Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 37
MQRGUNBLADID, I.AUGARDAGUR 6. JtJLl 1985 37 Ásta ásamt dóttur sinni Hólmfríði Ósk sem er rúmlega árs gömul. Morgunblaðift/Skapti Hvernig er að vera kona í knattspyrnu? Þú meinar í karlaveldinu. Það fer batnandi. Þegar ég var yngri þá fékk ég að leika með í frímínút- um en svo á mótum sem haldin voru milli bekkja þá var ekki hægt að hafa stelpu með í liðinu. Blöðin hefðu alveg mátt vera duglegri við að skrifa um leikina og sjónvarpið hefði einnig mátt hafa okkur oftar á skjánum .Við þurfum að ganga á eftir fjölmiðl- unum á meðan þeir elta karla- knattspyrnuna. Það er ýmislegt fleira í þessu. Áhorfendur flykkj- ast á karlaknattspyrnu en láta ekki hvarfla að sér, nema lítill hópur, að það geti verið gaman að fara á kvennafótbolta. Ásta lét ekki meðgönguna halda sér frá boltanum og æfði fram á áttunda mánuð. Hún lét einnig þau orð falla að það myndi ekki langur tími líða frá því að hún ætti barnið og þangað til hún væri komin á völlinn. Þetta voru ekki orðin tóm því viku eftir að hún kom heim af spítalanum var hún mætt á æfingu. Ég fór á æfingu viku eftir að ég kom heim og hélt aldeilis að ég væri fær í flestan sjó. Það var þó mesti misskilningur. Annars veiktist dóttir mfn af maga- krampa fyrstu mánuðina svo ég sá mér ekki fært að mæta alltaf. Annars á ég bágt með mig stundum. Ég get bara ekki setið kyrr heima og vitað af stelpunum að spila ég verð bara að fara og sparka. Það er ekki bara fótboltinn sem gerir það að verkum að margir kannast við Ástu heldur var hún um tima framarlega meðal spretthlaupara. Ég byrjaði í frjálsum íþróttum 10 ára. Það var reyndar dálítið fyndið því bróðir minn og vinur hans voru að fara og ég frekjan suðaði og vældi þangað til þeir náðarsamlegast létu tilleiðast og leyfðu mér að koma með. Ég stóð mig svo bara miklu betur en þeir þegar til kom að Guðmundur Þór- arinsson hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að koma og æfa. Það var svo á unglingsárunum að ég fékk leið á þessu og fór yfir í handboltann með fótboltanum. Æfingarnar voru svo farnar að stangast á og komið að því að ég varð að fara að velja á milli og knattspyrnan varð ofan á enda lang skemmtilegust. Það er margt sem prýðir garða fólks nú til dags en kannski eru það ekki mjög margir sem skrýða þá „ástarsteinum". Eddie Prynn í Cornwall, Englandi, segir að hver stór steinn f garðinum minni sig á þann tíma sem hann hef- ur eytt með konum 1 lffi sínu og hafi hann gefið steinunum nöfn eftir þessu kvenfólki. „Nú á ég átta slfka steina segir hann, en auðvitað koma þeir til með að verða miklu fleiri,” segir þessi ágæti maður og bætir við: Sumir hafa velt fyrir sér og spurt hversvegna konan sem ég var giftur væri ekki kennd við stein en mér varð þá að orði að sannleikurinn væri sá að steinninn sá yrði þá að vera risastór. COSPER — Þarna færðu efni í ágætis sögu, pabbi, þegar ég verð kominn í landsliðið. Ungt, barnlaust par óskar efftir 2—3 herb. íbúd á rólegum staö á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Góöri umgengni, reglusemi og skilvísum greiöslum heitiö. Vinsamlegast hringiö í síma 32647 eða 651382. Fyrirtæki meö möguleika Af sérstökum ástæöum er til sölu lítiö fyrirtæki sem flytur inn og selur um allt land bílalökk og annað sem bílamálarar þurfa. Fyrirtækiö er meö góö viöskiptasambönd, bæöi innanlands og utan. Heildarverö er 600.000. — meö lager, tækjum og goodwill sem getur greiöst aö hluta meö skulda- bréfum. Þetta getur hentaö vel fyrir fjölskyldu eöa til aö styrkja annaö fyrirtæki. Möguleiki er aö þaul- vanur maður fylgi fyrirtækinu. Áhugasamir sendi nöfn og símanúmer til Mbl. fyrir 14.7. ’85 merkt: „Bílalökk". Bladburóarfólk óskast! Austurbær Háteigsvegur, Snorrabraut. hálendisferð Brottför alla miövikudaga í sumar frá og með W. júlí 1. DAGUR: Ekið Sprengisand og gist í Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. VERÐ AÐEINS 6.900.- Allar nánari upplýsingar í s(ma 687912 og hjá ferðaskrifstofu BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. Snæland Grímsson hf. Ferðaskrifstofa. Sími 687912. Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351 unuuog f iK^utwCpfny

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.