Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
Í5
við sögu í ferlum mannslflcamans.
Það er eitt hnýsilegasta svið lækn-
isfræðinnar. Það nægir að nefna
áhuga vísindamanna á sjúkdómi
eins og ónæmistæringu (AIDS).
Þetta er sjúkdómur, sem herjar á
ónæmiskerfið. Ónæmistæring er
ein mesta hætta sem að mannkyn-
inu steðjar. í raun er rétt að tala
um heimsfaraldur. Að vísu hefur
umfjöllun fjölmiðla ekki verið í
neinu samræmi við dauðsföll af
völdum veikinnar. Dánartíðnin er
ekki há. En hins vegar er rétt að
benda á, að hún eykst stöðugt en
stendur ekki í stað eins og gildir um
svo marga aðra sjúkdóma. Ef þessi
sífellda aukning er höfð í huga, þá
má segja að fjölmiðlar geri ónæm-
istæringu viðeigandi skil.“
„í dag er vitneskja fyrir hendi,
sem segir okkur hvað orsakar
ónæmistæringu," sagði dr. Werner
enn fremur. „Enn vantar þó herslu-
muninn á að unnt sé að lýsa sjúk-
dómnum nákvæmlega. Nú eru til
próf fyrir blóðsýni, sem eiga að út-
iloka smitun við blóðgjöf. En það er
erfítt að fínna bóluefni gegn veir-
unni þar sem hún er svonefnd ret-
roveira, en þær eru afar illar við-
fangs. Sennilega er hún stökkbreytt
dýraveira. Þó eru mestar vonir í
baráttunni gegn ónæmistæringu
Mótefni eni samsett efnasambönd, sem gerð eru úr fjórnm keðjum. Tvær
nefnast léttar en hinar þungar. Þeim er haldið saman af tengibrúm. Sá hluti
mótefnis, sem inniheldur báðar léttu keðjurnar og hluta af hvorri þungri
keðju (Fab-endinn), er sá, sem binst mótefnisvaka (antigeni). Þetta er því sá
hluti mótefna, sem er sérkennandi fyrir hvert þeirra. Fc-endinn er gerður úr
hluta hvorrar þungrar keðju. Hann er lítt breytilegur frá einu mótefni til
annars.
ógrynni einstofna mótefna og þá
sérstaklega þau, er nýta má til
þess að greina ýmsar frumur í
blóði, en fyrirtækið er þekkt fyrir
gæði framleiðslu sinnar. Fyrir-
tækið framleiðir einnig tæki, sem
greinir og flokkar frumur í blóð-
sýni og telur fjölda hverrar þeirra.
Upplýsingarnar eru geymdar í
tölvu. Vélin ber heitið FACS (Flu-
orescence Activated Cell Sorter),
en hún getur talið allt að 10 þús-
und frumur á hverri sekúndu. Til
samanburðar má geta þess, að hér
á landi verður meinatæknir að
telja blóðfrumur með því að rýna í
blóðsýni gegnum smásjá og telja
frumurnar með teljara. Þetta tæki
er því gífurlega afkastamikið.
Rétt er að gera nokkra grein fyrir
því hvernig það vinnur. í upphafi
eru blóðfrumur í blóðsýni auð-
kenndar með því að beita ein-
stofna mótefnum, sem hafa verið
merkt með litarefnum. Litarefnin
gefa frá sér gljáa við ljósbrot. Með
þvi að stilla þrýsting í tækinu á
ákveðinn hátt skipa blóðfrumur í
blóðsýninu sér í einfalda röð. Hver
þeirra fer framhjá leisergeisla, en
við það endurkasta frumurnar
ljósi með ákveðnu ljósbroti og
gefa frá sér gljáa. Hvort tveggja
er einkennandi fyrir hverja
frumu. Á grundvelli þessa er unnt
að greina frumur í undirflokka, en
vélin aðgreinir þær jafnframt í
tilraunaglös.
EINSTOFNA MÓTEFNI
M.A. MIKILVÆG VIÐ
GREININGU AIDS
Dr. Noel L. Werner sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að ein-
stofna mótefni væru sérstaklega
mikilvæg í þeim sjúkdómum þar
sem ekki væri mögulegt að greina
sjúklegar breytingar frumna með
smásjá. „Dæmi um slíka sjúk-
dóma eru ónæmistæring (AIDS),
æxli (s.s. hvítblæði og æxli í eitil-
vef) og sjálfsónæmissjúkdómar
(autoimmune-sjúkdómar). Með
því að greina fyrr sjúklegar breyt-
ingar frumna fæst betri meðferð
en jafnframt verður sjúkdóms-
greining nákvæmari með notkun
einstofna mótefna," sagði dr.
Werner. „Þá getum við á þennan
hátt fylgst með ónæmiskerfinu.
Dæmi um slíkt væri við liffæra-
flutninga, en þar er áríðandi að
fylgjast nákvæmlega með við-
brögðum þess. Onæmistæring
(AIDS) er annað dæmi. Þar er
hópur veira á ferð, sem drepa viss-
ar frumur ónæmiskerfisins. Með
einstofna mótefnum er ekki aðeins
hægt að greina veirurnar heldur
einnig segja til um það, hvort ein-
staklingurinn hafi veikst af
smitsjúkdómi. Þá má einnig nefna
mikilvægi mótefnanna við ákvör-
ðun hvítblæðis en notkun þeirra er
eina leiðin til þess að greina teg-
undir sjúkdómsins."
Einstofna mótefni opna ýmsa
mögulerka á sviði krabbameins-
rannsókna og krabbameinslækn-
inga, en mörg þeirra eru sértæk
fyrir mótefnisvaka á yfirborði ill-
kynja frumna. Oft eru meinvörp
fyrsta stig krabbameins og þá get-
ur verið erfitt að finna frumæxlið
ef það sjálft veldur engum ein-
kennum. Á sama hátt má fylgjast
með gangi sjúkdómsins, en sum
æxli losa þekkt einkennisefni i
blóð sem hægt er að kanna og
meta þannig árangur meðferðar.
Krabbameinsleit er einnig mikil-
vægt svið þar sem beita má þess-
um efnum.
„Einstofna mótefni eru mikil-
væg við meðferð ýmissa sjúk-
dóma,“ sagði dr. Werner í samtali
við Morgunblaðið. „Fyrst má
nefna líffæraflutning og taka sem
dæmi þau tilfelli hvítblæði þar
sem lyfjagjöf hefur drepið beinm-
erg sjúklings og græða þarf í hann
nýjan. Við ígræðsluna ráðast T-eit-
ilfrumur á hinn nýja merg. En
með því að beita einstofna mót-
efnum er unnt að fjarlægja eitil-
frumurnar áður en beinmergurinn
er græddur í sjúklinginn. Þetta er
betri aðferð en lyfjagjöf, sem hef-
ur aukaverkanir. Þá má nefna
sjálfsónæmissjúkdóma s.s. heila-
og mænusigg (multiple sclerosis,
MS). Enn er verið að rannsaka
dýr, en þær tilraunir lofa góðu.
Svo virðist vera sem einstofna
mótefni geti komið í veg fyrir löm-
un af völdum mýlisskaða (MS).
Rannsóknimar eru e.t.v. lykillinn
að öllum þessum sjúkdómum.
Mikilvægi Becton-Dickinson er
ekki síst fólgið í því að brúa bilið
milli vísindalegra rannsókna og
klíniskra nota niðurstaðna."
AIDS ER HEIMS-
FARALDUR
„Vísindamenn hafa gífurlegan
áhuga á ónæmiskerfinu,“ sagði dr.
Noel L. Werner. „Þetta er m.a.
vegna þess, að þekking í ónæmis-
fræði nýtist á öðrum sviðum lækn-
isfræði. Ónæmiskerfið kemur víða
bundnar við bóluefni eða aðferðir,
sem gætu fjarlægt veiruna. En ég
tel, að það líði a.m.k. 3—5 ár þar til
nothæft bóluefni lítur dagsins ljós.“
NÝ TÆKNI Á
BORGARSPÍTALANUM
Fyrir stuttu tókust samningar
milli fslensk-Ameríska hf., fyrir
hönd Becton-Dickinson, og Borg-
arspítalans um kaup á áhöldum til
töku blóðsýna, en þau nefnast „Vac-
utainer". Þetta er tækni, sem hefur
breiðst út um heim allan, en hefur
ekki verið notuð hér á landi nema í
mjög litlum mæli fram að þessu.
Þessi tækni byggir á því, að tví-
virkri nál, sem lokuð er í annan
endann með gúinmíhettu, er stung-
ið í æð sjúklingsins. Síðan er loft-
tæmdu tilraunaglasi með gúmmí-
tappa þrýst upp á nálina, sem sam-
tímis stingst gegnum hettu nálar-
innar. Lofttæmi tilraunaglassins
hefur sömu áhrif og sogdæla, sem
sýgur ákveðið blóðrúmmál úr æð-
inni. Tilraunaglösin eru af mörgum
stærðum og til margvíslegra nota,
en sífellt eru þróaðar nýjungar í
tengslum við þessi tæki. Má nefna
sem dæmi, að Becton-Dickinson
setti í fyrra á markaðinn nýja gerð
„vacutainer" til sökkmælinga í
blóði. Nýjung þessi hlaut geysigóð-
ar viðtökur.
Einn höfuðkostur „vacutainer"-
tækjanna er hversu ómenguð blóð-
sýnin eru þar sem áhöldin eru ein-
nota og sýklar umhverfisins ná ekki
að menga sýnin. Mannshöndin
kemst hvergi í snertingu við blóðið,
en slíkt er mikilvægt vegna smit-
hættu af meðhöndlun blóðsýna og
má nefna ónæmistæringu sem
dæmi um sjúkdóm, er dylur sjúk-
dómsvaldinn m.a. í blóði.
(Hér hefur m.a. verið stuðst við
grein dr. Helgu M. Ögmundsdóttur
lækni.s og sérfræðings í ónæmisfræði
um einstofna mótefni er birtist í 3.
tölublaði Heilbrigðismála 1983.)
Ingibjörg Sigurðardóttir hótelstjóri og Kjartan Lárusson forstjóri Ferða-
skrifstofu ríkisins fyrir framan hið nýja Edduhótel að Hrafnagili í Eyjafirði.
Feröaskrifstofa ríkisins:
Rekur 19 hótel um
land allt í sumar
FERÐASKRIFSTOFA ríkisins rekur í ár 16 hótel undir nafninu Hótel Edda,
víðsvegar um land. Þá rekur hún einnig Hótel Garð í Reykjavík og Hótel
ísafjörð og hefur hönd í bagga með rekstri Hótel Borgarnes. Á þessum 19
hótelum, sem rekin eru beint eða óbeint af Ferðaskrifstofu ríkisins eru alls
rúmlega 700 herbergi með um 1400 rúmum og mun það vera um þriðjungur
allra gistirúma í landinu að sögn Kjartans Lárussonar forstjóra ferðaskrif-
stofunnar.
Ferðaskrifstofa ríkisins hefur
séð um rekstur Edduhótelanna um
rúmlega 20 ára skeið, en síðustu ár
hefur starfsfólk þeirra tekið virk-
an þátt í rekstrinum samkvæmt
svonefndu hlutaskiptakerfi.
Að sögn Kjartans er reynt að
halda verðlagi á Edduhótelunum í
lágmarki án þess það komi niður á
gæðum þjónustunnar. Boðið er
upp á gistingu í svefnpokaplássum
fyrir þá sem það vilja og börn að
11 ára aldri geta fengið ókeypis
svefnpokagistingu inni í herbergj-
um foreldra sinna. Þá fá börn inn-
an 6 ára aldurs frítt fæði, en börn
á aldrinum 6—11 ára borga hálf-
virði fyrir matinn. Öll hótelin eru
með sjónvarpssal, í flestum þeirra
er sundlaug og suraum einnig
gufubað. í flestum hótelanna er
sérstök aðstaða til funda og ráð-
stefnuhalds.
Blaðamönnum var nýlega boðið
að skoða þrjú Eddu-hótel á Norð-
urlandi; Hótel Eddu í heimavist
Menntaskólans á Akureyri, Hótel
Eddu á Stóru-Tjörnum og Hótel
Eddu í Hrafnagilsskóla í Eyja-
firði. Hið síðastnefnda er ásamt
Hótel Garði það nýjasta í keðju
Eddu-hótelanna. Tók það í fyrsta
sinn til starfa 12 júní sl. Er það til
húsa í heimavist Hrafnagilsskóla,
um 14 km frá Akureyri. Er það
staðsett miðsvæðis í Eyjafirði og
þaðan er stutt að fara til allra feg-
urstu og sögufrægustu staða hér-
aðsins. A hótelinu eru 33 herbergi,
stór útisundlaug með heitum potti
og góð fundaraðstaða í kennslu-
húsnæði skólans. Hótelstjóri Hót-
el Eddu á Hrafnagili er Ingibjörg
Sigurðardóttir.
I Eddu-hótelinu á Akureyri
voru blaðamönnum sýnd nokkur
herbergi, sem nýlega voru tekin í
notkun og eru þau með baði.
Hótelið að Stóru-Tjörnum í
Ljósavatnsskarði er vel í sveit sett
fyrir þá sem skoða vilja helstu
ferðamannastaði í Suður-Þingeyj-
arsýslu eins og t.d. Vaglaskóg og
Goðafoss. Þar er sundlaug, sem að
sögn nýtur mikilla vinsælda meðal
ferðamanna, enda haganlega fyrir
komið í skjóli milli húsa, svo hiti
verður þar mikill í góðu veðri.
Flest Eddu-hótelin eru rekin í
skólahúsnæði og lagði Kjartan
Lárusson áherslu á, að það hefði
reynst mjög vel að nýta húsnæðið
þannig á tvennan hátt og hafa það
í notkun allan ársins hring. Benti
hann á, í því sambandi, að leigu-
tekjur þær sem skólarnir fá frá
Ferðaskrifstofunni, hafi í mörgum
tilfellum gert þeim kleift að kosta
viðhald og endurbætur á húsnæð-
inu, sem þeir að öðrum kosti hefðu
ekki haft bolmagn til.
Auk þeirra hótela sem þegar
hafa verið nefnd eru Eddu-hótel
nú starfandi á eftirtöldum stöð-
um: Laugarvatni (tvö), Reykholti í
Borgarfirði, Laugum í Sælingsdal
í Dalasýslu, Flókalundi í Vatns-
firði, Reykjum í Hrútafirði,
Laugabakka í Miðfirði, Húnavöll-
um, Eiðum, Hallormsstað, Nesja-
skóla í Hornafirði, Kirkjubæjar-
klaustri og í Skógum undir Eyja-
fjöllum. Allt eru þetta sumarhót-
el, nema Hótel Edda á Kirkjubæj-
arklaustri, Hótel ísafjörður og
Hótel Borgarnes, sem opin eru allt
árið.
Arbæjarsafn:
Páll Eyjólfsson spilar
fyrir gesti í Dillonshúsi
PÁLL Eyjólfsson gítarleikari mun
spila fyrir gesti og gangandi í Dill-
onshúsi í Árbæjarsafni næstkom-
andi sunnudag, 7. júlí.
Gullþorinn svokallaði verður í
gangi fyrir gesti safnsins um helg-
ina. Gullborinn var sem kunnugt
er keyptur hingað til lands fyrir
63 árum til að bora eftir gulli, sem
ekki fannst.
Sumarsýning Árbæjarsafnsins
um grænlensku bátana qajaq og
umiaq verður opin. Á þeirri sýn-
ingu getur einnig að líta ýmsa
gripi frá Grænlandi.