Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
33
Björn Sigurbjörnsson, framkyæmdastjóri Norðurlandsleika:
„Furða míg mest
á þeim krafti, sem
í krökkunum býr“
— Mótsstjórnin í sjöunda himni með leikana
Óhætt er að fullyrða að mikið hafí verið um dýrðir á Sauðárkróki — þórsarar." Aðspurðir hvort
helgina 28.—30. júní sl. fbúum bæjarins fjölgaði um ein 50%, enda æska rígurinn væri raunverulega eins
Norðurlands samankomin á þessum eina stað, til þess að eiga saman mikill og af er látið, milli þessa
eftirminnilega stund og reyna með
Norðurlandsleikum æskunnar 1985.
Óneitanlega var það líka æði
skrautleg sjón að sjá 1100 bros-
andi börn þramma um götur
bæjarins, undir merkjum heima-
héraða sinna. Glaðværð þeirra
og lífsfjör fengu útrás í ósam-
stæðum hrópum og köllum, þar
sem allir keppendur fundu sig
knúna til að lofsyngja eigin
heimabyggð og íþróttafélag. Eft-
ir hátíðlega setningarathöfn var
ekkert verið að tvínóna við hlut-
ina, heldur athyglinni óskiptri
beint að íþróttaviðureignum
æskunnar. Keppnisskap og
metnaður þátttakenda höfðu
þvílík áhrif að fyrr en varði voru
jafnvel hreinræktaðir borgarbú-
ar farnir að hrópa hástöfum
hvatningarorð út á leikvanginn
— og skipti þá minnstu máli
hvaða lið voru að keppa.
Eins og oft vill verða, þegar
ungmenni koma saman, var æði
glatt á hjalla í svefnskálum
krakkanna, langt fram eftir
nóttu. Spenningur og tauga-
óstyrkur gerðu það að verkum að
það var ekki fyrr en undir morg-
un, sem ró færðist yfir mann-
skapinn.
Ekki var þó að sjá að svefn-
leysi háði þessum kátu ærsla-
belgjum á laugardeginum, þegar
keppni hófst. Á dagskrá var
fjöldi leikja og viðureigna í
knattspyrnu, frjálsum íþróttum,
sundi, handbolta, skák, golfi,
körfuknattleik og reiðhjóla-
þrautum, svo dæmi séu nefnd.
Var greinilegt að þátttakendur
lögðu allt sem þeir gátu af mörk-
um — staðráðnir í að gera sitt
besta.
Sú keppnisgrein, sem hvað
mesta athygli vakti, var hið
svokallaða „Hlaup æskunnar",
sem Frjálsíþróttasamband ís-
lands og rás 2 stóðu fyrir. Keppt
var í 4 aldursflokkum beggja
kynja og sá rás 2 um að ræsa
keppendur á Sauðárkróki, Eg-
ilsstöðum og í Reykjavík, sam-
tímis.
„Já, ég var mjög hissa á hvað
mér gekk vel,“ sagði Soffía Lár-
usdóttir, 9 ára Skagastrandar-
mær og sigurvegari í hlaupi
9—10 ára stúlkna, er blm. innti
hana eftir því hvort úrslitin
hefðu komið henni á óvart.
„Auðvitað er ég samt ofsalega
ánægð með sigurinn," bætti hún
við. „Ég æfi bæði hlaup og lang-
stökk með USAH — og þó svo ég
sé enn ekki farin að hugsa út í
hvað ég ætla að verða, þegar ég
verð stór, er ég alveg ákveðin í
að halda áfram að æfa.“ Aðspurð
kvaðst hún alla ævi hafa búið á
Skagaströnd og gæti því ekki
hugsað sér að flytja þaðan. „Þar
er gífurlegur íþróttaáhugi,"
sagði Soffía, „og alltaf nóg við að
vera. Til dæmis eru haldin alls
konar námskeið þar á sumrin, og
er ég einmitt á leikjanámskeiði,
nú í sumar. Á veturna fer maður
svo á skíði og skauta. Það er
samt lítið sem ekkert um böll,
fyrir minn aldurshóp, á Skaga-
strönd, en mér er alveg sama um
það. Sennilega færi ég ekki einu
sinni á þannig samkomur, þó svo
þær yrðu haldnar."
Hlynur Heiðberg Konráðsson,
frá Húsavík, bar sigur úr býtum
sér í hinum ýmsu íþróttagreinum, á
í hlaupi 11—12 ára drengja. „Já,
blessuð vertu, ég er þaulvanur
hlaupari," sagði Hlynur þegar
blm. spurði hvort hann hefði áð-
ur tekið þátt í svona keppni. „Ég
hef t.d. unnið víðavangshlaupið á
Húsavík sl. 3 ár,“ bætti hann við,
sigri hrósandi. „Svo æfi ég líka
fótbolta með Völsungi." Að-
spurður hvort hlaupið hefði ekki
verið neitt erfitt svaraði hann —
eftir nokkurt hik: „Jú, ég verð nú
að viðurkenna það, enda var
keppnin bæði hörð og tvísýn."
I 4.flokki í knattspyrnu var
keppt í 4 riðlum og voru 4 lið í
hverjum riðli. Við hittum fyrir
nokkra kampakáta KA-stráka,
þá Tómas Hermannsson, Jó-
hannes Baldursson og Björn Sig-
björnsson, sem höfðu rétt nýlok-
ið við að vinna viðureign sína við
íþróttafélagið Magna frá Greni-
vík.
„Þá eigum við bara eftir einn
Ieik, við B-lið Þórs, til að komast
í undanúrslitin," upplýstu þeir.
„Við erum búnir að sigra bæði
UMSE og Magna og erum nátt-
úrlega ánægðir með það — en
aðalandstæðingarnir eru þó eftir
Sigurlaug Gunnaradóttir, Tinda
stólL
Soffía Lirusdóttir, USAH.
tveggja Akureyrarliða, fullyrtu
þeir að svo væri. „Samt er rígur-
inn eingöngu bundinn við íþrótt-
irnar,“ bættu þeir við. „Fyrir
utan völlinn getum við verið
ágætir vinir — eða þannig sko.
Og við viðurkennum t.d. alveg að
A-lið Þórs er okkar helsti and-
stæðingur. Það er nokkuð gott“.
Þeir kváðust allir hafa mikinn
áhuga á íþróttum, sögðust stað-
ráðnir í að halda áfram að æfa
— en skelltu bara upp úr er blm.
spurði hvort þeir hygðust stefna
að atvinnumennsku.
Félagarnir voru sammála um
að svona mót væri mjög
skemmtilegt, en fannst þó fjöldi
keppenda of mikill. „Svona mót á
að halda á Akureyri,“ sagði Jó-
hannes, „þar eru í það minnsta 3
grasvellir." Einnig kváðust þeir
mjög óhressir með þá ákvörðun
yfirmanna KA, að krakkarnir
mættu aðeins hafa með sér 200
krónur á mótið — og að farar-
stjórarnir skömmtuðu þeim svo
100 krónur á dag. Sögðu þeir
þetta gert til að allir yrðu jafnir
— en þetta væri bara allt of lítið.
Þegar hér var komið sögu fóru
strákarnir að ókyrrast, enda
stutt í að viðureign þeirra við
Hlynur Heióberg Konráðsson,
Húsavík.
„Ég sagðist ætla að vinna — og
mér tókst það.“ Bjarni Gaukur
Sigurðsson, Blönduósi.
Björn Sigurbjörnsson, framkvsmdastjóri Norðurlandsleika, ávarpar
mótsgesti.
Sigurvissir og skælbrosandi. Tómas, Jóhannes og Björn.
B-lið Þórs hæfist. „I rauninni er-
um við eiginlega allt of bjart-
sýnir," sögðu þeir, er blm. spurði
þá hvernig leikurinn legðist í þá;
og með það hlupu þeir í burtu, til
að hita upp fyrir leikinn. Síðla
dags á sunnudag kom þó í ljós að
þeir höfðu haft allan rétt á
bjartsýni sinni — hrepptu efsta
sætið í 4. flokki.
Endanleg úrslit réðust svo á
sunnudeginum. Sigurlaug Gunn-
arsdóttir, Tindastóli, fór með
sigur af hólmi í hástökki 11—12
ára stúlkna. „Nei, þessu átti ég
sko ekki von á,“ sagði hún. „Ég
er bara 11 ára og var alveg viss
um að einhver af stóru stelpun-
um myndi vinna þetta.“ Aðspurð
kvaðst hún æfa þrisvar í viku
frjálsar íþróttir og væru þar há-
stökk, langstökk og spretthlaup í
mestu uppáhaldi hjá henni. „Ég
hef einu sinni keppt í Reykja-
vík,“ bætti hún við, „og þá lenti
ég í 3. sæti.“ Er Sigurlaug var
spurð hvort mikill íþróttaáhugi
væri í fjölskyldu hennar svaraði
hún: „Nei, ekkert sérstaklega..Þó
keppti bróðir minn til dæmis í
fótbolta, þegar hann var ungur,
en hann er orðinn 20 ára núna og
er löngu hættur.“
Það var einstaklega gaman að
fylgjast með sigri Bjarna Gauks
Sigurðssonar frá Blönduósi, svo
geysilega glaður varð hann, þeg-
ar ljóst var að hann hefði sigrað
í 60 metra hlaupi 9—10 ára
drengja.
„Já, ég er sko alveg í skýjun-
um,“ sagði Bjarni, er blm. náði
loks tali af honum, eftir að hafa
horft á hann hringsnúast um
sjálfan sig dágóða stund, af ein-
skærri kátínu. „Sjáðu til, ég var
búinn að segjast ætla að vinna
til verðlauna, í öllum þeim grein-
um frjálsra íþrótta, sem ég tæki
þátt í — og nú er ég búinn að því.
Ég varð líka í 1. sæti í 800 metra
hlaupinu og í langstökki og svo
fékk ég silfrið í hástökkinu. Svo
það er kannske ekkert skrýtið,
þó svo ég sé svolítið ánægður,"
bætti hann við og brosti út að
eyrum. Aðspurður kvaðst hann
hafa óhemju áhuga á íþróttum,
æfa 6 sinnum í viku frjálsar og 2
sinnum fótbolta, auk þess sem
hann stundar svo sund. „Það fer
líka allur tími minn í þetta,“
sagði Bjarni, „en maður verður
að æfa, sérstaklega þegar maður
stefnir að því að verða atvinnu-
maður, eins og ég geri. Fjöl-
skyldan mín er líka öll á kafi f
íþróttum — karlleggurinn þó
meira en kvenþjóðin." „Það er
búið að vera alveg frábært á
þessum Ieikum,“ bætti hann við.
„Reyndar er maður búinn að
sofa heldur lítið, en það gerir nú
minnst til — ég er alveg hæst-
ánægður með þetta mót,“ sagði
Bjarni Gaukur að lokum.
Norðurlandsleikum æskunnar
1985 var slitið kl. 16.30 við sund-
laugina, að viðstöddu fjölmenni.
„Við í mótsstjórninni erum af-
skaplega ánægðir með þessa
leika," sagði Björn Sigurbjörns-
son, framkvæmdastjóri leik-
anna, er blm. innti hann eftir því
hvernig mótið hefði gengið, frá
hans bæjardyrum séð. „Þátttak-
an var mun betri en við gerðum
ráð fyrir í upphafi — og satt
best að segja, þá óttuðumst við
að við hefðum ef til vill færst of
mikið í fang með þessu fjöl-
menna móti. Raunin varð hins-
vegar sú, að krakkarnir stóðu sig
eins og hetjur. Engin meiri hátt-
ar vandræði eða slys komu upp.
Má til gamans geta þess, að á
laugardeginum leituðu 2 ein-
staklingar til björgunarsveitar-
innar, sem séð hefur um slysa-
vörslu á svæðinu, og var annar
sjúklinganna úr mótsstjórn-
inni,“ sagði Björn.
„Við vorum staðráðnir í því að
gera þetta mót að móti krakk-
anna — og það tókst vonum
framar. Þau hafa hegðað sér ein-
staklega vel, verið kát og glöð og
áhugasöm með ólíkindum. Ég
hef unnið með ungu fólki i 17 ár
— er einn af þeim heppnu, sem
tekist hefur að sameina áhuga-
mál mitt starfinu — og það, sem
ég furða mig alltaf mest á er
þessi óþrjótandi kraftur, sem í
krökkunum býr,“ sagði Björn.
„Annars er það ekki síst frábæru
starfsliði og starfsmannastjór-
um að þakka, hversu vel leikarn-
ir hafa gengið fyrir sig,“ bætti
hann við.
„Auðvitað er svona mót mjög
kostnaðarsamt," sagði Björn er
hann var spurður um fjár-
hagshlið málanna. „Þó er ég ekki
í vafa um að leikarnir hafi verið
góð auglýsing fyrir bæinn — og
að keppendurnir komi til með að
eiga héðan góðar endurminn-
ingar, sem ýtir undir að þeir
sæki bæinn heim, einhvern tím-
ann 1 framtíðinni," sagði Björn
Sigurbjörnsson, framkvæmda-
stjóri Norðurlandsleika æskunn-
ar 1985.
Aðspurður kvaðst Björn þó að
vissu leyti feginn að mótið væri
yfirstaðið og hann hefði nú loks
tima til að huga dálítið að fjöl-
skyldu sinni, sem setið hefði á
hakanum allt of lengi. 1AA
Jt