Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
þriggja mánaða bóklegt námskeið
og gengst að því loknu undir próf.
Allan þann tíma eru þau undir
umsjá klúbbsins sem annast um
þau. Reynt er að halda þeim sam-
an til 18 ára aldurs og er þeim
gjarnan kennd einhver iðn, er
skipafélagið rekur t.d. trésmiða-
skóla fyrir krakkana. Síðan er
reynt að útvega þeim vinnu en það
getur reynst erfitt því að í Þýska-
landi er í dag um 10% atvinnu-
leysi. I lok ferðarinnar skilar
áhöfnin einnig skýrslu um fram-
farir, framkomu o.s.frv. hjá hverj-
um og einum.
Klúbburinn fylgist síðan með
unglingunum í átta ár eftir að þau
fara út á vinnumarkaðinn. Sýnt er
að um 80% þeirra sem dvelja á
skipinu ná að aðlagast kerfinu, á
meðan að hjá hliðstæðum ungling-
um sem fara í fangelsi er árangur-
inn 30% og hjá félagsmálastofn-
unum um 50%.
Skipið kom til Keflavíkur síð-
astliðinn föstudag. Hreppti það
slæmt veður og var 17 daga á leið-
inni frá Cuxhaven. Lentu þau í því
óhappi að týna öðru ankerinu og
sárvantaði þau nýtt. Einnig áttu
þau við vélarbilun að stríða og
stóð því til að staldra við í Kefla-
vík í nokkra daga.
Þýsku unglingarnir er komu
með skipinu til íslands höfðu lokið
sínum sex mánuðum þegar hingað
kom og flugu þau heim á laugar-
daginn var. I staðinn kom 20
manna hópur frá frönskumælandi
Kanada. Kanadamenn hafa leigt
skipið næstu þrjá mánuðina og
ætla sér að gera tilraun með svip-
aða starfsemi um borð og Þjóð-
verjar hafa verið með. Kalla þau
áætlunina Cap-Espoir og byggir
hún á samskiptum þjóðanna. Héð-
an sigla þau til Quebec og er siglt
undir merki árs æskunnar.
Á meðan staldrað hefur verið
við í Keflavik hefur tíminn verið
nýttur vel. Hópurinn skipti sér og
farið var í skoðunarferðir til
Reykjavíkur og um Reykjanes-
skagann. Naut hópurinn þar mik-
illar hjálpsemi Steindórs Sigurðs-
sonar rútueiganda sem flutti þau
fyrir sáralítinn pening. Einar S.
Guðjónsson hefur verið áhöfninni
ómetanleg hjálparhella, en hann
sá skipið koma og gaf sig á tal við
skipverjana. Síðan var hann á
þönum og aðstoðaði þá á allan
mögulegan máta. Reyndar var
áhöfnin sammála um það að víða
höfðu þau komið til hafnar en
hvergi hefðu þau mætt jafn mik-
illi hjálpsemi og velvilja og hér.
EFI
Marie Archambault leiðbeinandi.
„Svona ferð
! getur verið
pllum hjálpleg“
— segir einn leiðbeinendanna
MARIE ARCHAMBAULT er lögfræðingur að mennt og starfar sem
félagsráðgjafi. Hún er einn leiðbeinandanna um borð. Sagði hún veru þeirra
Kanadamanna um borð vera þátt í samskiptaáætlun þýskra og kanadískra
klúbba, sem hafa umsjón með unglingum er komist hafa í kast við kerfið.
Ég spurði Marie hvort kanadíski
bópurinn væri byggður upp eins og
þeir þýsku, þ.e. eingöngu vandræða-
hörn?
■ „Nei, svo er ekki. Vissulega er
þetta skólabátur og um borð
krakkar sem eiga í ákveðnum erf-
iðleikum. En helmingur þeirra er
frá venjulegum heimilum og
venjulegum skólum og helmingur
eru svo krakkar sem eiga við fé-
lagsfræðileg vandamál að stríða.
Við, þessir svokallaðir leiðbein-
endur sem erum hér, vinnum öll
tneð krökkunum og reynum að
hjálpa þeim og leiðbeina á sál-
fræðilegum og félagsfræðilegum
grundvelli."
Eruð þið vön á sjó?
„Nei, alls ekki. Tveir hafa áður
verið einhvern tíma á sjó. Þeir
hafa báðir tekið þátt í svipuðu áð-
ur en annars erum við hin alveg
óvön.“
Telur þú að svona ferð geti verið
hjálpleg þeim unglingum sem eiga
við félagsfræðileg vandamál að
glíma?
„Ég held að ferð sem þessi geti
verið öllum hjálpleg. í fyrsta lagi
eru krakkarnir ungir og hafa aldr-
ei þurft að takast á við raunveru-
leg vandamál og erfiði. Hér verða
allir að takast á við ábyrgðina. Til
dæmis verða allir að stýra skipinu
einhvern tíma sólarhringsins. Það
hlýtur að vekja ábyrgðartilfinn-
ingu að vera með stjórn á skipi
sem inniheldur hátt í 30 manns,
þrátt fyrir að skipstjórinn sé ætíð
nærstaddur.
í öðru lagi læra allir að lifa með
öðrum. Flestir hér hafa ekki verið
lengur að heiman en viku. Þau
læra að vinna og verða að vinna.
Jafnvel þótt þau séu sjóveik, læra
þau að þó þau langi ekki til, þá
verða þau að vinna.
Þau í hópnum sem eiga við
vandamál að stríða geta ef til vill
lært að skilja sjálf sig og litið
framan i veruleikann og vanda-
málin. Og þau sem hér eru og eiga
ekki við nein sérstök vandamál að
etja geta líka lært að bera ábyrgð
og fyrst og fremst treysta á sjálf-
an sig,“ sagði Marie að lokum.
13
Skipuleg krabbameinsleit
í meltingarvegi undirbúin
NÝLEGA voru Krabbameinsfélag-
inu afhentar 800 þúsund krónur frá
Oddfellowstúkunni Þormóði goða,
í tilefni af 25 ára afmæli hennar sl.
vor.
Krabbameinsfélagið hefur
undirbúið leit að forstigsbreyt-
ingum og krabbameinum i neðri
hluta meltingarvegar, en þessi
tegund krabbameina gerist æ al-
gengari hér á landi. Verður með
þessu farið að sinna skipulegri
krabbameinsleit hjá körlum, en
íslenskar konur hafa notið skipu-
legrar leitar að leghálskrabba-
meini um tveggja ára skeið og
brjóstakrabbameinsleit nokkuð
skemur. Verkefni þessu munu
tengjast vísindarannsóknir, þar
sem reynt verður að varpa ljósi á
aðdraganda og myndun krabba-
meinsvaxtar.
Vegna öflugs stuðnings
Oddfellowstúkunnar Þormóðs
goða verður hægt að hefja þessa
þjónustu miklu fyrr en ella, jafn-
vel síðar á þessu ári.
Júlíus Björnsson afhendir Gunnlaugi Snædal gjöf frá Oddfellowum. Atli
Steinarsson, formaður Þormóðs goða, er einnig með á myndinni.
Spemutndt
f'órunautur fferb
Góðar bækur
í útileguna og útlöndin.
Málltílog menning
Tilboð
í bókabúðunum
Bókaflokkurinn „Skáldsaga um glœp“
nýtur virðingar fyrir vandaða fram-
setningu og æsispennandi en raun-
verulegan söguþráð. Nú fást eldri
bækur bókaflokksins á sérstöku til-
boðsverði í öllum betri bókabúðum.
Kiljur kr. 249 -
Innbundnar kr. 446.-