Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 .................I-—-------- AF ERLENDUM VETTVANGI eftir CLIFFORD D. MAY Afríkusöfnun bandarískra hljómlistarmanna: Auðvelt að safna fé en erfitt að verða að liði ENDA þótt ágóðinn af útgáfustarfi bandarískra hljómlistarmanna til styrktar hungruðu fólki í Afríku verði að öllum líkindum um 50 milljónir dollara, þá hefur komið í Ijós að erfiðasta þættinum er ólokið: að gera sér grein fyrir hinum flóknu orsökum hungursneyðarinnar og gera ráðstafan- ir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu hennar. Frá því að hljómplatan We are the World, þar sem margir frægustu dægurlaga- söngvarar Bandaríkjanna koma fram, var gefin út 8. mars sl. hafa um 11 milljónir eintaka selst af henni. Auk þess hefur sala á bolum, myndspjöldum, myndböndum og merkjum, sem komið hafa á markað í tengslum við hljómplötuútgáfuna, verið mjög góð. Auðveldast að koma plötunni út En þeir, sem stóðu að Afríku- söfnuninni, hafa komist að því að mun auðveldara var að fá listamennina til að styrkja málstaðinn með framlagi sínu og koma plötunni út en nýta þá fjármuni, sem safnast hafa, á sem bestan hátt. „Við höfum komist að því að málið snýst ekki eingöngu um að senda meiri peninga eða matvæli til Afríku," sagði Ken Kragen, einn aðal- skipuleggjandi söfnunarinnar. Kragen og söngvarinn Harry Belafonte, sem átti með öðrum hugmyndina að því að fá lista- mennina til að leggja sitt af mörkum til að létta þjáningar sveltandi fólks í Afríku, eru ný- komnir úr kynnisferð um Eþíópíu, Súdan og Tansaníu. Fóru þeir í þessa ferð ásamt nokkrum forsvarsmönnum Af- ríkusöfnunar hljómlistarmann- anna til að kynna sér ástandið í þessum löndum af eigin raun. „Við höfðum gert okkur ranga mynd af ástandinu. Vandamálið er miklu flóknara en við höfðum gert okkur í hugarlund," sagði Belafonte eftir ferðina. Það kom þeim t.d. verulega á óvart i upphafi ferðarinnar að starfsmenn hjálparstofnana í þessum löndum fóru ekki fram á að meiri matvæli yrðu send frá Bandaríkjunum. Að sögn starfs- mannanna hafa matvælabirgðir safnast upp á hafnarbökkum og vöruhúsum í Súdan og Eþíópíu. Hins vegar hafi ýmsar pólitískar og efnahagslegar orsakir valdið því að erfitt hefur reynst að koma birgðunum til nauð- staddra. Ennfremur hafa margir lækn- ar dregið í efa tilgang þess að senda hvern flugvélarfarminn á fætur öðrum með læknislyf frá Vesturlöndum, þar sem hættu- legasti „sjúkdómurinn" stafi af fátækt og örbirgð. Það þurfi því meira en bólusetingarefni til að lækna þá meinsemd. Á móti einkunnaroröum Afríku-söfnunarinnar En það voru önnur vandamál sem sendinefnd bandarísku hljómlistarmannanna átti við að glíma. Þótt Eþíópíustjórn, sem kennir sig við marxisma og hef- ur mikil tengsl við sovésk stjórn- völd, hafi ekki lagt stein í götu Bandaríkjamannanna, þá gerði hún sér öldungis ljóst að dvöl þeirra kynni að auka velvilja al- mennings í garð Bandaríkjanna. Og fyrir þá sök að stjórnin hefur haldið uppi miklum áróðri gegn Bandaríkjunum var sagt frá heimsókn bandarísku sendi- nefndarinnar á mjög villandi hátt í hinum opinberu fjölmiðl- um landsins: þar voru Amerík- anarnir m.a. sagðir koma frá Karíbahafssvæðinu. M.ö.o. var allt gert til að koma í veg fyrir að einkunnarorðum Afríku- söfnunarinnar „Bandaríkin fyrir Afríku" yrði haldið á lofti meðan á dvölinni stóð. Tekið var á móti sendinefnd- inni með veglegustum hætti í Súdan þar sem dansarar og söngvarar biðu gestanna á öllum þeim flugvöllum sem komið var til. Haldnar voru ræður og gest- unum voru gefnar gjafir. Var jafnvel haft á orði að móttök- urnar minntu frekar á menning- arhátið en neyðarástandshjálp. 1 kveðjuhófi sem haldið var til heiðurs Bandaríkjamönnunum hóf meira að segja hljómsveit að leika eitt frægasta lag Belafont- es, Farewell Jamaica, og tók söngvarinn lagið í tilefni þess. Belafonte kvaðst sýna fólkinu skilning: „Það er ekki nema von að íbúarnir vilji sýna okkur fram á að þótt hungursneyð hrjái þjóðina, þá búi margt gott í henni. „Fólk með geysilega sjálfsvirðingu Samt sem áður fór ekki milli mála hvað hafði mest áhrif á sendinefndina meðan á dvölinni stóð: ferð Bandaríkjamannanna um hjálparbúðir og þau þorp þar sem neyðin er mest. Þar eru ör- lög íbúanna gjörsamlega háð hjálparstarfinu: „Þetta er ofviða skilningi manns: þjáningar fólksins eru svo miklar. En þetta eru ekki aumkunarverðir betlar- ar, heldur fólk með geysilega sjálfsvirðingu," sagði Belafonte. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig á að verja öllum þeim fjármunum, sem safnast hafa í Afríku-söfnun bandaríska listafólksins. En að sögn féiaga í sendinefndinni hafa þeir nú gert sér grein fyrir því að mikið starf er framundan ef bæta á ástandið í efnahags- og umhverfismálum Afríku, en það hefur farið hríðversnandi und- anfarin ár. A.m.k. er ljóst að engin auðfundin lausn er á þessu máli. Hvað verður um fólkið ef tekst að koma í veg fyrir hung- ursneyð? Hvernig er unnt að koma því á réttan kjöl á ný? Þessar spurningar eru áleitnar, ekki síst vegna þess að eins og málum er nú háttað eru engin svör við þeim. „Ástandið er svo bágt að 50 milljónir dollara eru smámunir. Ég hefði aldrei trúað því að 50 milljónir skiptu eins litlu máli og raun ber vitni,“ sagði fram- kvæmdastjóri Afríkusöfnunar- innar, Marty Rogul. En þó á ekki að láta hér við sitja, því að 13. júlí nk. munu frægustu rokkhljómlistarmenn Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu koma fram á hljómleik- um, sem sjónvarpað verður um allan heim. Er gert ráð fyrir að um einn og hálfur milljarður sjónvarpsáhorfenda muni horfa á hljómleikana í 141 landi, þar á meðal íslandi. (Þýtt og endursagt úr Herald Tribune). Bandaríski dægurlagasöngvarinn Harry Belafonte (Lh.) er nú nýkominn úr ferð til Afríku, þar sem aðstandend- ur söfnunar bandarískra listamanna „Bandaríkin fyrir Afríku" kynntu sér ástandið þar af eigin raun. Hér sést Belafonte ásamt nokkrum þeim börnum sem njóta munu góðs af hinum 50 milljónum dollara sem söfnuðust Hér sést einn Kádiljákanna aka framhjá ræðupalli þar sem hangir mynd af kínverska leiðtoganum látna, Mao Tse Tung. Kínverjar kaupa 20 kádiljáka HELDUR hyrnaði yfir nokkrum háttsettum kínverskum starfs- mönnum hjá hinu opinbera um mánaðamótin, þegar í bfia- og reiðhjólafiota þeirra bættust 20 Kádiljákar. Sérstök móttaka var haldin þegar bílarnir voru formlega af- hentir embættismönnunum, en Kádiljákarnir þykja hinir glæsi- legustu, búnir sjónvarpstækjum, börum og kæliskápum. Fram- leiðendur Kádiljákana nefna þessa tegund „bíl stórstirna" í bæklingum sem fylgdu öllum Kádiljákunum. Bílunum var lagt fyrir utan nýtt 29 hæða stórhýsi í Peking, sem var sérstaklega þvegið og skrúbbað áður en það var form- lega opnað, og stjórnarformaður General Motors, framleiðanda Kádiljákana, flutti þar ræðu í tilefni af bílasölunni. Fyrir tæpu ári voru tveir svipaðir bílar af þessari tegund, en búnir bryn- vörnum, seldir til Kína, svo Ron- ald Reagan gæti ekið um götur Peking óhræddur. Áhorfendum á götum úti fannst mikið til bílanna koma og sagðist einn byggingaverkamað- ur aldrei hafa séð eins fallega bíla. Hann giskaði á að einn slík- ur kostaði um þrjú til fjögur þúsund yuan, sem er um 65.600 kr., og þegar honum var sagt að verðið væri nær 1.599.000 kr, varð hann niðurlútur, því það tæki hann um 115 ár að vinna sér inn fyrir einum Kádilják. Bangladesh: 100 manns drukkna þegar ferja ferst Dhaka, Bangladesh, 5. júlf. AP. ÓTTAST er að um 100 manns hafi drukknað eftir að ferja, með um 200 farþega innanborðs, fórst á Rupsa- fljótinu um 320 km frá Ilhaka. Ferj- an, sem aðeins var ætluð 55 farþeg- um, sökk eftir árekstur við annað skip í höfn rétt utan við borgina Khulna. Sjö lík hafa fundist, en óttast er að lík hinna farþeganna séu enn í ferjunni og hafa björgunarsveitir fengið í lið með sér kafara til að leita líkanna. Um 100 manns gátu synt til lands eftir áreksturinn. Ferjan var á leið til Kalabagh- skógræktarstöðvarinnar nálægt Sundarbang þegar hún fórst. Auk þess að vera með langtum fleiri farþega en léyfi var fyrir, var ferj- an hlaðin miklum forða af ís. Bandaríkja- menn auka örygg- isgæslu í Washington, 4. júlí. AP. BANDARÍKIN hafa nú gripið til „óvenju mikilla" öryggisráðstafana til að vernda stjórnarerindreka sína í Súdan, að sögn bandaríska dagbl- aðsins Washington Post. Þar segir að hundruðir Lýibím- anna hafi streymt til Khartoum, höfuðborgar Súdan, og hafi það flýtt fyrir aukinni öryggisgæslu. Bandarísk stjórnvöld vildu ekk- Súdan ert láta hafa eftir sér varðandi frétt Washington Post, en í blað- inu segir að þau hafi lýst miklum áhyggjum af öryggi sinna manna, eftir byltinguna þar í landi í apríl sl. Blaðið segir að síðan hin nýja stjórn í Súdan hafi tekið upp sam- skipti við Lýbíu aftur, hafi yfir hundrað og jafnvel nokkur hundr- uð Lýbfumanna streymt inn til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.