Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
Oddur
r
Ileikhúsinu gildir hið sameigin-
lega átak. Leikverk kviknar
ekki til lífs nema leikstjórinn nái
góðu sambandi við leikarana og
ekki sakar að umgjörðin falli vel
að efninu. Góðri leiksýningu má
þannig líkja við vel heppnaðan
ástarfund, þar sem elskendurnir
renna saman í eitt og mörkin milli
hins ytra og innra verða harla
óljós. En eins og menn vita kvikn-
ar ástarloginn oftast óvænt og því
miður er það oft svo í leikhúsinu
að vendilega undirbúnar leiksýn-
ingar kvikna ekki til lífs. Púðrið
virðist fyrir hendi í ríkum mæli en
tundrið finnst ekki. 1 aldeilis bráð-
skemmtilegu spjalli er Ragnheið-
ur Davíðsdóttir átti við leikarana
Viðar Eggertsson og Svanhildi Jó-
hannsdóttur á rás tvö í fyrrakveld,
bar þetta mál á góma. Rek ég ekki
frekar það spjall, en vil freista
þess að lýsa leikverki er ég hlýddi
á af rás 1 fyrr um kveldið, þar sem
neistinn hrökk í púðrið.
Púðurtunnan
Heiti leikverksins: Aríetta. Höf-
undur: Oddur Björnsson. Leik-
stjóri: Viðar Víkingsson. Flytjandi
leiksins var: Erlingur Gíslason.
Píanóundirspil annaðist: Snorri
Sigfús Birgisson. Tæknimaður:
Friðrik Stefánsson. Efnisþráður:
Miðaldra, einhleypur karlmaður
er fæst við kennslustörf situr við
drykkju heimavið. Hann ræðir um
einkalif sitt við unga og að því er
virðist heyrnarlausa stúlku, í það
minnsta svarar stúlkan ekki
spurningum mannsins, og þannig
er hlustandanum ekki ljóst hvort
hún sé til staðar eður ei. Píanóspil
berst úr upphæðum og kveður
maðurinn það koma frá móður
sinni, er búi á efri hæðinni.
Tundrið
Ég hef nú lýst nokkuð þeirri
púðurtunnu er þeir hjá leiklist-
ardeild Ríkisútvarpsins rúlluðu
inná stofugólf þeirra landsmanna
er höfðu viðtækin sín stillt á rás 1
síðastliðinn fimmtudag milli
klukkan 20:00 og 20:30. En þá er
komið að því að lýsa sprengingunni
er varð þá tundrið snerti púðrið.
Hvernig á ég nú lesandi góður að
lýsa fyrir þér bombunni, svo þú
finnir fnykinn leggja að vitunum
og heyrir „bang“? Hvað merkir
það er ég segi að leikur Erlings
Gíslasonar hafi verið „frábær“?
Eða leikstjórn Viðars Víkingsson-
ar: „hnitmiðuð og nákvæm"? Ég
gæti náttúrulega bætt því við að
texti Odds Björnssonar hafi verið
„magnaður og kunnáttusamlega
samansettur" og píanóleikur
Snorra Sveins Birgissonar „yfir-
vegaður og markviss" að
ógleymdri „fagmannlegri" tækni-
stjórn Friðriks Stefánssonar. í
raun er ég eins og leikarinn er
mætir á sviðið uppbelgdur af
orðavaðli, en án minnstu fullvissu
um að textinn kvikni í huga áhorf-
andans. Er máski fyrrgreindur
lýsingarorðagrautur orðinn að
slíkum hversdagsmat á þínu
Morgunblaðsborði að þú lepur
hann af álíka miklum eldmóð og
blessaðan hafragrautinn? Já,
vandi gagnrýnandans getur oft
orðið ærinn, sérstaklega þegar
hann hefir upptendrast af ein-
hverju verkinu, en hástemmdu
lýsingarorðin, sem hann sækir í
orðabankann, duga honum ekki
lengur, eru orðin lúin og snjáð.
Hér getið þið lesendur góðir komið
til hjálpar. Hvernig væri að hripa
á blað nýstárleg, auðskilin lýs-
ingarorð er mætti nota við að lýsa
til dæmis vel heppnaðri leiksýn-
ingu? Sérhver ábending er vel
þegin.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Helgar-
útvarp
barna
17—
Helgarútvarp
barna í umsjá
Vernharðs
Linnets er á dagskrá rás-
ar 1 í dag klukkan 17.05.
Þorsteinn Marelsson
heldur áfram lestri fram-
haldssögu sinnar. Fullt
verður af íþróttafréttum
og starfsmenn þáttarins
fara í bátsferð með „Jón-
asi feita“. Lagt verður frá
í Nauthólsvík, en land-
taka verður á Álftanesi.
Úr seinni bíomynd kvöldsins, „La Paloma'
„La Palomaw
■I Svissnesk-
30 frönsk bíómynd
— frá árinu 1974
er seinni mynd kvöldsins
og nefnist hún „La Pal-
oma“. Leikstjóri er Daniel
Schmid og með aðalhlut-
verkin fara Ingrid Caven,
Peter Kern, Peter Chatel
og Bulle Ogier.
Söguþráðurinn er á þá
leið að óásjálegur aðals-
maður fellir ást til fag-
urrar söngkonu, sem er
tæringarveik. Að endingu
lætur hún tilleiðast að
eiga hann en geymir ást
sína öðrum. Þýðandi er
Sonja Diego.
„Allt í pati í paradís“
— bresk dans- og söngvamynd
Bresk dans- og
söngvamynd,
„Allt í pati í
paradís", er á dagskrá
sjónvarpsins klukkan
21.05 í kvöld. Mynd þessi
Kid Kreole and the Coconutó.
er sérstaklega gerð fyrir
sjónvarp. Leikstjóri er
David Liddiment og söng-
lög eru eftir August Darn-
ell. Helstu skemmtikraft-
ar eru Kid Creole og The
Coconuts, The Three
Degrees, Karen og Paul-
ine Black.
Kiddi kreóli og kókos-
hneturnar hans verða inn-
lyksa á eyju í Karíbahafi.
Þar tekur hópurinn þátt í
hljómsveitakeppni, bakar
sér óvild einræðisherrans
og fer ekki varhluta af
valdabaráttu í þessari
suðrænu paradís. Þýðandi
er Óskar Ingimarsson.
Hringborðið
— þrfr gestir mæta
■I „Hringborðið" í
00 umsjá Árna
~~ Þórarinssonar
er á dagskrá rásar 2 í dag
klukkan 17.00.
Árni sagði í samtali við
Mbl. að þrír góðir gestir
kæmu í þátt sinn í dag.
„Gestirnir verða Inga
Jóna Þórðardóttir, for-
maöur útvarpsráðs,
Trausti Jónsson, veður-
fræðingur, og Gunnlaugur
Helgason, en hann er með
vinsældalista rásar 2.
Við hyggjumst ræða um
tónlist vítt og breitt,
skiptast á skoðunum um
tónlist, nýja og gamla, og
velja lög. Utgangspunktur
þáttarins er spjall í kring
um tónlist, sem verið hef-
ur að koma út undanfarn-
ar vikur.“
Kvenmennirnir í Sambýlingunum: Marsha og Diana.
Sambýlingar
— sjötti þáttur
■1 Sjötti þáttur-
35 inn um Sam-
býlingana er á
dagskrá sjónvarpsins
klukkan 20.35 í kvöld og
mun sjálfsagt ganga á
ýmsu á heimilinu sem
endranær. Þættir þessir
eru breskir og er þáttur-
inn í kvöld sá síðasti í
þáttaröðinni. Þýðandi Er
Guðni Kolbeinsson.
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
6. júli
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Baen.
Tónleikar. Þulur velur og
kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón-
leikar
735 Daglegt mál. Endurt.
páttur Valdimars Gunnars-
sonar frá kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorö — Bjarni Karlsson,
Reykjavlk, talar.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Forystugr. dagbl. (útdr.
(Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar
9.30 Öskalög sjúklinga —
Helga Þ. Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Oskalög sjúklinga
frh.
11.00 Drög aö dagbók vikunn-
ar. Umsjón: Páll Heiöar
Jónsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
14.00 Ligga ligga lá. Umsjónar-
maður: Emil Gunnar Guö-
mundsson.
14.20 Listagrip. Þáttur um llstir
og menningarmál I umsjá
Sigrúnar Björnsdóttur.
15J0 „Fagurt galaöi fuglinn
sá". Umsjón: Sigurður Ein-
arsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurtregnir.
16.20 Slödegistónleikar. a. Ser-
enaöa I D-dúr fyrir flautu,
tiölu og vfólu op. 25 eftir
Ludwig van Beethoven.
James Galway, John
Georgiadis og Brian Hawk-
ins leika. b. Rapsódfa op. 53
fyrir altrðdd, karlakór og
hljómsveit eftir Johannes
Brahms, Alfreda Hodgson
syngur með Sinfónluhljóm-
sveit og kór útvarpsins I
Múnchen; Bernard Haitink
stjórnar.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 Helgarútvarp barnanna.
Stjórnandi: Vernharöur Linn-
et.
16.00 Iþróttir
Umsjónarmaöur Bjarni Fel-
ixson.
19.25 Kalli og sælgætisgeröin
Sjötti þáttur.
Sænsk teiknimyndasaga f tlu
þáttum gerö eftir samnefndri
barnbók eftir Roald Dahl.
Þýöandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Sögumaður Karl Agúst
Olfsson.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sambýlingar
Sjötti páttur.
17.50 Slðdegis I garöinum
meö Hafsteini Hafliðasyni.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Til-
kynningar.
19.35 Sumarástir. Þáttur Sig-
nýjar Pálsdóttur. RUVAK.
20.00 Harmonikupáttur. Um-
sjón: Bjarni Marteinsson
20.30 Utilegumenn. Þáttur I
umsjá Erlings Siguröarsonar.
RUVAK.
21.00 Kvöldtónleikar. Þættir úr
slgildum tónverkum.
6. júlf
Breskur gamanmyndaflokk-
ur i sex þáttum.
Þýöandi Guöni Kolbeinsson.
21.05 Allt I pati f paradfs
(There's Something Wrong
in Paradise)
Bresk dans- og söngvamynd
gerð fyrir sjónvarp.
Sönglög eftir August Darnell.
Leikstjóri David Liddiment.
Helstu skemmtikraftar: Kid
Creole og The Coconuts,
The Three Degrees, Karen
og Pauline Black.
Kiddi kreóli og kókoshnetur
hans veröa irmlyksa á eyju I
Karfbahafi.
Þar tekur hófxirinn þátt I
hljómsveitakeppni, bakar sér
21.40 Einkunnarorð ævi minn-
ar. Ræöa eftir Karen Blixen.
Arnheiður Sigurðardóttir les
þýöingu slna.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Náttfari. Gestur Einar
Jónasson. RÚVAK
23.35 Eldri dansarnir
24.00 Miðnæturtónleikar. Um-
sjón: Jón örn Marinósson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00
óvild einræöisherrans og fer
ekki varhluta af valdabaráttu
I þessari suörænu paradls.
Þýöandi Öskar Ingimarsson.
22.30 La Paloma
Svissnesk-frönsk blómynd
frá 1974.
Leikstjóri Daniel Schmid.
Aöalhlutverk: Ingrid Caven,
Peter Kern, Peter Chatel og
Bulle Ogier.
Óásjálegur aöalsmaöur fellir
ást til fagurrar söngkonu
sem er tæringarveik.
Aö endingu lætur hún til leiö-
ast aö eiga hann en geymir
ást sfna öörum.
Þýðandi Sonja Diego.
00.25 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
6. júll
10:00—12Æ0 Morgunþáttur
Stjórnendur: Anna S. Mel-
steö og Einar G. Einarsson.
14.00—16.00 Við rásmarkiö
Stjórnandi: Jón Ölafsson
ásamt Ingólfi Hannessyni og
Samúel Erni Erlingssyni,
iþrótfafréttamönnum.
16.00—17.00 Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17:00—18:00 Hringborðið
Stjórnandi: Arni Þórarinsson.
20:00—21:00 Llnur
Stjórnendur: Heiðbjörf Jó-
hannsdóttir og Sigriöur H.
Gunnarsdóttir.
21.D0—22KI0 Stund milli strlöa
Stjórnandi: Jón Gröndal.
22:00—23:00 Bárujárn
Stjórnandi: Sigurður Sverr-
isson.
23:00—00:00 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson
00:00—03:00 Næturvaktin
Stjórnandi: Kristln Björg Þor-
steinsdóttir.
(Rásirnar samtengdar aö
lokinni dagskrá rásar 1.)
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR