Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 Öryggismálaráðstefnan í Stokkhólmi: „Allt annar blær yfír fundinum,“ segir Benedikt Gröndal, sendiherra „ÞAÐ ER orðinn allt annar blær yfir þessari ráðstefnu en áður var og menn fara bjartsýnir í sumarleyfið. Þetta stendur að nokkru leyti í sambandi við það andrúmsloft, sem nú er ríkjandi milli stórveldanna," sagði Benedikt Gröndal, sendiherra íslands í Svíþjóð, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Þá var gert hlé á fundum öryggismála- ráðstefnunnar í Stokkhólmi, sem Benedikt hefur setið fyrir íslands hönd, og kemur hún aftur saman í september. Blaðamaður Morgunblaðsins bar undir Benedikt þau ummæli sem breska útvarpið (BBC) hafði eftir James Goodby, aðalsamn- ingafulltrúa Bandaríkjamanna á ráðstefnunni, að líkur væru á því að Sovétmenn fengjust senn til aö undirrita samkomulag, sem aftraði þeim frá því að ráðast inn í Vestur-Evrópu. „Ég held, að með þessu sé ver- ið að gera hlutina mjög ein- falda," sagði Benedikt. „Það er ekkert af þessu tagi nálægt einu sinni. Þessi fundarlota, sem nú er búin, stóð í tvo mánuði og Ástæðuna fyrir hinum meinta upplýsingaleka telur bókarhöf- undur vera að Bandamenn hafi viljað varðveita trúverðugleika bresku leyniþjónustunnar, en þjónustan hafði marga gagnnjósn- ara á sínum snærum sem færðu Þjóðverjum falsar upplýsingar um starfsemi og vangaveltur Banda- manna. Þar segir að yfirmenn bresku leyniþjónustunnar hafi talið að tímasetning innrásarinn- ar myndi ekki gefa Þjóðverjum nægan tíma til að senda liössveitir sínar þangað, en myndi tryggja að Þjóðverjar tryðu á falskar upplýs- ingar frá gagnnjósnurum I fram- tíðinni. En daginn sem innrásin var gerð, 6. júní 1944, tókst ekki að ná í gagnnjósnarann fyrr en innrásin var þegar hafin. Njósnarinn, sem Bretar kölluðu Garbo og Þjóðverj- ar nefndu Arabel, gegndi þó mik- ilvægu hlutverki í sigri Banda- manna, þar sem hann kom fölsk- um upplýsingum til Þjóðverja um að innrásin mikla yrði í nágrenni Calais, í norðausturhluta Frakk- lands og innrásin í Normandí yrði bara „smávægileg". Saga njósnarans, sem heitir í raun Juan Pujol og er spænskur að uppruna, er sögð í hinni nýút- komnu bók, Garbo, eftir rithöf- undinn Nigel West, en hann er tal- inn sérfræðingur í sögu leyniþjón- usta um allan heim. Njósnir Pujols voru hafðar í há- vegum hjá bæði Bretum og Þjóð- verjum og sæmdu nasistar hann Járnkrossinum fyrir frammistöðu hans og Bretar veittu honum orðu breska heimsveldisins. Bretar biðu með orðuveitinguna í nokkur ár eftir að stríðinu lauk, til að vernda Pujol fyrir árásum ný- nasista, og létu þá sögu út ganga að hann hefði látist úr malaríu í Angola. í bókinni segir West að Pujol hafi verið mesti njósnari í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Pujol mun hafa haft óbeit á Adolf Hitl- er, sem hann kallaði geðveikan og ómennskan brjálæðing. Pujol leiddi svo sem ekki til mikils árangurs. Hins vegar er hægt að segja, að málin þokist áfram hægt og sígandi og eitthvað geti bráðum farið að gerast." Benedikt Gröndal sagði, að um síðustu áramót hefði tekist um það samkomulag hvernig skipu- leggja eigi starf í nefndum ráðstefnunnar. Nú blasi það við, að semja um það hvenær setjast eigi niður og gera drög að vænt- anlegri ályktun ráðstefnunnar. Það væri hin eiginlega samn- ingsgerð. Kvaðst hann eiga von á því, að sú vinna gæti hafist um lagði sjálfur til að hann yrði send- ur til Bretlands árið 1941, undir því yfirskyni að njósna um Breta fyrir Þjóðverja. Þegar þangaö kom gaf hann sig strax fram við bresk yfirvöld og sagðist vilja þjóna Bandamönnum. Hann til- kynnti Þjóðverjum að hann hefði komið sér upp heilum njósnahring með 26 njósnurum sem ekki voru til, og mataði þannig Þjóðverja á eða upp úr áramótunum. „Öryggismálaráðstefnan í Stokkhólmi hefur mjög tak- mörkuðum verkefnum að sinna,“ sagði Benedikt. Afvopnunarmál væru t.d. ekki á dagskrá þar. „Verkefni hennar er að finna leiðir til að draga úr spennu og auka traust rikja á milli. Það er verið að ræða um hluti eins og þá, að stjórnvöld ríkja skuld- bindi sig til að veita upplýsingar um vígbúnað og heræfingar. Hugmyndin er sú að slík vitn- eskja dragi úr tortryggni og ótta,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að eftirlit með því að slík fyrirheit væru virt væri erfitt úrlausnarefni. Hann sagði að aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins hefðu lagt fram ákveðnar tillögur um það hvernig standa ætti að málum, tilkynna um heræfingar, bjóða eftirlitsmönnum á vettvang fölskum upplýsingum. Af afrekum sínum er Pujol minnisstæðust innrásin í Nor- mandí. Vegna þess hve vel honum tókst að sannfæra Þjóðverja um að innrásin mikla yrði gerð í ná- grenni Calais, en ekki Normandí, biðu þeir með að tefla fram öllu sinu liði þar til það var um seinan, en lið Þjóðverja hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir Nor- mandí-innrás Bandamanna. Hugmyndina bak við upplýs- ingalekann um innrásina til Þjóð- verja átti yfirmaður Pujols, Tom- Benedikt Gröndal sendiherra o.s.frv., en Sovétmenn og banda- menn þeirra hefðu ekki enn vilj- að fallast á þær hugmyndir. „Sovétmenn hafa talað um að í þessu felist löglegar njósnir,“ sagði Benedikt. Hins vegar hefðu þeir viljað ná samkomulagi um að ríkin gæfu út yfirlýsingar um að beita ekki hervaldi í sam- skiptum sínum og ýmislegt fleira af því tagi. Fulltrúar vest- rænna ríkja hefðu sagt, að það væri óþarfi. Þau hefðu gefið slík- ar skuldbindingar með aðild sinni að sáttmála Sameinuðu þjóðanna, Helsinki-sáttmálan- um, o.fl. alþjóðasamningum, og það breytti engu þó yfirlýsingar af þessu tagi væru ítrekaðar. as Harris, en hugmyndin átti ekki miklum vinsældum að fagna hjá öðrum yfirmönnum Bandamanna. „Að sjálfsögðu fékk þessi óvenjulega hugmynd ekki hljómgrunn hjá þeim sem áttu að sjá um að koma herdeildunum yfir Ermarsund heilum á húfi,“ stend- ur í bók West. „Sumir töldu að hugmynd Harris væri nánast svik við Bandamenn." En Harris hélt því fram að ef Garbo kæmi þessum upplýsingum til Þjóðverja, að vísu of seint, þá myndi það auka hróður hans og Þjóðverjar legðu þá frekar trúnað á tilbúninginn um innrás í Calais. Og af sögunni að dæma hafði hann á réttu að standa. Treholt áfrýjar Oalo, 4. júll. AP. ARNE Treholt, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir stórfelldar njósnir í þágu Sovétmanna, áfrýjaði í dag úrskurði undirréttar til hæstaréttar. Treholt tilkynnti jafnframt tvo nýja verjendur, Alf Nordhus og Arne Haugestad. Nordhus er þekktur varnarlögfræðingur, en Haugestad er starfandi héraðs- dómari. Haugestad stjórnaði 1970—72 baráttu Norðmanna gegn inngöngu i Evrópubandalag- ið, sem þá hét Efnahagsbandalag Evrópu. Fjölmiðlar í Osló spá því í dag að tæpast hefjist málflutningur fyrir hæstarétti fyrr en seint á ár- inu, þar sem nýju verjendurnir þurfi tíma til að kynna sér málsskjölin. Kosningar í Mexíkó á sunnudag: Stjórnarflokkn- um spáð sigri MexíkóborK, 4. júlí. AP. Frambjóðendum stjórnarflokks- ins í Mexíkó, Pri, er spáð sigri í kosningum til fylkisstjóra í sjö fylkj- um af 31 á sunnudag. Stjórnar- flokknum er spáð sigri í kosningum til sambandsþingsins. Pri hefur tögl og hagldir í öllum þrepum stjórnkerfisins, og er ekki búist við neinni breytingu þar á. Kosningabaráttan hefur þó verið mjög lífleg, rétt eins og kosninga- úrslitin væru mjög óljós. í höfuðborginni eru kosninga- borðar strengdir í þúsundatali yfir helztu götur, veggspjöld eru um allt og slagorð máluð á húsveggi. Samskonar sjón gefur líta í öðrum borgum og jafnvel þorpum. Stjórnarflokkurinn hefur aldrei tapað kosningum og ráðið forseta- embættinu, þinginu og 31 fylki landsins I meira en hálfa öld. Stjórnarandstæðingar komast venjulega ekki til neinna áhrifa. Kosningarnar veita andstæðing- um Pri tækifæri til að ausa úr skálum reiði sinnar og saka ráða- menn um spillingu, getuleysi og ráðaleysi i efnahagsmálum. (gUPÖNDTYPAR nýlousnqgömlumvondo mol ® TYPAR síudúkur frá Du Pont er níósterkur jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene. ^Hann er léttur og mjög meöfærilegur. TYPAR síudúkur leysir alls konar jarðvatns- ^vandamál,- ® TYPAR er notaöur í rlkum mæli I stærri verk- um svo sem í vegageró, hafnargerð og @stíflugerö. TYPAR síudúkur er ódýr lausn á jarðvatns- vandamálum viö ræsalagnir við hús- byggingar, lóóaframkvæmdir, íþrótta- ^svæði o.s.frv. ® TYPAR síudúkur dregur úr kostnaði við jaró- vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf og stuólar aó því, að annars ónýtan- legan jarðveg megi nota. Dúkurinn kemur sérstaklega vel að notum I ódýrri vegagerö, hann dregur úr aur- bleytu í vegum þar sem dúkurinn að- skilur malarburðarlagiö og vatnsmett- að moldar- eöa leirblandaöan jarðveg. Notkun dúksins dregur úr kostnaði viö vegi, „sem ekkert mega kosta”, en leggja verður, svo sem að sveitabýl- ^um, sumarbústööum o.s.frv. TYPAR er fáanlegur í mörgum gerðum, sem hver hentar til sinna ákveönu nota. TYPAR® skrásett vörumerki Du Pont Síöumúla32 Sími 38000 Bandamenn ætluðu að láta Þjóð- verja vita um innrásina miklu — segir í nýútkominni bók um gagnnjósnarann Garbo London, 4. júlí. AP. SAMKVÆMT bók sem gefin var út á Englandi á fostudag samþykktu yfirmenn Bandamanna í heimsstyrjöldinni síðari að láta upplýsingar um fyrirhugaða innrás í Normandí „leka“ til Þjóðverja þremur og hálfri stundu áður en hermenn Bandamanna streymdu þar inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.