Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LA.UGARBAGUR 6. JÚLÍ1985 Framkvæmd nýju landbúnaðarlaganna: Samningar bænda og ríkisins um framleiðslumagn hefjast fljótlega í landbúnaAarráðuneytinu er þessa dagana unnið að undirbúningi fram- kvæmdar nýju laganna um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum sem samþykkt voru á Alþingi 21. júní sl. Bjarni Guðmundsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðberra sagði að verið v*ri að senda út óskir um tilnefningar í nefndir samkvæmt lögunum, undirbúa reglugerðir og ræða við þá aðila sem framkvæma eiga einstaka þætti laganna. Hér á eftir er greint frá helstu dagsetningum í framkvæmdinni og nefndum sem skipaðar verða eftir lögun- Fyrsta reglugerðin, reglugerð um fóðurgjald, hefur þegar verið gefin út, en það er liður í stjórnun búvöruframleiðslunnar. Sam- kvæmt stjórnunarkaflanum á landbúnaðarráðherra að leita eftir samningum fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar við Stéttarsamband bænda um magn mjólkur- og sauðfjárafurða sem framleiðend- um verður ábyrgst fullt verð fyrir á næsta verðlagsári sem hefst 1. september. Stéttarsamband bænda hefur þegar valið sér samninganefnd til að semja við ríkið en ríkisstjórnin á eftir að til- nefna sína samningamenn. Samn- ingar fyrir næsta verðlagsár skulu gerðir fyrir 1. september nk. Bjarni Guðmundsson taldi að samningar ættu að geta hafist upp úr miðjum þessum mánuði. Samkvæmt lögunum er afurða- stöðvum gert skylt að greiða framleiðanda fullt verð skv. gild- andi verðlagsgrundvelli á inn- leggsdegi og inna það af hendi eigi síðar en 10. dag næsta mánaðar eftir innleggsmánuð. Mjólkin fell- ur undir þetta ákvæði en fyrir sauðfjárafurðir lagðar inn í haust- sláturtíð gilda aðrar reglur. Þeir sauðfjárbændur sem slátrað er hjá fyrir 15. október eiga að fá frumgreiðslu þann dag, en þeir sem slátra síðar eiga að fá greiðsl- una í síðasta lagi tíu dögum eftir innleggsdag. Framleiðsluráð á að setja reglur um greiðslurnar. Bændurnir eiga síðan að fá fullt haustgrundvallarverð eigi síðar en 15. desember. Viðbótargreiðslur vegna hækkana eiga síðan að greiðast á ákveðnum dögum. Fyrst reynir á þessi ákvæði lag- anna þann 10. þessa mánaðar, en þá eiga bændur að vera búnir að fá fullt verð fyrir afurðir sem lagðar eru inn í júni. í viðskipta- ráðuneytinu mun nú vera í gangi athugun á því að hækka afurðalán til vinnslustöðvanna til að auð- velda þeim að standa við greiðslu- ákvæði laganna. Þá ber þess einn- ig að geta að einstökum framleið- endum er heimilt að semja um annan hátt á greiðslum en lögin gera ráð fyrir. Við verðlagningu búvara til bænda tekur ný sexmannanefnd (verðlagsnefnd búvara). Verður hún skipuð þremur fulltrúum framleiðenda tilnefndum af Stétt- arsambandi bænda og þremur fulitrúum neytenda sem gert er ráð fyrir að ASÍ og BSRB tilnefni. Fulltrúar bænda í gömlu sex- mannanefndinni munu sitja i þeirri nýju en óvissa er um hvort ASÍ og BSRB tilnefna í nefndina af sinni hálfu. Tilnefningin á að fara fram fyrir 15. júlí nk. og ef samböndin nýta ekki rétt sinn til tiinefningar á félagsmálaráðherra að tilnefna neytendafulltrúana. Nefndin á að vera fullskipuð fyrir 1. ágúst. Núgildandi verð gildir þar til nýjar ákvarðanir hafa verið teknar en gert er ráð fyrir að það verði fyrir 1. september þegar nefndin semur um nýjan verðlags- grundvöll búvara. Heildsöluverð varanna á að ákvarðast af fimmmannanefnd, sem í verða tveir fulltrúar afurða- stöðva, tilnefndir af samtökum af- urðastöðva, og tveir fulltrúar neytenda tilnefndir af sömu mönnum og tilnefna fulltrúa neyt- enda í Verðlagsráð. Nefndin starf- ar undir forsæti verðlagsstjóra eða fulltrúa hans. Tilnefna á í nefndina fyrir 15. júlí og skal við- skiptaráðherra skipa neytenda- fulítrúana geri verkalýðsfélögin það ekki. Nefndin á að vera full- skipuð 1. ágúst. Smásöluálagning búvara verður frjáls eftir næstu verðlagningu varanna. Með nýju lögunum er skipan og verkefnum Framleiðsluráðs land- búnaðarins breytt verulega. Sam- kvæmt bráðabirgðaákvæði í lög- unum á það framleiðsluráð sem nú situr þó að fara með verkefni nýja framleiðsluráðsins þar til aðal- fundur Stéttarsambandsins hefur kosið í ráðið að nýju í haust, þó eigi lengur en til 15. september. Framleiðsluráð er nú skipað full- trúum bænda og vinnslustöðva en samkvæmt nýju lögunum er fjölg- að í því upp í 15. Tólf fulltrúar verða kosnir af fulltrúafundi Stéttarsambandsins og skulu fimm þeirra vera fulltrúar bú- greinasambanda. Þá skipar stjórn Stéttarsambandsins tvo bændur samkvæmt tilnefningu félagsráðs Osta- og smjörsölunnar og slátur- leyfishafa og landbúnaðarráð- herra tilnefnir einn mann í ráðið. Framleiðsluráð landbúnaðarins á að hætta rekstri Grænmetis- verslunar landbúnarins frá og með 1. júní 1986 eða fyrr. Heimilt er landbúnaðarráðherra að selja samtökum framleiðenda kartaflna og grænmetis, eða hlutafélagi í eigu þessara aðila, eignir Græn- metisverslunarinnar, aðrar en fasteignir. Þá er ráðherra heimilt að leigja sömu aðilum núverandi fasteignir fyrirtækisins til rekstr- ar dreifingar- og sölufyrirtækis með kartöflur og grænmeti. Tekj- ur ríkisins af þessari breytingu, ásamt sjóðum Grænmetisins, skulu lagðar í sérstakan sjóð með það verkefni að styrkja stofnrækt- un garðávaxta og vöruþróun. Kartöflubændur hafa lýst áhuga á að taka við rekstri Grænmetis- verslunarinnar og hafa óskað eftir viðræðum við landbúnaðarráð- herra um það. Hvort áhugi þeirra er sá sami eftir gildistöku laganna á eftir að koma í ljós, en búist er við að landbúnaðarráðherra taki upp viðræður við þessa aðila á næstunni. Landbúnaðarráðherra er sam- kvæmt lögunum heimilt með reglugerð, að fenginni t illögu Framleiðsluráðs landbúnaðarins og samtaka afurðastöðva mjólkur- iðnaðarins, að skipta landinu í mjólkursölusvæði eftir því sem best hentar framleiðslu- og mark- aðsaðstæðum. Þegar ákveðin hef- ur verið skipting landsins í sölu- svæði er afurðastöðvum á sölu- svæðinu skylt að taka við mjólk frá framleiðendum innan sölu- svæðisins enda fullnægi varan reglum um heilbrigði og gæði og sé innan heimilaðs framleiðslu- magns. Ráðherra hefur ekki nýtt sér þessa heimild og er fyrri skipt- ing úr gildi fallin og er landið því eitt mjólkursölusvæði að því er virðist. Landbúnaðarráðherra mun veita leyfi til að flytja til landsins kartöflur, nýtt grænmeti, sveppi og blóm. Innflutning má hann þó ekki heimila nema að innlend framleiðsla fullnægi ekki eftir- spurn. Ráherra er heimilt að ákveða að innflutningur einstakra vara verði frjáls á ákveðnum árs- tímum. Áður en leyfi til innflutn- ings er veitt skal ráðherra leita álits nefndar sem skipuð er tveim- ur fulltrúum framleiðenda, til- nefndum af samtökum þeirra og tveimur fulltrúum innflytjenda þessara vörutegunda, sem við- skiptaráherra tilnefnir og odda- manni tilnefndum af Iandbúnað- arráðherra. Skal nefndin láta ráð- herra í té rökstutt álit um hvort innflutnings sé þörf og hve mikils. 99 ZU Fáir bændur gera sér grein fyr- ir hvað raunverulega er á seiði' segir Jóhannes Kristjánsson, formaður undirbúningsstjórnar landssamtaka sauðfjárbænda, en verið er að stofna sauðfjárbændafélög um allt land „ÞAÐ HEFIJR slegið mig mest hvað fáir bændur gera sér grein fyrir hvað raunverulega er á seiði í sauðfjárræktinni. Menn hneigjast til að líta á þessi mál út frá því öryggi, ég vil segja falska öryggi, sem niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur hafa veitt, og átU sig ekki á hvert málin eru að þróast." Þetta sagði Jóhannes Kristjáns- son formaður undirbúningsstjórn- ar landssamtaka sauðfjárbænda en að undanförnu hafa verið stofnuð allmörg félög sauðfjár- bænda úti um allt land og hefur hann mætt á nokkra þeirra. Jó- hannes sagði að búið væri að stofna á annan tug félaga og væru um 500 bændur gengnir í þau. Sagði hann að andinn á fundunum hefði verið nokkuð góður. Ekki væri hægt að segja að vel hefði verið mætt á fundina, enda þetta erfiður tími hjá bændum, en alltaf væri að fjölga á fundunum. Jóhannes sagði að stefnt væri að stofnfundi landssambandsins í lok ágúst, og yrði fundurinn að öll- um líkindum á Hvanneyri. Nú þegar hafa verið stofnuð félög í eftirtöldum héruðum: V-Skafta- fellssýslu, A-Skaftafellssýslu, S-Múlasýslu, N-Múlasýslu (2 fé- lög), S-Þingeyjarsýslu, Eyjafirði, Strandasýslu, A-Barðastrandar- sýslu, V-Barðastrandarsýslu, Dalasýslu og Snæfellsnesi. Hann sagði að mörg fleiri félög væru í undirbúningi, m.a. væri þessa dag- ana verið að stofna félög í Skaga- firði og'Húnavatnssýslum og í ág- úst yrðu stofnuð félög í Árnes- og Rangárvallasýslum. Nýlega var hér í Morgunblaðinu sagt frá skýrslu um líklega þróun sauðfjárræktar í landinu næstu árin og kemur þar fram að sauð- fjáreign landsmanna verður að dragast saman um 35—45%, eða um 300 þúsund fjár, ef að líkind- um lætur miðað við að útflutning- ur á kindakjöti leggist af. „Þetta er svo sem það sem maður átti von á að heyra. Þessi skýrsla staðfest- ir það sem verið er að tala um,“ sagði Jóhannes þegar leitað var álits hans á niðurstöðum skýrsl- unnar. „Næsta skrefið hlýtur að vera það að opna þetta kerfi miklu meir, til dæmis vaxta- og geymslugjaldið. Það mætti hugsa sér að hafa það stiglækkandi og að það falli síðan út í apríl og maí, þannig að hvati verði til að selja kjötið sem fyrst eftir slátrun. Síð- an þarf að snúa sér að krafti að því að finna markaði fyrir kinda- kjötið, sem ég tel að séu fyrir hendi, og finnast ef vel er að verki staðið. Ég hef orð landsþekkts matreiðslumanns fyrir því að ekk- ert kjöt sé eins gott og lambakjöt- ið okkar og það hafi fengið góðar viðtökur þar sem hann hafi kynnt það erlendis, en áframhaldandi fyrirspurnum til söluaðila hér heima hafi ekki verið svarað. Svipað kom fram í grein ívars Guðmundssonar um markaðsmál í Bandaríkjunum sem birtist i Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þetta staðfestir það að alvarleg brotalöm er í sölukerfinu," sagði Jóhannes. Hann sagði að það sem sneri að bændum nú væri að draga veru- lega úr tilkostnaðinum við fram- leiðsluna og knýja á afurðasölu- fyrirtæki sín um að sýna meiri hagkvæmni, þannig að verð var- anna lækki. Þá þyrfti að gera sér- stakt markaðsátak í sölu kinda- kjöts, bæði hér heima og erlendis. En fyrst og síðast þyrfti að opna það kerfi sem atvinnugreinin býr við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.