Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 Minning: Vilborg Jónsdótt- ir, Asláksstöðum í dag fer fram útför Vilborgar Jónsdóttur fyrrum húsfreyju á Ásláksstöðum á Vatnsleysu- strönd. Þegar ég kynntist Vilborgu tengdamóður minni, var hún orðin fullorðin kona. Ég tók fljótlega eftir þeirri stillingu og æðruleysi sem einkenndi alla hennar fram- komu. Vilborg var af þeirri kyn- slóð, sem nú er óðum að hverfa, alin upp við allt aðrar aðstæður og kjör en nú þekkjast, líf hennar var dæmigerð lífsbarátta islenskrar alþýðukonu á fyrstu áratugum þessarar aldar. Vilborg fæddist í Móakoti í Innri-Njarðvíkum, 12. janúar 1887. Foreldrar hennar voru hjón- in Jón Éinarsson og Margrét Jónsdóttir sem lengst af bjuggu í Stapakoti í Innri-Njarðvíkum. Þar ólst hún upp ein af sjö börnum þeirra hjóna. t Sendum öllum þeim fjölmörgu sem auösýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar, EINARS INDRIDASONAR, Hásteinsvegí 55, Veetmennaeyjum, okkar innilegustu þakkir. Fjóla Guömannsdóttir, Stefán Einarsson, Anna Dóra Jóhannsdóttir, Jón Einarsson, Þórlaug Steingrímsdóttir, Einar Fjölnir Einarsson, Davió Þór Einarsson, Indriöi Helgi Einarsson, Rósberg Ragnar Einarsson. Vilborg þótti snemma handlag- in. Hún lærði fatasaum eins og margar ungar stúlkur í þá daga. Þessi kunnátta hennar kom henni að góðu gagni síðar þegar hún var komin með stórt heimili og efnin ekki mikil. Mér er sagt að grann- konum sínum hafi hún verið hjálparhella í þessum efnum og þá oft lagt nótt við dag. Um fyrstu kynni Vilborgar og eiginmanns hennar Davíðs Stef- ánssonar, sem lést árið 1959, er sögð þessi skemmtilega saga: Vil- borg var vorið 1911 í hópi Suður- nesjamanna á leið norður í land, og hugðist ráða sig í kaupavinnu þegar norður væri komið. Hópur- inn fór um Borgarfjörð og kom við í Fornahvammi í Norðurárdal eins og venja var. Davíð var ekki heimavið þegar ferðahópurinn fór um, en frétti um þessa óráðnu stúlku þegar heim kom. Brá hann skjótt við, söðlaði hest og náði fólkinu inni á miðri Holtavörðu- heiði. Hafði hann tal af Vilborgu og bað hana að gerast kaupakona hjá sér, en Davíð bjó þá í Forna- hvammi með móður sinni. Þar sem Vilborg var óráðin, sem fyrr segir, breytti hún ferðaáætlun sinni, þáði boð bónda og gerðist kaupakona og síðar húsfreyja í Fornahvammi. I Fornahvammi bjuggu þau hjón til 1920. Húsakynni voru þá orðin mjög léleg, en mikil gesta- nauð. Höföu þau hug á aö byggja upp og þá m.a. aðstöðu til gesta- móttöku. En hugmyndin fékk engar und- irtektir hjá ráðamönnum og þau hafa ekki treyst sér til að ráðast í slíkt, ein og óstudd. Mun þetta hafa haft áhrif á það að þau fluttust suður að Ásláks- stöðum á Vatnsleysuströnd 1920, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap eftir það. Búskaparár þeirra Vilborgar og Davíðs í Fornahvammi munu á margan hátt hafa verið erfið. Þótt Fornihvammur væri í alfaraleið var langt til næstu bæja og yfir óbrúaðar ár að fara hvort sem far- ið var suður eða norður. Þær gátu t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför stjúpfööur mins og afa okkar, INGIMUNDAR Á. BJARNASONAR vélvirkja, fré Skuld. Helga Snmundsdóttir og börn. Ingimundur Bergmann, Steinberg Ríkharósson, Híldur Ríkharösdóttir, Heimir Ríkharösson, Reynir Ríkharösson, t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, INGÓLFS PÉTURSSONAR verkstjóra, Kleppsvegi 18, Reykjavík. Ssebjörg Jónasdóttir, Erling Aöalsteinsson, Ragna Jónsdóttir, Hilmar Ingólfsson, Edda Snorradóttir, Pétur Ingólfsson, Nanna Aradóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, systur og mágkonu, ERNUJÓNSDÓTTUR, Drangavöllum 3, Keflavík. Siguröur G. Ólafsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Sigurbjörg Siguróardóttir, Óli Jón Sigurösson. Systur hinna létnu og fjölskyldur þoirra. t Viö þökkum auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför JÓNS GUNNARS KRISTINSSONAR. Einara A. Jónsdóttir, Hjörtur Magnús Jónsson, Einar Kristinn Jónsson, Guóni Þór Jónsson, Inga Vala Jónsdóttir. t Alúöarþakkir færum viö öllum er auðsýndu okkur samúö og vin- semd vegna andláts og útfarar SÓLMUNDAR SIGURDSSONAR. Fyrir hönd aöstandenda. Steinunn Magnúsdóttir. Kveðja: Steinn Jóhann Randversson Fæddur 8. ígúst 1936 Dáinn 27. mars 1985 Mig langar með nokkrum orðum að minnast mágs míns Steins Jó- hanns Randverssonar frá ólafsvík er fórst með Bervík SH 43 frá Óiafsvík, sonur hjónanna Gyðu Gunnardóttur og Randvers Krist- jánssonar. Steinn Jóhann var gift- ur Kristjönu Kristjánsdóttur, eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru uppkomin, og eru barnabörnin orðin sjö. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra þegar ég segi að Steini, eins og hann var oftast kallaður, var traustur vinur öllum aldurshópum, enda er vinahópur- inn stór. Það sem einkenndi Steina var hans létta lund og að geta alltaf náð fram brosi með sínum skemmtilegum tilsvörum. Hjálpsamur var hann og fljótur ef til hans var leitað og voru þar allir jafnir. Alltaf var jafn gott að heimsækja þau hjónin, Steina og Jönu, enda bæði gestrisin og ekk- ert til sparað hvenær sem komið var. Nú er hann farinn yfir móð- una miklu. Það er erfitt að sjá á bak góðum vin, en minningarnar geymum við, þær verða ekki frá okkur teknar. Stundin er runnin upp. Við verðum að kveðja. Ég votta Kristjönu, bðrnum, tengdabörnum, barnabörnum og öllum ættingjum og vinum inni- lega samúð og bið Guðs blessunar. Minning: Sigríður Ingibjörg Amundadóttir Fædd 20. september 1907 Dáin 26. júní 1985 Sigríður var fædd í Dalkoti á Vatnsnesi dóttir hjónanna Ástu M. Sigfúsdóttur og Ámunda Jónssonar, næst elst af 13 systkin- um. Hún ólst upp í Dalkoti þar til hún var á 15. ári, að hún varð fyrir því slysi að missa alla fingur vinstri handar. Þá fór hún til föð- ursystur sinnar, Guðrúnar Jóns- dóttur á Múla. Guðrún kenndi henni að vinna öll verk upp á nýtt, og sú kennsla hefur verið til fyrir- myndar, því Sigríður vann meira og betur með annarri hendi, en margir sem hafa báðar hendur heilar. Hún giftist ung Garðari Hansen og fluttist með honum til Sauð- árkróks og átti þar heim æ síðan. Börn þeirra voru: Steingrímur, kvæntur Baldvinu Þorvaldsdóttur, Friðrik, kvæntur Sesselju And- résdóttur, Gunnar Hörður, kvænt- ur Ingibjörgu Kristinsdóttur, Elínborg, gift Friðrik A. Jónssyni, Sveinn, kvæntur Guðnýju Björns- dóttur og Steinunn Björk gift Jóni Snædal, barnabörn og barna- barnabörn eru orðnir margir tug- ir. Það sem einkenndi Sigríði mest var umhyggjusemin. Eins og nærri má geta með svo barnmarga fjölskyldu bjó fjölskyldan í Dal- koti við mjög kröpp kjör. Það kom snemma í hlut Siggu að annast yngri systkinin og alla tíð lét hún sér mjög annt um þau og þeirra börn. Síðan eignaðist hún sjálf stóran barnahóp og kom sér þá vel hve hún var verklagin og nýtin. Það var hreint ótrúlegt hve fallegar flíkur hún gat gert af litlum efn- um. Þegar börnin komust á legg fór hún að vinna utan heimilis, vann m.a. mörg ár í fiski. En eftir að þau hjónin stofnuðu verslunina „Garðarshólma", vann hún mest við að sauma föt sem seld voru í versluninni. Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst að miklu hefur Sigriður afkastað um dagana. Ekki gekk hún þó alltaf heil til skógar, hún átti oft við erfiða sjúkdóma að orðið ófærar og bærinn einangrað- ist af þeim sökum. Vilborg og Davíð eignuðust níu börn, þar af fjögur í Forna- hvammi. Elsta barn sitt, Stein- grím Axel, misstu þau tveggja ára gamlan. Milli jóla og nýárs árið 1917 eignaðist Vilborg tvíbura, ekki náðist í ljósmóður vegna mik- illa vatnavaxta og jakaburðar í ánum. Tvíburarnir voru báðir drengir, dó annar í fæðingunni en hinn, Friðrik, er elstur sex núlif- andi sona þeirra hjóna. Hinir eru: Guðmundur Lúðvík, Helgi Axel, Hafsteinn, Þórir og Marinó. Eina dóttirin sem þau eignuðust, Mar- grét Helga, dó tæplega tveggja ára. Vilborg var félagslynd en mun hafa haft minni tíma en hún gjarnan hefði viljað til að sinna slíkum málum. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins Fjólu á Vatnsleysu- strönd og var gerður heiðursfélagi þess félags á 80 ára afmæli sínu 1967. Eftir að Vilborg missti mann sinn bjó hún áfram á Ásláksstöð- um ásamt tveimur sona sinna. Fyrir allmörgum árum missti hún heilsuna og hafði um langt skeið legið á St. Jósepsspítala í Hafnar- firði. Þar naut hún einstakrar um- önnunar og hlýju sem seint verður fullþakkað. Löngum vinnudegi Vilborgar Jónsdóttur er lokið. Blessuð sé minning hennar Erna Aradóttir Patreksfírði „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Lilja Pálsdóttir stríða, en lífsviljinn og dugnaður- inn voru með eindæmum, að lok- um var þó þrekið þrotið. Friðrik sonur hennar lést aðeins 51 árs að aldri og Garðar maður hennar haustið eftir. Þá var Sigríður sjálf farin að heilsu. Börnin mín kölluðu hana alltaf Siggu frænku, enda var hún þeim góð frænka. Það voru sannkallaðir hátíðisdagar þegar þau hjónin komu í heimsókn. Nú er Sigga frænka dáin, við hjónin og öll okkar fjölskylda sendum aðstand- endum hennar okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Jóhanna Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.