Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1985
ÁSTA B. GUNNLAUGSDÓTTIR
Ásta á
vellinum.
Um 175 gestir voru
viðstaddir athofnina
sem fram fór á snekkju.
l'ndirbúningurinn
fyrir brúðkaupid ...
Michael Jackson keypti sér nýtt hús nýlega og það er ekki af verra
taginu. Þetta er kastali nálægt Los Angeles og eigninni fylgir lest
sem fer um svæðið eftir þörfum.
I liðinu“
Og
Nýja húsid
hans Michaels Jackson
Loksins
segja ef-
laust ein-
hverjir sem
fylgst hafa
með þessu
sambandi
öll árin.
Eg hef það framyfir sumar að ég
er fljót að hlaupa og það gildir
víst í knattspyrnunni. Það gekk hálf
brösuglega að hlaupa fyrsta árið eft-
ir að ég átti dóttur mína en nú er
þetta allt að koma. Það má auðvitað
ekki gleyma því að ég hefði alls ekki
skorað þessi mörk ef hinar stelpurn-
ar í liðinu vseru ekki svona góðar,
segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir
knattspyrnuleikari í Breiðablik sem
er markahsst þetta árið ásamt Erlu
Rafnsdóttur.
„Við Erla leikum báðar frammi
í sama liðinu og það er dáltið
óvenjulegt.
Annars hefur þetta verið virki-
lega strembið ár hjá mér. Ég hef
verið að reyna að samræma móð-
urhlutverkið, vinnuna og fótbolt-
ann og það gengur vel eina vikuna
en hryllilega þá næstu.
Þjálfarinn minn hefur verið al-
veg frábær og á þakkir skilið.
Hann hefur sótt mig, keyrt mig og
jafnvel boðið mér frúna sína sem
barnapíu ef illa stóð á. Stundum
tók ég stelpuna mína Hólmfriði
Ósk með á æfingarnar og þá var
það liðsstjórinn sem lék við hana.
Ég á líka mjög góða að sem
hlaupa undir bagga með mér ef
þarf. Maðurinn minn vinnur næst-
um allan sólarhringinn og ég sem
var alltaf staðráðin í að ná mér í
mann sem væri í iþróttum og
myndi skilja þetta þarf þá auðvit-
að líka að sinna sínni íþrótt, blak-
inu, þannig að stundum er ég að
því komin að hætta. Á hinn bóg-
inn þá er þetta ofsalega gaman og
við konurnar eigum ekki alltaf að
bakka.
Billy Joel
Christine Brinkley
í hjónabandið
Loksins, segja eflaust einhverjir, sem fylgst hafa
með sambandi þeirra Billy Joel og Christie Brinkley
öll árin. Brúðkaupið fór fram um borð í snekkju og
var siglt framhjá m.a. Manhattan, New York. Gest-
irnir voru um 175 talsins og brúðurin var alklædd
silki með fangið fullt af rósum. Snekkjan var al-
skreyttt með hvítum túlipönum o.s.frv.
Christie og Billy hittust á karabískri eyju fyrir
mörgum árum og voru þá hvort í sínu lagi að syrgja
ástvini sina, hann nýskilinn og unnusti Christie ný-
látinn.
Það er síðan von á erfingja innan skamms því
ekki er langt síðan Christie tilkynnti að hún væri
ófrísk.
ffclK f
fréttum
„Þá var ekki
hægt að hafa
stelpu með