Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 48
HIEKKUR f HBMSKEÐJU LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Laxá á Asum: Mesta dag- veiði á stöng MIKIL og góð laxveiði er nú í Laxá á Á.sum, á hádegi í gær voru komnir 188 laxar á land og frá því um mán- aðamót hafa stórar göngur komið í ána og veiðin verið mikil, en veiðin hófst 1. júní og var léleg framan af. Það taldist til tíðinda á fimmtu- dag og föstudag, að þeir Eyþór Sigmundsson og Hermann Jóns- son veiddu saman 24 laxa á eina stöng á einum degi. Fengu þeir fé- lagar 8 laxa síðdegis og um kvöld- ið og svo 16 stykki á fimm klukku- stundum morguninn eftir. Þetta er mesta veiði í Laxá á Ásum í mörg herrans ár, því allt til síð- asta sumars var þar í gildi kvóti, sem kom í veg fyrir að menn veiddu fleiri laxa en 20 á einum degi. Sjá bls. 7. Eru þeir að fá’ann? Hávaðamörk á Kennedy-flugvelli: Flugleiðavélar hafa tvisvar orðið innlyksa IIÁVAÐATAKMÖRK á Kennedy- flugvelli í New York hafa valdið því að tvisvar sinnum í ár hafa flugvélar frá Flugleiðum orðið að bíða á vellin- um til kl. 06 næsta morgun. Reglur um hávaðatakmörk mæla svo fyrir, að engin (lugvél, sem ekki er búin hljóðdeyfum eða með hljóðláta hreyfla, megi fara á loft frá Kennedy- velli eftir kl. 23 á kvöldin. „Yfirleitt gengur þetta vel hjá okkur og öðrum en það kemur fyrir stöku sinnum, að tafir valda því að vélar komast ekki af stað fyrir til- settan tíma. Það hefur hent okkur tvisvar frá því reglurnar tóku gildi um síðustu áramót," sagði Sæ- mundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða. „Brottför Flugleiðavéla frá Kennedy-velli er yfirleitt klukkan 20:45 á kvöldin þannig að við höfum rúma tvo tíma upp á að hlaupa ef eitthvað óvænt gerist. Sem betur fer er það ekki oft, því það er okkur mjög dýrt að bíða — það kostar til dæmis hundruð þúsunda að borga gistingu, morgunmat og flutninga fyrir 250 farþega," sagði hann. Pólýfónkórinn söng þjóðsönginn fyrir páfa Símamynd/Arni Scberg Jóhannes Páll II páfi veitti í gær félögum í Pólýfónkórnum og kammer- sveit Sinfóníuhljómsveitar íslands áheyrn í Vatikaninu. Pólýfónkórinn söng íslenzka þjóðsönginn fyrir páfa, sem ávarpaði íslendinga, og í iokin spjallaði hann við nokkra félaga Pólýfónkórsins og var þessi mynd þá tekin. Sjá bls. 2: Páfí tók á móti Pólýfónkórnum og kammersveitinni. Siltuigseldi í sjó á Dalvík: Gæti gert markaðsvöru úr verðlausri smábleikju — segir Jón Kristjánsson flskifræðingur IIM ÞESSAR mundir eru að hefjast nýstárlegar tilraunir á sílungseldi í sjó á Dalvík. Að sögn Jóns Kristjánssonar fiskifræðings er hér um að ræða smábleikju úr Kringluvatni við Húsavík. „Kringluvatn hefur verið ofsetið fiski og hann nær mjög lít- illi stærð. Því var brugðið á það ráð að reyna að grisja stofninn og á síðastliðnum tveimur árum hafa verið dregin um 4 tonn af smáfiski úr Kringluvatni. Bleikjan er 70 til 80 grömm að þyngd og verðlaus en Sameiginleg orkuveita Suðumesjæ Búast má við lækkun raforkuverðs um 10% Vognm, 5. júlí. f DAG var undirritað samkomulag á milli stjórnar Hitaveitu Suður- nesja og fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum um að allar rafveitur á svæðinu sameinist llitaveitu Suð- urnesja, sem er þá orðin orkuveita Suðurnesja. 1 samtali við Morgunblaðið sagði Steinþór Júlíusson, stjórn- arformaður hitaveitunnar, að sameiningin kæmi ekki til fullra framkvæmda fyrr en um næstu mánaðamót. Eftir sameininguna er starfssvið hitaveitunnar orðið, auk heitavatnsframieiðslu og -dreifingu, raforkuframleiðsla og -sala. Umfang rafmagnssölunnar verður eilítið minna en heita- vatnssölunnar. „Sameiginlega verður Hita- veita Suðurnesja stærsta orku- veita utan Reykjavíkur,” sagði Steinþór, „og þegar hitaveitan verður farin að setja eigin gjald- skrá má reikna með lækkun raf- orkuverðs til meginþorra neyt- enda um 10%.“ Steinþór sagði ennfremur að reiknað væri með meiri hagkvæmni í rekstri einnar veitu í stað sex rafveitna sveitar- félaganna áður. „Eg tel þetta ekki síður þýð- ingarmikið skref en byggingu Hitaveitunnar á sínum tíma,“ sagði Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar Keflavíkur í sam- tali við Morgunblaðið þegar álits hans var leitað, „sem þá var eitt jákvæðasta spor sem stigið hefur verið á vegum sveitarfélaganna hér fyrir íbúana á þessu svæði. Sveitarfélögin fá úrslitaáhrifa- vald um orkuna á þessu svæði en ég tel orkulindirnar vera grund- völl framtíðaratvinnuuppbygg- ingar á svæðinu. Ég lít á samein- ingu rafveitnanna sem enn eitt þýðingarmikið skref í umfangs- miklu samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum og það er von mín að þetta sé enn eitt spor í átt til sameiningar sveitarfélaganna. Ég vænti þess að þessi sameining rafveitnanna og hitaveitunnar megi verða íbúum á Suðurnesjum til heilla og blessunar í framtíð- inni.“ E.G. hefur verið notuð til ýmissa hluta." „Nú er ætlunin að reyna að ala 1000—2000 fiska í sjókví og láta þá ná söluhæfri þyngd, þ.e.a.s. 300 til 350 grömmum. Ölunn hf. á Dal- vík hefur tekið að sér þetta verk- efni en fyrirtækið hefur sérhæft sig í laxeldi síðan það var stofnað1 fyrir rúmlega ári.“ „Þetta verður ekki auðvelt verk því svona nokkuð hefur aldrei ver- ið reynt áður á íslandi og Norð- menn eru rétt byrjaðir með til- raunir á þessu sviði. í fyrsta lagi vitum við ekki hvort fiskurinn lif- ir í sjó og í annan stað er óvíst hvort hann á eftir taka við fóðr- inu. Auk þess er ætlunin að reyna að ljúka verkinu fyrir veturinn því annars getur það orðið of kostnað- arsamt." Jón sagði að ef silungseldið bæri tilætlaðan árangur hefði loks fengist markaður fyrir lifandi smásilung sem hefur verið verð- laus hingað til. „Mörg vötn á ís- landi eru vanveidd og fiskurinn nær ekki þeirri stærð sem æski- legt væri vegna þess hve fjöldinn er gífurlegur og enginn vill veiða svona titti." BHM hafnaði boði um 7 % kauphækkun — málinu vísað til Kjaradóms LAUNAMALARAÐ ríkissUrfs- manna í Bandalagi háskóiamanna hafnaði í gærmorgun tilboði fjár- málaráðherra um tvær áfangahækk- anir á árinu auk smávægilegra lag- færinga á öðrum liðum þess sam- nings, sem gildir til febrúarloka á næsU ári. Verður málinu nú vísað til Kjaradóms, sem endurskoða mun launakjör ríkissUrfsmanna í BHM. Þorsteinn Jónsson, varaformað- ur launamálaráðsins, sagði í gær, að fjármálaráðherra hafi boðið „tvær áfangahækkanir, 2,4% I ágúst og 4,5% í október, eins og samkomulag varð um milli ASÍ og BSRB. Hann vildi hins vegar ekki bjóða launahækkanir þegar í stað, því þá hækkun hefðum við þegar fengið að hans mati. Það töldum við ekki aðgengilegan kost,“ sagði Þorsteinn. Hann kvaðst gera sér vonir um að hægt yrði að hraða málarekstr- inum fyrir Kjaradómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.