Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1986
35
Kristbjörg Ólafs-
dóttir - Minning
Fædd 27. júlí 1937
Dáin 22. júní 1985
Kristbjörg Ólafsdóttir, eða
Didda, eins og allir kölluðu hana,
fæddist 27. júlí 1937 á heimili for-
eldra sinna, Rósu Teitsdóttur og
Ólafs Ingimundarsonar, Austur-
götu 15, Keflavik.
Didda var elst fjögurra systk-
ina. Bróðir hennar, Guðmundur,
er búsettur í Bandaríkjunum —
Sigurvin býr í Noregi og systir
hennar, Sigurfríð, er búsett í Dan-
mörku.
26. júli 1956 giftist Didda Birgi
Guðsteinssyni frá Vestmannaeyj-
um. Þau eignuðust fjórar dætur:
Rósmary, sem búsett er í Noregi,
Ölfu Lind, sem býr í Hafnarfirði,
Birgit Huld, sem býr í Bandaríkj-
unum, og Silju Ólöfu, sem er enn i
heimahúsum í Noregi. x
Didda átti lengi við sjúkleika að
stríða. { von um að betra loftslag í
Noregi myndi auðvelda henni bar-
áttuna flutti fjölskyldan til Nor-
egs fyrir sex árum, og hafa þau
verið þar síðan.
Didda var mikið í sjúkrahúsum,
allt upp i 11 mánuði eitt árið. En
þrátt fyrir stöðugt hnignandi
heilsu kvartaði hún aldrei. Það
lýsir kjarki hennar og þrautseigju
vel að fyrir 30 árum voru henni
ætluð aöeins 5 ár í viðbót til að
lifa.
Á meðal ættingja og vina var
talað um Diddu sem gangandi
kraftaverk. Oft lá hún fyrir dauð-
anum, en alltaf reis hún aftur á
fætur til áframhaldandi þátttöku í
lífinu. Sem dæmi um lífsorku
Diddu og óbugandi kjark má geta
eins atviks úr lífi hennar.
Þegar undirbúningur að brúð-
kaupi dóttur hennar, Birgittu,
stóð sem hæst var Diddu vart hug-
að líf og almennt talið að hún
myndi ekki lifa það að sjá brúð-
kaupið, sem hún þó þráði svo mik-
ið.
{ þessu ástandi bað hún móður
sína að sauma sér svuntu sem
hana vantaði á íslenska þjóðbún-
inginn. Og þó að móðir hennar
hugsaði sem svo: Hvað hefur hún
Didda mín að gera við svuntuna
héðan af, þá lét hún að ósk dóttur
sinnar. Og Didda kom öllum á
óvart með því að vera viðstödd
brúðkaupið og hélt þar ræðustúf
brúðhjónunum til heiðurs.
Sem sjúklingur í sjúkrahúsun-
um í gegnum árin var hún sjálf
öðrum sjúklingum til uppörvunar
Þórarinn Sveins-
son - Minningarorð
Fæddur 20. janúar 1925
Dáinn 22. júní 1985
Trúðu á tvennt í heimi
tign er æösta ber
Guð í alheimsgeimi
Guð í sjálfum sér.
Höf.ók.
Nokkur kveðjuorð um látinn vin
og húsbónda, Þórarin Sveinsson
framkvæmdastjóra, sem lést langt
um aldur frarri laugard. 22. júní í
Landspítalanum eftir stutta
sjúkralegu.
Það mun hafa verið veturinn
1950 að ég réðst sem verkamaður
hjá Slippfélaginu hf. í Reykjavík.
Þá var gott að reka fyrirtæki,
mikil gróska í útgerð og alltaf
fullur Slippur af skipum og fólki.
Þórarinn Sveinsson var þá bók-
ari hjá Slippfélaginu og hafði ver-
ið það frá 1944, er hann útskrifað-
ist sem stúdent frá Verslunar-
skóla íslands það ár. En það hefði
ekki verið í frásögur færandi ef
þessi glæsilegi ungi maður sem
mér fannst bera af öðrum
mönnum sökum prúðmennsku,
áreiðanleika og sérstakrar fram-
komu hefði ekki strax 1951 orðið
fulltrúi og tekið að sér að sjá um
Málningarverksmiðju Slippfélags-
ins sem var stofnuð það ár, sem
ein deild innan Slippfélagsins hf. í
Reykjavík. Þá þegar voru sam-
skipti okkar nokkur er ég vann
ásamt Lárusi Samúelssyni frænda
mínum sem réðst þangað sem
verkstjóri við uppsetningu verk-
smiðjunnar. Upp frá því varð Þór-
arinn okkar yfirmaður. Undir
hans stjórn og annarra góðra
manna varð verksmiðjan tilbúin á
50 ára afmælisári Slippfélagsins
1952.
Ég held að á engan sé hallað þó
að ég eigni Þórarni Sveinssyni
stóran part í því framtaki ásamt
forstjóra þáverandi Sigurði Jóns-
syni. Strax þá sá Þórarinn um all-
ar pantanir á hráefnum og öll
samskipti við Hempels Marine
Paint sem Slippfélagið hefur
eignaumboð fyrir og það var allt
til 1984 að hann sá að mestu um
þau mál. Mig minnir að fyrsta árið
hafi verksmiðjan framleitt 90
tonn, en í þá daga var allt vigtað í
dósir. Á þessum tíma kynntist ég
Þórarni Sveinssyni og hans ind-
ælu konu, Ingibjörgu Árnadóttur.
Þórarinn réðst þá f að byggja
sér raðhús í Skeiðarvogi 65 og
unnu þau þar bæði eins og tími
leyfði. Þá var nóg að gera því aldr-
ei vantaði Þórarin einn dag í
vinnu og tók lítið af sumarfríum.
Vinnan og heimilið áttu hann all-
an. Börnin urðu tvö, Árni og
Steinunn. Umvinnuna verð ég að
segja að mér fannst alla tið, einnig
eftir að hann varð framkvæmda-
stjóri 1968, að það sem hann starf-
aði eftir væri svipað orðum
Kennedys heitins forseta vjð setn-
ingarræðu sína í embætti:
„Spurðu ekki hvað landið geti gert
fyrir þig, heldur hvað þú getur
gert fyrir landið.“ Eins fannst mér
Þórarinn alltaf vinna sjálfur:
„Spurðu ekki hvað fyrirtækið get-
ur gert fyrir þig heldur hvað þú
getur gert fyrir fyrirtækið." Mikið
væri gott að framámenn væru
svona hugsandi. Málningarverk-
smiðjan stækkaði margfalt undir
stjórn Þórarins, 1970 flutti hún í
nýtt húsnæði við Dugguvog og
undir hans stjórn fjölgaði fólki úr
2 í 4 1952, úr 20 í 30 1985.
Ég held ég mæli fyrir munn
allra sem þar vinna, að betri yfir-
mann hafi ekki verið hægt að
hugsa sér. 1968 verður Þórarinn
framkvæmdastjóri Slippfélagsins,
þá gekk nokkuð vel að reka fyrir-
tæki almennt. Én upp úr árunum
1981—1984 fer að harðna á daln-
um, óðaverðbólga dynur yfir. Eng-
inn framkvæmdastjóri er öfunds-
verður af því. Ég held þó að Þórar-
inn hafi gert allt sem hægt var að
gera til að halda í horfinu, jafnvel
lagt nótt við dag. Við sem höfðum
við hann samband fundum að
mikið var lagt á einn mann, en
Þórarinn hristi þetta allt af sér,
nema núna í lokin þegar veikindin
sóttu á gat enginn mannlegur
máttur bjargað.
Ingibjörgu, börnum, barnabörn-
um og öllum nánustu vottum við
samúð okkar.
Margs er að minnast.
Margt er hér að þakka
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Höf. Vald. Briem)
Haraldur og Elísabet
Anna Einars-
dóttir - Minning
Fædd 1. júní 1915
Dáin 26. júní 1985
Þegar æviröðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér
hræðstu eigi, hel er fortjald
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
himins til þig aftur ber
Drottinn elskar — drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson)
Nokkur þakklætisorð til hinnar
látnu sem í einum fegursta og
bjartasta mánuði ársins var burt
kölluð.
Við undirrituð þökkum henni
samverustundirnar og ástúð henn-
ar og geymum minningu góðrar
konu í hjörtum okkar, því perlan
ljómar þó skelin brotni. Við trúum
því að hún eigi góða heimkomu.
Guð blessi minningu hennar.
Ingi og Lilja
*-
I
og blessunar. Við hjónin minn-
umst með þakklæti bréfanna sem
við fengum frá Diddu í gegnum
árin. Þau einkenndust af miklum
áhuga fyrir málefni Guðs og hug-
leiðingum hennar og tillögum um
hvernig söfnuðurinn mætti eflast
sem mest. Aldrei minntist hún á
eigin vanheilsu og urðu allar upp-
lýsingar um heilsu hennar yfir-
leitt að koma frá öðrum.
Ekki verður Didda kvödd án
þess að getið sé með þakklæti og
virðingu umhyggju eiginmannsins
fyrir Diddu. Nánir sem aðrir hafa
löngum fyllst aðdáun er þeir hafa
virt fyrir sér kærleiksríka umönn-
un Birgis fyrir Diddu til að henni
mætti líða sem best. Alls er hann
hefur gert fyrir Diddu er minnst
með þakklæti af ástvinum.
Systir Diddu, Fríða, minnist
þess er Didda datt eitt sinn i
Danmörku og braut á sér úlnlið-
inn, sem var henni mjög sársauka-
fullt. Þegar átti að gefa henni
deyfingu sagði Fríða systur sinni
frá því að stundum hefði fólk
sungið til að dreifa sársauka. Þá
tók Didda til við að syngja „Svan-
urinn minn syngur". Þegar Fríða
spurði hana af hverju hún syngi
þennan söng svaraði Didda: „Áf
því að mér þykir svo vænt um
hann,“ og átti þá að sjálfsögðu við
að maðurinn hennar heitir einmitt
Svanur Birgir.
Margir minnast Diddu með
þakklæti og virðingu fyrir fram-
lag hennar til velferðar safnaðar
Sjöunda dags aðventista á ýmsum
sviðum. Ef til vill ber þar hæst
forystu hennar í barnastarfinu.
Didda og Birgir voru brautryðj-
endur í sumarbúðastarfinu við
Hlíðardalsskóla. Frá sumarbúðun-
um á Hlíðardalsskóla eru sendar
sérstakar kveðjur og þakkir fyrir
vel unnin störf.
í söfnuðum aðventista njóta
börnin í dag góðs af þeirri upp-
byggingu barnahvíldardagsskól-
ans, sem Didda kom til leiðar af
mikilli elju og fórnfýsi.
Didda átti sér sérstakt bænar-
efni síðustu tvö árin. Þegar hún sá
fram á að baráttunni myndi senn
Ijúka bað hún þess daglega að Guð
veitti sér þrefalda bænheyrslu. Að
hún fengi að deyja á Islandi, að
hún fengi að deyja í svefni og að
hún fengi að deyja á hvíldardegi.
Henni varð að ósk sinni í öllum
þremur atriðum. Hún lést í Land-
spítalanum 22. júní sl. og útför
hennar var gerð frá Aðventkirkj-
unni í Reykjavik, 26. júní sl.
Málefni Guðs og Orð hans voru
Diddu stöðugt áhugamál. Frelsar-
inn hafi margt að segja um lífið og
dauðann. Til dæmis þetta: „Sann-
lega, sannlega segi ég yður: sú
stund kemur og er þegar komin, að
hinir dauðu munu heyra raust
Guðs sonarins, og þeir, sem heyra,
munu lifa.“ Jóh. 5,25. „Undrist
þetta ekki. Sú stund kemur, þegar
að allir þeir, sem í gröfunum eru,
munu heyra raust hans og ganga
fram, þeir, sem gert hafa hið góða,
munu rísa upp til lífsins." Jóh.
5.28.29.
Ennfremur: „Og ég sá nýjan
himinn og nýja jörð því að hinn
fyrri himinn og hin fyrri jörð voru
horfin, og hafið er ekki framar til.
... Og ég heyrði raust mikla frá
hásætinu er sagði: Sjá tjaldbúð
Guðs er meðal mannanna og hann
mun búa hjá þeim, og þeir munu
vera fólk hans og Guð sjálfur mun
vera hjá þeim, Guð þeirra. Og
hann mun þerra hvert tár af aug-
um þeirra. Og dauðinn mun ekki
framar vera til, hvorki harmur né
vein, né kvöl er framar til.“
Op.21.1—4.
Þessi orð Ritningarinnar voru
Diddu uppörvun og gáfu henni von
um eilíft líf þar sem heilbrigði og
starfsþrek taka aldrei enda.
Það hefur hvarflað að okkur að
þótt hlutskipti Diddu í lífinu hafi
verið erfitt og alls ekki eftirsókn-
arvert, þá stendur hún þó núna
betur að vígi en við sem eftir lif-
um. Hún hvílir nú örugg í fullviss-
unni um upprisu og eilíft líf. Og
það næsta sem hún gerir sér grein
fyrir er þegar Lífgjafinn kallar á
hana til að rísa upp til eilifrar
gleði og lífshamingju.
Didda setti traust sitt á Frelsar-
ann. Við erum ekki í vafa um að á
morgni lífsins muni Didda rísa
upp þegar Lífgjafinn kallar á þá
sem dáið hafa i trúnni á hann.
Það er með söknuði að við kveðj-
um Diddu. Við minnumst margra
góðra stunda með henni á liðnum
árum. Við hlökkum því til endur-
fundanna hjá Guði.
Megi trúartraust og fordæmi
Diddu á jarðvistardögum hennar
vera okkur öllum til eftirbreytni.
Blessuð veri minning Kristbjargar
Ólafsdóttur.
Lilja og Steini
Kveðja:
Sigríóur Soffía
Asgeirsdóttir
Kveðja frá skólasystkinum
Fædd 16. febrúar 1966
Dáin 21. júní 1985
Glaðvær stúlka hefur kvatt.
Hún var ein af okkur. Félagi i
starfi og leik. Gekk með okkur um
hús skólans og götur bæjarins.
Ferðaðist með okkur til fjarlægra
slóða. Gladdist með okkur á góðri
stund og deildi með okkur áhyggj-
um dagsins. Hún var ein af okkur.
Traustur félagi í samhentum hópi.
Ekkert okkar hefði trúað því í
vetur að brátt myndi Síssa öll.
Allra síst þau sem nutu nærveru
hennar erlendis um páskana. Þar
Ijómuðu lífsgleði hennar og fé-
lagsandi eins og ævinlega.
Það er erfitt að sjá á bak góðum
félaga og við kveðjum Síssu með
trega en jafnframt þakklæti fyrir
það sem hún veitti okkur.
Við, skólasystkini Síssu í
Menntaskólanum á Akureyri,
vottum samúð okkar foreldrum
hennar, bræðrum og öðrum þeim
sem hvað sárast eiga um að binda
vegna sviplegs fráfalls hennar. öll
getum við huggað okkur við það að
Síssu verður vel tekið hvar sem
hún kemur.
Eggert Tryggvason
Legsteinar
granít — - marmari -
Op*ð >Ua daga. x(.
— X I — ■ ■■ J wnniy kvuki Unnarbraut 10, Saltjamarnaai,
og httgir., simar 820609 og 72818.