Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 30 kr. eintakiö.
Útboð á skyldu-
tryggingum fasteigna
Hinn almenni þjóðfélags-
þegn hefur vaxandi
skilning á mikilvægi þess að
sá hluti vinnulauna hans og
fjármuna, sem hið opinbera
tekur til sín með einum eða
öðrum hætti, sé nýttur á
hyggilegan hátt; að þeir, sem
trúað er fyrir ráðstöfun þess-
ara fjármuna, skili sem mestu
aftur til fólks í þjónustu eða
framkvæmdum. Opinber út-
boð, sem hafa það að mark-
miði að tryggja sem mest
verðmæti eða sem bezta þjón-
ustu fyrir sem minnst fjárút-
lát, hafa margsannað gildi
sitt. Þau á að taka upp í vax-
andi mæli, ekki aðeins um
opinberar framkvæmdir, eins
og t.d. vegagerð, heldur einnig
á sviði þjónustu, þar sem því
verður við komið.
Tveir kaupstaðir á höfuð-
borgarsvæðinu, Garðabær og
Hafnarfj arðarkaupstaður,
hafa ákveðið að segja upp
samningi við Brunabótafélag
íslands um skyldutryggingar
fasteigna. Bæjarstjórn Garða-
bæjar hefur þegar tekið
ákvörðun um að bjóða þessar
tryggingar út. Ekki er vafi á
því að fólk mun veita þessari
sjálfsögðu tilraun verðuga at-
hygli.
Brunabótafélag íslands er
opinbert fyrirtæki, sem starf-
ar samkvæmt sérstökum lög-
um (nr. 9/1955) og lýtur yfir-
umsjón ríkisstjórnar á hverri
tíð. Starfssvið félagsins nær
m.a. til brunatrygginga á hús-
um og lausafé. Félagið, sem
hefur mestallar skyldutrygg-
ingar fasteigna utan Reykja-
víkur með höndum, skiptist í
deildir og er hvert bæjar- og
hreppsfélag, sem við það
skiptir, sérstök deild í félag-
inu.
Sveitarfélögin, sem flest
semja við Brunabót um
skyldutryggingar fasteigna,
þó viðkomandi eigendur greiði
iðgjöldin, hafa einkum horft
til þriggja kosta. f fyrsta lagi
eiga sýslu- og sveitarfélög,
sem að Brunabót standa, aðild
að fulltrúaráði félagsins. í
annan stað lánar Brunabót,
lögum samkvæmt, fé til
brunavarna, vatnsveitna og
hitaveitna sveitarfélaga, eftir
því sem ástæður félagsins
leyfa. í þriðja lægi njóta
sveitarfélög hluta arðs, ef
honum er til að dreifa, en
þetta atriði vegur ekki þungt í
raun.
Það er m.a. ákvæðið um
lánafyrirgreiðslu Brunabóta-
félags íslands við sveitarfé-
lögin, sem mörg hver eru í við-
varandi lánsfjárþörf, sem
bindur þau félaginu, þó fleira
komi til. Það eru hinsvegar al-
mennir þegnar sveitarfélags-
ins, sem greiða iðgjöldin af
skyldutryggingu fasteigna
sinna. Þeir hafa vaxandi
áhuga á því að láta á það
reyna, m.a. með útboðum,
hvort hægt er að framkvæma
skyldutryggingu fasteigna
með ódýrari hætti en nú er
gert. Fátt mælir gegn því að
láta gera slíka tilraun.
Annað atriði tengist því,
sem hér er um rætt. Bruna-
bótafélag íslands, sem stend-
ur í strangri alhliða sam-
keppni við önnur tryggingar-
félög, lýtur ekki sömu skatta-
reglum. Það er lágmarkskrafa
að fyrirtæki, sem keppa um
almenn viðskipti í landinu,
eins og tryggingar eru í raun,
hafi skattalega jafnstöðu.
Skattaleg forréttindi ganga
þvert á heilbrigða samkeppni,
sem tryggir hagsmuni neyt-
enda bezt, hverrar tegundar
sem viðskiptin eru.
Það vakti verðuga athygli
ekki alls fyrir löngu er Hjör-
leifur Guttormsson, þingmað-
ur Alþýðubandalags, sem ekki
hefur verið helzti málsvari
frjálsrar samkeppni, hélt því
fram í þingræðu, að kjara-
staða fólks á höfuðborgar-
svæðinu væri mun betri en
fólks í strjálbýli, m.a. vegna
harðrar verzlunar- og sölu-
samkeppni þar. Þar nýttust
laun betur en í strjálbýli þar
sem sums staðar væri aðeins
ein kaupfélagsverzlun um hit-
una. Þetta sama markaðslög-
mál gildir á fleiri sviðum.
Einokun hefur aldrei bætt al-
menningshag. Gildir þá einu,
hver sem rekstraraðili „sel-
stöðuverzlunarinnar" er eða
hefur verið.
Brunabótafélag íslands hef-
ur gegn um tíðina verið vel
rekið fyrirtæki, að því bezt er
vitað. Félagið á'að sjálfsögðu
að hafa sama rétt og einnig
sömu samfélagslegar kvaðir,
m.a. skattalegar, og önnur
samkeppnisfélög á þessum
viðskiptavettvangi.
Það er hinsvegar krafa hins
almenna þegns, sem endan-
lega greiðir tryggingarkostn-
aðinn í formi iðgjalda, að
hann njóti á hverri tíð beztu
fáanlegra tryggingarkjara,
sem aðeins frjáls samkeppni
getur fulltryggt. Það er af
þeim sökum sem ákvörðun
bæjarstjórnar Garðabæjar
um útboð á skyldutryggingum
fasteigna vekur verðskuldaða
athygli.
íktafM ŒíáD
Þóroddur Jónasson á Akur-
eyri sendir mér svofellt bréf:
„Kæri Gísli!
Ég leit sem oftar á þátt þinn
„íslenskt mál“ í Morgunblað-
inu, sem kom út 22.6. sl. Þar
tekur þú upp orð Þormóðs
kolbrúnarskálds fyrir dauða
sinn á Stiklastöðum á þennan
veg: „Vel hefur konungurinn
alið oss. Feitt er mér enn um
hjartarætur."
Barnsminni mitt tók við-
bragð og vildi hafa síðari hluta
þessara frægu andlátsorða dá-
lítið öðruvísi, sem sé: „Hvítt er
þessum karli um hjartarætur."
Og ég fór að athuga málið.
1) Heimskringla, gefin út af
Helgafelli 1944, bls. 503: „Feitt
er mér enn um hjartarætur."
(Ekkert talað um matarvistina
hjá konungi.)
2) Fóstbræðra saga, gefin út
af íslendingasagna-útgáfunni
1968, bls. 357 (viðauki úr Flat-
eyjarbók): „Vel hefur konung-
urinn alið oss, hvítt er þessum
karli um hjartarætur."
Þarna er komið það orðalag,
sem ég mundi að ég sá á sínum
tíma í útgáfu Sigurðar Krist-
jánssonar og Valdimars Ás-
mundssonar af íslendingasög-
unum frá 1899. Og auk þessara
tveggja tilbrigða er svo orða-
lagið, sem þú tókst upp í þátt
þinn í Morgunblaðinu, og sem
ég hef líka séð að á sér góða
fyrirmynd á prenti.
Því fleiri tilbrigði af orðum
Þormóðs, sem við sjáum, því
minna vitum við orðrétt um
hvað hann sagði á sínum tíma
á Stiklastöðum, eða hvort
hann yfirleitt sagði þar nokk-
urn skapaðan hlut. Én eitt er
öruggt í þessari umræðu frá
mínum bæjardyrum séð:
Ég ber „hv“ fram sem „kv“
svo sem ég lærði í bernsku.
Þess vegna komu fram í mín-
um hug og munni stuðlar í orð-
um Þormóðs eins og þau voru í
útgáfunni frá 1899, og þeir
festu orðin mér í minni. „K“-in
tvö í „kvítur" og „karl“ sköp-
uðu hljóðfall í þessa setningu,
svo að gamall maður man enn
glöggt hvað barnið las.
Þessi stuðlun verður líka til
þess, að þú getur sungið and-
látsorð Þormóðs Bersasonar
kolbrúnarskálds. Lagboði: „Við
skulum ekki vaka’um dimmar
nætur.“
Blessaður."
☆
Bestu þakkir færi ég Þór-
oddi Jónassyni fyrir þetta
fróðlega og skemmtilega bréf.
Af því má m.a. læra vönduð
vinnubrögð, en það er líka
áminning til okkar allra um
gildi ljóðstafa. Þeir festu orðin
mér í minni, segir Þóroddur.
Stuðlasetning (allitteration)
hjálpar okkur til að muna
bæði bundið mál og óbundið,
að sjálfsögðu einkum bundið.
Einar Sigurðsson, kenndur við
Eydali, kvað:
Kvæðin hafa þann kost með sér,
þau kennast betur og lærast ger,
o.s.frv.
Mér verður oft til þess hugs-
að, að við íslendingar erum
eina þjóðin í víðri veröld sem
enn hefur tilfinningu fyrir
þessu merkilega fyrirbæri. Jón
Helgason kvað (Ég kom þar):
En ég kveð á tungu sem kennd er til
frostéls og fanna,
af fáum skilin, lítils metin af öllum;
ef stef mín fá borizt um óraveg háværra
hranna,
þá hverfa þau loks út í vindinn hjá
nöktum fjöllum.
Svo talaði vitið. En hjarta mitt hitnaði
og brann.
A herðum mínum ég dýrmætan þunga
fann.
Ég átti mér, þrátt fyrir allt, mína
purpurakápu.
í salkynnum þessum var engin þjóð
nema ein
sem agaði mál sitt við stuðlanna þrí-
skiptu grein
né efldist að bragstyrk við orðkynngi
heiðinnar drápu.
Ef við gerumst þeir imbar
og hálfvitar að glata tilfinn-
ingunni fyrir ljóðstöfum, þess-
um heimsdýrgrip sem okkur er
falinn til varðveislu, þá eigum
við ekki betra skilið en spott
og spé um gervalla veraldar-
byggðina. Hannes Pétursson
kvað (lítið brot úr kvæðinu
Bréf um ljóðstafi):
Seint mun álösun ýmissa skammsýnna
manna
á ókennilegan seið þessarar reglu
— sem þeir í fávísi hnýta við heim-
alningsbrag —
hrekja mig frá henni, stjaka mér burt af
vegum
sem mál vort þræddi þótt tímar breyttust
og byltust.
Hér bjó hún sér stað þegar systur-
tungurnar flýðu
strangleika hennar ein eftir aðra. Og nú
er oss það falið, hvort hún deyr eða lifir.
☆
Verður ekki að hafa ein-
hvern hemil á erlendu texta-
fargani? Mér heyrðist Svavar
Gests segja í útvarpinu um
daginn, að það hefði verið al-
gild regla um sína útgáfudaga
að hafa íslenska texta við lög
sem hér voru gefin út á
hljómplötum. Hvernig er þetta
núna? Er ekki misbrestur á
þessu, og hvað um útvarp og
sjónvarp? Ég hlustaði og
horfði á svokallaðan skemmti-
þátt í sjónvarpinu um hvíta-
sunnuna. Þar var mikið sung-
ið, en nær allir textar voru á
erlendum málum, mest ensku.
Á sjálfan þjóðhátíðardaginn
emjuðu menn meira að segja
enskar textatjásur yfir lands-
lýðinn. Ég spyr enn: Er ekki
rétt, og er ekki hægt að
stemma stigu við þessum
ófögnuði sýknt og heilagt? Ég
ætlast ekki til þess að erlendir
söngtextar séu bannaðir, en
fyrr má nú vera.
Að lokum er hér svolítill
leiðréttingartexti handa
yngstu lesendunum. Þeir eru
sem sagt hvattir til að endur-
semja þetta á betra máli og
senda síðan annaðhvort til
Morgunblaðsins eða umsjón-
armanns í Grundargerði 1 D á
Akureyri:
„Hann ekki kemur á morg-
un. Ég mundi fara, ef ég mundi
geta. Ég fer, ef að hann sé
heima. Fékkstu einhvað starf?
Mér hlakkaði til að fara heim
til Guðrúnu og Hallbjörgu.
Þegar veðrið fór að skánna, fór
hann á bílnum yfir brúnna
sem byggð var í fyrra yfir
ánna. Bjallaðu til afa og ömmu
í Vallargerðinni. Á stuttum
tíma skipas veður á jörðu.
Kerlingin hafði vaðið fyrir
neðan nefið. Hækkanir út-
gjalda fyrirtækisins hafa
hækkað vegna leiðréttingu
launa hinna lægst launuðustu.
Verðlaunir eru engar. Svo
lengist lærið sem lífið.
Þing Norðurlandasamtaka úrsmiða:
37 þús. úr flutt inn í fyrra
Fri þingi Norðurlandasamtaka úrsmiða. Talið f.v.: Axel Eiríksson, formaður
Úrsmiðafélags íslands, Magnús E. Baldvinsson, Ólafur Tryggvason, Bent
Hendriksen, formaður dönsku úrsmiðasamtakanna, Bernhard Knudsen,
Noregi, formaður Norðurlandasamtaka úrsmiða, Bent Dalgren, formaður
sænsku samtakanna og Hannes Heikkilá, formaður finnsku samtakanna.
ÞING Norðurlandasamtaka úrsmiða
var haldið hér á landi dagana 21. til
23. júní. Samtök þessi voru stofnuð
árið 1913, en Úrsmiðafélag fslands
gerðist aðili að þeim árið 1957. Þing
samtakanna eru haldin árlega og
skiptast félögin á Norðurlöndunum
á um að halda þau. Næsta þing verð-
ur haldið í Finnlandi að ári.
í fréttatilkynningu frá Úrsmiða-
félagi tslands segir m.a.: „Á þingun-
um er fjallað um ýmis hagsmuna-
mál úrsmiða og starfsskilyrði fyrir-
tækja í greininni. Á þessu þingi var
einkum fjallað um fræðslumál og
sölu- og markaðsmál.
Mikil og ör þróun í gerð úra hefur
haft í för með sér, að eftir- og
endurmenntun úrsmiða er afar
brýn. Hefur verið leitast við á
Norðurlöndunum að bæta úr þess-
ari þörf. I samvinnu við danska úr-
smiðaskólann í Ringsted og úra-
verksmiðjuna ETA, sem er helsti
framleiðandi úrverka í Sviss, verða
haldin námskeið fyrir úrsmiði á öll-
um Norðurlöndunum.
t ljós hefur komið, að aukning á
sölu úra á öllum Norðurlöndunum
hefur orðið mest f veglegri og vand-
aðri úrum. Á þinginu kom fram, að
fjölmargt fólk þyldi ekki að ganga
með sum hinna einfaldari og ódýr-
ari úra. Efni í þeim hefðu iðulega
leitt til ofnæmis.
Þess má geta, að á árinu 1984
voru flutt inn hingað til lands ríf-
lega 37.100 úr. Aukningin milli ár-
anna ’83 og ’84 er rúmlega 1.500 úr.
Sala svissneskra úra hefur aukist
hlutfallslega mest.
Á þinginu var Ólafur Tryggvason
úrsmiðameistari í Reykjavík sæmd-
ur svonefndri Arthur Johnson orðu.
Orðu þessa veita Norðurlandasam-
tök úrsmiða fyrir mikil og góð störf
í þágu úrsmiðagreinarinnar. Áður
hafði Magnús E. Baldvinssyni
hlotnast orða þessi, fyrstum tslend-
inga.