Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985
„ Verðnm að takast á
við erfiðleikanau
— tveir unglinganna teknir tali
ÉG TÓK tvo kanadísku piltanna tali, þá Stéphane Jolin og Roby Fortin en
þeir eru báöir frá Quebec og 17 ára gamlir. Vildu þeir helst tala um íslenskar
stelpur, en þeir höfðu séð nokkrar og þótti mikið til þeirra koma. Sérstaklega
var þeim umhugað um einhverja „ljósku“ sem þeir höfðu hitt.
Stéphane sagðist hafa farið í
svipaða ferð í fyrra, þá með
frönsku skipi. Litist honum mun
betur á krakkana og áhöfnina hér.
Ég spurði þá um ferðina framund-
an.
Fortin kvaðst ekki óttast sjó-
veikina enda hefur hann verið á
fiskibát sem faðir hans á. Stéph-
ane sagði hinsvegar: „Ég vona að
ég verði ekki sjóveikur, en ég var
það f þrjá daga þegar ég fór í
fyrra. Mér líst vel á ferðina og ég
kann vel við skipshöfnina. Þeir
eru kaldir náungar og sýna okkur
allt sem við þurfum að gera.“
Er þetta skemmtiferð eða eitthvað
annað og meira?
„Við erum ekki hér til að
skemmta okkur,“ var svarið. „Við
erum hér til að vinna. Þetta verð-
ur okkur góð reynsla en við vitum
að þetta er erfítt. En auðvitað get-
ur það svo orðið skemmtilegt um
leið. Hér verða engin vandræði,
við vinnum saman og hér verða
engin slagsmál," sagði Stéphane.
„Ég á við mín vandamál að
stríða. Ég vona að ég eigi betra
með að yfirstíga erfiðleikana að
ferðinni lokinni,“ bætti hann við.
„Á bátum sjáum við galla okkar
og getúm e.t.v. glímt við þá,“ sagði
Roby. „Það er mikill munur. Hér
verðum við að takast á við erfið-
leikana. Við ætlum að yfirstíga
þá.“
Stéphane Jolin og Roby Fortin kampakátir. „Viö æthim að yfirstíga erfiðleik-
SEGLSKIP ÍKEFLA VÍK
— einskonar fljótandi betrunarheimili
Keflavík, 2. júlí.
UNDANFARNA daga hefur skútan Outlaw, sem er tvímastra og um 42 metrar að lengd, legið í
Keflavíkurhöfn. Hefur hún vakið mikla athygli heimamanna sem og annarra sem leið hafa átt hjá, enda
hið rennilegasta skip. En starfsemi skútunnar er síst merkilegri en hún sjálf. Hún mætti kallast
skólaskip en þó ekki í þessari venjulegu merkingu heldur er hún nokkurskonar fljótandi betrunarheim-
ili. Um borð er venjulega fimm manna áhöfn, fimm leiðbeinendur og fimmtán unglingar. Þeir koma
víðsvegar úr Þýskalandi og eiga það sameiginlegt að hafa komist upp á kant við kerfið. Hópurinn, sem
kom hingað til lands frá Þýskalandi, flaug heim nú um helgina og í staðinn komu 20 Kanadamenn sem
sigla munu skipinu til Kanada. Ferðin er farin í tilefni af ári æskunnar.
eru munaðarlaus, hafa framið ým-
is afbrot og öll hafa þau komist í
kast við lögin. í stað þess að senda
unglingana i fangelsi eða álíka
stofnanir eru þau sett um borð í
skipið og þar eru þau í sex mánuði
og fara víða.
Þegar nýr hópur kemur um borð
er erfitt fyrir áhöfnina að glíma
við börnin. Fyrstu 3—4 vikurnar
eru erfiðasti tíminn. Krakkarnir
hafa aldrei sést áður, koma úr
mismunandi umhverfi, eru þrjósk
anda eru á hverri vakt. Þau eru
þjálfuð í siglingum, skipstjórn og
öllu sem viðkemur siglingum. öll
vinna um borð fer fram eins og
gert var á skipum sem þessu í lok
síðustu aldar. Áhöfnin reynir að
gera allt sjálf, vélarbilanir og þess
háttar, og er dvölin um borð öllum
ómetanleg reynsla.
Um borð fer einnig fram bókleg
kennsla s.s. þýska, stærðfræði,
landafræði o.s.frv. Þegar sex mán-
aða tímanum lýkur fer hópurinn á
og neikvæð og gengur mismunandi
vel að lynda saman. En fljótt læra
þau að leysa öll vandamál i sam-
einingu og vináttu, enda er það
það eina sem gengur á jafn lokuðu
svæði og skip er. Þau eru fljót að
fá tilfinningu fyrir skipinu.
Best er að gefa Peter stýri-
manni orðið um þetta mál:
„Krakkarnir, sem eru svo ólíkir á
allan máta, verða að læra að
standa saman strax í byrjun.
Sumir geta ekki unnið saman,
einn vill ráða og annar hlýðir hon-
um. Það gengur ekki. Hér eiga
menn að vinna saman og við þurf-
um enga sjálfskipaða foringja.
Krakkarnir skiptast á verkum
og læra af okkur öllum í áhöfn-
inni. Hér takast þau á við veru-
leikann, verða að axla ábyrgðina
en geta ekki flúið vandann. Þau
læra að vinna saman, treysta
hvort öðru og hjálpa til. Það verð-
ur mikil breyting á þeim þann
tíma sem þau eru um borð.
í byrjun hata allir skipið, eftir
þrjá mánuði þykir þeim vænt um
það og að lokum yfirgefa þau skip-
ið með tárin í augunum."
Hópnum um borð er skipt á
vaktir, sex krakkar með leiðbein-
Kanadamennirnir héldn sig uppi í mastrinu langtímum saman til að venja sig
TÍÖ.
Seglskipið Útlaginn blasti við Kefi-
víkingum og voru þeir ófáir sem
lögðu leið sína niður að höfn og
börðu undrið augum.
Skipið var byggt 1942 eftir
fyrirmynd frá 1895. Upprunalega
var það byggt og notað sem flutn-
ingaskip en nú síðustu átta árin
hefur það gegnt hlutverki skóla-
skips. Skipið er það eina sinnar
tegundar sem til er i heiminum i
dag og er það gert út af stóru
skipafélagi í Cuxhaven í samráði
við klúbb sem hefur umsjón með
og veitir vandræðaunglingum að-
hald. Skipið heldur alveg sínu
upprunalega útliti, nema diselvél
hefur verið sett í það til öryggis og
aðstoðar og einnig eru nauðsyn-
legustu siglinga- og öryggistæki
um borð.
í samtali við áhöfnina kom
fram að unglingarnir sem venju-
lega dvelja um borð eru á aldrin-
um 14—17 ára og koma viðsvegar
úr Vestur-Þýskalandi. Sum þeirra
Það voru úrbeinaðar hænur í matinn og stelpurnar kepptust við að matbúa
þærá eins Ijúffengan máta og þær gátu.