Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 Aukning í farþegaflugi Flugleiða: 330 þúsund far- þegar frá áramótum NÆRRI 330 þú.sund manns feröud- ust mcö Flugleiöum innanlands og utan fyrstu sex mánuði ársins. Er það talsverö aukning frá fyrri hluta síöasta árs þegar farþegarnir voru um 300 þúsund, að sögn Sæmundar Guövinssonar, fréttafulltrúa Flug- leiða. Farþegaukning í Ameríkuflugi, þ.e. milli Evrópu og Ameríku, var um 10% — farþegar frá áramót- um og fram til 29. júní voru alls 117.500 en voru 106 þúsund í fyrra. Á leiðum milli íslands og Evrópu var fjölgunin 16,5%, úr tæplega 77 þúsund farþegum í tæplega 90 þúsund. Og í innanlandsflugi fjölgaði farþegum um 13,2%, úr 105.490 í 119.448 fyrstu sex mán- uði ársins. Sæmundur sagði að greinilegt væri að tslendingar ferðuðust meira til útlanda nú en til dæmis á sama tíma í fyrra, um það töiuðu skýrustu máli tölur úr Evrópu- fluginu. Millisvæðamótið f Biel: Margeir vann Gutman Frá BrBffa Kristjuusrni, rrétUriUra Morrunblaéninn í Biel. MARGEIR Pétursson sigraði Gutman frá ísrael i fjórðu umferð á millisvæðamótinu í skák. Mar- geir hafði hvítt og fórnaði snemma peði fyrir sóknarmögu- leika enda varð Gutman að halda kóng sínum á miðborðinu til að verjast Að lokum vann Margeir peðið til baka og náði óstöðvandi sókn, hann fór þó ekki einföldustu leiðina og ísraelsmaðurinn fékk viss gagnfæri. En í 34. leik lék Gutman illa af sér og varð að gef- ast upp strax í næsta leik er stór- fellt liðstap var fyrirsjáanlegt. Margeir hefur nú 2 vinninga. Önn- ur úrslit urðu: Seirawan — Jansa 1—0, Martin — sokolov 0—1, Pol- ugajevsky — Partos 1—0, Ljuboj- evic — Van der Wiel ‘A — Vfe, Sax — Vaganjan V& — Vfe, Quinteros — Anderson xk — xh, Li — Torre xk — xk, Short — Rodrigues bið- skák. Morgunblaðið/Valdimar Úrtökumót á Víðivöllum ÚRTAKAN fyrir Evrópumótið í hestafþróttum hófst í gærmorgun og lauk fyrri umferð í gær. Rösklega 20 hross voru skráð til keppni, en aöeins sjö hestar keppa á Evróumótinu fyrir íslands hönd. Meðfylgjandi mynd er tekin af þeim sjö keppendum sem efstir urðu I fyrri umferð. Frá vinstri: Jón Gísli Þorkelsson á Stíganda, Sigurð- ur Marínusson á Þela, Aðalsteinn Aðalsteinsson á Rúbin, Tómas Ragnarsson á Fáki, Kristján Birgisson á Háleggi, Lárus Sig- mundsson á Herði og Sigurbjörn Bárðarson á Neista. Þar sem keppnin er aðeins hálfnuð getur allt gerst og enginn þessara sjö getur talið stöðu sína trygga þótt vel hafi gengið á gær en keppnin hefst klukkan tíu í dag á Víðivöllum. Páfi hlýöir á Pólýfónkórinn syngja íslenzka þjóösönginn, undir stjórn Ingólfs Guöbrandssonar. Páfi tók á móti Pólýfón- kórnum og kammersveitinni Kóm, 5. júlí. Frá Halli llalbwjni, btaéamanni MorKiinblaðninn. „Kæru íslensku vinir. Það er mér mikil ánægja að bjóöa ykkur — félaga í Pólýfónkórnum og kammersveit Sinfóníuhljómsveitar íslands — velkomin hingað í Vati- kaniö,“ sagði Jóhannes Páll II páfi í ræöu I Vatikaninu, þegar hann veitti um 150 íslendingum áheyrn. Pólífónkórinn söng íslenska þjóð- sönginn undir stjórn Ingólfs Guö- brandssonar. Meö söngnum í Vati- kaninu hófu íslensku tónlistar- mennirnir söngferðalag um Ítalíu. Athöfnin í Vatikaninu var stutt en áhrifamikil. Þegar páf- inn gekk í sal Klemensíusar VIII hóf Pólýfónkórinn að syngja ís- lenska þjóðsönginn. Páfi hlýddi á flutninginn og þakkaði síðan stjórnanda og kórfélögum. Siðan hélt hann stutta ræðu og sagði: Jjist ykkar er göfgandi og ég er þess fullviss að koma ykkar hingað til Rómar mun veita ykk- ur sérstaka gleði og reynslu og styrkir ykkur í þeim ásetningi að þjóna meðbræðrum ykkar. Þau fjölmörgu tónlistarverk sem þið flytjið eiga sér djúpa trúarhefð og ég bið að þið með- takið dýrð drottins. Megi friður fylgja ykkur í Jesú nafni. Ég bið fyrir kveðju til fjöl- skyldna ykkar og samlanda. Ég fullvissa ykkur um að í bænum mínum er ísland mér hugstætt. Guð blessi ykkur." Að lokinni ræðunni afhentu þrjár stúlkur úr Pólýfónkórnum páfa blóm, hvítar rósir ræktaðar á íslandi, lifandi ljós og íslands- og Kjarvalsbækur. Páfi þakkaði gjafirnar og gaf Ingólfi Guð- brandssyni minnispening með lágmynd af hans heilagleika. Að því loknu gekk hann á meðal kórfélaga og spjallaði við þá. At- höfnin i Vatikaninu stóð í um 20 mínútur. 10,5 milljóna hagn- aður hjá Kísiliðjunni Áriö 1984 var metár í framleiðslu Kísiliöjunnar hf., aö því er fram kom á aðalfundi fyrirtækisins sl. mið- vikudag. Hagnaöurinn í fyrra var 10,5 milljónir króna, en árið áður aðeins 256.000 krónur. Heildarvelta fyrirtækisins í fyrra var 234,4 milljónir, en áriö 1983 var hún 175,8 milljónir, samkvæmt upp- lýsingum Róberts Agnarssonar, framkvæmdastjóra Kísiliöjunnar. Veltan hefur því aukist um 58,6 milljónir milli ára. Róbert kvaðst ekki geta nefnt neina eina ástæðu fyrir þessari velgengni, þar væri um marga samverkandi þætti að ræða og samstillt átak og reynslu starfs- manna. „Sumarkeppni Qlís“: Liður í samkeppni — segir forstjóri Olís Jaðrar við lögbrot — segir lögfræðingur Verðlagsstofnunar „Já, þetta er liöur í samkeppni olíufélag- anna. Þetta er hluti af auglýsingum okkar og markaöskönnun og slíkt kostar alltaf eitthvað," sagði Þóröur Ásgeirsson, forstjóri Olíuverslunar íslands, en Olís hefur að und- anförnu auglýst „sumarleik“ þar sem heppnir bíleigendur geta fengið 10 þúsund kr. greiðslu frá fyrirtækinu. Gísli ísleifsson lögfræðingur Verðlagsstofnunar telur að þessar auglýsingar jaðri viö brot á lögunum um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viöskiptahætti. Vikulega í sumar verða 10 bílnúmer dregin út af handahófi og eigendur þeirra -beðnir að svara því hvaða tegund af smurolíu þeir noti. Listi með númerun- um verður hengdur upp á bensínstöðvum Olís. Ef allir „vinningarnir" ganga út kosta þeir Olís 1 milljón króna alls í sumar. Aðspurður um hvort ekki væri nær að nota þessa fjármuni til að lækka bensín- verðið sagði Þórður: „Við megum það ekki. Við verðum að fara eftir opinber- lega skráðu verði eins og aðrir." Hann sagði að þeir væru eigi að síður þeirrar skoðunar að gefa ætti bensínsöluna frjálsa, því þá fengju menn verðsam- képpni. Ekki vildi hann viðurkenna að Olís væri með þessu að draga fólk inn á bensínstöðvar sínar og alls ekki að verið væri að úthluta viiiningum. Fyrsti lukkubflalistinn var í gær hengdur upp á öll- um bensínstöðvum Olís. Magnið af kísilgúr, sem fram- leitt var á árinu 1984, var 27.265 lestir og voru 27.005 lestir fluttar út. Sala innanlands nam 27 lest- um. „Verksmiðjan er byggð til að geta annað framleiðslu á 24.000 lestum en við erum sem sagt komnir upp fyrir það mark og stefnum í rneira," sagði Róbert. Þær deilur sem uppi hafa verið um námuna við Mývatn voru til umræðu á aðalfundinum. Á stjórnarfundi var síðan samþykkt ályktun þar sem stjórn Kísiliðj- unnar leggur ríka áherslu á að rannsóknir á áhrifum náma- vinnslu fyrirtækisins í Mývatni hefjist nú þegar og að óviðunandi sé að ágreiningur um formsatriði tefji framgang þessa máls. Skorar stjórnin á þau ráðuneyti er málið varðar að þessar rannsóknir á líf- ríki Mývatns hefjist hið fyrsta. „Við erum orðnir nokkuð þreytt- ir á þessu máli,“ sagði Róbert Agnarsson. „Þetta er orðið „prins- ipmál" milli ráðuneyta og það kemur okkur einnig spánskt fyrir sjónir, að Náttúruverndarráð skuli ekki vilja tilnefna mann í rannsóknarnefndina. Það sér hver heilvita maður að því fyrr sem hægt er að hefja ránnsóknir því betra. Því hér er mikið í húfi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.