir. „Hann hélt að hann væri búinn að týna henni Dúllu — en svo var hún bara að leika sér í herberginu sínu,“ bætti hún við. Aðspurðar sögðust þær hafa verið dálítið hræddar á tíma- bili um að illa færi fyrir söguhetj- unum. „Við höfum báðar séð svona leikhús áður," sagði Guðný, nokk- uð hreykin, „bæði i sjónvarpinu og í alvörunni. Það er af og til svona brúðuleikhús í Stundinni okkar, en okkur finnst það bara ekki nógu oft,“ upplýsti hún. Kváðust þær báðar vera á barnaheimilinu Hálsakoti, nánar tiltekið á fjög- urra ára deildinni. „Við komum hingað með fóstrunum," sögðu vinkonurnar, „og erum núna að fara aftur í skólann að leika við Björgvin, Frosta og Valdimar. sældir snertir," sagði Sigríður og Helga tók undir það. „Hvers vegna hann ber svona af er ekki gott að segja. En sennilega snertir þessi klaufabárður einhverja viðkvæma taug í krökkunum og þau vilja alltaf óð og uppvæg reyna að hjálpa honum. Kannski stafa vin- sældir hans einmitt af því að börnin eru vön því að fullorðna fólkið leiðbeini þeim — en, þegar Lilli er annars vegar, snúast hlut- verkin við,“ sögðu þær stöllur, áð- ur en þær stigu upp í bílinn og héldu á næsta sýningarstað, leik- völlinn við Bakkasel. IAA Séð yfír krakkaskarann. Morgunblaðift/Emilía „Klaufabárðurinn hann Lilli er lang skemmtilegastur“ — er samdóma álit barnanna Það leyndi sér ekki, að eitthvað mikið stóð til, laust eftir hádegi í miðvikudaginn, á leikvellinum við Fífusel í Breiðholti. Hátt á annað hundrað börn voru þar saman kom- in; spenna lá í loftinu og eftirvænt- ingin skein úr hverju andliti. Voru viðstaddir allt frá ómálga ungabörn- um upp í krakka, sem senn geta tal- ist til táninga. „Brúðubíllinn er að koma,“ upp- lýsti hnátan, full fyrirlitningar á fávisku blaðamanns, er hann spurði hvað væri eiginlega um að vera. „Já, auðvitað," flýtti hann sér að segja, ræskti sig vandræða- lega og leið heldur illa. undir ásak- andi augnaráði barnsins. „Þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.